Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Síða 5
til þjóðarinnar í sjónvarpsþætti hans „Alo,
Presidente“, hann talar samfleytt í sjö klukku-
stundir. Það er eintal.
En allir tala um hann. Segja af honum sögur.
Eru með honum eða á móti. Það fyrsta sem Ís-
lendingi dettur í hug þegar hann reynir að átta
sig í öllum sögunum er Davíð Oddsson því af
andstæðingum er Chavez sagður einráður lýð-
skrumari, hygla vinum sínum, leggja þá sem
eru andstæðir honum í skoðunum í einelti og
hann er skáld:
Óður til Venesúela
Ég hef alltaf gert allt af ást, alltaf/ af ást á trénu,
fljótinu varð ég málari/ af ást á þekkingunni yfirgaf
ég minn kæra heimabæ til að læra/ af ást á íþróttum
varð ég hafnaboltaleikari/ af ást á fósturjörðinni varð
ég hermaður/ af ást á alþýðunni varð ég forseti,
gerðuð þið mig að forseta/ Ég hef stjórnað af ást/
Það er margt enn að afreka. Ég þarf meiri tíma/ Ég
þarfnast atkvæðis þíns. Atkvæðis þíns fyrir ástina.
Og einsog Davíð hefur mætur á Hannesi Haf-
stein hefur Chavez mætur á Simon Bólivar, lít-
ur á hann sem fyrirmynd á lífsins göngu, reynir
að feta í fótspor hans. En þar hverfa öll líkindi
eins og Simon Bólivar hvarf á sínum gamla jálki
einmana og yfirgefinn maður út úr baráttunni
eftir að þingið hafði fellt þá tillögu hans að hann
leiðtoginn gæti setið að völdum eins lengi og
honum sýndist og valið eftirmann sinn. – Hér
væri hægt að vitna í þýðingu Guðbergs Bergs-
sonar á Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu eftir
Gabriel García Marques. Enda foringjar eða
caudillóar ætíð aðeins táknmyndir eða ein birt-
ingarmynd deyfðar eða hræringa samfélagsins.
Þeir ósýnilegu og nafnlausu
Um gjörvalla Rómönsku Ameríku var nak-
ið kynþáttahatur gagnvart indíánum og
afkomendum afrískra þræla hluti þess
arfs sem Spánverjarnir skildu eftir
sig. Þeir voru fyrirlitnir eða ósýni-
legir. Stórir alþjóðlegir auðhringar
sem smátt og smátt tóku við hlut-
verki Spánverja, studdir dyggilega
af gjörspilltum innlendum „lýðræð-
is“stjórnum hvíts minnihluta eða
herforingjum, héldu áfram að arð-
ræna álfuna, – Venesúela af olíu,
gasi, demöntum, gulli, kopar, harð-
viði – og gerðu hana að álfu hinna
snauðu, sjúku, ólæsu og óskrif-
andi. Tilraunir til þess að breyta
þessu ástandi, oftast leiddar af
menntamönnum, voru víða gerð-
ar á sjöunda áratugnum en voru
brotnar á bak aftur með her-
valdi og liðstyrk Bandaríkjanna
(CIA) eins og til dæmis í Gre-
nada, Chile, Níkaragva og Bóli-
víu.
Röddin sem seiddi mig hingað á
þessa verönd þagnaði í Cocha-
bamba í Bólivíu 1969. Rödd úr
hópi ljóðskáldanna í Tropico
Uno, þeirra:
Gustavo Pereira, José Lira Sosa,
Jesús Enrique Barrios, Luis José
Bonilla, Eduardo Lezama, Eduardo Si-
fontes, Luis Luksic, Ritu Valdivia…
…er gerðu hér í Barcelona tilraunir
með ljóðformið og myndlist í upphafi sjö-
unda áratugarins. Mörg þeirra dóu ung.
