Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 26
6. APRÍL 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● páskaferðir
Fallegt útsýni er eitt af
því sem Íslendingar eiga
kapp nóg af. Fjöll og hólar
eru náttúrulegir útsýnis-
pallar og má finna í öllum
landshlutum.
Að klífa fjall í góðu veðri
og líta til allra átta þegar
toppnum er náð er sannar-
lega ljómandi tilfinning. Þá
líta Íslendingar yfir ríki sitt
og seinna meir er hægt að
segja: „Sjáðu fjallið, þarna
fór ég.“ - sg
Náttúrulegir
útsýnispallar
Þótt Reykjanes sé frekar flatt er
þar að finna nokkra hóla og jafn-
vel fjöll. Ofan af Keili er víðsýnt til
allra átta. Auðvelt er að ganga á
fjallið að norðaustanverðu.
Ofan rennisléttri og hrjóstrugri
hásléttu Bolafjalls er mikilfeng-
legt útsýni yfir Ísafjarðardjúp.
Bolafjall stendur við Bolungarvík
og er 638 metra hátt. Þar var
ein af fjórum ratsjárstöðum sem
Ratsjárstofnun rak fyrir hönd
varnarliðsins. Brattur akvegur
liggur á Bolafjall en hann er þó
aðeins opinn í júlí og ágúst.
Kambarnir er hún kölluð brekkan
ofan við Hveragerði. Efst í henni
er bílastæði og útsýnisskífa þar
sem gott er að nema staðar og
líta yfir flatlendi Suðurlands og
allt til Vestmannaeyja.
Drangey rís sæbrött fyrir miðjum
Skagafirði. Frá henni er mikið
víðsýni um byggðir fjarðarins.
Drangeyjar er fyrst getið í Grettis
sögu en þar hafðist útlaginn við
seinustu árin ásamt bróður sínum
Illuga og þrælnum Glámi og þar
var hann veginn, helsjúkur, í
skála sínum af Þorbirni öngli og
mönnum hans.
N Ý T T
2 0 % k y n n i n g a r a f s l á t t u r
Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.is
TILBOÐ 2 DUX 1001/Original 90x200cmXtandard yfirdýna 180x200cmAscot höfuðgafl og rykfaldur
Aðeins
kr. 420.000
3 litir: Beige, brúnt og svart
Takmarkað magn
Eitt skal yfir allt ganga segir
Ragna Aðalsteinsdóttir bóndi
á Laugabóli við Ísafjarðardjúp,
sem fær sér betri mat á páskum
en þá verða kindurnar líka að fá
betra hey.
„Ég geri nú ekki mikið til til-
breytingar á páskunum, það
verður jú að gera sömu verkin og
vanalega,“ segir Ragna.
„Jú, það er nú alltaf betri matur
á borðum,“ segir hún. „En þá fá
kindurnar náttúrlega betra hey,
það dugir ekki að hugsa eingöngu
um mannfólkið; skepnurnar verða
líka að fá betra að bíta.“
Hún segir heyið vera í mörgum
gæðaflokkum og fer það eftir
ýmsu sem erfitt er fyrir borgar-
börnin að greina frá. Hún segir
enn fremur að dýrin skynji inn-
ræti manna en þó skynji þau ekki
sérlegan hátíðarblæ þótt hátíð sé
í bæ.
Ragna segir að ekki sé hægt
um vik fyrir sveitunga í Inndjúpi
að fara til kirkju um páskahátíð-
ina en guðsþjónustur eru fátíðar í
kirkjum sveitarinnar. Í Inndjúp-
inu býr þó einn þekktasti guðs-
maður þeirra Vestfirðinga en það
er séra Baldur Vilhelmsson, sá
sami og sagðist hafa gaman af því
að jarða framsóknarmenn. Hann
hefur sest í helgan stein fyrir all-
mörgum árum. - jse
Páskafæði fyrir menn og dýr
Þegar Ragna gerir betur við
sig en venjulega skal það sama
ganga yfir skepnurnar, sem fá
betra heyið um páskana.