Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Síða 12
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Kvikmyndatímaritið Premierebirtir í upphafi árs lista yfir nokkrar þeirra bíómynda frá Holly- wood sem rata munu í kvikmyndahús á árinu. Þar kennir ýmissa grasa og meðal þeirra 25 mynda sem grein- arhöfundar telja til má finna ýmsar spennandi myndir og aðrar ekki eins spennandi.    Framhaldsmyndir einkennalistann. Oceańs Eleven þótti vel heppnuð, Oceańs Twelve ekki. Því þótti aðstandendum tilvalið að blása til þriðju myndarinnar, Oceańs Thir- teen, sem er að sögn eins aðalleik- aranna, Bernie Mac, „allt það sem Oceańs Twelve átti að vera.“ Myndin skartar sem fyrr öllu genginu hans Danny Ocean (George Clooney). Í maí er komið að frumsýningu síð- ustu myndarinnar, allavega í bili, um sjóræningjana í Karíbahafinu, en sú nefnist Pirates of the Caribbean: At World́s End. Þar fer Keith Richards með hlutverk föður Jack Sparrow (Johnny Depp). Shrek hinn þriðji verður einnig frumsýnd í maí. Hinum fag- urgræna Shrek og eiginkonu hans, Fionu, fæðist erfingi. Morgan Freeman snýr aftur sem Guð almáttugur í Evan Almighty (framhaldsmynd Bruce Almighty) en í þetta sinn er það Evan nokkur Bax- ter (Steve Carrel) sem fær heimsókn frá Guði. Það er vonandi að myndin verði fyndnari en fyrirrennarinn. Harry Potters og Fönixarregl- unnar er eflaust beðið með mikilli óþreygju, eins og alls sem út er gefið um galdrastrákinn fræga. Myndin verður frumsýnd í júlí. Og enn er fylgst með Hannibal Lecter en fimmta myndin um mann- ætuna ógurlegu lítur dagsins ljós á árinu. Í myndinni, Hannibal Rising, er fylgst með uppvexti hins unga Hannibals, sem leikinn er af Gaspard Ulliel.    Frægasta fjölskyldan sem Spring-field hefur alið af sér, Simpson fjölskyldan, er einnig væntanleg á hvíta tjaldið í sumar. Leikstjóri myndarinnar, David Silverman, sem einnig hefur leikstýrt fjölda þáttanna, segir myndina þó alls ekki vera svana- söng Hómers, Marge og allra hinna en nú er 18. þáttaröðin í bígerð þar vestra.    Saga Mariane Pearl, A Mighty He-art, vakti athygli víða um heim en hún er eftirlifandi eignkona blaða- mannsins Daniel Pearl sem var rænt og var tekinn af lífi í Pakistan árið 2002. Í sam- nefndri bíómynd leikur Angelina Jolie hina ófrísku Mariane en leik- stjóri mynd- arinnar er Mich- ael Winterbottom (Road to Guant- anamo). Grindhouse nefnist nýjasta mynd leikstjórans Quentin Tarantino sem hann leik- stýrir í félagsskap Roberts Rodrigu- ez. Myndin segir frá kaldrifjuðum morðingja, sem leikinn er af Kurt Russel, sem myrðir kvenfólk sér til skemmtunar. Michael Moore hefur ýmislegt út á bandarískt þjóðfélag og stjórnendur þess að setja . Í nýjustu mynd sinni, Sicko, beinir hann spjótum sínum að heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Kvikmyndir Shrek. Angelina Jolie sem Mariane Pearl. Hómer Simpson. 12 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Fólk sem heldur að það hafi vit á öllu veitekki hvað það hefur lítið vit,“ sagðikvikmyndagagnrýnandinn og bætti við:„Það er óþolandi fyrir okkur hin.