Ég er með bók hjá mér, Libro de heroes
eða bókina um hetjurnar, lítið hefti dimmgrænt
með gulri grafískri mynd af Che Guevara á um-
slaginu. Þetta er önnur útgáfa frá árinu 2004, sú
fyrri kom út 1971. Isabella kom með hana í gær
ásamt ferskum osti og ávöxtum af bóndabænum
sínum. Hetjur Venesúela eru fjörutíu og tvær
frá ýmsum löndum Rómönsku Ameríku, nafn
afmælisbarnsins Ritu, dánardægur, ljóð ort til
hennar er á bls. 54 og einnig mynd, grafísk, hún
brosir. Lyftir höfðinu hátt. Hvað ætli henni
finnist um þróunina í löndum sínum tveimur?
Hún svarar ekki. Brosið, dirfska æskunnar, hef-
ur fest á sléttu andliti hennar, spor gráts, efa-
semda er þar ekki að finna einsog önnur Isa-
bella ekki Valdivia heldur Allende myndi
kannski orða það. Einnig hún gestur í þessu
landi í áratug.
Antonio José de Sucre, José Martí, Che Guevara, Aug-
usto César Sandino, Jaques Roumain, Abel Santam-
aria, Felix Farías, Milton Reyes, Guido „Inti“ Peredo …
Fjörutíu og tvö nöfn og svo fá kunnugleg úr
evrópskum fjölmiðlum. Nafnlausir þar líka,
varla til, þeir sem nú eru raunverulega aflið í
álfunni á bak við menn einsog Lula í Brasilíu,
Evo Morales í Bólivíu og Hugo Chavez í Vene-
súela. Þeir afkomendur indíána, afkomendur
þræla, verkamenn og bændur, þeir lægst settu í
samfélögunum sem virðast hafa vaknað af
nokkurs konar félagslegum dvala, aldalangri
kúgun menningararfs Spánverja; vilja bæta
kjör sín, menntast og eru orðnir sér meðvitandi
um þau réttindi sem þeim ber; það er þeir sem
hafa gert Hugo Chavez að fyrsta forseta Vene-
súela sem á ættir sínar að rekja til indíana og
svertingja og Evo Morales að forseta í Bólivíu
fyrstan indíána. Og það eru þessir hópar sem á
undanförnum árum hafa einnig lagt í stríð gegn
skuldafangelsi nýfrjálshyggjunnar.
Total locura capitalista
Víðs vegar um Rómönsku Ameríku hafa þessar
grasrótarhreyfingar losað sig jafnt við rík-
isstjórnir sem erlend stórfyrirtæki einsog Bech-
tel (það sem byggir álverksmiðjuna á Reyð-
arfirði) sem reyndi að þröngva upp á bólivísku
þjóðina því sem fólk hér kallar total locura ca-
pitalista – algjört kapítalistabrjálæði – allt átti
að einkavæða, þó einkum jarðgas og vatn. Bóli-
víu átti í kjölfar Chile undir stjórn Pinochets að
gera að nýfrjálshyggjurannsóknarstofu. Þeim
fátækustu af öllum fátækum var gert að borga
tvo þriðju af lúsarlaunum sínum til Bechtel,
jafnvel fyrir rigningarvatn. Og í Kólumbíu, því
ríki óttans undir stjórn Alvaros Uribes Velez,
sem kallaður er hér þægasti lénsherra Banda-
ríkjanna, þrammaði á þessu ári hópur frum-
byggja gegnum öll 32 héruð landsins og krafðist
þess að „vonskan sem væri verri en byssan“:
nýfrjálshyggjan, væri stöðvuð.
Þessi barátta hefur staðið frá lokum síðustu
aldar og það sem er liðið af þessari. Þegar vald-
hafarnir héldu fundi, þarsem átti að þvinga í
gegn fleiri nýfrjálshyggjuaðgerðir, mótmælti
almúginn um alla álfuna, kom með yfirlýsingar,
skapaði umræðu og barði potta og pönnur. Þeg-
ar allur heimurinn þagði, forsetarnir tóku við
fjármálapökkunum frá alþjóðabankanum, póli-
tísku flokkunum fannst það flott, þá þyrptust
grasrótarhreyfingarnar út á göturnar. Það sem
ríkisstjórnum og stjórnmálaflokkum fannst að
væri engin ástæða til að ræða var tekið upp af
sjálfsprottnum hreyfingum. Þær berjast nú
gegn fátækt, kynþátta- og stéttamismunun og
eyðileggingu náttúrunnar. Ef ekkert verður
gert í umhverfismálum þá deyjum við öll, segja
þær; ef við berjumst ekki gegn fátækt, kyn-
þátta- og stéttamismunun, þá verður þjóð-
félögum okkar alltaf skipt upp í kúgara og þá
sem eru kúgaðir, segja þær.
