Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 41

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 41 6 15 Hvenær var landsleikurinn?  a) 17. janúar  b) 17. apríl  c) 17. júní  d) 17. október 10 Felipe Calderon var í árkjörinn forseti Mexíkó og sór embættiseiðinn 1. desember. Mikil spenna hefur ríkt í landinu sökum þess að andstæðingur hans í kosningunum hefur neitað að við- urkenna úrslitin. Hvað heitir hann?  a) Alvaro Noboa  b) Rafael Correa  c) Federico Rosales Blanco  d) Andres Manuel Lopez Obra- dor 11 Á haustdögum kom út íDanmörku fríblað á vegum íslenska fyrirtækisins Dagsbrúnar, en undirbúningur að útgáfunni hafði þá staðið í nokkra mánuði. Hvert er nafn hins nýja dagblaðs?  a) 24 Timer  b) Dato  c) Nyhedsavisen  d) Nyhedsposten 12 Ný ákæra var gefin út íBaugsmálinu í lok apríl með því að:  a) Ákært var vegna 17 af 25 ákæruliðum  b) Ákært var vegna 17 af 32 ákæruliðum  c) Ákært var vegna 14 af 40 ákæruliðum  d) Ákært var vegna bílaviðskipta í tveimur ákæruliðum 13 Fulltrúi Íslands á vettvangimyndlistar var valinn til þátt- töku í Feneyjatvíæringnum í vor. Hann heitir:  a) Sigurður Breiðfjörð  b) Gabríela Friðriksdóttir  c) Steingrímur Eyfjörð  d) Birgir Andrésson 14 Bandaríska orkufyrirtækiðEnron varð alræmt um heimsbyggðina alla fyrir óheiðarlega viðskiptahætti forsprakka þess, sem margir hafa verið sóttir til saka af yfirvöldum. Forstjóri fyrirtækisins mun þó ekki afplána fangelsisdóm fyrir afbrot sín þar sem hann lést af völdum hjartaáfalls nú í haust. Hvert var nafn hans?  a) Andrew Fastow  b) Jeffrey Fastow  c) Jeffrey Skilling  d) Kenneth Lay 15 Borgarstjórnarkosningarvoru í haldnar í vor og komst þá nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til valda. Hvað fengu þessir flokkar mikla kosningu, hvor um sig?  a) Sjálfstæðisflokkur hlaut 43,9% og Framsóknarflokkur 6,9%  b) Sjálfstæðisflokkur hlaut 42,9% og Framsóknarflokkur 6,3%  c) Sjálfstæðisflokkur hlaut 41,4% og Framsóknarflokkur 6,2%  d) Sjálfstæðisflokkur hlaut 41,9% og Framsóknarflokkur 7,1% 16 Íslenskur íþróttamaðurvarð Íslandsmeistari í sinni grein í 13. sinn í röð á árinu. Hver var það og í hvaða íþróttagrein?  a) Pétur Stephensen í badminton  b) Guðmundur Stephensen í borðtennis  c) Matthías Stephensen í tennis  d) Guðmundur Stephensen í bad- minton 17 Robert Gates tók nú skömmufyrir áramót við embætti varnarmálráðherra Bandaríkjanna. Gates var:  a) Varnarmálaráðherra í stjórn föður núverandi forseta  b) Yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, í stjórn föður núverandi forseta  c) Starfsmannastjóri í stjórn Ro- nalds Reagans  d) Yfirmaður alríkislögregl- unnar, FBI, í stjórn Ronalds Reagans 18 Íslenski lyfjaframleiðandinnActavis gerði á árinu árang- urslausa tilraun til að taka yfir kró- atíska lyfjaverksmiðju og kostaði yf- irtökutilraunin fyrirtækið á þriðja milljarð króna. Hvað heitir króatíska fyrirtækið?  a) Bliva  b) KroPharma  c) Oliva  d) Pliva 19 BMW-bílaframleiðandinnleitaði á náðir Íslendings um hönnun á bíl sem afhjúpaður var í Þýskalandi síðastliðið sumar. Hönnunin var í höndum:  a) Ómars Ragnarssonar  b) Ólafs Elíassonar  c) Errós  d) Rúríar 20 Heimsmeistarakeppnin íknattspyrnu var haldin í Þýskalandi og tókst vel. Hvaða lið endaði í þriðja sæti?  a) Ítalía  b) Frakkland  c) Portúgal  d) Þýskaland 21 Rúmenía og Búlgaría bætistí hóp aðildarríkja Evrópu- sambandsins (ESB) nú um áramót- in. Hvað verða aðildarríkin þá mörg?  a) 27  b) 25  c) 23  d) 29 22 Bubbi Morthens hélt tón-leika í Reykjavík á fimm- tugsafmæli sínu hinn:  a) 05.05.06 og varð fimmtugur  b) 06.06.06. og varð fertugur  c) 06.06.06 og varð fimmtugur  d) 06.05.06 og varð fimmtugur 23 Íslenska karlalandsliði íhandknattleik tók þátt í Evr- ópumótinu í Sviss. Í hvaða sæti endaði liðið?  