Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 13 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Alice Coltrane,djasstónlist- armaður og fyrr- verandi eiginkona Johns Coltranes, lést fyrir stuttu. Hún var 69 ára. Coltrane sýslaði með og sá um arf- leifð eiginmanns- ins í fjörutíu ár, en hann lést árið 1967. Það sem er meira um vert er þó að Alice var sjálf virtur tónlist- armaður í djassgeiranum, hún var andlega þenkjandi og tónlist hennar var innblásin af því en auk þess þótti merkilegt hvernig hún hagnýtti sér hörpu til tónsmíða, sem lágu iðulega utangarðs. Hún hitti Coltrane árið 1963 og lék hún þá í sveit Terrys Gibbs. Síðar gekk hún í sveit eig- inmannsins. Síðasta plata hennar kallast Translinear Light og kom út 2004.    Þeir eru til sem enn eru að bíðaeftir næstu plötu My Bloody Valentine, sem er ein sú elskaðasta sveit sem neðanjarðarrokkið hefur getið af sér fyrr og síðar. Síðasta plata kom út 1991 og biðin því orðin afar löng. Allt þetta ferli er farið að minna á „Elvis lifir“-fyrirbærið, en vongóðir indíhundar hanga á hverri einustu vísbendingu um að ný plata sé í vændum eins og hundar á roði. En nú gæti farið að hilla undir að þessir draumar verði að veruleika. Kevin Shields, hugmyndafræðingur og lagahöfundur sveitarinnar, stað- hæfir í janúar/febrúar-útgáfu Magn- et Magazine, að hann ætli að taka upp nýja plötu. Shields hefur farið huldu höfði eftir að Loveless kom út og hvíslað hefur verið um að hann hafi orðið geðveiki að bráð. Í viðtali sem út kom fyrir nokkrum árum sagðist hann einfaldlega hafa „misst“ það, þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki haldið áfram að búa til tónlist. Að und- anförnu virðist þó sem Shields hafi verið að rakna úr roti, og má tiltaka vinnu við kvikmyndir Sofiu Coppola, endurhljóðblöndunarverkefni og spilamennsku með Primal Scream því til sönnunar. „Við ætlum 100% að gera aðra plötu,“ segir Shields í viðtalinu við Magnet, hvað svo sem 100% þýðir í veröld Kevins Shields.    Elijah Wood,Fróði sjálf- ur, hefur stofn- sett útgáfufyr- irtæki, Simian Records. Ef marka má fyrstu útgáfuna stefnir hann ekki á sömu markaðshæðir og Hringadróttinn gerði. Fyrsta sveitin sem skrifar undir er nefni- lega nýrokksveitin The Apples In Stereo, virt en kannski ekki mikið þekkt költsveit sem er partur af Elephant Six-genginu, laustengdur félagsskapur sem kenndur er við samnefnt útgáfufyrirtæki en hljóm- sveitir sem þar hafa komið við sögu eru t.d. Neutral Milk Hotel, Elf Po- wer, Of Montreal og Olivia Tremor Control. Fyrsta platan sem Fróði mun standa að, og sjötta plata Apples in Stereo, kallast New Magnetic Won- der og kemur út í mars. Nú væri gott að setja inn einhvern Lord of the Rings-brandara en því miður man ég ekki eftir neinum í augna- blikinu … TÓNLIST Alice Coltrane The Apples In Stereo My Bloody Valentine Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Sú var tíðin að lífið var rólegt og gott, róm-antísk djassveifla, hippísk dulúð, past-ellitir og altsaxófónar. Óttaleg dellakannski, hefur heimurinn ekki alltaf ver- ið ljótur og grár?, en þessi staðleysulýsing verður tónlistarsagnfræðingum framtíðarinnar örugg- lega ofarlega í huga þegar þeir velta fyrir sér átt- unda áratugnum, eða nánar tiltekið lokum hans, árunum frá 1975 til 1980. Þá varð ekki þverfótað fyrir djassbræðingspoppi, löngum spunaköflum sem voru ekki spuni, mjúkrödduðum saxófónum og hlýlega væmnum söngröddum. Sumir kölluðu slíka músík mjúkt rokk, aðrir proggpopp og enn aðrir valíumrokk og vísuðu þá til lyfsins sem var vinsælasta lyf vesturálfu á sjöunda og áttunda áratugnum („She goes running for the shelter / of a mother’s little helper“ sungu Rollingarnir). Hér á landi segja menn