Ég segi alltaf að fjórða heimsstyrjöldin hafi hafist í
Venesúela 27. febrúar 1989. Þriðja heimsstyrjöldin var
kalda stríðið, en sú fjórða er stríðið gegn nýfrjáls-
hyggjunni og byrjaði þennan dag í Caracas. (Luis
Britto, venesúelskt skáld.)
„Caracazo“ (uppreisnin 1989 í Caracas þar-
sem um það bil 400 persónur voru drepnar af
öryggissveitum) var gríðarstór félagsleg hreyf-
ing sem spratt upp þegar alþjóðabankinn krafð-
ist aðhaldsgerða af ríkisstjórn sem safnað hafði
stórskuldum þegar olíuverðið féll. Hún hlýddi
og byrjaði á því að tvöfalda strætisvagnagjöldin.
Þá streymdi fólk úr fátækrahverfunum inn í
miðborgina og rændi verslanir og íbúðir hinna
ríku. Lögreglan og herinn réðust grimmdarlega
gegn þeim. Baráttan stóð í tvo daga og hundruð
manna féllu í valinn. Loks tókst að brjóta upp-
reisnina á bak aftur. Og efri stéttirnar vörpuðu
öndinni léttar.
En uppreisnin 1989 breytti svip landsins. Á
næstu árum misstu gömlu ríkisstjórnarflokk-
arnir sem báru ábyrgð á stöðugt vaxandi fá-
tæktinni allan trúverðugleika. Á þremur ára-
tugum höfðu 65% þjóðarinnar hrapað niður í
örbirgð.
Bölvaður sé sá hermaður
Í kosningunum 1998 bauð sig fram herforingi að
nafni Hugo Chavez, af indíánum og svertingjum
kominn, en hafði aflað sér menntunar innan
hersins. Hann hafði orðið fyrir vitrun árið 1989,
komist í tengsl við uppreisnarmennina;
Bölvaður sé sá hermaður er beinir byssu að eigin
landsmönnum. – (Simon Bólivar.)
gert tilraun til valdaráns árið 1992 sem mis-
tókst og setið tvö ár í fangelsi. En þó eða af því
að hann var utangarðsmaður var hann kosinn
af miklum meirihluta þjóðarinnar, sjötíu pró-
sent þeirra studdu hann. Til að byrja með voru
efri stéttirnar alls ekki órólegar. Nýi forsetinn
taldi sig geta bætt kjör almúgans án þess að
vega að hinum ríku, þeim fámenna hópi sem
sogað hefur til sín allan olíuauðinn í nær heila
öld. Eignamennirnir gáfu samt fljótt til kynna
að samvinna þeirra við Chavez ætti sín tak-
mörk. Þegar hann reyndi að umskipuleggja rík-
isrekna olíuiðnaðinn til þess að ná stjórn á
hagnaðinum jókst andspyrnan. 11. apríl 2002
reyndu þeir valdarán. Chavez var rænt og for-
maður atvinnurekendasambandsins lýsti því yf-
ir að hann væri forseti. En þeir höfðu ekki
reiknað með fátæklingunum. Hundruð þúsunda
þeirra streymdu að forsetahöllinni. Herinn reis
þá líka upp og setti Chavez aftur í embætti.
Átta mánuðum síðar hindruðu aðgerðir fjöldans
annað valdarán. Í það skiptið reyndi stjórn-
arandstaðan með verkbanni í fjölda fyrirtækja í
olíubransanum að koma ríkisstjórninni á kné.
En ásamt almúganum tókst verkalýðsfélög-
unum að halda olíuiðnaðinum nokkurn veginn
gangandi eða koma honum aftur í gagnið. Frá
þeim tíma hefur ríkisstjórn Chavez haft stjórn
á hluta olíuauðæfanna og notað hann að ein-
hverju leyti til umbóta.