“ Hann hafði þá nýlokið við að raða upp tíu bestu bíó- myndum síðasta árs og bar sinn lista saman við lista annarra kvikmyndagagnrýnenda. Hans listi var langbestur. Auðvitað. Já, nú hefur listafólkið mestanpart lokið sér af í fjölmiðlunum hérlendis sem erlendis. Tíu verst lukkuðu síðkjólarnir 2006. Tíu best heppnuðu veð- urspárnar 2006. Tíu glæsilegustu fjárfestingarnar 2006. Einu sinni var ég listamaður. Það gat verið gaman. Að setja saman svona lista er eins konar samkvæmisleikur, úllendúllendoff. En ekki get ég ímyndað mér að gaman hafi verið að taka þátt í leiknum þetta árið á sviði kvikmynda. Útslátt- arkeppnin hlýtur einkum að hafa snúist um hvaða myndir voru illskástar. Eiginlega eru þau skipti teljandi á fimm fingrum 2006 sem mann hreinlega langaði að sjá eitthvað sérstakt í bíó. Framboðið á almennum sýningum reykvísku bíóanna hefur sjaldan eða aldrei verið aumara en í fyrra. Það þýðir: Framleiðsla stóru kvikmynda- færibandanna í Hollywood hefur aldrei verið aum- ari. Bíóin voru einsog sjálfsafgreiðslustöð fyrir hugmyndaleysið og meðalmennskuna þaðan. Einnig myndir stórleikstjóra, sem vonir voru bundnar við, stóðu ekki undir væntingum, einsog The Departed eftir Martin Scorsese, sem reyndist lapþunn undanrenna úr eldri verkum leikstjórans og Munich eftir Steven Spielberg, sem kiknaði undan sjálfsmikilvæginu. Af stórleikstjórunum var aðeins Ang Lee í formi með sína fallegu og fín- stilltu kúrekaástarsögu Brokeback Mountain, en hann er reyndar ekki bandarískur leikstjóri. Önn- ur „wannabe“ í Óskarsverðlaunin í fyrra, einsog Capote eftir Bennett Miller og Good Night and Good Luck eftir George Clooney skriðu yfir með- allag en virkuðu frekar sem heimildir um menn og málefni en áhrifamikil listaverk. Sama má segja um prýðilegt heimildardrama Pauls Greengrass um Flight United 93 og Stephens Frears The Queen um hlutskipti bresku konungsfjölskyld- unnar. Þetta eru myndir sem sækja efnivið í raun- veruleikann og tekst það með snjöllum handritum og leikhópum. En þær munu gleymast löngu áður en veruleikinn sem þær spegla. Æ fleiri bíómynd- ir, sem gerðar eru á vesturlöndum, ekki síst í Hollywood, segja sögur úr nýlegum eða eldri fréttum eða af fólki í fréttum. Það segir, að ég held, meira um hugmyndalega uppdráttarsýki og sköpunardeyfð en pólitíska vitund framleiðenda eða tilfinningu þeirra fyrir straumum í samtím- anum. Ég ætla ekki að gerast síðbúinn listamaður í þessum pistli. En ég ætla að halda því fram að bestu myndirnar á listum listafólksins séu þær sem sýndar voru á smærri og stærri kvik- myndahátíðum, ekki á svokölluðum almennum kvikmyndasýningum. Ef ekki væri fyrir þessar sérdagskrár væri með engu móti unnt að tjasla saman marktækum listum yfir bestu myndir árs- ins, heldur aðeins þær verstu. Hvernig hefði 2006 verið ef við hefðum ekki haft tækifæri til að sjá myndir einsog Red Road eftir Andreu Arnold frá Bretlandi, Caché eftir Michael Haneke og Lemm- ing eftir Dominik Moll frá Frakklandi, Farväl Fal- kenberg eftir Jesper Ganslandt frá Svíþjóð, svo örfá dæmi séu nefnd af hinum og þessum bíódög- um? Það hefði að stærstu leyti verið tröllauknar amerískar umbúðir utanum amerískt loft. Því má vel halda fram að flestar bestu myndir síðasta árs hafi verið sýndar á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík og hinar á Iceland Film Festival. Aðsóknin á báðar þessar hátíðir bar því vitni að íslenskir kvikmyndaáhugamenn eru margir og langsoltnir. Hitt var bagalegt að hátíð- irnar voru tímasettar hvor ofaní aðra. Samkeppni milli þeirra um forvitnilegar myndir er til góðs en samkeppni um áhorfendur til tjóns. Sem betur fer mun lengra líða á milli hátíðanna í framtíðinni. Þegar listafólkið fer að líta yfir árið 2007 gæti orðið vandasamara en 2006 að setja saman listann góða. Fyrir utan hátíðirnar tvær fá „almennar sýningar“ nýja