Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Fyrr og
síðar
Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur
akj@hi.is
A
lþingismenn hafa varið lung-
anum af vikunni í að ræða um
frumvarp menntamálaráð-
herra um Ríkisútvarpið. Þar
hafa þingmenn staðið í pontu
fram á nótt og reifað málið
fram og aftur, stjórnarþingmenn talað um
grímulaust málþóf en stjórnarandstaðan
sagt þingstörf í uppnámi og allt á tjá og
tundri. Þingmenn hafa þrefað um það hvort
málið sé útrætt. Þeir hafa haldið um það
ræður í á annað hundrað klukkutíma, fundir
menntamálanefndar skipta tugum og gestir
nefndarinnar vegna málsins hátt í hundrað
og fimmtíu. Það vakna að vísu spurningar
hjá þeim sem hlusta á umræðurnar á alþingi
hvort í þeim felist nokkur samræða, í sam-
ræðu er jú gert ráð fyrir því að menn hlusti
þegar aðrir tala.
Í frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf., er
gert ráð fyrir grundvallarbreytingu á
rekstrarformi þess og fjármögnun. Opinbert
hlutafélag á að koma í stað ríkisstofnunar og
nefskattur í stað afnotagjalda, og sýnist sitt
hverjum um þær breytingar.
En það er víðar en á Íslandi sem átök
standa um hlutverk og fjármögnun útvarps í
opinberri eigu, og hver sé tilgangur útvarps
í almannaþágu. Breska ríkisútvarpið, BBC
hefur ekki beinlínis siglt lygnan sjó und-
anfarin ár. Sú mæta stofnun hefur starfað
samkvæmt konungs- eða drottningarbréfi í
áttatíu ár. Í fyrrasumar var leyfi hennar
endurnýjað og samningur gerður sem trygg-
ir stöðu hennar og fjármögnun næstu tíu ár-
in, til loka árs 2016. Hann tók gildi um ára-
mótin en í vikunni kynnti
menntamálaráðherra Breta að BBC fengi
ekki leyfi til að hækka afnotagjöld umfram
verðbólgu næstu sex árin. Þeirri niðurstöðu
er fagnað af keppinautum BBC, en blaða-
mannasambandið breska segir það gelda
stofnunina og stjórnandi BBC segir að þetta
þýði að það verði að draga úr dagskrárgerð.
Hvað tekur við eftir tíu ár? Áhorfendum
og hlustendum BBC hefur fækkað, þeir eru
að eldast og yngra fólk vill frekar verja tíma
sínum í annað en að horfa eða hlusta á nið-
urnjörvaða dagskrá þess. Þessi þróun og
tvístrun áhorfenda, hlustenda og lesenda er
reyndar aðalhöfuðverkur gömlu fjölmiðlanna
um allan heim, skiptir þá engu hvort um er
að ræða prentmiðla, sjónvarps- eða útvarps-
stöðvar. BBC líkt og margir aðrir rótgrónir
og hefðbundnir fjölmiðlar, verður að taka
mið af breyttum venjum áhorfenda og hlust-
enda, er niðurstaðan í nýlegri umfjöllun í
the Economist. Fólk hefur meira val, það
eru fjöldamargar stöðvar í boði, hægt að
taka efni upp eða sækja sér það á netið.
Tækninýjungarnar og breytingarnar sem
dregið hafa úr glápi og hlustun á fasta dag-
skrá, fela samt í sér mikla möguleika. Vefur
BBC er gríðarlega mikill að vöxtum, þar
fléttast saman sex milljón síður og þangað
má sækja fréttir og fróðleik um allt milli
himins og jarðar. Með því að áhorfendur
sæki sér efni þegar þeim hentar mætti
breyta áherslum í dagskrárgerð, leggja
meira fé og metnað í færri þætti, í stað þess
að þurfa sífellt að halda úti dagskrá í von
um að einhver sé heima að horfa, er hald
sumra. Þá er fólk ekki lengur bundið af því
að setjast niður á tíma sem aðrir ákveða til
að taka á móti efninu sem sent er út. Vin-
sælir þættir væru þá aðgengilegir í einhvern
tíma eftir útsendingu. Þetta er braut sem
margir eru farnir að feta. Dönsku þættirnir
vinsælu, Krónikan, voru aðgengilegir á vef
danska ríkisútvarpsins og það er jú hægt að
horfa í tvær vikur, um ruv.is, á megnið af
því innlenda efni sem RÚV sýnir .
En ein af aðalröksemdunum fyrir því að
samt sé enn þörf á því að ríkisútvarpið
breska fái opinbert fjármagn er það að valið
og tvístrunin ýti ekki endilega undir metnað
og fjölbreytni í dagskrárgerð. Það dragi úr
tekjum hvers og eins þeirra sem starfa á
markaðinum og þar með séu minni líkur á
því að aðrar stöðvar sjái sér hag í því að
halda úti jafn vandaðri og dýrri dagskrá og
BBC geti gert. Það megi heldur ekki gleyma
því að breska ríkistúvarpið og það efni sem
það býr til, sé með máttugustu táknum
breskrar menningar. Það sé frekar hægt að
þakka það BBC, njóti Bretar velvildar á al-
þjóðavettvangi, en öllu starfi bresku utan-
ríkisþjónustunnar. Þetta, meðal annars, hef-
ur leitt til þess almenna viðhorfs í Bretlandi
að BBC sé menningarstofnun sem sé fólki
kær, það sé alveg sama hvaða flokkur sé við
völd, því skuli hlíft.
