Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 8
Leikhúsið
lætur
til sín taka
Þ
að er óhætt að segja að aðdragandinn að dokt-
orsritgerð Sveins Einarssonar, leikstjóra og rit-
höfundar með meiru, sé langur og að viðfangs-
efnið sé höfundinum ansi nálægt. Ritgerðin ber
heitið A People’s Theatre Comes of Age. A Study
of the Icelandic Theatre 1860–1920 og fjallar um
uppbyggingu leikhúsmenningar á Íslandi á umræddu tímabili.
Þar færir Sveinn rök fyrir því að íslenskt leikhús hafi náð list-
rænum þroska mun fyrr en almennt er haldið fram en yfirleitt er
miðað við stofnun Þjóðleikhússins árið 1950.
Á menntaskólaárum sínum sótti Sveinn kvöldskóla sem heyrði
undir Leikfélag Reykjavíkur en þar voru þeir Gunnar R. Hansen
og Einar Pálsson helstu kennarar.
„Það var mjög gagnlegt,“ lýsir Sveinn. „Ég gerði mér grein
fyrir því að ég væri með verri leikurum en vildi vita hvernig mað-
ur upplifði það frá hinni hliðinni.“
Sveinn segist hafa verið nokkuð leitandi á þessum árum en auk
þess að vera í menntaskólanum stundaði hann nám í ítölsku, fékk
að sitja í bókmenntasögu í háskólanum og nam sálfræði hjá
Brodda Jóhannessyni. Eftir stúdentspróf heldur Sveinn svo til
Svíþjóðar.
„Ég var ákveðinn í því að ég vildi vita hvað leiklistarsaga væri.
Slíkt nám var aftur á móti ekki kennt víða. Og ég vildi læra í
heimsborg; í aðalborg ákveðins menningarsvæðis. Þjóðverjar
voru komnir með leiklistarsögu nokkuð snemma og það má segja
að þeir hafi verið frumkvöðlar á því sviði.“ En þar sem Þýskaland
var ennþá í rústum eftir stríðið ákvað Sveinn að leita annað.
„Þá fóru sumir til Vínarborgar en bæði Jökull Jakobsson og
Oddur Björnsson sóttu tíma í leiklistarsögu ásamt Þorvarði
Helgasyni. En það varð úr að ég fór til Svíþjóðar,“ segir Sveinn.
Leikhúsfræðin í Frakklandi
„Ég ætlaði að vera þar í eitt ár og sjá hvernig mér líkaði en svo
komst ég að því að námsfyrirkomulagið þarna var mjög skyn-
samlegt; maður tók námið í einingum og gat tengt saman
ákveðnar greinar. Áður en ég vissi af var ég búinn að velja mér
fullt af gráðum en á endanum varð úr að ég tók almenna bók-
menntasögu sem aðalgrein.“
Meðfram bókmenntasögunni las Sveinn leiklistarsögu og
heimspeki en í lokaritgerð sinni fjallaði hann um leikskáldið Jó-
hann Sigurjónsson. Var hann þá þegar farinn að grúska í ís-
lenskri leiklistarsögu fyrir og í kringum þarsíðustu aldamót.
Sveinn skrifaði auk þess nokkrar greinar í sænsk blöð um ís-
lenska leikhúsmenningu. Ein þeirra fjallaði um Leikfélag
Reykjavíkur sem birtist á sextíu ára afmæli þess og svo birtist
einnig grein eftir hann um leikkonuna Stefaníu Guðmunds-
dóttur; fyrstu leikkonu Íslands eins og Sveinn nefndi hana.
„Mér gekk vel,“ segir Sveinn. „Mér er víst óhætt að við-
urkenna það. Ég fékk ágætiseinkunn og það varð til þess að ég
fékk námsstyrk til Frakklands. Ég hafði alltaf verið mjög
spenntur fyrir Frakklandi og franskri menningu og hóf þar nám
við Háskólann í Sorbonne. Þar las ég samanburðarbókmenntir
og tók sömuleiðis sérstakt námskeið sem var eins konar blanda
af öllu því sem sneri að leiklist en þá var ekki komin eiginleg leik-
húsfræði; hún kom þó ári síðar. Þar var einn kennari sem hafði
mikil áhrif á mig en hann fjallaði sérstaklega um túlkanir á Jean
Racine, frá því hann var uppi og fram á okkar daga.“
Söguleg nálgun og táknfræðin
Sveinn segir að á þessum árum í kringum 1960 hafi háskólar í
Evrópu fyrir alvöru byrjað að sinna leiklistinni sem sérstakri
fræðigrein og aðskilinni frá bókmenntafræðinni. Hún var þá
kennd á þeim forsendum að þarna væri um annars konar upp-
lifun að ræða og hana yrði að lýsa út frá eigin forsendum.