Hvaðan hef ég þetta? Það man ég ekki. En
Louis Britto, sem ég vitnaði til áðan, hefur sagt:
Þetta sýnir að sérstaklega í Venesúela geta litlar
grasrótarhreyfingar á svipstundu skipulagt sig kring-
um ákveðið málefni. Að Chavez skyldi vinna kosning-
arnar var einn slíkur atburður. Chavez var ekki í
stjórnmálaflokki, einsog slíkir flokkar eru skilgreindir,
hann var heldur ekki þekktur úr fjölmiðlum, en hann
vann samt. Hvernig hann var aftur settur í embætti,
og hvernig bundinn var endi á olíuverkföllin, er meira
eða minna sami hluturinn. Þetta er hinn nýi dýna-
míski veruleiki í Rómönsku Ameríku. Vandamálið er
eftirfarandi: ríkið hefur sagt sig úr lögum við þjóðina
og síðar stjórnmálaflokkarnir. Almenningur hefur því
farið sína eigin leið, einkum safnast saman kringum
grasrótarhreyfingar, í verkalýðsfélögum o.s.frv.
Mangó, mangó
Veröndin er á annarri hæð og tröppur niður í
garðinn, í garðinum langur skúr, búr, skipt í tvo
hluta, í öðrum sefur hundur, í hinum vappa end-
ur. Þetta er fallegur vel hirtur garður með leik-
tækjum og blómstrandi sterkrauðum og gulum
runnum milli risahárra mangó- og pálmatrjáa.
Ég á ekki nöfn yfir runna og tré.
Það er kominn maður í garðinn. Hvaðan?
Lágvaxinn, útitekinn, slitinn maður. Hann sér
mig ekki eða lætur sem hann sjái mig ekki en
fer að tína upp mangóávextina sem fallið hafa
um nóttina. Hundurinn vaknar og hristir
snöggur af sér svefninn, geltir og byrjar frið-
lausa göngu sína í búrinu. Hundarnir í görð-
unum í kring taka undir einn af öðrum. Gamall
ryðgaður bíll, nánast að hruni kominn, skröltir
upp götuna, sennilega einhver vinnukonan á
leið til vinnu.
Út um eldhúsgluggann berst lag úr útvarps-
tæki. Fólkið í húsinu er vaknað. Luzmarin, hús-
móðirin á heimilinu, stendur við stálháfinn, gas-
eldavélina og steikir „arepas“, raular með
laginu og stígur dansspor.
Arepas:
2 teskeiðar salt
2 bollar maísmjöl
2½ bolli heitt vatn
Maísmjölið er sett í skál, salti hrært í vatnið og því
smám saman bætt í mjölið og það hnoðað í mjúkt
deig. Deigið er látið standa í fimm mínútur. Síðan er
því skipt niður í tíu hluta, og hver hluti hnoðaður í
kúlu sem síðan er flött út í kringlótta köku. Kökurnar
steiktar á olíuborinni pönnu við meðalhita þar til þær
eru komnar með harða skorpu á báðum hliðum. Þá
eru þær settar á plötu og bakaðar í ofni við 200
gráður í 15 mínútur. Kökurnar eru skornar í sundur,
þær fylltar með osti, grænmeti, kjöti eða hverju sem
maður vill og borðaðar heitar.
Nýpressaður mangósafinn er þykkur og
ískaldur.
konu í Venesúela
»En uppreisnin 1989 breytti svip landsins. Á næstu
árum misstu gömlu ríkisstjórnarflokkarnir sem báru
ábyrgð á stöðugt vaxandi fátæktinni allan trúverð-
ugleika. Á þremur áratugum höfðu 65% þjóðarinnar
hrapað niður í örbirgð.
Höfundur er leikstjóri og leiklistargagnrýnandi
á Morgunblaðinu.
Luzmarin „Húsmóðirin á heimilinu, stendur
við stálháfinn, gaseldavélina og steikir „are-
pas“, raular með laginu og stígur dansspor.“
Rita Valdivia Ein af fjör-
tíu hetjum Venezuela en
afmælis hennar var
minnst á síðasta ári.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 5