oft Bylgjupopp um þesslags músík, en það er svo athugunarefni útaf fyrir sig hvaða áhrif téð geðlyf hafði á smekk manna á þessum tíma eða öðrum tímum – skrifuð við pönkbylgjuna bandarísku á heimaframleitt am- fetamín (crystal meth), nú eða reifmenninguna bresku á alsælu? Allar helstu sveitir sem fengust við þessa gerð af mjúku rokki voru breskar, The Sutherland Brothers & Quiver, Al Stewart, The Alan Par- sons Project og Mark-Almond, voru æðstu spá- mennirnir, misvinsælar sveitir og reyndar varð Alan Parsons Project ekki almennilega vinsælt fyrr en 1982 þegar Eye in the Sky kom út. (Kannski rétt að nefna Gerry Rafferty í þessu samhengi. Þó hann hafi ráðið yfir fleiri stíl- brigðum en léttu mjúku rokki er lagið Baker Street af City To City, sem kom út 1978, þó dæmigert fyrir þennan tíma, sannkölluð langloka (sex mínútur), torræður texti og skyldusóló á saxófón.) Flest af því sem út kom af þvílíkri músík á þessum tíma er best geymt í minningunni, þ.e.a.s. hefur ekki elst vel og því ekki hollt að rifja upp. Sumt er svo blóðlaust og leiðinlegt að maður veigrar sér við að segja frá því að hafa hlustað á slíka músík (Ég heiti Árni og keypti To the Heart með Mark- Almond, segir maður á fundi fyrir fólk með altsaxófóneitrun – þvílíkt og annað eins að hafa það á samviskunni.) Að þessu sögðu er í lagi að kíkja á Al Stewart og Year of the Cat í dag, þrjátíu árum eftir að platan kom út, ef ekki fyrir annað en það að hér er komin lykilplata í þessari gerð tónlistar, hvað sem mönnum svo finnst um tónlistarstefnuna í dag. Lögin á Year of the Cat eru mörg fín popplög, til að mynda Lord Grenville og On The Border og svo vitanlega titillagið sem enn heyrist í út- varpi öðru hverju. Að því er Al Stewart segir sjálfur var það lag lengi að verða til, en píanólín- an í því er eftir píanóleikarann Peter Wood. Text- inn er eins og svo margt sem Stewart sendi frá sér um þetta leyti, samtíningur úr ýmsum áttum, heiti lagsins fengið úr víetnamskri stjörnuspeki, en atburðarás í því frá Norður-Afríku þó upp- haflega hafi lagið verið samið um þunglyndan breskan grínleikara. Year of the Cat var sjöunda breiðskífa Als Stewarts og sú þriðja þar sem hann fléttaði sagn- fræðilegum vangaveltum saman við hefðbundið ástarhjal. Þá iðju tók hann upp á Past, Present and Future og gerði lögin hnitmiðari og betri. Modern Times, næsta plata þar á eftir og á und- an Year of the Cat var einnig vel heppnuð og eins platan sem kom út á eftir Year of the Cat, Time Passages. Eftir það var þetta líka búið, Al Stew- art missti þráðinn í lagasmíðum sínum og síðan kom pönkið – Ramones spiluðu í Lundúnum sum- arið 1976 og þá varð ekki aftur snúið, progg- poppið var búið að vera – í bili að minnsta kosti. Year of the Cat kom út á vínyl 1976 og oft síð- an. Á síðustu útgáfu, sem er á vegum Rykodisk, eru tvö aukalög og að auki talar Stewart um plöt- una, aðdraganda hennar og síðan um hvert lag fyrir sig. Fróðlegt en ekki beint spennandi. Pastellitir og altsaxófónar POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com F yrsta plata Junior Boys kom út á örsmáu merki árið 2004 eftir heilmikið þóf þeirra Jeremy Greenspan og Johnny Dark, sem þá skipuðu sveitina, við að koma tónlistinni á framfæri, en sveitin hafði þá starfað í fimm ár án árangurs. Merkið sem nefndist KIN var stofnað sér- staklega af fyrrverandi starfsmanni Warp- útgáfunnar sem heyrði prufuupptökur og fannst þær nægilega góðar til að hann legði sjálfur í útgáfubransann. Það borgaði sig; út- gáfan Domino var ekki lengi að kveikja á mús- íkinni og Junior Boys komust í kjölfarið í hóp með Franz Ferdinand, Pavement og Bonnie Prince’ Billy, en þessar sveitir eru m.a. á mála hjá Domino. Níundi áratugurinn