„Þá var það að menn nálguðust viðfangsefnið fyrst og fremst
sögulega; út frá því sem við höfum í höndunum til að gera sér
grein fyrir því sem gerðist. Það var sumsé farið að líta á þessi
fræði sem eina grein menningarsögunnar sem ekki má verða út-
undan. Til að styðjast við í þeim fræðum höfum við náttúrlega
leikritin sjálf en þau segja ekki nema hálfan sannleikann. Við höf-
um líka gömul leikhús sem hafa varðveist. Við höfum frásagnir;
bæði gagnrýnenda og annarra sem hafa séð sýningar. Ef ma
er heppinn þá kemst maður yfir frásagnir þeirra sem hafa st
að sýningum og til dæmis lista yfir það sem notað var í sýnin
unni; hvar innkomur voru og svo framvegis. Síðan er heilmik
finna í bréfum og dagbókum,“ útskýrir Sveinn.
„Svo fóru aðrar aðferðir að sækja á. Þegar ég var í heimsp
inni var merkingarfræðin orðin mjög kröfuhörð og hún verð
síðan að eins konar tískufyrirbrigði í leikhúsfræðunum með
fræðinni og þvíumlíku; það er að segja allt það sem er endile
ekki sagt með orðum en er samt hluti af þeim skilaboðum sem
leikhúsið vill koma yfir til áhorfandans.“
Að námi loknu í Sorbonne og Stokkhólmi var Sveinn kalla
heim til að sinna leikhússtörfum og næstu árin tuttugu sat ha
sem leikhússtjóri; fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hinn fyr
slíkur, og síðar í Þjóðleikhúsinu.
Forvinnan
„Á þessum árum mínum sem leikhússtjóri fékk ég tvisvar sin
um leyfi. Í fyrra skiptið fór ég til Oxford og var þar í nokkra m
uði að grúska. Seinna hélt ég grúskinu áfram í nokkra mánu
Kaupmannahöfn. Þessi vinna nýttist mér svo þegar ég hætti
leikhússtjóri og settist niður til að skrifa íslenska leikhússög
Fyrra bindið af verkinu sem ber heitið Íslensk leiklist kom
árið 1991 og það seinna árið 1996 en verkið fjallar um leikhús
Íslandi á tímabilinu 1850 til 1920. Þá hafði Sveinn einnig skri
licentiats-prófsritgerð í Svíþjóð, eftir Frakklandsár sín, sem
fjallaði um grundvallarbreytingu sem orðið hafði á íslensku l
húsi á tímabilinu 1890 til 1910. Byggði hann rökfærsluna fyrs
fremst á verkefnavali leikflokkanna en það var nánast meira
minna danskt árið 1890 en í kringum 1910 eru Íslendingar fa
að búa til meira af eigin verkum sem meira að segja var farið
sýna úti í löndum (Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur).
„Ég gaf þessa ritgerð aldrei út því mig langaði til að vinna
meira að þessu viðfangsefni og lá hún því óbætt í nokkra ára
Svo þegar ég hafði komið frá mér öðru bindi leiklistarsögunn
þá fór ég að spyrja sjálfan mig: Hví ætti ég ekki að setja ritg
ina fram í formi kenningar? Ég sá að hún hafði efni í slíkt og
sem ýtti sérstaklega við mér var það að svo mikið er talað um
að íslenskt leikhús hafi ekki fengið á sig atvinnubrag fyrr en
opnun Þjóðleikhússins. Fólk hefur gjarnan litið svo á að þega
fólkið á sviðinu gat haft leikhússtarfið að aðalatvinnu þá vær
fyrst hægt að tala um atvinnuleikhús. Annar þáttur var einn
gjarnan nefndur í þessu samhengi og sneri hann að menntun
leikarans; hvort hann væri formlega menntaður sem slíkur.
tók þetta gilt eins og aðrir en síðan fóru að sækja að mér efa-
semdir. Þá fór ég að hugsa: þetta stenst ekki. Ekki út frá því
ég hafði verið að skoða við vinnslu íslensku leiklistarsögunna
þar hafði ég safnað heilmiklum gögnum. Íslensk leikhús-
starfsemi komst miklu fyrr á þann staðal að það væri hægt a
tala um hana sem list.
