Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 37 Smáauglýsingar 569 1100 Barnagæsla ,,Au pair’’ London janúar ‘07. Hæ, okkur vantar ,,au pair’’ í janúar til að passa kátan 1 árs strák. Búum ná- lægt Tower Bridge. Gleðileg jól. steinarasia@yahoo.com. Símar 820 6850 og 44 7823 531 442. Bækur Góðir landsmenn Munið eftir Bókunum að vestan þegar þið farið að skipta. Athugið: Bækurnar að ves- tan eru allar prentaðar á Íslandi! Vestfirska forlagið, jons@snerpa.is sími 456-8181. Spádómar Dýrahald English Springer Spaniel hvolpar til sölu Upplýsingar í síma 661 6892. Basenjihvolpar Eigum von á 2 Ba- senjigotum i janúar. Áhugasamir geta haft samband við brautartunga@hot- mail.com eða steina@dog.is . Fæðubótarefni Heilbrigði-hollusta-árangur! Herbalife leggur grunninn. Ráðgjöf og stuðningur alla leið. Hanna hjúkrunarfræðingur. S. 557 6181/897 4181. www.internet.is/heilsa Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . Hljóðfæri Fender Strat, Marshall og Fender 12strin Fender Stratocaster (Mexi- can) og 50w Marshall magnari sa- man á 57 þús. Einnig Fender 12 strengja acoustic gítar á 29 þús. Upplýsingar í s. 694 5511. Húsnæði í boði Hafnarstræti, Akureyri. 118 m² íbúð við Hafnarstræti, Akureyri, til sölu/leigu. Suðursvalir. Ásett verð 15, 3 m. Upplýsingar 896 1263 eða eygloa@hotmail.com. Húsnæði óskast Íbúð óskast Ungan, reglusaman karlmann vantar 1-2ja herb. íbúð til leigu, helst nálægt Skeifunni. Skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli fylgja. Ólafur s. 664 3094. Húsnæði óskast Stúlku utan af landi sem er í vinnu og námi á höfuðborgarsvæðinu vantar íbúð til leigu sem fyrst, allt kemur til greina. Er ábyrg og reglusöm, upplýsingar í síma 868 7397. Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu bygging- arstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Til sölu Varmadælur fyrir sumarhús www.ishusid.is Hagkvæm hitun á köldum svæðum, greiddu fyrir 1 kw en fáðu 4 kw til baka. Frekari upplýsingar á www.ishusid.is/Loftkaeling/varma- dalur, sími 566 6000. Íshúsið ehf. PREM-I-AIR lofthreinsitæki Nú er 15% jólaafsláttur af PREM-I- AIR lofthreinsitækjunum. HEPA filter sem hreinsar út 99,97% af ryki úr loftinu. Íshúsið ehf., www.ishusid.is, sími 566 6000. Ýmislegt Áramótadressið í ár Sléttur push-up, mjög nettur og flottur í A,B,C,D skálum á kr. 3.990,- Push up fyrir þær brjóstgóðu í C,D,E,F skálum á kr. 3.990,- Glæsilegur push up í B,C,D skálum á kr. 3.990,- Kjóll í stíl í S,M,L á kr. 3.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf www.misty.is Bátar Til sölu Þessi bátur er til sölu. Skráður sem skemmtibátur. Verðhugmynd 1,2-1,4 millj. Skipti hugsanleg á bíl. Uppl. í síma 861 9120. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Bílar VW Passat á 450 þús. VW Passat Basic Line með 1600 vél, árgerð '97, ekinn 120 þús. beinskiptur 5 gíra, áhvílandi lán 250 þús. Tilboð 450 þús. (Yfirtaka + 200þús.). Uppl. í s. 694 5511. Nissan Navara 4WD Double Cab AT LE. Árg. 2006, ek. 24 þ.km, DÍSEL, sjálf- skiptur, leður, lúga o.fl. ofl. Verð: 3.850 þ. Rnr. 170774 www.bilalif.is - sími 562 1717 M. Benz Sprinter 308 CDI Árg. 2001, ek. 42 þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð: 2.650 þ. Rnr. 170630. Gott úrval af sendibílum á staðnum - www.bilalif.is sími 562 1717. Starfsfólk Bílalífs óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar liðið. