Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 2
2 6. apríl 2009 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Aðeins er eftir að sprengja tæplega fjörutíu metra haft í eystri göngum Héðinsfjarðar- ganga. Slegið verður í gegn á fimmtudagsmorguninn. Verkið hefur tafist um sex mánuði. Jóhann Gunnar Stefánsson, framkvæmdastjóri Háfells, segir „99,9 prósent öruggt“ að markmiðið náist, enda sé samgönguráðherra boðaður norður á fimmtudagsmorguninn. „Síðasta sprengingin verður klukkan tíu um morguninn. Við keyrum svo í gegn í fyrsta skipti frá Siglufirði til Ólafsfjarðar seinni partinn.“ Háfell ehf. annast verkið ásamt tékkneska fyrirtækinu Metrostav. Háfell er með rúmlega þrjá- tíu starfsmenn á vinnusvæðinu en Tékkarnir sextíu. Áætlað er að lokafrágangi við göngin verði lokið 16. júní 2010 en Háfell mun fjölga sínum starfsmönnum á þeim tíma. Héðinsfjarðargöng eru stærsti verksamningur sem Vegagerðin hafði gert við undirskrift í maí 2006. Heildarkostnaður var þá áætlaður um sjö milljarðar króna. Göngin stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 kílómetrum í um fimmtán kílómetra, miðað við leið um Lágheiði, og úr 234 kílómetrum í fimmtán kílómetra miðað við leið um Öxnadals heiði. Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 kíló- metra löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Í heildina verða göngin um ellefu kílómetrar. - shá Síðasta haftið í Héðinsfjarðargöngum sprengt næstkomandi fimmtudag: Eftir að sprengja um 40 metra HÉÐINSFJARÐARGÖNG Göngin verða tilbúin um mitt næsta sumar og munu marka tímamót í samgöngumálum nyrðra. MYND/VEGAGERÐIN Arna, var þetta guðsgjöf? „Þetta var alla vega Guðs þakkar vert.“ Reykjavíkurborg hefur gefið Langholts- kirkjusöfnuði eftir sautján milljóna króna skuld. Arna Ýrr Sigurðardóttir er prestur í Langholtskirkju. VIÐSKIPTI Margeir Pétursson, stjórn- arformaður MP Banka, segir kaup bankans á útibúaneti SPRON í upp- námi vegna aðgerða Nýja Kaup- þings og þar með ráðning bankans á 45 fyrrverandi starfsmönnum SPRON. Hann hótar kæru til Sam- keppniseftirlitsins linni fulltrúar Kaupþings ekki látum. Skilanefnd SPRON hefur samþykkt 800 milljóna króna kauptilboð MP Banka í útibúa- netið, en MP hyggst hefja starfsemi á ný í þremur útibú- um undir merkj- um SPRON. Sam- keppniseftirlitið hefur einnig samþykkt kaupin. Hins vegar þurfti að fresta fyrirhugaðri opnun útibú- anna í dag vegna þess að samþykki Fjármálaeftirlitsins (FME) liggur enn ekki fyrir. Margeir fullyrðir að töfin á sam- þykki frá FME sé þrýstingi frá Kaupþingi að kenna og að Kaupþing hafi jafnvel fengið fulltrúa Seðla- banka Íslands til að ganga erinda sinna í málinu. Við fall SPRON voru allir inn- lánsreikningar bankans færðir til Kaupþings. Í Kaupþingi óttast menn að þegar MP Banki opni útibú SPRON á ný muni fyrrverandi við- skiptavinir SPRON, sem nú eiga fé á reikningum í Kaupþingi, flykkj- ast með peninga sína til MP Banka. Það gæti reynst Kaupþingi þungur ljár í þúfu að útvega fjármagn til slíkra útgreiðslna í snarheitum. „Það er auðvitað algjörlega óvið- unandi að samkeppnisaðili, þótt það sé ríkisbanki, geti beitt þrýstingi til að stöðva samkeppni,“ segir Mar- geir. Hann segist ekki trúa því að Samkeppniseftirlitið og FME muni láta slíkt yfir sig ganga og segir að framganga Kaupþings verði kærð til Samkeppniseftirlitsins verði ekki látið af henni. Allar tafir á mál- inu komi MP Banka mjög illa, enda megi leiða líkur að því að færri fyrr- verandi viðskiptavinir SPRON muni færa sig til hins nýja SPRON því lengra sem líði frá falli bankans. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Kaupþings, segir alrangt að bankinn hafi beitt öllum meðulum til að koma í veg fyrir söluna til MP en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Öllum spurningum blaða- manns svarar hann á þá leið að verið sé að vinna að farsælli lausn málsins. Hann bendir þó á að Kaup- þing sé, líkt og MP Banki, reiðubú- ið að ráða til sín fyrrverandi starfs- fólk SPRON. Tuttugu hafi þegar verið ráðnir og þeir verði fleiri fari svo að Kaupþing taki til sín útlána- safn SPRON. stigur@frettabladid.is Hótar að kæra Kaup- þing vegna SPRON Margeir Pétursson fullyrðir að Kaupþing hindri kaup MP á útibúum SPRON og hótar kæru til Samkeppniseftirlitsins. Alrangt, segir bankastjóri Kaupþings. Kaupþing hefur þegar ráðið til sín tuttugu fyrrverandi starfsmenn SPRON. MARGEIR PÉTURSSON Hlynur Jónsson, formaður skilanefnd- ar SPRON, segir að enn sé í skoðun hver hafi sent tölvupóst úr þjónustu- veri SPRON þar sem fyrrverandi viðskiptavinur SPRON er hvattur til viðskipta við MP Banka. Finnur Svein- björnsson, bankastjóri Kaupþings, sagði í Fréttablaðinu á laugardag mjög óeðlilegt að skilanefndin ynni á þennan hátt sem hálfgerð markaðs- deild fyrir MP Banka. Hlynur segir ljóst að pósturinn sé ekki frá skilanefndinni kominn, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hann segir málið litið alvar- legum augum. TÖLVUPÓSTSENDING ENN Í SKOÐUN UMDEILDUR SPARISJÓÐUR Fundað var um málið í gær í von um að viðunandi niðurstaða fengist. Hún var í ekki í höfn þegar Fréttablaðið fór í prentun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Að beiðni Japana var öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallað saman til bráða- fundar í gærkvöldi í tilefni af því að Norður-Kóreumenn létu verða af því að skjóta upp langdrægri eldflaug, þvert á viðvaranir. Norður-Kóreumenn telja sig vera í rétti og segjast með eld- flaugarskotinu hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut. Japanar álíta eldflaugarskotið aftur á móti sem vísvitandi ögrun; Norður-Kóreumenn séu með því að sýna að þeir búi yfir langdræg- um eldflaugum sem geta flutt kjarnaodda langar leiðir. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagði í gær að eldflaugar- skotið ógnaði friði og stöðugleika „nær og fjær“. - aa Norður-Kóreumenn ögra: Eldflaugarskot sagt ógna friði ÆSINGUR Seúlbúar mótmæla ögrunum norðanmanna með því að brenna eldflaugarlíki og fána N-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Einn af þremenn- ingunum sem hafa játað að hafa kveikt í rútu í Vestmannaeyj- um aðfaranótt miðvikudags er í slökkviliði bæjarins. Rútan eyði- lagðist og litlu munaði að eldur- inn bærist í hús Björgunarfélags Vestmannaeyja, en tveir mann- anna tengdust einnig félaginu. Starfsmenn Slökkviliðs Vest- mannaeyja og meðlimir Björg- unarfélags Vestmannaeyja sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem atburðurinn er harmaður. Lög- reglan rannsakar hvort menn- irnir tengjast öðrum íkveikjum í Eyjum undanfarin misseri. Slökkviliðsmaðurinn hefur óskað eftir því að verða leystur frá skyldum sínum sem slökkvi- liðsmaður og meðlimur í Björg- unarfélaginu. - shá Bruni í Vestmannaeyjum: Brennuvargur í slökkviliðinu BRUNNA RÚTAN Rútan er ónýt og margar rúður brotnuðu í húsi Björgunar- félagsins vegna hitans. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Eldur á svölum Slökkviliðið sendi fjölmennt lið að blokk í Asparfelli í gærkvöldi þar sem eldur logaði í gasgrilli á svölum á fimmtu hæð. Vel gekk að slökkva. Íbúar voru ekki í íbúðinni en sprengi- hætta var nokkur. LÖGREGLUMÁL Ivanov í forystu Gjorgje Ivanov, frambjóðandi íhalds- manna, hafði gott forskot þegar 56 prósent atkvæða höfðu verið talin í úrslitaumferð forsetakosninga í Make- dóníu í gær. Ivanov var þá kominn með rúm 66 prósent atkvæða. MAKEDÓNÍA EFNAHAGSMÁL „Það sem mér fannst sláandi er mikilvægi þess að slá skjaldborg um okkar auðlindir og að við missum þær ekki úr okkar höndum. Ég man nú ekki hversu oft ég hef bent á þetta saman sjálfur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um skoðanir Michaels Hudson, próf- essors í hagfræði við Missouri- háskóla. Hudson sagði í viðtali í Silfri Egils að íslenska ríkið ætti ekki að borga skuldir sem það hefði ekki sjálft stofnað til og að hætta ætti samstarfi við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn (AGS). Verið sé að ráðast á íslenska hagkerfið. Mark- miðið segir hann vera að ná yfir- ráðum yfir náttúruauðlindum og fjármunum Íslendinga. Steingrímur segir að margir hafi áhuga á að fá verðmæti fyrir lítið við þær efnahagsaðstæður sem nú eru. „Við þurfum að standa fast í fæturna gagnvart því.“ Hudson gagnrýnir AGS fyrir að láta Ísland greiða af skuldum sem það ræður ekki við og mælir með því að samstarfinu við sjóðinn verði hætt. Steingrímur segir aðspurður að það komi ekki til greina að segja upp samkomulaginu við AGS en mikilvægt sé að losna frá því eins fljótt og kostur er. „Við verðum einnig að varast að nota þessi lán svo við verðum sem minnst háð því að þurfa að sæta utanaðkomandi skilmálum.“ - shá Fjármálaráðherra um orð hagfræðiprófessors um auðlindir og AGS: Sláum skjaldborg um auðlindir MICHAEL HUDSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON LÖGREGLUMÁL Belgískur maður, sem strauk úr haldi lögreglu fyrir helgi, er byrjaður að skila af sér fíkniefnum sem hann hafði innvortis. Hann hafði gleypt efni og einnig geymt þau í endaþarmi. Þrjár pakkningar hafa skilað sér. Niðurstöður efnagreiningar liggja ekki fyrir. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi. - sh Belgíski strokufanginn: Byrjaður að skila efnunum PARÍS, AP Franska lögreglan hand- tók alls um 300 manns í hörðum mótmælaaðgerðum í Strassborg um helgina, þar sem 60 ára afmælisleiðtogafundur NATO fór fram á laugardag. Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti segist vilja að þeim sem brjóti lögin verði refsað af hörku. Michele Alliot-Marie, innanrík- isráðherra Frakklands, segir að í kringum 2.000 manns „þekktir í sínum heimalöndum fyrir öfgar og ofbeldi“ hafi verið í hópi mót- mælenda á laugardaginn. Þá var kveikt í hóteli og tolleftirlitsstöð nálægt þýsku landamærunum. -rat Harka hljóp í NATO-mótmæli: Um 300 voru handteknir SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.