Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Sjöunda áratugnum eru gerð góðskil í nýjustu bók Robert Stone Prime Green: Remembering the Sixties, en um er að ræða minningar Stone sjálfs frá tíma- bilinu – og skilar ritstíll höfund- arins allt að því impressjónískri ljósgeislamynd af tímabilinu. Og lífi Stone og eig- inkonu hans Ja- nice á sjöunda áratugunum er best lýst sem ferðalagi eftir ferðalag í anda Kerouac, þar sem þau hjónin ferðast frá einni borg til annarrar, frá einu landi til annars, allt eftir því sem kenjar og vinnumöguleikar gefa tækifæri til í hvert sinn.    Það er öllu þyngri taktur í skáld-sögu Rachel Seiffert After- wards, en þar heldur höfundurinn áfram með sama efnivið og hún tókst á við í Booker-tilnefningabók- inni The Dark Room. Sekt, refsi- næmi og ábyrgð eru líkt og áður í öndvegi, sem og þekking okkar hvers á öðru og hversu náin kynni við getum í raun krafið aðra um. Spurningarnar sem sagan vekur eru enda margar áleitnar þótt stíll Seiffert sé ekki alltaf jafn fágaður og verið gæti.    Fullt hús stiga fær hins vegarsaga Roman Halters af kynn- um sínum af nasistum í Póllandi á tímum síðari heimstyrjald- arinnar. En bókin, sem nefnist Rom- an’s Journey, er tilfinningarík, áleitin og áhrifa- rík lesing. Sagan hefst á sæld- ardögum í æsku sem innrás nas- ista í Pólland skyggir síðan illilega á, en Halter var táningur er hann dvaldi í Auschwitz og hripaði þar hjá sér í stílabækur það sem þar fór fram. Skrif hans þar einkennast af fáskiptni, enda sagði móðir hans honum að „skrá, ekki dæma“ það sem fyrir augu bæri. Og líkt og bókin sýnir lítur út fyrir að þótt fjöldi æviminninga úr helförinni hafi litið dagsins ljós sl. áratugi þá sé sífellt hægt að varpa nýju ljósi á hana.    Ljúfir og bitrir dagar í æskukoma líka fyrir í skáldsögu Lisbeth Brunm Vejs ende, en þar segir frá framakonunni Lærke Holm Larsen sem eftir streituáfall á kvennaklósetti leitast við að setja líf sitt saman á ný og takast á við þau gömlu sárindi sem ollu áfallinu. Í sögunni flakkar Brun á skemmti- legan hátt milli fortíðar og nútíðar í frásögn sem er vel heppnuð, hlýleg og vel til þess fallin að vekja les- andann til umhugsunar.    Það er ekki ofsögum sagt að þýð-endur njóti ekki alltaf sann- mælis í íslenskum bókmenntaheimi, þó starf þeirra geti svo sann- arlega verið átakamikið. Tímaritið Jón á Bægisá er þó til- einkað þessu efni eingöngu, en í tí- unda og nýjasta hefti tímaritisins er að finna jafnt fræðilegt efni sem og þýðingar fagurbókmennta. Meðal þeirra sem eiga greinar í tímaritinu að þessu sinni eru Kristjana Gunnars, Jón Bjarni Atlason og Franz Gíslason, einn stofnenda tímaritsins og rit- nefndarmaður frá upphafi sem lést í fyrra. Bækur Robert Stone Franz Gíslason Rachel Seiffert Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Ég hef nýlokið við að lesa nýja, íslenskaþýðingu á Umskiptunum eftir FranzKafka. Hvaða saga er það nú aftur? Jú,sagan af Gregori Samsa sem vaknar dag einn sem „skelfilegt skorkvikindi“ (eins og segir í nýju þýðingunni), sú sem hingað til hefur heitið Hamskiptin, og kom út