Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 6
Eftir Þór Whitehead thorw@hi.is Í Lesbókinni 11. nóvember sl. færði ég rök fyrir því að í skrifum Jóns Ólafssonar um íslenska komm- únista og Sovétríkin hér í blaðinu og annars staðar viðhefði hann iðulega rangar fullyrðingar, skyti undan heimildum og rangtúlkaði aðrar með augljósum hætti til að bera blak af kommúnistahreyfingunni. Sam- tímis áteldi hann íslensk stjórnvöld fyrir að hafa gripið til varúðarráðstafana gegn komm- únistum og tveimur greinum sovésku leyni- þjónustunnar, sem hér störfuðu að njósnum og undirróðri í skjóli sovétsendiráðsins. Í verkum Jóns væri einnig að finna þvílíkar mótsagnir og þverstæður, að stundum virtust tveir Jónar með öndverðar skoðanir takast þar á. Jón stað- hæfði t.d. í Lesbókinni (sjá hér að neðan), að Sovétríkin hefðu afskrifað Ísland sem banda- rískt áhrifasvæði 1943, þó að hann hefði sjálfur lýst því í bókinni Kæru félagar, hvernig þetta stórveldi (sem hann vill ekki skilgreina sem al- ræðisríki) seildist hér síðar eftir áhrifum með hjálp íslenskra samherja sinna fram á sjöunda áratuginn. Þekki ég engin dæmi þess að fræði- maður hafi gengið svo langt í að reyna að hnekkja skrifum annars manns, að hann hafi ómerkt í því skyni meginniðurstöður í helsta rannsóknariti sjálfs sín. Sýnir það best í hvers konar ógöngur Jón hefur ratað í málsvörn sinni. Allt í plati Í svari, sem Jón birti við áðurnefndri Lesbók- argrein minni 18. nóv. sl., vék hann sér að mestu undan að svara megingagnrýni minni á skrif hans. Í staðinn reyndi hann að berja í brestina með endurtekningum og nýjum spuna, en lenti sem fyrr í mótsögn við sjálfan sig, svo sem ég mun rekja. Um sumt verður þó að fjalla á öðrum vettvangi, svo sem þá ranghugmynd að stofnun Sósíalistaflokksins hafi verið ein- hvers konar uppreisn íslenskra kommúnista gegn valdi Kominterns, alþjóðasambands kommúnista í Moskvu. Aðalinntakið í málsvörn Jóns er sem áður að líta beri á stefnuyfirlýsingar, málflutning og baráttu kommúnista fyrir byltingu á Íslandi sem markleysu eða ,,mælsku“ ætlaða m.a. ,,til að skapa stundaráhrif“. Jón segist hafa fært fram ,,rök“ fyrir þessari kenningu sinni, en svo er alls ekki. Í eina dæminu sem hann hefur nefnt um ,,ýkjutúlkun“ mína á ,,mælsku“, þ.e. líflátshótun Brynjólfs Bjarnasonar til stuðn- ingsmanna Nato-aðildar á Alþingi, skaut Jón undan aðalatriðinu í máli Brynjólfs, eins og ég hef lýst. Jón telur það barnaskap að samsinna ekki mælsku- og markleysukenningu hans. Sumir mundu ætla að það þyrfti speking með barns- hjarta til að fullyrða að hreyfing, sem stofnuð var gagngert og opinberlega í þeim tilgangi að taka völdin í landinu með ofbeldi undir erlendri stjórn, hefði hvorki unnið að því markmiði sínu eða ætlað sér að framkvæma það. En því miður bera vinnubrögð Jóns ekki vott um neinn barnaskap í þeim skilningi að meðtaka ekki vonsku heimsins. Kenning hans hæfir ekki fræðilegri umræðu, vegna þess að hún eft- irlætur Jóni að ógilda, eftir því sem hentar málsvörn hans, óteljandi og fullgildar heimildir um stefnu og starf stjórnmálahreyfingar í land- inu um hálfrar aldar skeið. Þetta er enn fárán- legra fyrir þá sök, að Kommúnistaflokkur Ís- lands var miklu skyldari alþjóðlegum og miðstýrðum söfnuðum ofsatrúarfólks, eins og þeir þekkjast nú á dögum, heldur en nokkrum íslenskum stjórnmálaflokki fyrr eða síðar. Byltingin var ófrávíkjanleg trúarsetning og köllun kommúnista en ekki stefnumið í venju- legum skilningi. Í þessari trúarsetningu krist- allaðist allt kenningarkerfi lærimeistara þeirra, vegna þess að byltingin ein átti að geta frelsað verklýðinn undan ofurvaldi auðvaldsins og fært honum sæluríkið stéttlausa. Það er því hjákát- legt að sjá Jón Ólafsson taka upp vörn fyrir hina sanntrúuðu á annarri öld og úrskurða að þetta hafi nú eiginlega allt verið í plati hjá þeim! Sú aðferð minnir óneitanlega á Holly- woodkvikmyndir um stjörnulögfræðinga, sem