Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 6
6 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR 84.760kr. á mann m.v. 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 21. ágúst gisting Prestige a partments í íbúð m/ 1 svefnherbergi. Verð frá:Marmaris 62.080kr. á mann m.v. 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 10. júní. Gisting Parque de las Americas í íbúð m/1 svefnherbergi. Ef 2 ferðast saman 70.360.- Verð frá:Tenerife SumarPlús2009 PRAG, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir í gær að framtíð sjálfs mannkyns væri í húfi: Allar þjóðir heims yrðu að taka saman höndum um að vinna að því að losa heimsbyggðina við kjarnorkuvopn. Og Bandarík- in bæru „siðferðislega ábyrgð“ á að fara fyrir þessari baráttu sem eina ríki heims sem hefði látið verða af því að beita kjarnorku- vopnum í stríði. Jafnvel þótt fréttir af árangurs- ríkri tilraun Norður-Kóreumanna til að senda eldflaug út fyrir gufu- hvolfið settu þennan metnaðar- fulla boðskap forsetans í nokkurt uppnám, vísaði hann á bug úrtölu- röddum sem halda því fram að ógerningur sé að halda útbreiðslu kjarnorkuvopna í skefjum. „Slík örlagahyggja er banvænn andstæðingur,“ sagði hann er hann ávarpaði um 20.000 manns sem mættu til að hlýða á orð hans á torginu við aðalhlið Prag-kastala í tékknesku höfuðborginni. „Því ef við trúum því að útbreiðsla kjarn- orkuvopna sé óhjákvæmileg erum við að viðurkenna fyrir sjálfum okkur að notkun kjarnorkuvopna sé óhjákvæmileg,“ bætti hann við. Obama kallaði kjarnorkuvopn „hættulegustu arfleifð kalda stríðsins“ og hvatti andstæðinga slíkra vopna í Bandaríkjunum og öðrum löndum heims til að láta ekki sitt eftir liggja. Um leið hét hann Bandaríkjamönnum því að öryggi þeirra yrði ekki stefnt í neina tvísýnu. Enda sagði hann að „svo lengi sem hætta stafar af Íran“ myndi Bandaríkjastjórn halda fast við áform um eldflauga- varnakerfi „sem er hagkvæmt og hefur sannað sig“. Þessa stefnuræðu sína í kjarna- vopnamálum valdi Obama að flytja í Tékklandi, þangað sem aðalerindi hans var annars að eiga samráð við leiðtoga Evrópusam- bandsins. Prag er þriðji áfanginn á rúmlega vikulangri Evrópuferð forsetans, sem hófst í Lundúnum á miðvikudag og lýkur í Tyrklandi nú eftir helgina. Á fundinum með ESB-leiðtogunum hvatti Obama þá til að veita Tyrklandi aðild að sam- bandinu. Obama sagðist ekki gera sér neinar grillur um annað en að það tæki drjúgan tíma að losa heiminn við kjarnorkuvopn; það markmið næðist jafnvel ekki á ævidögum sínum. En landi hans, sem byggi yfir stærsta kjarnorkuvopnabúri heims og væri jafnframt það eina sem beitt hefði kjarnorkusprengj- um, bæri siðferðisleg skylda til að stíga skref í þessa átt. audunn@frettabladid.is Heimsbyggðin losi sig við kjarnavopn Barack Obama Bandaríkjaforseti kom á óvart með afdráttarlausri stefnuræðu gegn kjarnorkuvopnum í Prag í gær. Hann segir land sitt hafa siðferðislega skyldu til að fara fyrir baráttu um að losa heiminn undan kjarnorkuvánni. OBAMA-HJÓNIN Á SVIÐ Það viðraði vel til ræðuhalda utandyra þegar bandarísku forsetahjónin stigu á svið á troðfullu kastalatorg- inu í Prag í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAKISTAN, AP Sjálfsvígssprengju- maður sprengdi sig í loft upp í mosku sjíamúslima í Punjab-hér- aði í Pakistan í gær. Tuttugu og tveir létu lífið og um fimmtíu manns særðust. Samtök sem kalla sig Fedayeen al-Islam og eru talin tengjast sam- tökum talíbana lýstu verknaðinum á hendur