Fréttablaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 24
6. APRÍL 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● páskaferðir
Óhætt er að segja að fjölbreytt
dagskrá verði um land allt yfir
páska. Þeir sem bregða undir
sig betri fætinum ættu ekki að
vera sviknir um góða skemmt-
un.
PÁSKAMARKAÐUR Á STÖLLUM
Páskamarkaður verður á Stöll-
um í Biskupstungum um pásk-
ana þar sem garðyrkjubænd-
ur opna bændamarkað á skírdag.
Opið verður þann dag, föstudaginn
langa og laugardag frá klukkan 11
til 17 síðdegis. Á boðstólum verður
ýmislegt handverk, grænmeti og
fleira. Fjör verður á bændamörk-
uðum á Suðurlandi í sumar. Á Gón-
hól verður menningardagskrá alla
páskana.
PÁSKAEGGJALEIT Á SANDI
Á Hellissandi verður páska-
eggjaleit þriðja árið í röð. Jón
Arnar Gestsson, hótel-
stjóri á Hótel Hellis-
sandi, segir að
kona sín læðist
út seint á laugar-
dagskvöldið
þegar krakk-
ar séu sofn-
aðir og feli
páskaegg
á tveimur
svæðum í bænum. Bæjarbúum og
öðrum áhugasömum er síðan boðið
að mæta á planinu fyrir fram-
an hótelið 10 á páskadagsmorg-
un og þá er ræst í páskaeggjaleit.
Börn tíu ára og yngri leita á auð-
veldu svæði og eldri krakkar og
fullorðnir á erfiðara svæði. Eng-
inn fær að vita á hvar páskaegg-
in verða falin, það verður tilkynnt
þegar ræst verður á páskadag. Jón
Arnar segir að ekki hafi öll páska-
eggin gengið út í fyrra svo nú sé
eftir miklu að slægjast. Klárist
páskaeggin ekki hreinsi hóteleig-
endur upp restina.
ÞRJÚ LEIKHÚSVERK FYRIR VESTAN
Leikhúsið verður áberandi í Skíða-
vikunni á Vestfjörðum. Þar verða
þrjú leikverk í gangi yfir páskana,
tvö á Ísafirði og eitt á Þingeyri. Al-
þýðleg leik- og söngskemmtun, Við
heimtum aukavinnu!, verð-
ur sýnd í Edinborgarhús-
inu á Ísafirði. Þá sýnir
Kómedíuleikhúsið ein-
leik sinn Auðun og ís-
björninn í Tjöruhús-
inu á Ísafirði. Í Fé-
lagsheimilinu á
Þingeyri verð-
ur síðan Drage-
dukken,
leik- og söng-
dagskrá sem
íþróttafélagið
Höfrungur á Þing-
eyri býður upp á og
fjallar um lífið á Þing-
eyri í gamla daga.
GANGA TIL
ÍHUGUNAR
Á föstudaginn
langa verður Píslarganga gengin
í Mývatnssveit. Lagt er af stað
klukkan 9 um morguninn og er
gengið rangsælis um vatnið, alls
37 kílómetra. Erna Þórarinsdóttir,
einn eigenda Hótels Reynihlíðar,
segir að þeir sem séu fyrst búnir
komi að hótelinu um hádegis bilið
og svo sé fólk að tínast inn fram
eftir degi. Göngumenn geta stopp-
að í kirkjunni á Skútustöðum til að
hlusta á prestinn lesa úr Passíu-
sálmunum og svo geta þeir hopp-
að upp í bíl sem keyrir hring-
inn í kringum vatnið með skó til
skiptanna og nesti. Erna segir að
þennan dag sé gangan ætluð til
hreyfingar eða íhugunar. Göngu-
menn geti síðan komið inn á hótelið
eftir gönguna og fengið sér kaffi
og vöfflur og skellt sér svo í jarð-
böðin og á tónleika um kvöldið.
