Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 1
Hitler Myndin er sögð barnaleg, fá- ránleg, klúr, og grútleiðinleg. Þ ýsk skopmynd um Adolf Hitler var frum- sýnd um síðustu helgi í Þýskalandi við mikil viðbrögð og sum óvænt. Aðsóknin sló heitasta smellinum frá Hollywood um síðustu helgi við en dómar gagn- rýnenda voru hins vegar harðir og óvæntir að því leyti að fáir settu út á þá hugmynd að nota Hitler sem efni- við í skopmynd. Myndinni, sem heitir Sannarlega sannasti sannleikurinn um Adolf Hitler, eða Mein Führer – Die wirk- lich wahrste Wahrheit über Adolf Hitler, er fundið flest til foráttu í þýsku pressunni, hún er sögð barna- leg, fáránleg, klúr og grútleiðinleg. Myndin hefur verið borin saman við aðrar myndir um foringjann svokall- aða, svo sem Einræðisherrann eftir Chaplin og Að vera eða ekki eftir Ernst Lubitsch og þykir ekki koma vel út úr þeim samanburði en gagn- rýnanda Welt am Sontag þykir verst að Hitler er sýnd samúð í myndinni. Leikstjórinn, Dani Levy, þykir líka gera sig sekan um smekklausan aulahúmor í myndinni en hann er gyðingur eins og Chaplin og Lu- bitsch. Ein af ástæðunum fyrir slæmum viðtökum myndar Levys er þó þrátt fyrir allt talin vera eðli þýsks skop- skyns. Það sé lítil hefð fyrir því að skopast að landi og þjóð meðal Þjóð- verja og bannhelgi hvíli enn á Hitler, ekki síst þegar skopstælingar séu annars vegar. » 12 Hart deilt á skop- mynd um Hitler Þýsk fyndni ekki tilbúin fyrir foringjann Laugardagur 20. 1. 2007 81. árg. lesbók SÖGUHETJAN Í ROKLANDI EFTIR HALLGRÍM HELGASON HEFUR MARGA EIGINLEIKA ÍSLENDINGA » 11 Reuters Hugo Chavez Hvað er að gerast í Venesúela? Hver er þessi Chavez? Hvaðan kom hann? Hvert ætlar hann? Ferðasaga Maríu Kristjánsdóttur um Venesúela hefst í Lesbók í dag. » 4-5 S ú tíð er liðin að 10% þjóðarinnar komi á óp- erusýningar hér á landi. Nú velur Íslenska óperan verkefni sem höfða til fremur fárra og aðsóknin er eftir því, segir Árni Tómas Ragnarsson læknir í grein um stöðu óperul- istar á Íslandi. Árni Tómas rifjar upp þá tíma þegar meira en tuttugu þúsund manns sáu uppfærslur á mörgum af frægustu verkum óperusögunnar hér á landi. Hann segir að fáir hafi gert sér grein fyrir því að hér hafi aftur og aftur ver- ið sett heimsmet í óperuheiminum. Þá hafi reglan í Ís- lensku óperunni verið einföld: „Árlega voru settar upp tvær nýjar uppfærslur; um vor og haust, valin voru vin- sæl stykki og bestu söngvarar sem völ var á.“ Árið 2000 urðu skipti í forystu Íslensku óperunnar, segir Árni Tóm- as: „Ný stjórn og óperustjórar mörkuðu strax stefnuna með fyrstu uppfærslunni, sem var Lucretia svívirt eftir Benjamin Britten, en það er verk sem er sjaldan sett upp í óperuhúsum og hlýtur að jafnaði ekki mikla aðsókn.“ Af- leiðingarnar af þessari stefnubreytingu segir Árni Tómas vera minni aðsókn og versnandi hag Íslensku óperunnar. Til að bæta stöðu hennar segir hann einfaldast að hverfa aftur til fyrri stefnu sem löngum hafi gefist vel. Ís- lenskt samfélag sé ekki nægilega fjölmennt til að halda uppi óperustarfsemi með því að sýna aðallega fágæti. „Við eigum að sýna bæði Carmen og Rigoletto með okkar bestu söngvurum og líka Töfraflautuna og La boheme. Þessi meistaraverk og fleiri þola það að vera sýnd í Reykjavík á 5–10 ára fresti. Íslenskir söngvarar syngja í þessum vinsælu óperum úti um allan heim en fá ekki mörg tækifæri til að gera hið sama hér,“ segir Árni Tómas. » 3 Ópera fyrir fáa? Morgunblaðið/Jim Smart La boheme Íslenska óperan á að gera meira af því að sýna vinsæl verk eins og La boheme. Íslenska óperan á að hverfa til fyrri stefnu og sýna Carmen og Rigoletto Chuck Palahniuk: Um einmana sálir í úrkynjuðu samfélagi » 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.