sér. Árásarmaðurinn var stöðvaður við innganginn en rudd- ist áfram og sprengdi sig í loft upp í anddyri moskunnar. Sjónarvott- ar segja að hefði hann komist alla leið inn í moskuna hefðu hundruð manna látið lífið. Árásin er sú þriðja í landinu á stuttum tíma. - rat Sjálfsmorðsárás í Pakistan: Sprengdi sjálf- an sig í mosku UMHVERFISMÁL Aðeins sex ein- staklingar eða fyrirtæki hafa nýtt sér þann möguleika að hlaða raf- magnsbíla í bílastæðum á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu frá því að fyrst var boðið upp á þann möguleika fyrir ári. Engan bilbug er að finna á Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) þrátt fyrir slaka nýtingu. Rafbílaeigendur hafa getað nálg- ast lykla hjá OR síðasta árið til að komast í orkupósta við græn stæði. Stæðin eru við Kringluna, Smára- lind og Bankastræti. Hægt er að hlaða bílana án endurgjalds. Samkvæmt upplýsingum frá OR hafa sex einstaklingar eða fyrir- tæki aðgang að orkupóstunum. OR á einn rafmagnsbíl, og hefur því einn af lyklunum sex. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi OR, segir að með upp- setningu orkupóstanna hafi OR viljað hvetja til aukinnar nýtingar umhverfisvænna orkugjafa og sýna fram á að rafbílar væru raunhæf- ur kostur innanbæjar. Þó að bíla- framleiðendur eigi í erfiðleikum um þessar mundir haldi þeir áfram að þróa rafmagnsfarartæki. „Verkefninu verður haldið áfram þar sem Orkuveitan vonast til að rafmagnsbílavæðingin sé rétt að byrja og að efnahagslægð- in verði frekar til þess að herða á að hagkvæmari samgöngukosta verði leitað en að draga úr,“ segir Eiríkur. - bj Orkuveitan heldur ótrauð áfram með rafmagnsstæði þrátt fyrir slaka nýtingu: Sex hafa nýtt sér orkupósta OR GRÆN STÆÐI Orkuveitan hefur trú á því að rafmagnsbílavæðingin sé rétt að byrja þótt hún fari hægar í gang en ætlað var. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Forsætisráðherraskipti urðu í Danmörku í gær. Anders Fogh Rasmussen, sem gegnt hafði embættinu óslitið síðan árið 2001, vék úr embætti daginn eftir að það varð ljóst að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. Við forystu dönsku ríkisstjórnarinnar tók Lars Løkke Rasmussen, flokksbróðir Foghs úr Venstre. Leiðtogar hinna 28 núverandi aðildarríkja NATO gerðu út um val Foghs í framkvæmdastjóra- stólinn á átakafundi bak við lukt- ar dyr á sextíu ára afmælisleiðtog- afundi bandalagsins í Strassborg á laugardag. Tyrkir voru mjög tregir til að fallast á að Fogh yrði falið starfið. Á hnútinn var skorið með því að Tyrkir fengju fulltrúa í háar stöður í höfuðstöðvum NATO, þar á meðal einn af aðstoðarfram- kvæmdastjórunum. Lars Løkke Rasmussen var fjár- málaráðherra fram til þessa í sam- steypustjórn Venstre og Íhalds- flokksins, sem nýtur stuðnings Danska þjóðarflokksins á þingi. Hann er 56 ára að aldri. Fogh Rasmussen tekur við sem framkvæmdastjóri NATO þegar skipunartímabili Hollendingsins Jaap de Hoop Scheffer lýkur um mánaðamótin júlí-ágúst. - aa RASMUSSEN OG RASMUSSEN Lars Løkke og Anders Fogh Rasmussen við valdaskiptin í forsætisráðuneytinu í Kaupmannahöfn í gær. NORDICPHOTOS/AFP Forsætisráðherraskipti í Danmörku eftir að val framkvæmdastjóra NATO var útkljáð: Lars Løkke í stað Anders Fogh KJÖRKASSINN Telur þú að einelti í íslenskum grunnskólum sé vanmetið vandamál? Já 91% Nei 9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlarðu á skíði um páskana? Segðu skoðun þína á Vísir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.