Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Qupperneq 3
Eftir Árna Tómas Ragnarsson arnit@centrum.is A ðsókn að óperusýningum á Ís- landi hefur minnkað stórkost- lega á undanförnum árum. Ís- lenska óperan fær æ minni hluta tekna sinna af miðasölu og styrktarfyrirtækjum henn- ar fækkar. Nú í vetur stefnir í að enn færri gestir sæki sýningar Óperunnar en nokkru sinni fyrr – enda gefur verkefnavalið tæplega ástæðu til annars. Á sama tíma stendur ís- lenskt tónlistarlíf almennt í miklum blóma, ís- lenskir einsöngvarar eru fleiri en nokkru sinni fyrr og opinber framlög til Íslensku óperunnar hafa verið stórlega aukin. Hvernig má þetta vera? Bárubúð og Þjóðleikhúsið Íslenskir söngvarar hafa alltaf verið í sérstöku dálæti á meðal þjóðarinnar. Nú eru liðin nær hundrað ár frá því að fyrstu íslensku einsöngv- ararnir fóru að halda tónleika á Íslandi í Báru- búð, Gamla bíói og víðar og alltaf fyrir fullu húsi …! Pétur Á. Jónsson, María Markan, Stefán Íslandi, Guðrún Á Símonar …, hver kannast ekki við þessi nöfn og þessa tíma?! Ís- lendingar eignuðust undraskjótt fjölda frá- bærra söngvara, sem gerðu garðinn frægan úti um allan heim, en þeir vildu þó hvergi syngja frekar en heima á gamla Fróni. Það var því ekkert skrýtið að þegar Þjóð- leikhúsið var opnað árið 1950 var strax farið að huga að því að koma sönglistinni á fjalir þess. Og árangurinn lét ekki á sér standa; fólk flykktist þúsundum saman í Þjóðleikhúsið til að sjá óperusýningar þótt nær engin hefð væri fyrir slíkum uppákomum hér á landi. Á fyrstu óperuuppfærslu hússins, Rigoletto, urðu sýn- ingar 29 og óperugestir 18.605. Ári síðar var það Leðurblakan, sýningar 35 og gestir 20.174. Íslendingar voru þá aðeins um 200 þúsund talsins! Þegar Carmen var sýnd 1975 var sett nýtt aðsóknarmet, 51 sýning og 27.266 óp- erugestir! Það hjálpaði framsýnum stjórnendum Þjóð- leikhússins að engin þurrð var á frábærum ís- lenskum söngvurum – þar má t.d. nefna Guð- mund Jónsson, Kristin Hallsson, Magnús Jónsson, Þuríði Pálsdóttur …! Fólk bók- staflega streymdi á óperusýningar Þjóðleik- hússins enda var þess að jafnaði vel gætt að sýna verk sem höfðuðu til þess íslenska al- múgafólks sem alltaf hefur sótt leikhús og óp- erusýningar á Íslandi. Ekkert snobb þar! Íslenska óperan stofnuð Með nýrri kynslóð söngvara var Íslenska óperan stofnuð um 1980 og þar komu enn fram frábærir íslenskir söngvarar á borð við Garðar Cortes, Ólöfu Kolbrúnu, Sigríði Ellu, Kristin Sigmundsson og Viðar Gunnarsson. Þá varð endurvakning í íslensku óperulífi. Fyrsta upp- færsla Íslensku óperunnar, Sígaunabaróninn, gaf tóninn – 22.952 áhorfendur á 49 sýningum! Opinberir styrkir voru litlir sem engir til að byrja með en þrátt fyrir mjög knöpp fjárráð hélt Óperan sínu striki næsta áratuginn og sýndi helstu og vinsælustu meistarastykki óp- erunnar við bullandi aðsókn. Um 1990 tók að fækka í áhorfendahópi Óperunnar, en þó var góð aðsókn að Rigoletto árið 1990 (23 sýningar og 10.348 gestir) og Töfraflautunni 1991 (35 sýningar og 14.660 gestir). Á þessum árum voru rúmlega eitt þúsund félagar í öflugu Styrktarfélagi Íslensku óperunnar, sem gaf út veglegt Óperublað tvisvar á ári, stóð fyrir tón- leikum og fékk