innspýtingu úr tveimur áttum: Fyrirtækið Græna ljósið mun standa fyrir sýn- ingum á „hátíðarmyndum“ árið um kring og í Tjarnarbíói er ætlunin að endurvekja Fjalakött- inn. Allt lofar þetta góðu um framboðslista bíóárs- ins 2007. Ennfremur legg ég til að besta mynd ársins 2006 sé Borat. Hún er í senn vitlausust og vitræn- ust. Borat er heimurinn í dag. Kikkelanikoff SJÓNARHORN »Ef ekki væri fyrir þessar sér- dagskrár væri með engu móti unnt að tjasla saman marktæk- um listum yfir bestu myndir árs- ins, heldur aðeins þær verstu... Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is H áðfuglarnir gefa lítið fyrir bann- helgi, siðferðismörk og eru til alls vísir. Þó hlýtur brúnin að hafa lyfst á einhverjum þegar fréttist að Þjóðverjar væru að gera gamanmynd um Adolf karlinn Hitler. Það er ekki langt síðan þeir film- uðu sig frá honum í fyrsta skipti af fullri alvöru með Der Untergang (’04), minnisstæðri og heið- arlegri mynd. Satt að segja bjóst maður við að þar við sæti og ákjósanleg þögnin fengi að umlykja minningu „Der Führer“ á nýjan leik. A.m.k. í Þýskalandi, en þessi illræmdi þjóðarleiðtogi og fjöldamorðingi hefur oftsinnis verið gerður að umfjöllunarefni kvikmyndargerðarmanna, jafn- vel hafður að háði og spotti af sigurvegurunum í síðari heimsstyrjöldinni. „Það vorar hjá Þýskalandi og Hitler, en fimb- ulvetur í Póllandi og Frans...“. Eitthvað á þessa leið hljómar fræg lína úr kvikmyndunum og síðar söngleiknum The Producers, sem er ein þekkt- asta satíra sem gerð hefur verið um Foringjann í seinni tíð. Myndin er ein sú besta úr smiðju Mels Brooks og er rétt að undirstrika vel og vandlega að átt er við frummyndina sem er frá 1968, með Zero Mostel og Gene Wilder í aðalhlutverkunum. Varist eftirlíkinguna frá 2005. Frægasta spottið sem hefur verið filmað um þá skrattakollana og fóstbræðurna Hitler og Mus- solini, er vitaskuld háðsádeilan Einræðisherrann – The Great Dictator, sem meistari Chaplin lauk við á stríðsárunum, nánar til tekið 1940. Atriðið á rakarastofunni er eitt það kaldhæðnislegasta í kvikmyndasögunni. Mein Führer rifin niður Svo við snúum okkur að samtímanum, þá var skopmyndin Sannarlega sannasti sannleikurinn um Adolf Hitler, eða Mein Führer – Die wirklich wahrste Wahrheit über Adolf Hitler, frumsýnd um síðustu helgi í Þýskalandi. Leikstjóri og hand- ritshöfundur er Þjóðverjinn Dani Levy, fæddur í Sviss fyrir hálfri öld og á m.a. að baki gam- anmyndina Alles auf Zucker! , sem var sigursæl á kvikmyndahátíðum á síðasta ári. Viðbrögðin voru mikil og sum hver óvænt. Til að byrja með ruddi hún úr efsta sætinu smellinum Night in the Mu- seum, þrátt fyrir slæmt orðspor, almennt nei- kvæða dóma og hnútukast á skjánum á milli leik- stjórans og stjörnunnar hans, Helge Schneider. Fyrr eða síðar hlaut að koma að því að Þjóð- verjar gerðu sjálfir grínmynd um sinn hataða leiðtoga og engum kemur á óvart að henni var ekki tekið með fagnaðarlátum. Í dag, sextíu árum eftir fall Þriðja ríkisins, hvílir þetta ömurlega tímabil sem mara á þýsku þjóðinni sem skilur ekki enn hvernig hún kom brjálæðingnum til valda. Eðli gagnrýninnar hefur komið á óvart, ekki það að flestir hafa tætt myndina Mein Führer – Die wirklich wahrste Wahrheit über Adolf Hitler, niður, heldur að fáir hafa talið hugmyndina að baki hennar gagnrýniverða – að nota böðulinn Hitler sem efni í gamanmynd. Flest annað er myndinni fundið til foráttu, hún sögð barnaleg, fá- ránleg, klúr, og það sem er verst af öllu