Ýmislegt úr þessari umræðu hljómar nú
kunnuglega, þó seint verði líklega hægt að
tala um að offramleiðsla sé vandamál í ís-
lenskri dagskrárgerð hjá RÚV, eða þá að
hróður íslenskrar þjóðar á erlendri grundu
sé undir því kominn. En það er augljóst að
ríkisútvarp skiptir miklu máli fyrir menn-
ingu og sjálfsmynd þjóðar og þess vegna
verður sátt að ríkja um meiriháttar breyt-
ingar á því.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hvað gera þingmenn? Umræðan um BBC í Bretlandi endurspeglar vel deilur um RÚV und-
anfarið. Starfsemi breska ríkisútvarpsins hefur verið tryggð til næstu tíu ára enda talið með
máttugustu táknum breskrar menningar. Hvað ætli íslenskum þingmönnum finnist um RÚV?
Almannaútvarp í ólgusjó
» Það sé frekar hægt að
þakka það BBC, njóti
Bretar velvildar á alþjóða-
vettvangi, en öllu starfi bresku
utanríkisþjónustunnar.
FJÖLMIÐLAR
I Stundum læðist að manni sá grunur aðtrú íslenskra bókaútgefenda á fagurbók-
menntum hafi minnkað síðustu ár. Það blasir
til dæmis við að útgefendur auglýsa helst þá
titla sem þeir vita að munu seljast í umtals-
verðu magni, sem eiga á annað borð erindi út
á markaðinn. Þannig eru krimmarnir til
dæmis mikið auglýstir en ljóðabækur lítið
vegna þess að það er vitað að fleira fólk hef-
ur áhuga á að lesa
krimma en ljóð. Glæpa-
sögur eru líka meira
áberandi í auglýsingum en aðrar íslenskar
skáldsögur. Þær eru líka meira áberandi en
ævisögur. Hvað segir þetta um viðhorf ís-
lenskra bókaútgefenda? Eru þeir í æ auknum
mæli farnir að laga sig að markaðnum? Og er
það þá ekki bara ágætt? Hvers vegna ættu
bókaútgefendur ekki að reyna sitt ýtrasta til
að koma bókunum sem flestir vilja lesa til
fólks? Eða þýðir þetta kannski líka að trú út-
gefenda á fagurbókmenntum (og þá líklega
bókmenntaþjóðinni svokölluðu) hefur minnk-
að? Telja þeir að það þýði lítið að reyna að
selja Íslendingum aðrar skáldsögur en
krimma? Og hvað þá ljóð!
II Hér er auðvitað bara byggt á tilfinningu.Engin rannsókn á auglýsingum eða sölu-
tölum býr að baki þessum orðum. Annað
bendir þó í sömu átt. Þýðingar á klassískum
bókmenntaverkum virðast koma æ sjaldnar
út. Og nú þarf að beina spjótunum sér-
staklega að stóru útgáfunum. Heims-
bókmenntaflokkur Máls og menningar var
talsvert öflugur um tíma en síðustu ár hefur
fátt bitastætt komið úr þeirri átt. Nostromo
eftir Joseph Conrad er í raun eina þýðingin í
þessum flokki sem kom út hjá Eddu á síðasta
ári. Frankenstein eftir Mary Shelley var eina
klassíska þýðingin sem JPV gaf út á síðasta
ári. Og Wuthering Heights eftir Emily
Brontë sú eina sem kom frá Bjarti. Þetta eru
auðvitað vonbrigði. Edda og Bjartur höfðu
verið sérlega stórtæk á þessu sviði. Hver
man ekki eftir þýðingum Péturs Gunn-
arssonar á fyrstu tveimur bindunum í Leit-
inni að glötuðum tíma eftir Proust. Hvar er
framhaldið? Þar komu einnig út merkar þýð-
ingar á Tsjekhov, Martin A. Hansen og fleir-
um. Edda á að baki Shakespeare allan og
grísku harmleikina auk yngri klassíkur í
miklum mæli. Hvers vegna er ekki haldið
áfram? Þessi útgáfa var iðulega mesta til-
hlökkunarefni bókaorma á haustin.
III Á síðasta ári vildi svo til að litlu for-lögin stóðu sig ýmist jafn vel eða betur
en þau stóru í að gefa út þýðingar á klass-
ískum bókmenntaverkum. Minna má sér-
staklega á Hávallaútgáfuna sem sendi frá sér
Mírgorod eftir Gogol og Theresu eftir Mauri-
ac. Ugla gaf út Borgarstjórann í Caster-
bridge eftir Thomas Hardy, Uppheimar gáfu
út Ógæfusömu konuna eftir Brautigan og
Háskólaútgáfan gaf út Umskiptin eftir
Kafka. Var Kafka ekki gefinn út hjá Eddu
áður? Og Brautigan líka? Hvers vegna gefa
stórfolög slíka meistara upp á bátinn?
