Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 6. apríl 2009 — 83. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Afasystir mín, Áslaug Þorsteins-dóttir, saumaði þessa mynd af síð-ustu kvöldmáltíðinni,“ segir ArnaÝrr Sigurðardótti í þriggja herbergja íbúð þannig að plássið var takmarkað þég finnst ekki Listaverk á skrifstofunni Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Langholtskirkju, á fallega útsaumaða mynd af síðustu kvöldmáltíðinni. Myndina fékk hún að gjöf frá afasystur sinni sem hefur í gegnum tíðina saumað út fjölda verka. MÁLVERKAUPPBOÐ verður haldið í dag klukkan 18.15 í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Fjöldi verka gömlu meistaranna verður boðinn upp, meðal annars eftir Kjarval, Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur og Ásgrím Jónsson. Séra Arna Ýrr Sigurðar-dóttir, prestur í Langholts-kirkju, er með útsaumaða mynd af síðustu kvöld-máltíðinni á skrifstofu sinni í kirkjunni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN Velbon þrífætur mikið úrval Hringdu í síma VEÐRIÐ Í DAG ARNA ÝRR SIGURÐARDÓTTIR Síðasta kvöldmáltíðin í miklu uppáhaldi • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS PÁSKAFERÐIR Skíði, mót og skemmti- dagskrár um land allt Sérblað um páskaferðir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG páskaferðirMÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 Aftur til fortíðarSigrún Valbergsdóttir ætlar að verja páskunum á Hornströndum. SÍÐA 2 Starfið öflugt frá upphafi Hestamanna- félagið Logi í Biskupstungum er 50 ára. TÍMAMÓT 18 DAGAR TIL PÁSKA Spilar í Warhol-safni Jóhann Jóhannsson heldur í tónleikaferð um Bandaríkin og semur tónlist fyrir bíó- myndir. FÓLK 24 FÓLK „Fólk þarf oftast ráðgjöf vegna vandræða með samband sitt og annarra fjölskyldumeð- lima við fuglinn,“ segir Díana Lind Monzon páfagaukaráðgjafi. „Við förum þá í gegnum æfing- ar og ég reyni að styrkja tengslin milli páfagauksins og heimilis- fólks. Í þessari viku fer ég til að mynda á heimili þar sem fuglinn er afar hrifinn af stelpu á heim- ilinu en vill ekki sjá kærastann hennar.“ Díana hefur síðastliðin ár aðstoðað fólk með stærri og smærri páfagauka. Algengara er þó að hún fari í vitjanir vegna stærri fuglanna. - jma / sjá síðu 34 Díana Lind Monzon: Hjálpar fólki með páfagauka „Ví heftú kill somþíng!“ „Hann var að sýna sig: sýna útlendingnum veiðimann í sínu náttúrulega umhverfi“, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 16 VINDUR FYRIR VESTAN Í dag verða NA 10-15 m/s norðvestan til, annars mun hægari. Él á Vest- fjörðum og fyrir norðan en rigning eða slydda sunnan og austan síðar í dag. Snjókoma nyrðra í kvöld. VEÐUR 4 -2 1 4 46 ÖRYGGISMÁL „Staðreyndin er sú að björgunarflugi fjölgar á næstu mánuðum og toppar yfir sumar- ið. Þetta er því ekkert sérstaklega slæmt núna og það er pólitískt mál hvernig þetta mun þróast,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar (LHG). Tvisvar á þessu ári hefur komið upp sú staða að TF-GNÁ og TF- LÍF, stóru Super Puma-björgunar- þyrlur LHG, hafa verið óflughæf- ar á sama tíma. LÍF hefur verið frá síðan 5. janúar vegna skyldu- skoðunar en GNÁ hefur á þeim tíma bilað tvisvar: í sex daga í janúar og þrjá daga í lok mars. Við þessi skilyrði hefur LHG því aðeins haft minnstu þyrluna, TF- EIR, klára til að sinna útköllum. Sú þyrla hefur takmarkaða flug- og burðargetu miðað við þær stærri, en hún getur tekið átta farþega auk fimm manna áhafnar. Algengt er að þrettán til fimmt- án sjómenn séu í áhöfn minni togskipa. Áhafnir frystiskipa, sem eru að veiðum í öllum veðr- um langt frá landi, telja tæplega þrjátíu menn. Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands- ins, segir að skert björgunargeta LHG þýði einfaldlega að sjómenn lifi við þá nöturlegu staðreynd að geta ekki gengið að því sem vísu að þeim verði komið til hjálpar lendi þeir í háska. Þá daga sem litla þyrlan var ein nothæf hafi skap- ast alvarlegt hættuástand. Hann minnir á að TF-EIR taki aðeins átta farþega og áhafnir togskipa séu þrettán til þrjátíu manns. Samkvæmt upplýsingum frá LHG er TF-EIR, sem ein var til taks í níu daga, bilanagjörn og erfið í viðhaldi. Hún er elst af þyrlunum þremur, flogin 11.000 flugtíma. TF-LÍF er flogin 4.100 tíma og GNÁ 2.700. Skert þyrlubjörgunargeta LHG er til frambúðar, segir Georg. Lengi hafi legið fyrir að þrjár þyrlur gætu ekki tryggt þá þyrlu- þjónustu sem LHG vildi veita. Hann segir það pólitíska ákvörð- un að fjölga þyrlunum en fjórðu þyrlunni var skilað 12. apríl 2008 í sparnaðarskyni. - shá / sjá síðu 4 Ekki hægt að tryggja björgun allt árið Landhelgisgæslan hefur verið án stóru björgunarþyrlna sinna í níu daga á þessu ári. Alvarlegt ástand sem er til frambúðar, segir forstjóri Gæslunnar. Táningur kom United aftur á toppinn Mikil dramatík var í enska boltanum um helgina. ÍÞRÓTTIR 30 UTANRÍKISMÁL Á leiðtogafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Strassborg um helgina átti Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra viðræður við Barack Obama Bandaríkjaforseta um nánara samstarf ríkjanna tveggja á sviði jarðhitavinnslu. Að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu lýsti Obama miklum áhuga á slíku sam- starfi og kvaðst þekkja til forystu Íslands á því sviði. Hann sagði ríkisstjórn sína mjög einbeitta í því að þróa endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapa ný „græn“ störf. Áður en leiðtogafundinum lauk útnefndi Obama einn af helstu ráðgjöfum sínum sem sérstakan tengil skrifstofu sinnar í Hvíta húsinu við Ísland á þessu sviði. Í lokaályktun leiðtogafundarins er Íslendingum þakkað frumkvæði í umræðum innan bandalags- ins um öryggismál á norðurslóðum. Í ávarpi sínu á fundinum lagði Össur áherslu á að við þróun nýrrar framtíðarsýnar NATO yrði sérstaklega tekið tillit til vaxandi mikilvægis norðurslóða og heimskautasvæðanna. - aa Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti viðræður við Bandaríkjaforseta: Obama lýsir áhuga á samstarfi RÆDDU JARÐHITAMÁL Vel fór á með þeim Össuri og Obama forseta á fundinum í Strassborg á laugardag. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ PÁFAGAUKARÁÐGJAFI Díana Lind Monz- on aðstoðar fólk með stærri og smærri páfagauka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Karlmaður um tví- tugt játaði í gær að hafa slegið mann á svipuðu reki hnefahöggi í leigubílaröð í Lækjargötu í fyrri- nótt. Þolandinn hlaut alvarlega áverka á höfði og liggur á gjör- gæsludeild. Hann var í öndunar- vél um tíma og var ekki kominn til meðvitundar í gærkvöldi. Maðurinn var handtekinn síð- degis í gær eftir ábendingu frá vitni. Enginn annar er grunaður í málinu. Að sögn lögreglu slasað- ist fórnarlambið ekki eins alvar- lega og óttast var í fyrstu og er á batavegi. Málið telst upplýst. Ekki var farið fram á gæsluvarð- hald yfir árásarmanninum. - sh Ungur maður handtekinn: Játaði á sig stór- hættulega árás

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.