Þá verður maður að finna hvaða mælikvarða hægt er að no
til þess að leyfa sér að kalla hana list. Svo ég fór að kanna gre
ingar í ýmsum uppsláttarbókum, bæði almennum og þeim se
sneru sérstaklega að leiklist, hvað meint var með „amateur“
ars vegar og „professional“ hins vegar. Þar er meginhugsun
oftast sú að atvinnumaðurinn fái borgað fyrir það sem hann g
en áhugamaðurinn gerir það sér og öðrum til skemmtunar. A
á móti stendur ekkert um það hvort atvinnumaðurinn geti lif
laununum. Og þegar við skoðum leikarana og skoðum hversu
margir þeirra hafa fengið formlega skólun og tekið er dæmi
nútímanum þá þarf ekki að fara lengra en í Borgarleikhúsið
þar eru tveir leikarar í aðalhlutverkum í stórri sýningu sem h
sótt sína menntun af sviðinu, þeir Eggert Þorleifsson og Lad
Eins ef maður fer til Bretlands þá sér maður að sjötíu prósen
lærðra leikara eru að vinna í veitingahúsum á milli þess sem
fá einstaka sinnum hlutverk. Þeir eru engu að síður atvinnul
arar. Þannig að þessar viðmiðanir eru ekki einhlítar; það hlý
að vera eitthvað fleira sem maður hefur til marks. Þá fór ég a
reyna að setja fram þessar viðmiðanir og útbúa þær. Hvaða v
miðanir get ég fundið sem gera mér kleift að tala um list í ís-
lensku leikhúsi fyrir þau grófu tímamörk sem eru bundin við
stofnun Þjóðleikhúss.“
Aðrar viðmiðanir
„En mér varð fljótt ljóst að ofangreind skilgreining er of þrö
og ófullnægjandi og grípa þarf líka til annarra viðmiðana,“ se
Sveinn. „Í fyrsta lagi reyni ég að gera úttekt á því, hverju me
bjuggust við af fyrsta leikhópi Leikfélags Reykjavíkur og hv
þau sjálf ætluðust til af sér. Litu þau á sig sem listamenn, litu
áhorfendur á þau sem listamenn, litu gagnrýnendur á þau þa
og gerður þær kröfur? Í annan stað getur verið til marks um
ágæti leikstarfs, ef hið opinbera veitir því fjárstyrk og lýsir þ
ig yfir því að leikstarfsemin hafi samfélagslegt gildi. Það ger
þegar um aldamótin. Hið opinbera getur einnig látið í ljós við
urkenningu sína með heiðurslaunum til einstakra listamanna
FRAMLAG Sveins Einarssonar til íslensks leikhúss er afar
ríkulegt en hann hefur leikstýrt yfir nítíu leiksýningum, heima
og erlendis, og skrifað þónokkrar bækur og fræðirit um leik-
húsið. Þá gegndi hann stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykja-
víkur 1963–1972 og þjóðleikhússtjóra frá 1973–1982. Í nóv-
ember síðastliðnum varði Sveinn doktorsritgerð sína við
hugvísindadeild Háskóla Íslands en í ritgerðinni færir hann rök
fyrir því að íslenskt leikhús hafi komist miklu fyrr til listræns
þroska atvinnumennskunnar en almennt hefur verið talið.
Eftir Þormóð Dagsson
þorri@mbl.is
8 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
hættulegir lýðræðissamfélaginu á Ís-
landi og sjálfum sér. Nú er það
fráleitt, eins og lesendur geta séð, að
ég hafi orð Áka ,,ein“ til sönnunar um
hættu af kommúnistum. Það er hins
vegar eftirtektarvert í hvaða slóð
Jón fetar hér líkt og með fyrri um-
mælum sínum um hófstillingu stal-
ínista í Komintern og því áliti sínu að
í Sovétríkjunum hafi ríkt ,,tiltölulega
mild valdstjórn“ á upphafsskeiði
fjöldamorða og gúlagbúða.8
Kommúnistar lögðu alls staðar á
það ofurkapp á sinni tíð að reyna að
ómerkja málflutning manna, sem
sögðu skilið við hreyfingu þeirra og
lýstu þeim ýmist sem keyptum lið-
hlaupum og illmennum eða geðbil-
uðum vesalingum. Nú á dögum væri
þó vandfundinn sá fræðimaður á
Vesturlöndum, sem ekki við-
urkenndi, að það voru fyrrverandi
kommúnistar og róttæklingar, sem
skarpast greindu ógnarstjórnina í
Sovétríkjunum og vöruðu réttilega
við hættunni af ofbeldiseðli komm-
únistahreyfingarinnar og undirgefni
hennar við Moskvuvaldið. Það, sem
menn eins og Áki Jakobsson, Stefán
Pjetursson, Benjamín H. J. Eiríks-
son og Arnór Hannibalsson sögðu
um þetta efni og hlutu fyrir ómældar
svívirðingar, er ekki annað en það,
sem meirihluti íslenskra sósíalista
átti eftir að viðurkenna sem sann-
leika og samlaga eigin málflutningi.
