Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 3páskaferðir ● fréttablaðið ● Stefnt er að því að hafa öll skíðasvæði landsins opin um páskana enda hefur snjónum kyngt niður víða um land upp á síðkastið og færið því upp á sitt besta. Um páskana ræður skíðagleðin ríkjum, tónlistin ómar um brekkurnar og skíða- menn geta keppt sín í milli eða notið skemmtidagskrár. Gangi veðurspáin eftir verður opið í Bláfjöllum alla páskana. Einar Bjarnason rekstrarstjóri segir að snjórinn sé nægur og því megi búast við að fólk flykkist í fjallið og vilji skíða um páskana ef veðrið verður gott. Hann segir að opið verði um alla páskana, lif- andi tónlist verði yfir daginn og svo hefðbundin páskamessa hjá Pálma Matthíassyni á páskadag. Á Ísafirði verður hin árlega skíðavika haldin um páskana og þar hefur snjónum kyngt niður og allt á kafi. Jón Páll Hreinsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins, segir að skíðavikan sé hlaðin fjölbreyti- legri skemmtidagskrá. Hún verður sett á miðvikudag fyrir páska og þá verður strax sprettganga á 100 metra skíðagöngubraut í miðbæn- um. Jón Páll segir að skíðasvæðið verði opið alla páskadagana og alltaf einhver dagskrá í gangi, skíðaskotfimi, brettamót, furðu- fatadagur, leikhús, tónleikar, helgistund og garpamót þar sem gamlir skíðakappar keppi í sam- hliðasvigi. Á laugardaginn verði svo rokkhátíð alþýðunnar eftir há- degi, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er mikið stuð,“ segir Jón Páll. Skemmtidagskráin hefst strax á skírdag á Skíðasvæðinu í Skarðs- dal í Siglufirði. Þar verður barna- gæsla og leikjabrautir allan dag- inn á fimmtudag, föstudag og laugardag. Á laugardaginn hefst garpamótið Týrólastuð klukkan þrjú og um kvöldið verður bretta- sýning á gamla malarvellinum. Á páskadag verður leikjabraut allan daginn en páskaeggjamótið hefst klukkan eitt. Á annan í páskum verður svigmót fyrir hádegi og brettamót eftir hádegi. Göngu- brautin er að sjálfsögðu opin alla daga. Sannkallað ævintýri verður á Akureyri. Í Hlíðarfjalli verður skíðaskóli og ýmsar uppákomur, meðal annars páskaeggjamót, sam- hliðasvig niður í miðbæ Akureyrar að kvöldi föstudagsins langa og allir dagar þétt hlaðnir menningar- og skemmtidagskrá. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, reiknar með þrjú til fjögur þúsund gestum í Hlíðar- fjall á hverjum degi og segist hafa fengið góð vilyrði fyrir sól. Í Fjarðabyggð verður „Týróla- hátíð í austfirsku Ölpunum“ með margvíslegri skemmtidagskrá. Fyrir utan skíðin geta gestir farið í göngur, sund, á ball og kjötsúpu- kveðjuhátíð þar sem súpa verður seld í ódýrari kantinum og rennur ágóði til Björgunarsveitarinnar á Norðfirði. Á laugardagskvöldið verður flugeldasýning í Oddsskarði. Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmda- stjóri Markaðs stofu Austur lands, segir að í staðinn fyrir að horfa upp í loftið og fá hálsríg geti áhorfendur staðið uppi í fjallinu og haft flug- eldasýninguna beint fyrir framan sig. - ghs Leikhús, skotfimi og kjötsúpuhátíð Hægt að fá kennslu Í Hlíðarfjalli verður fjölbreytileg skemmtidagskrá um páskana. Börn og fullorðnir geta fengið skíðakennslu og svo er hægt að njóta tónlistar og annarra skemmtiatriða. Á Akureyri verður páskaeggjamót og samhliðasvig svo fátt eitt sé nefnt. Búast má við fjöri í skíðabrekkunum um páskana því þá draga landsmenn fram skíðin og nota tímann sem mest í brekkunum. Hvannadalshnjúkur 2110 m Bárðarbunga 2000 m Kverkfjöll 1920 m Snæfell 1833 m Herðubreið 1682 m Hekla 1488 m Snæfellsjökull 1446 m Esja 914 m Loðmundur 1477 m Hraundrangi 1075 m Bláfell 1204 m Hengill 803 m Ármannsfell 768 m Valahnjúkur 458 m Esja 914 m Helgafell 338 m Vífilsfell 677 m Stóra-Dímon 178 m Drangaskörð 250m Kerling 1538 m Mælifellshnjúkur 1138 m Bláhnjúkur 940 m Hornbjarg 534 m Keilir 379 m Öskjuhlíð 61 m Skráðu þau fjöll sem þú gengur á í Fjallabók FÍ. Í lok árs eru veittar viðurkenningar fyrir hverja fjallabók sem þú hefur fyllt út og ferðafélagi hefur staðfest með undirskrift. SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! SAFNAÐU FJÖLLUM MEÐ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS G ot t F ól k

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.