Tónlist Junior Boys er mjög ólík því sem hefur verið kennt við kanadísku bylgjuna (Arcade Fire, Wolf Parade, Islands o.fl.) en sveitin hef- ur engu að síður notið góðs af umfjöllun um kanadíska tónlist síðastliðin ár, og sem fyrr sagði var hún ekki lengi að ná vinsældum hjá þeim sem lifa og hrærast á annað borð í tónlist. En tónlist Junior Boys höfðar – eða á að geta höfðað – til mun fleiri en gagnrýnenda og tónlistarnörda. Vísanir í hljóðgervlapopp ní- unda áratugarins (það sem er stundum nefnt nýrómantík) eru sterkar, sérstaklega finnst mér örla á Human League og Duran Duran á Rio. Tónlist Junior Boys er þó öllu þungbúnari, lögunum vindur hægar fram og textar eru oft dökkir eða litaðir af söknuði. Engin nostalgía Söknuðurinn er hins vegar ekki nostalgía, Juni- or Boys eru ekki að syrgja liðna tíð, heldur bræða þeir hljóminn saman við nýlegar hrær- ingar í raf- og danstónlist. Á Last Exit fór tals- vert fyrir R&B og „Garage“-töktum, en á So This Is Goodbye hefur sveitin skipt yfir í ein- faldari umgjörð sem á meira skylt við hús- tónlist og er á einhvern hátt tímalausari, dreg- ur athyglina fremur að lögunum og hljóðheiminum öllum fremur en að festa hlust- andann í pælingum um óvenjulega og stundum ruglingslega trommuforritun. Þessi breyting kemur kannski fyrst og fremst til vegna mannabreytinga í sveitinni. Je- remy Greenspan syngur enn og semur megnið af lögunum, en Dark sem annaðist taktsmíðar og útsetningar á fyrri plötunni hætti í sveitinni meðan hún var enn án útgefanda, og í hans stað kom upptökustjórinn Matt Didemus. Dide- mus kom fyrst inn í Junior Boys við vinnslu á laginu „Under the Sun,“ einu besta en jafn- framt óvenjulegasta laginu á Last Exit. Draumkenndir hljóðgeimar Yfir því lagi var (og er) draumkennd stemmn- ing, lagið lekur einhvern veginn áfram, en er þó afskaplega taktfast og formfast. Á So This Is Goodbye vinna þeir Greenspan og Didemus áfram með þennan mótsagnakennda hljóm; það má greinilega heyra í titillaginu og í Frank Si- natra ábreiðunni „When No One Cares" þar sem vanstilltir hljóðgervlar leika stórt hlutverk og minna á útvarpsbylgjur á fleygiferð um geiminn. Greenspan hvíslar textann svo án þess að trufla kyrrðina, og stekkur í falsettu til að leggja áherslu á orð sín. Það sem er ótrúlegast við So This Is Good- bye er að þrátt fyrir alla ískalda og seigfljót- andi hljóðgervlana, allt hvíslið, bergmálið, og oftar en ekki myrka textana, þá gæti megnið af plötunni svínvirkað á dansgólfinu á hvaða klúbbi sem er – hér bendi ég áhugasömum sér- staklega á „The Equalizer,“ fyrstu smáskífuna „In the Morning" og að sjálfsögðu „Birthday" af Last Exit. Junior Boys hafa sýnt sig á einhverjum árs- listum síðustu vikur, hæst ber að nefna níunda sæti á lista Stylus Magazine og ellefta sæti hjá Pitchfork, en jákvæð umfjöllun hjá þessum miðlum getur fleytt sveitum ansi langt. Junior Boys eiga hrósið fyllilega skilið, þeir eru sér á báti, aðgengilegir, og henta einstaklega vel við allskyns athafnir – sérstaklega mæli ég með því að ferðast milli staða með So This Is Goodbye í eyrunum. Heimurinn stækkar einhvern veginn, allt bergmálið og kuldinn gerir það að verkum að manni finnst sem maður sé neðansjávar eða svífi um himingeiminn – en það þýðir ekkert að maður eigi að hætta að dilla sér. Dansvænir draumar Ein besta plata síðasta árs var So This Is Good- bye með kanadíska dúettinum Junior Boys. Það er önnur plata sveitarinnar, en þeirri fyrri – Last Exit – var vel tekið af tónlistaráhugamönn- um, sérstaklega þeim sem kynna smekk sinn á sérlegum tónlistarbloggum. Junior Boys Tónlist Junior Boys höfðar til mun fleiri en gagnrýnenda og tónlistarnörda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.