Í þeim hópi, sem ekki verður sak-
aður um nein ,,bituryrði“, er Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur.
Hann hefur eins og ýmsir félagar
hans látið í ljós það álit, sem ég er
þeim sammála um, að Einar Olgeirs-
son hefði trúlega ekki lifað af komm-
únistastjórn á Íslandi. Árni sagði í
minningargrein um Einar:
Eftir á er samt hægt að vera hálffeginn
að þeir [kommúnistar] skyldu ekki ná
landstjórninni að öllu í sínar hendur
meðan þeir trúðu enn á góðan vilja Sov-
étstjórnarinnar. Það er ekki að vita hvað
þeir hefðu óviljandi getað flækt sig í. Og
þá er hætt við að Einar hefði ekki orðið
níræður.9
Ofbeldi var inntakið í kennisetn-
ingum kommúnista: dauðabúðirnar,
gúlagið voru jafnrökrétt afleiðing af
kreddum þeirra eins og dauðabúðir
Hitlers af kynþáttakreddum nasista.
Um eitt hundrað milljónir manna
létu lífið á síðustu öld fyrir tilverknað
þessarar hreyfingar, sem átti sína
deild og sinn samstarfsflokk hér á
landi. Þessi staðreynd verður ekki
umflúin, þó að Jón Ólafsson streitist
við að telja fólki trú um að hér hafi
áhangendurnir heittrúuðu ætíð verið
bæði marklausir og meinlausir. Því
hefur oft verið lýst, hvernig græsku-
lausir menn í löndum, þar sem
kommúnistar tóku völdin, trúðu í
upphafi að ,,þeirra kommar“ yrðu
allt öðru vísi og betri en hinir rúss-
nesku. En raunin varð undantekn-
ingalaust önnur: Alræðiskerfið spillti
vænstu mönnum algjörlega og gerði
þá bæði hættulega sjálfum sér og
öðrum, eins og Áki Jakobsson varaði
landa sína við.
Slysast nær sanni
Deila okkar Jóns Ólafssonar snýst
ekki aðeins um hættu, sem stafaði af
íslenskum kommúnistum og neð-
anjarðarstarfsemi sovétstjórn-
arinnar á Íslandi, heldur einnig um
viðbrögð stjórnvalda við þessari
hættu. Þó að þessi viðbrögð megi
með réttu gagnrýna í einstökum at-
riðum, virðast varúðarráðstafanir
lögreglu almennt skiljanlegar og
vægar miðað við það, sem þekkist frá
hinum Norðurlöndunum, þar sem
jafnaðarmenn réðu lengst af ríkjum.
Þeir kommúnistar, sem hér hlutu
hæstaréttardóma fyrir að beita of-
beldi og slasa lögreglumenn, tóku
meira að segja aldrei út refsingu
sína, vegna þess að ríkisvaldið hafði
ekkert afl til að fylgja dómunum eft-
ir. Niðurstöðu mína um þetta efni
ætla ég að sækja í eftirfarandi orð
Jóns Ólafssonar í Lesbók:
. . . í þeim rannsóknum, sem ég gerði . . .
á samskiptum íslenskra kommúnista við
Komintern og Sovétríkin fann ég mikið
um hugmyndafræði, pólitíska réttlínu,
ráðgjöf, fyrirmæli, viðskipti og fjárhags-
legan stuðning en ekkert um vopnaða
uppreisn [sjá hér að ofan!], kerfisbundið
ofbeldi eða fyrirhugaða byltingu (nema
að svo miklu leyti sem þjóðfélagsbylting
var lokamarkmið kommúnista). Í skrifum
sumra íslenskra kommúnista kemur
fram sú (kannski barnalega) trú að ís-
lenska byltingin geti farið fram án of-
beldis. . . . Ég neita því auðvitað ekki að
kommúnistar sem voru í Moskvu hafi
lært að fara með skotvopn, eða að ungir
flokksmenn hafi gefið digurbarkalegar
yfirlýsingar og jafnvel beitt ofbeldi. En
það er dálítið annað en skipulagt kerf-
isbundið ofbeldi eða uppreisnaráform.
Hér kemst Jón svo rækilega í mót-
sögn við málsvörn sína, að við liggur
að hann hrökkvi sem snöggvast inn á
rétta braut. Byltingin var, eins og
hann segir réttilega en innan sviga,
sjálft lokamarkmið kommúnista.
