Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ STUÐNINGSMAÐUR leggur hönd sína á kistu Augusto Pinochets, einræð- isherra í Chile frá 1973 til 1990. Pinochet lést í Santiago, höfuðborg Chile, 10. desember. Hann var 91 árs að aldri. Pinochet var ábyrgur fyrir hroðalegum grimmdarverkum í valdatíð sinni þegar þúsundir manna sættu pyntingum og hurfu. Sagt er um Pinochet að hann hafi klofið chilesku þjóðina jafnt lifandi sem látinn. Margir telja hann hafa bjargað Chile frá því að verða marxískt ríki er hann steypti kjörinni stjórn Salvadors Allende árið 1973. Aðrir telja að hann hafi verið grimdd- arseggur hinn mesti sem eitrað hafi allt samfélagið og geri það enn eftir dauða sinn. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir tókst aldrei að fá Pinochet dreginn fyrir dóm vegna glæpaverka herstjórnarinnar. Þykir mörgum sem það hljóti að teljast mikið áfall fyrir réttarkerfið í Chile. Þúsundir stuðningsmanna Pi- nochets syrgðu hann á hinn bóginn opinberlega og sóttu útför hans. Pinochet allur Reuters Reuters HRAUN rennur niður hlíðar eldfjallsins Mayon suður af Manila, höf- uðborg Filippseyja. Eldfjallið gaus í ágústmánuði. Mayon sem er á eyjunni Luzon er virkasta eldfjall Filippseyja og hefur gosið rúmlega 50 sinnum á síðustu 400 árum. Flytja þurfti um 40.000 manns á brott þegar eldfjallið gaus í ár. Í nóvembermánuði fórust hundruð manna í þorpum í nágrenni eldfjallsins þegar fellibylurinn Durian fór þar yfir. Flestir týndu lífi í gríðarlegum aurskriðum sem fylgdu óveðrinu. Eldgos á Filippseyjum Reuters FRANSKI knattspyrnusnilling- urinn Zinedine Zidane „skallar" ítalska varnarmanninn Marco Mate- razzi í úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu. Úr- slitaleikurinn, sem fram fór 9. júlí, var jafnframt kveðjuleikur Zidane og var þetta því síðasta „afrek" hans á knattspyrnuvellinum þar eð hann var rekinn út af. Atvikið vakti mikla athygli um heim allan og kom síðar í ljós að Materazzi hafði látið ófögur orð falla um ættmenni Zidane. Þótti þetta dramatískur en jafnframt heldur dapurlegur endir á glæsi- legum ferli Zidane sem lék með stór- liðum á borð við Juventus og Real Madrid. Eftirminnileg kveðjustund Fréttamyndir af erlendum vettvangi Reuters ELDUR stígur upp af alþjóðaflugvellinum í Beirút, höf- uðborg Líbanons, eftir loftárás ísraelska flughersins. Ísr- aelar réðust í sumar inn í landið í því skyni að uppræta Hizbollah-hreyfinguna og frelsa tvo hermenn sem skæru- liðar höfðu á valdi sínu. Aðgerðin kallaði miklar hörm- ungar yfir íbúa Líbanons og Ísraelsher varð fyrir umtals- verðu mannfalli. Aðgerðin þótti mistakast um flest og fór svo að lokum að komið var á vopnahléi. Innrásin þótti mikið áfall fyrir stjórn Ehuds Olmerts, forsætisráðhera Ísraels. Ekki tókst að ná hernaðarlegum markmiðum hennar og liðsmenn Hizbollah lýstu yfir sigri. Sýnt þykir að Ísraelar hætti nú við einhliða brottflutning landtöku- manna frá byggðum á Vesturbakkanum sem Olmert hafði boðað. Árás á Líbanon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.