þegar gamanmynd á í hlut: Grútleiðinleg. „Áhorfendur hlæja í tvö, þrjú skipti undir sýn- ingunni,“ segir Michael Althe, gagnrýnandi Frankfurter Allgemeine Zeitung, og stillir henni upp við hlið frægra háðsádeilna á Foringjann og Þriðja ríkið, á borð við Einræðisherrann og To Be or Not to Be (’42), eftir Ernst Lubitsch, og er sá samanburður Mein Führer..., mjög í óhag. Harold Peters hjá Welt am Sontag, vandar verkinu ekki kveðjurnar og telur sýnu verst að Foringjanum, af öllum mönnum, er sýnd samúð. Hluti aðfinnslnanna í garð Mein Führer..., staf- ar af spurningunni um smekk. Levy , sem er af gyðingaættum (eins og Chaplin, Lubitsch, Bro- oks, og fleiri góðir kvikmyndagerðarmenn og gagnrýnendur Foringjans), er sagður setja Hitler í stellingar sem gætu verið úr lélegri aulabrand- aramynd. Karlinn látinn bleyta rúmið, leika sér í baðkarinu, hlaupa um á fjórum fótum, o.s.frv. Af þessu má ljóst vera að aðalatriðið er að Adolf Hit- ler er ennþá einstaklega óþægilegt umfjöllunar- efni í augum Þjóðverja. Þýskt skopskyn Ein meginástæðan fyrir vondum dómum og við- brögðum þeirrar, að því er virðist, arfaslöku Mein Führer..., gæti þrátt fyrir allt verið þýskt skop- skyn. Þjóðverjar eru ekki rómaðir fyrir að grínast að eigin landi og þjóð, hvað þá að bannhelgi. Það verður örugglega löng bið eftir háðsádeilu úr þeirri átt um Adolf Hitler. Um leið og hann er nefndur á nafn rifjast samstundis upp smánin sem hann gerði föðurlandinu á tímum Þriðja rík- isins. Umræðan um Mein Führer..., snýst því að hluta til um hvort Hitler eigi að vera uppspretta gamanmyndar og síst af öllu þýskrar myndar. Mein Führer..., hefst árið 1944, á atriði þegar snargeggjaður þjóðarleiðtoginn virðir fyrir sér rústir Þriðja ríkisins. Ráðgjafar hans leggja sig í framkróka við hressa upp á ímynd Foringjans, ráða Adolf Grünbaum (Ulrich Müher), leiklist- arráðgjafa af gyðingaættum, til að koma fram sem Hitler og flytja í hans stað nýársræðu sem á að stappa stálinu í bugaða þjóð á ögurstund. Að launum er Grünbaum lofað að hann og fjölskylda hans sleppi við útrýmingarbúðirnar. Grünbaum, sem klæðir Foringjann sinn- epsgulum íþróttabúningi, gerir líkamsæfingar, leggst á fjórar fætur og tekur að gelta eins og Blondi, uppáhaldshundurinn hans góði. Tilfinn- ingalega bældur, getulaus (Eva Braun kvartar undan því að hún finni ekki fyrir manndómi For- ingja síns og ektamaka er hann fer á fjörurnar við hana), og andlega tættur af hrottafengnum föður, endar Adolf Hitler á bekknum hjá sálfræðingi. Þau atriði eru sögð minna á mynd eftir Woody Al- len. Svo virðist sem Levy hafi fullkomlega mistekist að fara í fötin hans Chaplins og gera grín að vand- meðförnustu persónunni í sögu þjóðarinnar. Enda ekki á hvers manns færi að máta þær flíkur. (Heimildir: Variety, The Hollywood Reporter) Skopmyndin Sannarlega sannasti sannleik- urinn um Adolf Hitler, eða Mein Führer – Die wirklich wahrste Wahrheit über Adolf Hitler, var frumsýnd um síðustu helgi í Þýskalandi. Leikstjóri og handritshöfundur er Þjóðverjinn Dani Levy, fæddur í Sviss fyrir hálfri öld. Við- brögðin voru mikil og sum hver óvænt. Það hlaut að koma að því að Þjóðverjar gerðu grínmynd um Hitler. Aðhlátursefnið Adolf Hitler Mein Führer Til að byrja með ruddi hún úr efsta sætinu smellinum Night in the Museum, þrátt fyrir slæmt orðspor, almennt neikvæða dóma og hnútukasts á milli leikstjórans og stjörnu myndarinnar. Reuters

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.