Það, sem Jón fann í rannsókn sinni
um afskipti Kominterns og Sov-
étríkjanna af íslenskum komm-
únistum, hlýtur þess vegna eðli máls-
ins samkvæmt að hafa lotið
byltingarmarkmiðinu, svo og því
markmiði stórveldisins (sem Jón lýs-
ir í bók sinni) að ná ítökum í landinu,
en að því var stefnt undir lokin með
hægfara umskiptum í átt til sov-
étsósíalisma. Að þessum mark-
miðum unnu stofnanir á vegum al-
ræðisríkisins með pólitískri réttlínu,
ráðgjöf, fyrirmælum, viðskiptum og
fjárhagslegum stuðningi við Komm-
únistaflokkinn og síðar Sósíal-
istaflokkinn. Hugmynd um að gera
hér byltingu án ofbeldis á fjórða ára-
tugnum var aðeins barnaleg skoðun
einstakra flokksmanna í Komm-
únistaflokknum (reyndar brott-
rekstrarsök), eins og Jón tekur hér
óvænt undir með mér.
Íslensk stjórnvöld gerðu sér fulla
grein fyrir öllum þeim þáttum, sem
Jón telur hér upp að ofan um bylting-
arundirbúning, undirróður og seil-
ingar alræðisríkisins eftir áhrifum í
landinu, svo og njósnir þess. Auk
þess þurftu stjórnvöld að reyna að
verjast ofbeldi, sem kommúnistar
gripu hér iðulega til og dómstólar úr-
skurðuðu ítrekað að væri skipulagt
af þeim. Málgögn kommúnista upp-
lýstu líka að byltingin væri hugsuð
sem endir en ekki upphaf á ofbeld-
isferli og fögnuðu eða vörðu sér-
hverja atlögu flokksmanna að stofn-
unum og einstaklingum.
En segjum nú samt, að það sé allt
rétt, sem Jón Ólafsson heldur fram
um þessi atriði: Íslenskum bylting-
arnemum hafi verið kennt að skjóta
og stunda hernað í Moskvu til að þeir
stæðu jafnfætis sovéskum skóla-
börnum, eða hernaðarnámið hafi
a.m.k. ekkert haft með byltingarund-
irbúning að gera. Byltingarsveitir
Kommúnistaflokksins (sem voru
helmingi fjölmennari en Reykjavík-
urlögreglan og bjuggust skotvopnum
á undan henni) hafi annað hvort ver-
ið draumur einn eða sannkallaðar
varnarsveitir verkalýðsins, ofbeldi
hafi kommúnistar aldrei framið
nema í hita leiksins ýmist sem hold-
gervingar ,,verkalýðsins“ eða ,,þjóð-
arinnar“. Blasir það þá ekki engu að
síður við af öllu þessu samanlögðu
(þar með töldum þeim þáttum, sem
Jón reynir að gera sem minnst úr),
að í starfsemi kommúnista og alræð-
isríkisins sovéska á Íslandi fólst
hætta fyrir herlaust smáríki og lýð-
ræðisskipulag Íslendinga? Mér sýn-
ist að ofangreind lýsing Jóns á rann-
sókn sinni taki af allan vafa um að
svo hafi verið, styðji menn á annað
borð stjórnskipulag landsins. Orð
hans sjálfs sanna að það var ekki að
ósekju að íslensk stjórnvöld létu tvo
til þrjá lögreglumenn reyna að fylgj-
ast með því, jafnframt ýmsum öðrum
störfum, hvað óvinir lýðræðisins
hefðu hér fyrir stafni á válegum tím-
um.
1 Jón Ólafsson: ,,Raunveruleiki hins ímyndaða,
Lesbók Morgunblaðsins 23. des. 2006. Kæru fé-
lagar. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920-
1960 (Rvík 1999), bls. 237.
2 ,,Í læri hjá Komintern, Ný saga 1997.
3 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls. 61-62.
4 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls. 63.
5 Sama rit, bls. 61.
6 Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á Ís-
landi (Rvík 1979), bls. 65-66. Einar Olgeirsson
,,Verkalýðsbylting á Íslandi, Réttur XX. 5. (15.
júlí 1935), bls. 124-126.
7 Sósíalistaflokkurinn. Stefna og starfshættir
(Rvík 1952), bls. 27-28.
8 Jón Ólafsson: Kæru félagar, bls. 79.
9 Morgunblaðið 14. febr. 1993.
Höfundur er prófessor í sagnfræði við
Háskóla Íslands.