fjölda styrktarfyrirtækja til að veita Óperunni öflugan fjárhagslegan stuðn- ing, en stjórn Óperunnar var árlega kjörin á fundi félagsins. Margföld heimsmet Það voru ekki margir sem gerðu sér grein fyr- ir því að hér voru aftur og aftur sett heimsmet í óperuheiminum! Aðsóknin var slík að marg- endurtaka þurfti tölu óperugesta fyrir útlend- ingum, sem reyndist erfitt að skilja að nær 10% þjóðarinnar kæmu á eina óperuuppfærslu þrátt fyrir það að óperuhefð væri lítil sem eng- in í landinu. Sú skýring fylgdi líka að Íslend- ingar elskuðu söngvara sína umfram aðra menn, en að auðvitað væri þess gætt líka að velja vinsæl verk til sýninga til að ná til sem allra flestra, bæði Jóns og Gunnu og líka til Palla og Siggu. Reglan í Íslensku óperunni var einföld – ár- lega voru settar upp tvær nýjar uppfærslur; vor og haust, valin voru vinsæl stykki og bestu söngvarar sem völ var á. Inn á milli var laumað einstaka minna þekktum óperum til að víkka sjóndeildarhringinn. Þær fengu minni aðsókn eins og við var að búast, en Jóni og Gunnu var haldið við efnið með Rigoletto og Carmen og öðrum vinsælum meistarastykkjum þar sem íslenskir söngvarar fengu kærkomin tækifæri til að syngja fyrir samlanda sína. Undir lok síðasta áratugar aldarinnar breyttist þetta einhvern veginn, uppfærslur urðu framúrstefnulegri og verkefnavalið tók ekki lengur sama mið af Jóni og Gunnu, að- sókn minnkaði og fjárhagur Óperunnar versn- aði. Ný stjórn Óperunnar Árið 2000 urðu skipti í forystu Íslensku óp- erunnar. Ný stjórn og óperustjórar mörkuðu strax stefnuna með fyrstu uppfærslunni, sem var Lucretia svívirt eftir Benjamin Britten, en það er verk sem er sjaldan sett upp í óp- eruhúsum og hlýtur að jafnaði ekki mikla að- sókn. Aðsóknin varð heldur ekki mikil hér, Jón og Gunna komu ekki og breytti þá engu þótt uppfærslan væri að mörgu leyti vel gerð og fallega sungin. Svipað hefur átt við um margar uppfærslur Íslensku óperunnar æ síðan – valin hafa verið verkefni sem höfða til fremur fárra og aðsóknin verið eftir því. Ýmislegt hefur þó verið faglega vel gert, t.d. Macbeth eftir Verdi, Tökin hert eftir Britten, Öskubuska eftir Rossini og Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart, en þessi verk eru hvergi meðal þeirra fjölsóttustu og lítil aðsókn að þeim hér á landi var því fyrirsjáanleg eins og að svo mörgum öðrum verkefnum síðustu ára. Óperur fyrir Jón og Gunnu á þessum tíma hafa aðeins verið fjórar: La boheme 2001, Töfraflautan 2001, Rakarinn í Sevilla 2002 og Tosca 2005. Meira að segja þessi klassastykki hafa aðeins verið sýnd um eða innan við 10 sinnum og áhorf- endafjöldinn þegar best lætur því verið innan við fimm þúsund, sem er nær þreföld fækkun á óperusýningum og áhorfendafjölda fyrri tíma. Og nú stendur fyrir dyrum að sýna óperuna The Rakés Progress eftir Stravinsky, sem verður annað af tveimur aðalverkefnum óp- erunnar í vetur. Sú ópera er sjaldan sýnd í öðr- um óperuhúsum, fær litla aðsókn og telst ekki til helstu stórvirkja óperusögunnar hvað sem annars má um verkið segja. Jón og Gunna munu varla mæta á það frekar en á Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss sem mun vera fyrirhugað að setja á svið næsta vetur. Það