Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 16
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is S amkomuhúsið á Ak- ureyri, húsið virðulega undir brekkunni, var byggt árið 1906 og fyrsta leikritið var frumsýnt þar fyrir ná- kvæmlega 100 árum – 20. janúar 1907. Það var Ævintýri á gönguför eftir Hostrup en í kvöld verður tíma- mótunum fagnað með því að leikritið Svartur köttur eftir Martin McDo- nagh verður frumsýnt í húsinu. Í bókinni Saga leiklistar á Ak- ureyri eftir Harald Sigurðsson segir frá því að stúkurnar Ísafold og Trú- föst hafi byggt lítið Templarahús á árunum 1902-3. Húsið stóð undir brekkunni þar sem Samkomuhúsið stendur nú, en þegar fjölga tók í stúk- unum þótti brýn nauðsyn á meira rými þannig að forsvarsmenn stúkn- anna urðu sammála um að byggja nýtt samkomuhús. Smiðirnir og reglubræðurnir Guð- björn Björnsson og Guðmundur Ólafsson keyptu litla Templarahúsið og fluttu það norður á Torfunef. Til- boði þeirra félaga í byggingu nýs húss fyrir 21. 500 krónur var tekið, en Björn Björnsson smiður kom að ein- hverju leyti einnig inn í samninginn. Bærinn ábyrgðist 7.000 króna lán og tók neðstu hæð hússins á leigu fyrir lestrarsal, bókasafn og bæjarstjórn- arfundi. Hafist var handa við bygg- inguna vorið 1906 og með bjartsýni og stórhug tókst að reisa þetta glæsi- lega hús á rúmlega hálfu ári. Jón Hjaltason, sagnfræðingur og höfundur Sögu Akureyrar, rifjaði upp sögu Samkomuhússins hér í Lesbók þegar húsið var tekið í notkun á nýjan leik árið 2004 eftir gagngerar end- urbætur. Hann sagði þá um húsið á Barðsnefinu: „Þegar haft er í huga að bæjarbúar voru um það leyti nálægt 1.700 talsins er ljóst að húsið var fá- ránlega stórt. Það gerði verkefnið ekki árennilegra að Góðtemplarar stóðu einir fyrir byggingunni og enda þótt þeir ættu svolítið af peningum þá dugðu þeir ekki nema fyrir liðlega þriðjungi af kostnaði við húsbygg- inguna. En þarna var hún lifandi komin bjartsýnin og djörfungin sem voru einkenni aldamótamannsins. Það jók líka góðtemplurum kjark að bæjarstjórn Akureyrar hafði lofað að taka neðstu hæð hússins á leigu. Það voru því glaðir menn sem 23. desem- ber 1906 vígðu hið nýja samkomuhús á Barðsnefi.“ Jón tekur svo til orða að hið nýja hús templaranna, Hafnarstræti 57, hafi verið það „sem við myndum á öndverðri 21. öld nefna fjölnotahús. Afar okkar og ömmur kölluðu slíkar byggingar einfaldlega samkomuhús. Fyrst í stað nefndu Akureyringar þetta nýjasta stórhýsi bæjarins Góð- templarahúsið eða Gúttó en síðar ein- faldlega Samkomuhúsið og það heiti lifir enn“. Í húsinu voru um lengri eða skemmri tíma póstafgreiðsla, skrif- stofur bæjarins, fundarsalur bæj- arstjórnar, félagsmiðstöð templara og Amtsbókasafnið, að sögn Jóns. Hann rifjar líka upp að almennir fundir, fyrirlestrar og dansleikir voru gjarnan haldnir í Samkomuhúsinu, kosningar til bæjarstjórnar og Al- þingis fóru þar fram, margskonar fé- lagasamtök fengu þar inni fyrir fundi sína og þegar Friðrik konungur VIII heimsótti bæinn árið 1907 var honum að sjálfsögðu boðið til stórfenglegrar veislu í glæsilegustu byggingu bæj- arins, Góðtemplarahúsinu. „Það sem hefur þó lengst verið iðk- að í Samkomuhúsinu eru leiksýn- ingar. Leiksviðið var varla komið undir þak þegar leikararnir voru mættir til æfinga. Sýna átti Ævintýri á gönguför eftir Hostrup. Sjálfur sýslumaðurinn, Guðlaugur Guð- mundsson, var leikstjóri,“ segir Jón og bætir við: „Leikvafstrið var krydd- ið í lífi hans. Dúðaður í þykkan yf- irfrakka „...með loðhúfu á höfði, belg- vettlinga á höndum og heljarstóra klukku í hendinni, sem hann hringdi heldur hressilega, ef honum fannst eitthvað að...