undir þeim titli í þýðingu Hannesar Péturssonar árið 1960 (og end- ursk. útg. 1983), sumsé Die Verwandlung á frum- málinu, þýsku. Heitið Hamskiptin er samslungið hugmyndum Íslendinga um söguna, það hefur verið notað um söguna og afdrif hennar úti í heimi – þótt íslensk útgáfa bókarinnar hafi ekki komið þar nærri – nú síðast setti Vesturport upp leikgerð í London á ensku, sem Metamorphosis, og í íslenskum miðl- um kom fram að Gísli Örn Garðarsson léki aðal- hlutverkið í Hamskiptunum. Því má teljast djarft af þýðendunum Ástráði Eysteinssyni og Eysteini Þorvaldssyni að velja sögunni nýtt heiti í útgáfu sinni. Eða hvað? Er það kannski ekki einmitt nauðsynlegt, og jafnvel sjálfsögð krafa, að þýð- endur nýrra tíma hafi eitthvað nýtt til málanna (í bókstaflegri merkingu) að leggja? Það var að sögn hinna þrautreyndu Kafka- þýðenda vissulega freistandi að nota sama titil og Hannes „enda er „hamskipti“ fallegra og „ljóð- rænna“ orð en „umskipti“ og felur jafnframt í sér vísun til hins forna norræna sagnaheims og þeirra hamskipta sem frá er greint þar“, skrifa Ástráður og Eysteinn í inngangi (1–0 fyrir Hannes!). Hins vegar færa þeir um leið allsannfærandi rök fyrir notkun „umskipta“, t.a.m. á þeirri forsendu að fleiri en Gregor einn taki róttækum breytingum í sögunni og að á hamskiptasögum og um- skiptasögum sé mikilvægur munur; sá sem skipti um ham eigi gjarnan afturkvæmt í sitt fyrra sköpulag, en harmur sögunnar felist ekki síst í því að umskipti Gregors eru endanleg (1–1). Já, þann- ig eru rökræður um þýðingar meira spennandi en kappleikur, menn byggja upp taktík og fylg- ismenn liða sækja í sig veðrið á víxl. Og oft snýst spurningin um menningarlega dagsformið. Fleiri spennandi leikir hafa að undanförnu varpað ljósi á líflega deild þýðinga. Skemmst er að minnast íslenskunar Silju Aðalsteinsdóttur á klassíkinni Wuthering Heights eftir Emily Brontë, sem í manna minnum hét lengi Fýkur yfir hæðir, bæði bókin í þýðingu Sigurlaugar Björns- dóttur og sjónvarpsþættir hvers kyns í kjölfarið. Viðbrögð við þeirri ákvörðun Silju að halda frum- titlinum óbreyttum voru svo sterk að hún og út- gefandinn Bjartur sáu ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu í fjölmiðla. Þar var vísuninni í ljóð Jón- asar Hallgrímssonar hafnað og með ýmsum rök- um bent á að heitið á býlinu, vettvangi sögunnar, sé „Wuthering Heights“ og engin tillaga að nýju bæjarheiti, svo sem Vindheimar eða Alviðra, hafi þótt nægilega góð. Þegar dagskrá Borgarleikhússins var auglýst í haust var meðal leikverka Fagra veröld eftir Bret- ann Anthony Neilson. Ég brá mér á þá (frábæru) sýningu um daginn, þá hét hún allt í einu Ófagra veröld. Sennilega hefur einhverjum þótt misvís- andi tengslin við Tómas Guðmundsson, djassdisk Sunnu Gunnlaugsdóttur, og aðrar fagrar veraldir, óheppileg. Og skeytt Ó-i fyrir framan. (Verkið heitir á frummálinu The Wonderful World of Dis- socia – reynið að þýða það beint). Þannig eru áskoranir þýðandans sífelldar – og vitna alltaf um túlkun, nýjar uppgötvanir, tíðaranda, dirfsku. Minnt er á málþing um þýðingar – Frá Kölska til