a) Þriðja  b) Fimmta  c) Sjötta  d) Sjöunda 24 Hver hlaut Nóbelsverð-launin í bókmenntum í ár?  a) Harold Pinter  b) Salman Rushdie  c) Orhan Pamuk  d) Philip Roth  e) Tony Morrison 25 Öflug íþróttakona reri kajakí kringum landið í sumar. Spurt er um nafn hennar og þjóð- erni:  a) Hún hét Rotem Ron og var indversk  b) Hún hét Roni Horn og var ind- versk  c) Hún hét Rotem Ron og var ísr- aelsk  d) Hún hét Honi Rotem og var ísraelsk 26 Hvalveiðar í atvinnuskynivoru leyfðar á árinu. Hvað má samkvæmt því leyfa veiðar á mörgum hvölum á fiskveiðiárinu 2006–2007?  a) 8 langreyðar og 20 hrefnur  b) 19 langreyðar og 30 hrefnur  c) 9 langreyðar og 30 hrefnur  d) 17 langeyðar og 20 hrefnur 27 Á árinu 2006 var þessminnst um allan heim að 250 ár voru liðin frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Þrjú stórvirki hans voru flutt á Ís- landi á árinu. Þau voru:  a) Brottnámið úr kvennabúrinu, Dafnis og Klói K19, Sálumessa K626  b)Gran Partita fyrir blásara, Pí- anósónötur nr. 1–18, Brott- námið úr kvennabúrinu  c) Dafnis og Klói K19, Sögu- sinfónían K728, Exultate Jubi- late K165  d) Píanósónötur nr. 1–18, Sálu- messa K626, Alpasinfónían K26 28 Til þess er vitað að Mozarthafi haft ánægju af:  a) Svínakjöti, billjarði, klúryrð- um  b) Fjallgöngum, jurtasöfnun, fuglaskoðun  c) Kvenfólki, lestri góðra bóka, hestamennsku  d) Fingrarími, Debussy, hnatt- væðingu 29 Bandaríska varnarliðið fóraf landi brott í haust eftir áratuga veru í Keflavík. Íslendingar höfðu löngum nokkrar tekjur af veru liðsins í gegnum árin. Hvenær á tímabilinu 1990–2005 voru tekjurnar mestar og hversu háar?  a) Árið 1992 og voru 22,6 millj- arðar  b)Árið 1996 og voru 13,9 millj- arðar  c)Árið 2000 og voru 20,9 millj- arðar  d)Árið 2003 og voru 11,9 millj- arðar kr. 30 Fransk-ítalski tenórinn Ro-berto Alagna komst í frétt- irnar á seinni hluta ársins þegar hann strunsaði út í miðri sýningu á óperunni Aidu í Scala-óperunni í Mílanó. Í kjölfarið var hann rekinn og hótaði hann að lögsækja hið formfræga óperuhús fyrir vikið. Hann gaf seinna skýringu á fram- ferði sínu. Hver var hún?  a) Hann þjáist af lágum blóð- sykri  b) Honum lá við yfirliði af því búningurinn var of heitur  c) Hann þoldi ekki að áhorfendur skyldu púa á hann  d) Hann var með óráði vegna of- neyslu verkjalyfja 31 Nokkrar breytingar urðu íríkisstjórn Íslands á árinu, þótt hæst beri líklega brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra. Hvað hafði hann gegnt ráðherra- embætti lengi?  a) Rúmlega 16 ár  b) Rúmlega 18 ár  c) Rúmlega 19 ár  d) Tæplega 14 ár 32 Á seinni hluta ársins varfjallað um safnamál Rík- isútvarpsins. Kom fram að meiri- hluti gamalla upptaka er einungis til í einu og upprunalegu eintaki sem mörg hver liggja undir skemmdum. Hve margir vinna að því í dag að af- rita gamlar upptökur RÚV af lakk- plötum yfir á stafrænt form?  a) Tveir starfsmenn, í hálfri stöðu hvor  b) Tveir starfsmenn, annar í hálfri stöðu  c) Enginn  d) Einn starfsmaður í hálfri stöðu 33 Í vor fengu fjallgöngumenná hæsta tindi landsins að- stoð björgunarsveita þar sem í fyrsta skipti var beitt þessum björg- unartækjum:  a) Snjóbílum með gaseldsneyti  b) Fallhlífum  c) Fjallasvifi  d) Sporhundum með GPS- staðsetningartækjum 34 Á árinu urðu sviptingar inn-an stjórnar Straums-Burð- aráss fjárfestingarbanka, en þar öttu saman hestum sínum stjórnar- formaður bankans og varaformaður stjórnar. Stjórnarformaðurinn heitir Björg- ólfur Thor Björgólfsson, en hvað heitir þáverandi varaformaður?  a) Björn Kristinsson  b) Kristinn Björnsson  c) Magnús Kristinsson*  d) Magnús Björnsson 35 Hvaða gríski harmleikur varsettur á svið Þjóðleikhúss- ins í desember?  a) Bakkynjurnar  b) Froskarnir  c) Aþena brennur  d) Trójustríðið 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.