“ sat hann úti í sal og stjórnaði æfingum. Þegar tveir dagar voru til frumsýningar var Guðlaugur sýslumaður á sínum stað úti í sal og fylgdist með aðalæfingunni. Þegar henni lauk lét hann brúnir síga og þrumaði: „Þessi andskoti dugir ekki, það verður að æfa lengur,“ skrifar Jón, og vitnar í grein Hallgríms Valdimarssonar, Leikstarfsemin á Akureyri, sem birtist í Íslendingi 1. maí 1942. Jón upplýsir svo að viku síðar, sunnudaginn 20. janúar 1907, var tjaldið dregið frá og fyrsta leiksýn- ingin í Gúttó hófst. „Allar götur síðan hefur verið leikið í Samkomuhúsinu á Akureyri og má það heita sannkallað leikhús bæjarins því þar hefur nú um langt skeið ekki verið önnur starf- semi,“ segir hann. Jón segir að fljótlega hafi komið í ljós að góðtemplararnir færðust of mikið í fang á Barðsnefinu. „Húsið varð þeim þungur baggi en í tíu ár tókst þeim að verjast stóráföllum en 1917 voru þeir komnir í þrot og seldu bænum húsið. Röksemdir bæjarfulltrúanna fyrir kaupunum voru aðallega þær að ef húsið kæmist í hendurnar á ein- staklingi mætti eiga von á því að „al- menn fundarhöld“ legðust þar af og bærinn þyrfti þá innan skamms að byggja nýtt samkomuhús. Bæj- arstjórnin hafði líka ágæta fund- araðstöðu í litlum sal á bak við norð- ursvalirnar sem sneru beint á móti leiksviðinu. Þar hafði hjartað í bæj- arkerfinu slegið síðan húsið var vígt og bæjarfulltrúarnir sáu enga ástæðu til að gera breytingu þar á.“ Jón nefnir í grein sinni að Amts- bókasafnið á Akureyri er elsta stofn- un bæjarins, stofnað árið 1827 og hét þá Bókasafn Norður- og Austuramts- ins. „Safnið átti sér allnokkra dval- arstaði á 19. öldinni, meðal annars Laxdalshús, Friðbjarnarhús og tukt- húsið í Búðargili. Úr tukthúsinu flutt- ist Amtsbókasafnið í Samkomuhúsið á Barðsnefi um leið og það komst undir þak árið 1906. Og þar gerðist eitt þekktasta skáld Akureyringa bókavörður árið 1925 og gegndi þeirri stöðu til ársloka 1951. Þetta var Dav- íð Stefánsson.“ Jón segir að Davíð hafi ekki verið sæll með vistina á neðstu hæð Sam- komuhússins og þegar kom til tals að flytja safnið í gamla barnaskólann, Hafnarstræti 53, var honum nóg boð- ið. „Það væri að fara úr öskunni í eld- inn, sagði Davíð, og gagnrýndi bæj- arstjórn Akureyrar harðlega fyrir ræktarleysi hennar við bókasafnið. Málefni þess væru í algerum ólestri, bókakostur ónógur, lestrarstofan óvistleg, bókageymslan slæm sem og vinnuaðstaða bókavarðar. Þessum mönnum er ómögulegt að skilja menningargildið sem gott bókasafn í góðum húsakynnum hefur að færa okkur, þrumaði skáldið. Nú er lag að byggja veglega og eld- trausta bókhlöðu. Þetta hreyfði við bæjarbúum. Að vísu var Amtsbókasafnið samt sem áður flutt árið 1930 í gamla barna- skólann.“ Það átti að vera til bráð- birtða. „Hafist var handa um öflun byggingarfjár, nýrri bókhlöðu ákveð- inn staður og efnt til samkeppni um teikningu að húsinu. En allt kom fyrir ekki, kreppan sló að lokum niður allar áætlanir um byggingu nýrrar bók- hlöðu fyrir skáldið að vinna í.“ Hundrað ár frá fyrstu frumsýningu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í dag eru nákvæmlega 100 ár frá því að fyrsta leikritið var frumsýnt í Góðtemplarahúsinu á Barðsnefi á Akureyri. Þessi virðulega bygging hefur síðustu áratugi gengið undir nafninu Samkomuhúsið, þar hefur Leikfélag Akureyrar alla tíð haft aðstöðu en eins og hér er greint frá er leiklistin fráleitt eina starfsemin sem farið hefur fram í húsinu. »Hafist var handa við bygginguna vorið 1906 og með bjartsýni og stórhug tókst að reisa þetta glæsilega hús á rúmlega hálfu ári Margvísleg starfsemi hefur farið fram í virðulegu og glæsilegu „fjölnotahúsinu“ á Barðsnefi á Akureyri 16 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Bókaskápur Vilborgar Dagbjartsdóttur Vilborg „Ég get ekki hugsað mér að vera á bókalausum stað.“ Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.