NEÐANMÁLS
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eftir Hermann Stefánsson
hermannstefansson@yahoo.com
!
Eftirfarandi setning er höfð eft-
ir franska rithöfundinum Jules
Renard: „Já, ég veit það, öll mik-
ilmenni sögunnar voru hunsuð í
lifanda lífi – en ég er ekki mik-
ilmenni og vil því bara slá í gegn
strax.“
Er það ekki hressandi þegar
einhver segir satt? Hin einlæga kaldhæðni
er frískandi. Renard sló í gegn með skáld-
sögu sinni Poil de Carotte (Gulrótarhár)
sem út kom árið 1894 en hafði þá sent frá
sér ógrynni verka, hann orti ljóð, skrifaði
leikrit, smásögur og blaðapistla og gaf út
dagbók uppfulla af írónískum húmor og
söknuði. Ferill hans var basl og brostnar
vonir eins og gengur og hann sá ekki
ástæðu til að fara með neinar tillærðar
lygar þar um, enda er ekkert fyndnara en
sannleikurinn.
Tæpast hefur veraldargengið glætt
Renard miklar vonir. Spænski rithöfund-
urinn Javier Marías hefur jafnan fengið
frábæra dóma á löngum ferli en þar til ný-
lega voru bækur hans lítt lesnar utan
Spánar. Fyrir fáum dögum birtist við
hann mikið viðtal í tímaritinu Paris Re-
view sem búast má við að breyti þessu,
enda er tímaritið í meira lagi virt og ít-
arleg viðtöl þess við rithöfunda fræg; á
langri sögu ritsins er aðeins að finna eitt
annað viðtal við Spánverja og sá er Nób-
elsverðlaunahafi. Marías hefur raunar
verið orðaður við Nóbelinn undanfarin ár.
Með Nóbel væri honum tryggt bók-
menntalegt framhaldslíf, segir einhver, og
hefur vafalaust eitthvað til síns máls.
Hluta viðtalsins má lesa á heimasíðu tíma-
ritsins og annan á bloggsíðu höfundarins.
Og raunar segir Marías fátt fáránlegra á
vorum dögum en hugsunina um fram-
haldslíf því ekkert vari deginum lengur.
„Bækur virðast endast ögn skár en kvik-
myndir og geisladiskar en þó ekki ýkja
lengi.“ Í dag erum við upp á náð hinna lif-
andi komin, meira en nokkru sinni fyrr;
höfundur deyr, segir Marías, og er minnst
í tvo eða þrjá daga í fjölmiðlum og síðan að
nýju eftir áratug eða svo, en „um leið og
maður er ekki til staðar til að standa að
baki verkum sínum í viðtölum er maður
ekki lengur til“. Marías talar um refsingu.
Segjum sem svo að gleymskan sé fljót í
förum. Samtíminn nokkurs konar látlaust
yfirborð, diss úr öllum áttum og vitleys-
isgangur og enginn man einu sinni hversu
mörg ár eru síðan við skrifuðum undir
lista hinna staðföstu morðingja í Írak.
Horfur á framhaldslífi í skáldskap eru þá
rétt á litið býsna slælegar en nútíðin
kannski stundum heldur vægðarlaus í
kröfum sínum um að hlutirnir séu hráir og
ferskir fremur en að fyrir þeim sé haft. Sé
litið um öxl í leit að einhverju sem varir
getur að líta höfunda eins og fransmann-
inn Michel de Montaigne sem var lítt
þekktur á sinni tíð nema sem stjórn-
málamaður. Þó sýslaði hann látlaust við
orð. Hann ritaði merkilegar hugleiðingar
um gleymskuna, einkum sína eigin, og
taldi hana blessun. Fæstir samtíðarmanna
hans kunnu að meta verk hans. Raunar
dró hann sig í hlé árið 1571 og skrifaði eft-
ir það án þess að huga að neinni útbreiðslu
– en ekki með framhaldslíf í huga heldur
skrifaði hann fyrir fjölskyldu sína og vini.
En framtíð hans og nútíð okkar hafði hann
í hávegum, sem kannski er einslags refs-
ing. Mér finnst hann einhver besti rithöf-
undur allra tíma.
Hvað lifir af verkum Jules Renards?
Kannski ekki mikið en þó lifir setningin
um að hann sé ekki mikilmenni og vilji því,
takk fyrir, slá í gegn strax. Það er ekki
slæmt. Metsöluhöfundur að nafni Javier
Cercas vitnar til Renards í glænýju
greinasafni sínu. Ekki sem verst. Renard
átti hamingjusnauða æsku. Hann var dap-
urlegur í fasi. Eftirfarandi setning er höfð
eftir honum: „Það hefur ekkert upp á sig
að deyja svo maður getur eins gert það
strax.“