Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 33 SINUELDAR geysuðu á Mýrum í Borgarfirði í lok mars. Talið er að gróður á um 60 til 70 fer- kílómetrum lands á tólf jörðum hafi brunnið. Ekki urðu slys á fólki eða skepnum og ekki annað tjón en á gróðri þar sem naumlega tókst að stöðva eldinn rétt við nokkur íbúðarhús. Reykinn lagði langar leiðir. Unnið hefur verið að rannsóknum á afleiðingum sinueldanna á gróður og dýralíf. Morgunblaðið/RAX Mannvirkjum bjargað þegar Mýrarnar brunnu í sinueldum SILVÍA Nótt fór enga frægðarför til Aþenu sem fulltrúi Íslendinga í Evróvisijónkeppninni síðastliðið vor, komst ekki í úrslitakeppnina. Hún fékk raunar blendnar viðtökur því það var púað á hana fyrir og eftir flutning hennar á laginu Congratulations eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson en þegar baulinu linnti heyrðust fagnaðarlæti. Silvía Nótt var ekki ánægð þegar úrslit atkvæðagreiðslu úr forkeppn- inni lágu fyrir og hún birtist í fylgd lífvarða. Morgunblaðið/Eggert Silvía Nótt komst ekki í úrslit BANDARÍKJAMENN tilkynntu íslenskum stjórnvöldum í mars að varn- arliðið myndi hverfa af landi brott á árinu eftir meira en hálfrar aldrar sam- fellda veru á Keflavíkurflugvelli. Þá þegar var hafist handa við brottflutning liðsins og var honum lokið 1. október þegar bandaríski fáninn var dreginn niður til marks um lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði. Íslensk stjórnvöld tóku við fasteignum varnarliðsins og ýmsum verkefnum vegna alþjóða- flugvallarins og hefur verið unnið að undirbúningi þess að koma eignum á fyrrum varnarliðssvæði í borgaraleg not. Morgunblaðið/ÞÖK Varnarliðið hvarf af landi brott NÝR meirihluti tók við völdum í borgarstjórn Reykjavíkur eftir sveit- arstjórnarkosningar í vor en flokkarnir sem mynduðu Reykjavíkurlistann misstu meirihluta sinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mynduðu meirihluta með fulltrúa Framsóknarflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjálfstæð- isflokki varð borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarflokki for- maður borgarráðs. Myndin var tekin þegar Vilhjálmur og Ólafur F. Magn- ússon borgarfulltrúar biðu fyrstu talna úr talningunni. Morgunblaðið/ÞÖK Nýir menn komust til valda ÓVENJULEGA mörg alvarleg umferðarslys urðu á land- inu á árinu og létust í þeim þrjátíu manns. Myndin var tek- in á slysavettvangi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í ágúst. Miklar umræður hafa spunnist um umferðaröryggi og umbætur á vegakerfinu, einkum á umferðarþyngstu veg- unum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Júlíus Fjöldi alvarlegra umferðarslysa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.