kynlífs – í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun kl. 13:30. Það verður meira spennandi en handboltaleikurinn gegn Úkraínu kl. 17:00. Hvað á þetta að þýða? » Þannig eru áskoranir þýðand- ans sífelldar – og vitna alltaf um túlkun, nýjar uppgötvanir, tíðaranda, dirfsku. ERINDI Eftir Þormóð Dagsson þorri@mbl.is S másagnasafnið Stranger than Fict- ion eftir Palahniuk, sem kom út árið 2004, geymir einmitt ótrúlegri sögur en margar þær sem heyra undir skáldskap en engu að síður er hér á ferðinni sannsögulegt verk og í rauninni það fyrsta slíka sem kemur frá þessum rithöfundi. Þarna er að finna safn ritgerða, viðtala og sagna sem Palahniuk hefur sankað að sér í gegnum tíðina sem lausráðinn blaðamaður við hin og þessi tímarit. Palahniuk hefur í nokkurn tíma verið í hópi þeirra samtímahöfunda sem hafa fengið á sig „költ“-stimpilinn en hann varð heimsfrægur fyrir skáldsöguna Fight Club sem síðar var kvikmynduð í leikstjórn Davids Finchers. Þá virðist Palahniuk einkum hafa náð hylli hinnar svokölluðu X-kynslóðar með snjöllum lýsingum á persónusnauðu neyslusamfélagi og mannlegri krísu á þessum síðustu og verstu. Frjósemishátíð Smásagnasafnið sem hér um ræðir sam- anstendur af tuttugu og þremur sögum sem síðan er skipt niður í þrjá kafla. „People To- gether“ heitir fyrsti kaflinn og inniheldur hann sögur af fólki sem fer sérstakar og oft mjög óvenjulegar leiðir til að tengjast öðru fólki. Það er einmitt viðfangsefni sem Palahniuk virðist afar hugfanginn af í skrifum sínum en hann framreiddi það á afar skemmtilegan hátt í Fight Club. En ólíkt Fight Club þá eru sög- urnar hér allar sannsögulegar. Ein sagan segir frá einhvers konar frjósem- ishátíð sem nefnist „Testical Festival“ og er haldin í Missoula í Montana-ríki þar sem al- menningur fylgist með fólki hafa samfarir á þartilgerðum útisviðum. Þar er einnig nartað í nautshreðjar og allir barir bæjarins bjóða upp á alls konar kynlífssýningar. Um mannleg tengsl Í næstu sögu tekur Palahniuk fyrir glímuí- þróttina en frásögnin samanstendur af viðtals- brotum við hina og þessa glímukappa þar sem þeir reyna að koma fólki í skilning um allar dá- semdir íþróttarinnar. Í annarri sögu erum við stödd á einhvers konar ráðstefnu þar sem fólk keppist við að selja sjálfsævisöguleg handrit til bókaútgefenda og kvikmyndaframleiðanda. Þar virðist gilda sú regla að ef ævi viðkomandi inniheldur nægan sársauka, niðurlægingu og erfiði, þá eru meiri líkur á að handritið seljist. Undirliggjandi í sögum þessa fyrsta kafla, „People Together“, er þessi mannlega þrá að tengjast öðru fólki þó svo að aðferðirnar til þess kunni að teljast óvenjulegar og jafnvel af- brigðilegar. Þá setur Palahniuk spurning- armerki aftan við orðið „óvenjulegt“ í þessu samhengi. Játningaklefinn Palahniuk segir að fólk sé ætíð á höttunum eft- ir leiðum til að tengjast og hann vill meina að það sé jafnvel erfiðara fyrir nútímakarlmann- inn að finna þessar leiðir. Það séu í rauninni bara íþróttir og barinn sem geta fallið undir viðurkennda vettvanga fyrir karlmannleg tengsl. Því neyðist karlinn á tíðum til að