Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 6. apríl 2009 25
Hin bandaríska Ariel Hyatt, sem
sérhæfir sig í almannatengslum
á netinu, verður með fyrirlestur
á fræðslukvöldi Útóns á þriðju-
daginn. Yfirskriftin er „Með alla
þræði í hendi“ þar sem fjallað
verður um helstu tæki á netinu
sem fólk getur nýtt sér til að efla
skipulagða kynningu og auka
tekjur af verkefnum sínum. Ariel
hefur á undanförnum vikum
veitt 25 íslenskum tónlistar- og
menningarverkefnum vegvísi
um netið á níu vikna námskeiði.
Á meðal þátttakenda í því er tón-
listarmaðurinn Ólafur Arnalds.
Fræðslukvöldið fer fram í Nor-
ræna húsinu og hefst klukkan
19. Áhugasamir geta skráð sig á
greta@utflutningsrad.is.
Tónlist og
tekjur á neti
Rokksveitin Dust, með Arnar Má
Friðriksson úr þáttunum Bandið
hans Bubba í fararbroddi, gefur
síðar í mánuðinum út plötuna
Radio Killer á vegum Senu. Annar
strákur úr Bandinu hans Bubba,
Birgir Sævarsson, er í Dust ásamt
bassaleikaranum Ágústi Þór,
trommaranum Þorvaldi úr Coral
og Dave Dunn, sem var í upphaf-
legu Dust-hljómsveitinni sem lagði
upp laupana fyrir nokkrum árum.
„Þeir reyndu fyrir sér í Bandaríkj-
unum en það gekk eitthvað illa og
hljómsveitin splundraðist. Núna
er Dust-nafnið komið aftur upp og
það eru allir nýir meðlimir nema
einn,“ segir Arnar, sem varð annar
í Bandinu hans Bubba. Hann telur
að reynslan úr þáttunum hafi nýst
sér afar vel og segir það engan
dauðadóm þótt menn sigri ekki í
þáttum sem þessum.
Fyrrverandi umboðsmaður
Dust gaf Radio Killer út í Banda-
ríkjunum í síðasta mánuði hjá
útgáfufyrirtæki sínu DSN/Tom
Cat. Tveir aðrir umboðsmenn frá
stærri útgáfufyrirtækjum í Banda-
ríkjunum og Þýskalandi hafa jafn-
framt sýnt áhuga á að semja við
sveitina. Tónleikaferð erlendis
er einnig í bígerð. Útgáfutónleik-
ar vegna nýju plötunnar verða
haldnir á Sódóma Reykjavík 9.
maí. Frekari upplýsingar um Dust
má finna á myspace.com/dustxxx
og dustrocks.com. - fb
Tveir úr „Bandinu“ í Dust
DUST Hljómsveitin Dust gefur út plötuna
Radio Killer í þessum mánuði.
Gítarsnillingurinn Carlos Santana hefur
hvatt Barack Obama, Bandaríkjafor-
seta, til að lögleiða marijúana. „Ef mar-
ijúana verður lögleitt er hægt að taka
allan þann pening sem skapast af því
og eyða þeim í kennara og menntun,“
sagði Santana. „Bandaríkin myndu
umbreytast.“
Obama sat nýverið fyrir svörum á
netinu og var meðal annars spurður út í
afstöðu sína til vímuefnisins. Vildi hann lítið
tjá sig um málið en var þó á móti lögleiðing-
unni. Santana er ekki á sama máli. „Um leið
og við lögleiðum efnið höfum við efni á virki-
lega góðum ríkisstjóra sem hættir að halda
peningum frá menntakerfinu og kennurum.
Hann getur farið aftur til Hollywood og gert
D-myndir á sama tíma og við fáum A-ríkis-
stjóra,“ sagði hann og átti þar við Arnold
Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu.
Vill lögleiðingu
Barack Obama Bandaríkja-
forseti gaf Elísabetu Englands-
drottningu iPod í heimsókn
sinni til Bretlands í síðustu viku.
Obama, sem var staddur í Eng-
landi vegna G20-ráðstefnunnar,
hitti drottninguna í Buckingham-
höll á fimmtudag og gaf henni
iPod sem innihélt myndskeið
og myndir af heimsókn henn-
ar til Richmond, Jamestown og
Williams burg árið 2007.
Samkvæmt heimildum breska
dagblaðsins Daily Telegraph gaf
drottningin Obama mynd af sér
og Filippusi prins í silfurmynda-
ramma, en það mun vera hefð-
bundin gjöf fyrir mikilvæga
gesti. Talið er að drottningin eigi
nú þegar 6GB iPod mini sem hún
fékk árið 2005 eftir ráðum Andr-
ésar prins.
Obama gefur
drottning-
unni iPod
GJAFMILDUR
FORSETI
Obama gaf
Elísabetu
Englands-
drottningu
iPod á dög-
unum þegar
hann heimsótti
Buckingham-höll.
TÆKNIVÆDD Talið er að drottningin eigi
nú þegar iPod mini frá því 2005 sem hún
fékk eftir ráðleggingar Andrésar prins.
CARLOS SANTANA
Gítarsnillingurinn vill
að Bandaríkjastjórn
lögleiði marijúana.
Félagar í Vexti - Vildarþjónustu Kaupþings:
Glæsileg ferða- og hóteltilboð
Síðustu söludagar í dag og á morgun, 6. og 7. apríl
HELSINKI
19.000 Vildarpunktar
TORONTO
25.000 Vildarpunktar
AMSTERDAM
19.000 Vildarpunktar
VILDARPUNKTATILBOÐ TIL VAXTARFÉLAGA MEÐ ICELANDAIR
Vaxtarfélagar greiða helmingi færri Vildarpunkta en vanalega þegar þeir fljúga með
Icelandair til Amsterdam, Toronto eða Helsinki dagana 20. apríl til 10. júní.
Bókið ferðina á www.vildarklubbur.is.
VILDARPUNKTATILBOÐ TIL VAXTARFÉLAGA Á HÓTEL SÖGU EÐA PARK INN
Vaxtarfélagar fá herbergi fyrir tvo í apríl á Hótel Sögu eða Park Inn* fyrir aðeins 10.000
Vildarpunkta og 2.000 kr. bókunargjald.
Bókið gistinguna í síma 525 9920 eða með því að senda tölvupóst á
reservations.saga.reykjavik@radissonsas.com
*Á Park Inn er morgunverður innifalinn.
Vöxtur - Vildarþjónusta Kaupþings
þægindi - betri yfirsýn - betri þjónusta
Í Vexti nýtur þú alls hins besta í alhliða bankaþjónustu á hagstæðari
kjörum en almennt bjóðast. Einnig bjóðast betri kjör hjá VÍS, Okkar lífi,
Lífís, Lýsingu og Öryggismiðstöðinni.