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Bílar aukahlutir Eldsneytissparari. Hvirfilstæki í bíla SPARNAÐUR: Lágmark 7% til +30%*. 4 til +20* auka HP. Forðist ef- tirlíkingar. Lífstíðarábyrgð www.snjo- kedjur.is SKM ehf., s.517 8400. BÓKIN Amma fer í sumarfrí er þriðja bókin eftir Björk Bjarkadóttur um Óla og súper- ömmuna hans sem handsamar bófa og ribb- alda að næturlagi. Nú leggja þau Óli og amma leið sína til heitu landanna til að slappa af en sú verður ekki raunin. Á suðlægum slóðum leynast líka ræningjar og amma stendur þjófafjölskyldu að verki og gómar hana. Björk er grafískur hönnuður að mennt og verður að segjast að myndirnar eru aðall bók- arinnar. Stíllinn er bæði skemmtilegur og heillandi. Í myndum hennar er leikur að tví- vídd og fjarvídd sem gefur myndunum vissan hlýleika en er absúrd um leið. Í raun teikna börn á þennan máta áður en þau ná valdi á víddunum. Með því að nálgast þannig skynjun barnanna tekst Björk að tala til lesenda sinna á þeirra eigin forsendum sem er alltaf aðdá- unarvert. Myndirnar setja bæði húmor og ævintýralega aukavídd í þennan heim sem Björk skapar. Á hverri blaðsíðu má finna eitt- hvað fyndið og myndirnar er gaman að skoða aftur og aftur og hlæja að. Mér þóttu skýin mjög nýstárleg og bakarinn alveg guðdóm- legur. Björk hefur einnig skapað skemmtilegar persónur. Tilhugsunin um að eiga svo frá- bæra ömmu er ekki bara fyndin fyrir flesta krakka, heldur ansi aðlaðandi. Og fyrst maður á svona ömmu á annað borð, er ekki verra að fá sér ferðanesti með henni uppi á skýi. Sagan sjálf er skemmtileg, bæði fyndin og absúrd í anda myndanna. Framvindan er skýr og einföld, þar sem hið góða sigrar hið illa á húmorískan hátt. Reynd- ar er endir bókarinnar alls ekki svo einfaldur, því þegar amman kemst að því að fjölskyldan var að stela þar sem hún átti ekki peninga fyrir mat, þá hreinlega reddar hún þeim vinnu og allir verða glaðir. Í flestum barna- bókum er vondi kallinn bara vondur en hér er verið að ýja að því að heimurinn geti verið flóknari en það. Amma fer í sumarfrí er skemmtileg bók sem má bæði skemmta sér yfir og hlæja að en sem veltir einnig upp stærri spurningum um heiminn og mannlífið. ... Haraldur S. Magnússon hefur skrifað fjöl- margar sögur um hann Ragga litla og er Raggi litli og froskurinn Alvitur sú níunda í röðinni. Það sem er sérstakt við bækur Har- aldar er að þær hafa allar ólíkan frásagnarstíl og útlit. Þannig notar hann persónuna Ragga litla til að koma á framfæri mörgum ólíkum hugarfóstrum sínum sem er býsna skemmti- legt. Hann hefur einnig notað ólíka mynd- skreyti til að vinna með og fyrir tveimur árum fékk hann þrjú börn til að myndskreyta Ragga litla í jólasveinalandinu sem var mjög skemmtileg tilraun. Harald vantar því ekki hugmyndaflugið þegar hann vinnur bækur sínar. Í Ragga litla og froskinum Alvitra hefur Haraldur fengið Karl Jóhann Jónsson til að sinna myndrænu hliðinni. Myndirnar eru al- veg ágætar, frekar klassískar og stílhreinar sem hentar sögunni vel en frásagnarmáti sög- unnar er í anda ævintýra og eldri barnabóka. Í þetta sinn fer Raggi litli til sólarlanda með foreldrum og vinum, „þar sem heitir vindar blása og sólin hellir geislum sínum svo heitum að menn og málleysingjar, eins og til dæmis froskar, verða að halda sig í skugga trjánna eða synda í tjörnunum sem voru þarna í tugatali.