leita annað og sækja á óvenjulegri mið og Pala- hnniuk nefnir sem dæmi ýmiss konar stuðn- ings- og meðferðarhópa og vill meina að á viss- an hátt hafi slíkir hópar tekið við hlutverki sem trúarbrögðin eru vön að þjóna. Í kirkjum getur einstaklingurinn afhjúpað allt það versta sem varðar hans persónu. Þar getur hann einnig sagt sínar sögur, fengið viðurkenningu og ekki síst; fengið fyrirgefningu. Hann hlýtur endurlausn og getur snúið aftur til samfélags- ins bættur maður. Palahniuk segir að þessi siður hafi þjónað sem meðal fyrir manneskjuna og átti að vinna gegn kvíða og andlegum áhyggjum áður en slíkr myndi endanlega gera út af við hana. Þá segist Palahniuk hvergi hafa fundið „sannari“ sögur en hjá fyrrnefndum stuðningshópum og sömuleiðis á sjúkrahúsum. Þar sem fólk hafði engu að tapa virtust vera þeir staðir þar sem fólk sagði mestan sannleika. Auga fyrir smáatriðum Annar kafli smásagnaheftisins nefnist „Portra- its“ og geymir hann viðtöl og stuttar ritgerðir. Viðfangsefni þessa kafla er yfirleitt frægt fólk og þarna er til að mynda viðtal við tónlistar- manninn Marilyn Manson og leikkonuna Juli- ette Lewis. Á öðrum stað í þessum kafla er síð- an fjallað um konu og hunda-teymi sem hjálpa til við að finna fólk sem komist hefur lífs af eftir ýmiss konar stórslys. Palahniuk má eiga það að hann er ansi lunkinn við að hafa uppi á forvitnilegu umfjöllunarefni. Í þessum frásögum er Palahniuk nánast al- veg ósýnilegur en þess í stað er viðfangið allt- umlykjandi. Oft á tíðum verða frásagnirnar hér mjög persónulegar og á sama tíma sýna þær hversu næmt auga Palahniuk hefur fyrir sma- átriðum. Þriðji og síðasti kafli bókarinnar nefn- ist „Personal“ og að þessu sinni er höfundurinn alltumlykjandi en þarna getur að líta sjálfs- ævisöguleg brot úr ævi Palahniuks. Þótt bókin sé eina eiginlega sannsögulega verkið sem komið hefur frá Palahniuk þá sver hún sig mjög í ætt við skáldsögur hans og þá heima sem þær lýsa – sama hversu óraunsæir þeir kunna að vera. Enda segir Palahniuk það sjálfur að hann eigi oft erfitt með að líta skáld- sögur sínar sem skáldskap. Þá má réttilega halda því fram að margar sögurnar í smá- sagnaheftinu séu mun ótrúlegri en sérhvert skáldverk höfundarins. En eins og flestir geta verið sammála um þá eru mörk veruleikans gjarnan óljós. Á þessum síðustu og verstu Einmana sálir í úrkynjuðu samfélagi eru al- gengt viðfangsefni hjá bandaríska rithöfund- inum Chuck Palahniuk. Þá er hann gjarn á að varpa fram óhreinum og oft truflandi myndum af ákveðnum afkimum samfélags þar sem lítið virðist fara fyrir siðferðislegum þankagangi. Hann skoðar ýmsar óvenjulegar hliðar á mann- skepnunni og sérstaklega hvað varðar ýmis konar afbrigðilegt athæfi, skaðlaust eða ekki. Að vissu leyti er um að ræða nokkurs konar at- hugun á mannlegri hegðun þegar hún tekur óvænta beygju og verður ótrúlegri en hvers kyns skáldskapur. Stranger than Fiction 23 sannsögulegar sögur, lygilegri en skáldskapur. Chuck Palahniuk „Költ“-höfundur sem varð heimsfrægur fyrir skáldsöguna Fight Club.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.