ÞAR SEM SÓLIN DANSAR
Ferðafélag Fjarðamanna býður upp
á gönguferð á páskadagsmorgun út
í Páskahelli sem er í 45 mínútna
göngufjarlægð frá Norðfjarðar-
vita. Ferðafélagið hefur staðið
fyrir þessum göngum í nokkur ár
og er alltaf lagt af stað klukkan
sex á páskadagsmorgun. Ína Gísla-
dóttir leiðsögumaður segir að það
sé meðal annars til að ná í sólar-
dansinn ef þannig viðrar og upp-
lifa helgi páskadagsmorgunsins.
Páskahelli tengjast tvær sagnir,
annars vegar sagan um sjö börn á
landi og sjö í sjó og þar með tengsl
sela og manna. Hin fjallar um
sólar dansinn, að þarna hafi menn
séð sólina dansa af gleði yfir upp-
risu frelsarans. Gangan í Páska-
helli er hluti af Tírólahátíðinni í
Fjarðabyggð um páskana. - ghs
Sólin dansar af gleði
Hóteleigendur á Hellissandi bjóða til
páskaeggjaleitar á páskadagsmorgun.
Einleikurinn Auðun og ísbjörninn verður
sýndur í Tjöruhúsinu á Ísafirði.
Í Fjarðabyggð verður gengið út í Páskahelli klukkan sex á páskadagsmorgun til að
sjá sólardansinn ef þannig viðrar.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
...flísar...parket
teppi...dúkar...
Allt á gól ð á góðu verði !
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
MEÐ TUDOR
Tilboðsdagar
fram að páskum
20 - 70 % afsl.
Baðdeild Álfaborgar
Skútuvogi 4 - sími: 525 0800
Sturtuklefar - Baðinnréttingar
Hreinlætistæki - Blöndunartæki
Baðker ofl.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Sá sem fer til Hornstranda verður
að vera viðbúinn því að ánetjast
svæðinu, segir Sigrún Valbergs-
dóttir fararstjóri en hún leggur
upp í skíða- og gönguferð þangað
ásamt kollega sínum Braga Hanni-
balssyni og sextán manna hópi á
skírdag.
„Ég kom þarna fyrst árið 1993
og þetta var ást við fyrstu sýn,“
segir Sigrún. „Þá gekk ég nær af
mér hælana en ég var rétt komin
heim til að huga að hælsærinu
þegar ég fór að leggja drög að
næstu ferð.“ Nú hefur skapast sú
hefð að fara þangað á páskum. „Þá
er einangrunin ennþá meiri, því
ekkert er rafmagnið né rennandi
vatnið. Það reynir á mann og þá
er ekkert annað sem dugar en að
treysta á sjálfan sig og hópinn.“
Siglt er frá Ísafirði til Hest eyrar
í Jökulfjörðum þar sem dvalið
verður í gamla Læknisbústaðnum
fram á annan í páskum. „Það eru
algjör forréttindi að fá að vera í
honum, þetta er afskaplega fallegt
hús.“ Þótt ekki minni margt á það
núna var iðandi mannlíf á þessum
slóðum. „Það er náttúrlega stutt
á miðin þannig að fólk nýtti sér
það hérna áður fyrr og svo voru
náttúr lega hvalafangarar þarna.“
Hún segir þó oft undarlegt til þess
að hugsa þegar hún er á Horn-
ströndum að þar hafi sveitin fóðr-
að fjölda fólks í eina tíð.
Fullbókað var í ferðina, að sögn
Sigrúnar, en veikindi settu síðan
strik í þann reikning svo enn má
tryggja sér sæti. - jse
Ferðalag til fornra hátta
Það þýðir ekkert annað en að treysta
á sjálfan sig og samferðamenn þegar
komið er í Hesteyri.
Efnt verður
til Píslar göngu í
Mývatnssveit á
föstudaginn langa.
Göngumenn geta
stoppað á Skútu-
stöðum og hlustað
á Passíusálmana.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/Á
G
Ú
ST
A
TL
A
SO
N