“(3) Helsti galli bókarinnar er að hún er ekki nógu vel skrifuð. Haraldur hef- ur mikið ímyndunarafl sem mætti segja að hann hafi ekki alltaf nægilegt taumhald á. Í þessari bók er í raun efni í tvær ef ekki fleiri sögur sem Haraldur kýs að gera eina bók úr. Frásögnin er losaraleg þar sem er hoppað fram og aftur í tíma, útúrdúrarnir eru of margir og sömuleiðis lausu endarnir. Ég finn einnig fyrir vissu ósamræmi í texta, þannig að orðalag og frásögn er of flókin fyrir þann ald- ur sem innihald sögunnar myndi höfði til. Stundum er framvindan illskiljanleg og það á einnig við um orðalagið. T.d. átti ég erfitt með að skilja eftirfarandi lýsingu á Halla frænda hans Ragga sem gengur á hælaháum skóm: „Eyrnahringur var í sama eyra og stelpurnar höfðu hann. Hann sagðist vera stelpu-strákur, en Ragga litla fannst hann vera venjulegur strákur.“ (20) Þetta er frem- ur sérstök persónulýsing í barnabók en hún virðist alveg úr lausu lofti gripin og ekkert gert meira úr henni. Áður en ég las bókina dró ég þá ályktun af titli bókarinnar að Raggi litli og Alvitur frosk- ur yrðu bestu vinir og lentu í ævintýrum sam- an. En sögur þeirra eru næsta tvær ólíkar sögur sem gerast hlið við hlið og skarast örlít- ið í froskahoppskeppni. En í 32 síðna bók eru örfáar setningar sem lýsa samskiptum þeirra og engin samtöl. Eins og ég hef sagt áður í umfjöllun um bækur Haraldar S. Magnússonar, þá vantar hann ekki hugmyndirnar eða frásagnargleð- ina og hann hefur mikið fram að færa. En hann vantar góðan ritstjóra. Ólík ævintýri í sólinni BÆKUR Barnabækur Amma fer í sumarfrí Texti og myndir: Björk Bjarka- dóttir. 25 bls. Mál og menning 2006. Raggi litli og froskurinn Alvitur Texti: Haraldur S. Magnússon. Myndir: Karl Jóhann Jónsson. 32 bls. Snæland 2006. Amma fer í sumarfrí og Raggi litli og froskurinn Alvitur Hildur Loftsdóttir FRÉTTASTOFA BBC birti á dög- unum samantekt á eftirminnileg- ustu ummælum ársins 2006 í menn- ingarheiminum. Þar kennir ýmissa grasa og vitn- að er í fólk á borð við Keith Rich- ards, Britney Spears, Elizabet Tay- lor og Boy George. Það þótti sérlega fyndið þegar Jon Stewart, sem var kynnir á Ósk- arsverðlaunahátíðinni í ár gerði gys að svanakjól Bjarkar Guð- mundsdóttur sem hún klæddist á hátíðinni árið 2001. „Björk gat ekki verið með okkur hér í kvöld. Hún var að máta Ósk- arskjólinn sinn og Dick Cheney skaut hana,“ sagði Stewart meðal annars við opnun hátíðarinnar í febrúar. Einnig þótti eftirminnilegt þeg- ar hin hógværa Paris Hilton sagði: „Það er enginn í heiminum eins og ég. Ég held að hver áratugur hafi sína uppáhaldsljósku, eins og Mari- lyn Monroe og Díönu prinsessu, en nú er það ég.“ „Ég vil ekki láta sjá mig nakta. Ég er ekki smágerð kona og þegar Sophia Loren er nakin er það mikil nekt,“ sagði leikkonan sjálf á árinu. Þá þótti yfirlýsing Paul McCart- ney og Heather Mills vegna yfir- vofandi skilnaðar eftirminnileg í ljósi eftirmálanna, „Við skiljum í góðu og þykir enn mjög vænt hvort um annað.“ Fyndnast þegar Cheney skaut Björk Reuters Eftirminnileg Björk svansklædd á Óskarnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.