Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FÁTT er meira viðeigandi fyr- ir tónlistaráhugamenn og aðra en að enda árið með góðum tónleikum. Í kvöld, laugardagskvöldið 30. desember, spila hljómsveit- irnar Retron, Johnny Sexual, raftríóið Donna Mess og rokk- sveitin Gavin Portland í Stúd- entakjallaranum. 12 Tónar gáfu út fyrstu breiðskífu Gavin Portland í nóvember síðastliðnum og ber hún nafnið Views from Distant Towns. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar 500 krónur inn. Tónleikar Fjögur bönd í Stúd- entakjallaranum Donna Mess PILTARNIR Í svörtum fötum halda sinn síðasta dansleik í bili á Nasa við Austurvöll í kvöld. Sárt verður að kveðja þá drengi en að venju verður það gert með pomp og prakt. Búast má við allskonar uppákomum og jafnvel góðum gestum til þeirra upp á svið. Betra er að mæta snemma til að tryggja inngöngu, segir í auglýsingu frá Nasa. Dansað verður upp um alla veggi og búast má við að Jónsi fari úr að ofan. Húsið verður opnað kl. 23:00, aldurstakmark er 20 ár og miðaverð er 1500 kr. Dansleikur Í svörtum fötum á Nasa í kvöld Í svörtum fötum ÞANN 5. janúar næstkomandi fagnar Leikfélag Kópavogs því að 50 ár eru liðin frá stofn- un þess. Af því tilefni verður efnt til afmælisfagnaðar í fé- lagsheimili Kópavogs, Fann- borg 2, á afmælisdaginn. Allir félagar, fyrr og nú, eru velkomnir ásamt öðrum vel- unnurum félagsins. Ýmislegt skemmtilegt verður á boð- stólum fyrir afmælisgesti, margir félagar munu stíga á svið og skemmta með söng og leik, atriði úr uppsetningum félagsins verða sýnd ásamt mörgu fleiru. Dagskráin hefst klukkan 20 og boðið verður upp á léttar veitingar. Leiklist Leikfélag Kópa- vogs 50 ára Frá Kópavogi LISTASAFN Reykjavíkur hef- ur nú greint frá fjölbreyttri dag- skrá sem stendur gestum safnsins til boða á nýju ári. Gjörn- ingaklúbburinn fagnar á næsta ári 10 ára sam- starfsafmæli sínu og ætla liðskonur klúbbsins að halda upp á tímamótin með stórri yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu. Klúbbinn skipa nú þrír myndlist- armenn, þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfs- dóttir. Á afmælissýningunni verða sýnd ný verk í bland við eldri eftir þremenningana. Þá hefur göngu sína sýningarröð ungra og efnilegra listamanna á sama stað. Kjarvalsstaðir opnaðir á ný Í febrúarbyrjun verða Kjarvals- staðir opnaðir á ný eftir breytingar með sýningu á verkum listamann- anna Ólafs Elíassonar og Rúríar auk bandarísku listakonunnar Pat Steir. Þá er að vænta viðamikilla yf- irlitssýninga á verkum Roni Horn í Hafnarhúsinu, þar sem lögð verður áhersla á verk sem Horn hefur gert á Íslandi, og Eggerts Péturssonar á Kjarvalstöðum. Franski listamaðurinn Pierre Huyghe (1962) hefur vakið mikla eftirtekt síðastliðin ár. Sýningin Fagnaðargarðurinn (Celebration Park) verður opnuð í lok febrúar og er framhald af nýafstöðnum sýn- ingum hans í Tate Modern og Mu- sée d’Art moderne de la Ville í Par- ís. Á sýningunni verða einnig ný verk sem aldrei hafa verið sýnd áð- ur, en hún er hluti af Frönskum menningardögum og verður opnuð á Vetrarhátíð. Verk eftir Kjarval, Erró og Ásmund Sveinsson verða einnig sýnd í nýju ljósi og með nýj- um áherslum. Hönnunarsýningin Kvika Ein viðamesta sýning Listasafns Reykjavíkur á árinu er hönn- unarsýningin Kvika sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum um miðj- an maí í samstarfi við Hönn- unarvettvang, Listahátíð í Reykja- vík og iðnaðarráðuneytið. Sýningarstjóri er Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir en megináhersla verður lögð á sérstöðu íslenskrar hönnunar í ljósi þess hönn- unarlandslags sem skapast í litlu samfélagi. Lögð verður áhersla á að sýna það helsta sem er að gerast í íslenskri hönnun í dag auk þess sem dregin verða fram í dagsljósið óvænt nýsköpunarverkefni. Ókeypis á fimmtudögum Sú breyting mun eiga sér stað á Listasafni Reykjavíkur á nýju ári að ókeypis verður á sýningar safns- ins alla fimmtudaga, í stað mánu- daga sem áður var. Auk þess gildir aðgöngumiði í eitt húsa Listasafnsins nú jafnt í öll þrjú í þrjá daga í röð, það er í Ás- mundarsafn, Kjarvalsstaði og Hafn- arhúsið við Tryggvagötu. Söfn | Listasafn Reykjavíkur kynnir fjölbreytta dagskrá nýs árs Afmæli Gjörningaklúbbsins, Pierre Huyghe og Pat Steir Morgunblaðið/Þorkell Gjörningaklúbburinn Fagnar tíu ára starfsafmæli á næsta ári