gefur auga leið að bæði íslenskir ein- söngvarar og íslenskt óperuáhugafólk hafa ekki fengið úr miklu að moða fyrir sinn smekk síðustu árin. Íslenskt óperulíf blómstrar ekki lengur! Framtíð Íslensku óperunnar er óviss. Styrktarfélag hennar, sem áður átti Óperuna og bar ábyrgð á rekstri hennar, hefur verið lagt niður og Óperan er orðin sjálfseign- arstofnun, sem ræður sér sjálf – eins og sjá má. Stjórn stofnunarinnar hefur samþykkt að starfsemi Óperunnar verði flutt úr miðbæ Reykjavíkur í Kópavog (!) á þeim forsendum að húsnæði Óperunnar sé of lítið, jafnvel þótt augljóst sé að fyrir þá aðsókn og starfsemi sem þar hefur verið í gangi undanfarin ár nægir núverandi salur Óperunnar í raun ágætlega! Aftur til fortíðarinnar Hvað á þá að gera til að bæta stöðu óp- erunnar? Einfaldast er að hverfa til fyrri stefnu sem löngum gafst svo vel. Íslenskt sam- félag er einfaldlega ekki nógu fjölmennt til að halda uppi óperustarfsemi með því að sýna að- allega fágæti; í þeim flokki ber þá tvímæla- laust að velja nýjar íslenskar óperur. Hvað varðar aðalstarfsemi Íslensku óp- erunnar, þá á að halda áfram að setja upp tvær fullburða óperur á ári en breyta áherslum í verkefnavali. Við eigum að sýna bæði Carmen og Rigoletto með okkar bestu söngvurum og líka Töfraflautuna og La boheme. Þessi meist- araverk og fleiri þola það að vera sýnd í Reykjavík á 5–10 ára fresti. Íslenskir söngv- arar syngja í þessum vinsælu óperum úti um allan heim en fá ekki mörg tækifæri til að gera hið sama hér. Staðreyndin er að það eru aðeins um 20–30 óperur sem njóta alþjóðlegra vinsælda og það hefur sýnt sig að þær njóta sömu vinsælda hér á landi. Það er því afar líklegt að þessar óperur myndu draga að þúsundir óperugesta hér eftir sem hingað til. Að sjálfsögðu á svo að setja þessar óperur upp með reisn í væntanlegu Tónlistarhúsi í Reykjavík og hætta við áform um að flytja Íslensku óperuna til Kópavogs gegn hagsmunum og vilja mikils meirihluta al- mennings. Óperur fyrir æ færri Lúkretía svívirt „Ný stjórn og óperustjórar mörkuðu strax stefnuna með fyrstu uppfærslunni, sem var Lucretia svívirt eftir Benjamin Britten, en það er verk sem er sjaldan sett upp í óp- eruhúsum og hlýtur að jafnaði ekki mikla aðsókn,“ segir Árni Tómas Ragnarsson og er ekki ánægður með nýja stefnu Óperunnar. Árni Tómas segir að Óperan eigi að sýna vinsæl verk. Er staða Íslensku óperunnar slæm? Að mati greinarhöfundar er hún að minnsta kosti ekki góð. Hann rifjar upp ótrúlegar aðsóknartölur á þeirri tíð þegar 10% þjóðarinnar sáu upp- færslur á mörgum frægustu óperum sögunnar hérlendis. Nú segir hann Íslensku óperuna setja upp fágæti sem fái litla aðsókn. Ráðlegt sé að hverfa til fyrri stefnu og sýna þekktar óperur sem almenningur hafi áhuga á að sjá. »Við eigum að sýna bæði Carmen og Rigoletto með okkar bestu söngvurum og líka Töfraflautuna og La boheme. Þessi meist- araverk og fleiri þola það að vera sýnd í Reykjavík á 5–10 ára fresti. Íslenskir söngvarar syngja í þessum vinsælu óperum úti um allan heim en fá ekki mörg tækifæri til að gera hið sama hér. Höfundur er læknir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 3 lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.