með yfirlits- sýningu í Hafnarhúsinu. Frá vinstri; Eyrún, Sigrún og Jóní. Pierre Huyghe RITHÖFUNDURINN George Wal- ker hefur vakið athygli á óháðum bókabúðum með því að krefjast þess að bók hans verði fjarlægð af sölu á bresku vefsíðu Amazon. Walker, höf- undur Tales from an Airfield, var ekki ánægð- ur þegar hann uppgötvaði að þessi nýjasta bók hans var til sölu á Amazon án hans leyfis. „Það sem Amazon er í raun og veru að gera er að fá þá óháðu til að gera markaðsrannsóknir fyrir sig,“ segir Walker sem er heitur stuðningsmaður óháðra bókabúða. „Þegar bók fær ákveðna mikla at- hygli út í búð og selst vel reyna þeir að komast yfir öll upplögin og þar með útiloka óháðar bókabúðir frá bókinni, en það mun ekki ger- ast með mínar bækur.“ Walker, sem gaf bók sína út sjálfur, segist ekki óttast sölutapið sem gæti hlotist vegna þessa uppá- tækis. Hann hvetur lesendur til að heimsækja óháðar bókabúðir og að nota vefsíður eins og www.lo- calbookshops.co.uk í staðinn fyrir Amazon. Vill ekki selja bækur á Amazon Vekur athygli á óháðum bókabúðum Bækur Walker er á móti risanum. NÝJASTA myndin um þekktasta njósnara hennar hátignar, James Bond, er nú orðin sú tekjuhæsta af öllum myndunum 21 sem um hann fjalla. Myndin, Casino Royale, var frumsýnd fyrr á árinu og hefur hlotið afbragðsgóða dóma víðast hvar. Þykir Daniel Craig standa sig með eindæmum vel í hlutverki Bond þrátt fyrir að leikaravalið hafi verið mikið gagnrýnt á sínum tíma. Casino Royale hefur halað inn tæpar 450 milljónir dollara frá því að hún var frumsýnd nú í nóv- ember. Skákaði hún þar með vel- gengni Die Another Day frá árinu 2002, sem rakaði inn 430 milljónum dollara. Casino Royale er sýnd í 64 lönd- um víða um heim. Casino Royale tekjuhæst Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is DREIFINGARFYRIRTÆKIÐ Græna ljósið hyggst herða róðurinn á nýju ári og ætlar að standa fyrir allavega einni til tveimur frumsýn- ingum á óháðum kvikmyndum í mánuði frá og með 5. janúar næst- komandi. Þá verður riðið á vaðið með myndinni Little Miss Sunshine. Samkomulag hefur náðst við kvikmyndahús um svokallaðar Gullnar reglur Græna ljóssins en þær eru þrjár; ekkert hlé er gert á sýningum mynda, magn auglýsinga í upphafi myndar er minnkað og miðasölu lýkur um leið og sýning hefst, til að koma í veg fyrir truflun. Í tilkynningu frá Græna ljósinu segir meðal annars að markmið fyr- irtækisins sé að auðga kvikmynda- flóruna hérlendis og stuðla um leið að umræðu um kvikmyndir og inni- hald þeirra. Verður það meðal ann- ars gert með því að koma á svoköll- uðum spurt og svarað-sýningum þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að spyrja leikstjóra eða aðra að- standendur mynda spjörunum úr að sýningu lokinni. Auk þess verður lögð áhersla á heimasíðu Græna ljóssins sem miðil fyrir kvikmyndaáhugmenn til að skiptast á skoðunum og fræðast um kvikmyndir. Kóngurinn, drottningin, forsetinn og brúin Græna ljósið hefur áður staðið fyrir sýningu á myndum á borð við March of the Penguins, Goodbye Lenin, Super Size Me og City of God hér á landi. Fjöldi áhugaverðra mynda er svo væntanlegur til sýn- inga á næstunni á vegum fyrirtæk- isins. The Bridge er heldur óvenjuleg heimildarmynd en þar er fylgst með fjölda fólkst úr leyni sem styttir sér aldur með því að stökkva af Golden Gate-brúnni í San Fransico. Auk þess er rætt við aðstandendur og þá sem hægt var að telja hughvarf á síðustu stundu. Ein umdeildasta mynd ársins er án efa Death of a President þar sem fjallað er um „morðið“ á George W. Bush. Last King of Scotland segir frá harðstjóranum Idi Amin, sem leik- inn er af Forest Whitaker, en hann hefur fengið nær einróma lof gagn- rýnenda um heim allan fyrir leik sinn í myndinni. Síðasta verkefni leikstjórans So- fiu Coppola er Marie Antoinette. Þar segir frá hinni goðsagn- arkenndu drottningu Frakka, frá hjónabandi hennar og Lúðvíks 16. og valdatíð hennar frá 19 ára aldri og fram að falli Versala. Það eru þau Kirsten Dunst og Jason Schwartzman sem fara með hlut- verk hjónakornanna. Kvikmyndir | Dreifingarfyrirtækið Græna ljósið herðir róðurinn Óháðar kvikmyndir allan ársins hring … án hlés Harðstjórinn Forest Whitaker þykir fara vel með hlutverk sitt sem Idi Am- in í kvikmyndinni The Last King of Scotland, sem sýnd verður á næstunni. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.