fullyrða í nauðvörn að skjólstæðingar þeirra hafi verið haldnir ,,stundarbrjálæði“, þegar þeir brutu lög. Ég tel það ekki þjóna neinum til- gangi að rökræða við Jón um það, hvort komm- únistar hafi í raun verið kommúnistar. Lág- markskrafa lesenda hlýtur hins vegar að vera sú, að hann geri þeim grein fyrir því, hvers vegna kommúnistar voru sífellt að geipa um valdatöku með ofbeldi, þegar þeir meintu ekk- ert með því, en fengu þó ekkert fylgi að ráði fyrr en þeir létu að mestu af þessum ,,mælsku- brögðum“ sínum. Með sama hætti og Jón úrskurðar komm- únista marklausa menn, sem sætt hafi óþarfa tortryggni og jafnvel glæpsamlegum ofsóknum íslenskra stjórnvalda, virðist hann telja að sov- éska leynilögreglan, KGB, og herleyniþjón- ustan, GRU, hafi mátt búa hér við álíka rang- læti. Þessar stofnanir hefðu átt að fá að leika lausum hala í landinu. Jón viðurkennir a.m.k. ekki að íslenska ríkið hafi haft neina raunveru- lega ástæðu til að verja öryggi sitt inn á við, enda segist hann í nýlegum ritdómi hafa spurt rússneskar leyniþjónustur um umsvif þeirra hér á fyrri tíð og fengið þau svör að engin ,,,,óeðlileg“ starfsemi hefði verið stunduð á veg- um þeirra á Íslandi!“ Kalda stríðið, þar sem vestrænt lýðræði tókst m.a. á við austrænt al- ræði, var líka að mati Jóns ,,ímyndað stríð“. Skiljanlegt er að Jón skuli komast að slíkri nið- urstöðu með því að hann hefur lýst því yfir að í Sovétríkjunum hafi ekki verið alræðisstjórn. En mundu nýfrjálsar þjóðir Mið- og Austur- Evrópu telja að kalda stríðið hefði verið sýnd- arveruleiki, þar sem engu máli skipti, hver hefði betur, Vesturlönd eða Sovétríkin? Svarið liggur í augum uppi, en um leið blasir það við, í hve veikum tengslum Jón Ólafsson sýnist vera við raunveruleikann, hvort sem hann heldur uppi vörnum fyrir íslenska kommúnista eða KGB-menn á Íslandi. Hann tekur jafnvel svo til orða að í kalda stríðinu hafi verið fyrir hendi ,,möguleiki stríðsátaka“, þegar staðreyndin er sú, að áratugum saman geisuðu styrjaldir, sem rekja mátti til átaka austurs og vesturs, millj- ónir manna féllu og hætta á heimsstyrjöld vofði hvað eftir annað yfir.1 Ofbeldi í orði og verki Í áðurnefndri svargrein sinni í Lesbók reynir Jón að styðja mælsku- og markleysiskenningu sína með því að íslenskir kommúnistar hafi að- eins blandast hér tvisvar sinnum inn í óeirðir, svo orð sé á gerandi: þ.e. í Gúttóslagnum 1932 (áður höfðu kommúnistar raunar ráðist tvisvar sinnum á meirihluta bæjarstjórnar í Gúttó og slasað lögreglumenn) og 30. mars 1949, þegar Alþingi varð fyrir árás. Þetta er enn eitt dæmi um það, hvernig Jón skýtur markvisst undan heimildum og afneitar staðreyndum. Í Þjóðmálagrein minni nefndi ég fjórtán mismunandi dæmi um óeirðir og átök, sem kommúnistar stóðu fyrir (þ. á m. ítrekaðan aðsúg að ráðherrum, þingmönnum og borg- arstjórum), án þess að hafa gert nokkra skipu- lega rannsókn á ofbeldi þeirra. Þessir menn voru óneitanlega sjálfum sér samkvæmir í orði og æði, þegar þeir réðust hér með grófu ofbeldi á lýðræðislegar stofnanir og einstaklinga. Um leið og Jón fullyrðir að átök, þar sem of- beldi var beitt, hafi verið ,,minni en víða annars staðar“, reynir hann að breiða yfir ábyrgð kommúnista og þátttöku í þessum átökum; þau hafi staðið á milli ,,verkalýðs og yfirvalda“ og ,,almennings og lögreglu“. Jón lítur komm- únista því sömu augum og þeir sjálfir, þ.e. að þeir hafi verið holdgervingar verkalýðsins og sjálfrar þjóðarinnar. Þá hafi enginn verið ,,drepinn í pólitískum átökum“ á Íslandi. Ég hygg að ofbeldi, sem íslenskir komm- únistar beittu, megi teljast verulegt miðað við það, sem gerðist annars staðar á Norð- urlöndum, sannarlega óvenjumikið sé litið á hlutfallslegan fjölda slasaðra lögreglumanna, og einstætt að því leyti, hvernig kommúnistar réðust þrisvar sinnum á bæjarstjórn höf- uðstaðar, tóku meirihluta hennar í gíslingu með morðhótunum og stóðu loks fyrir atlögu gegn sjálfu löggjafarþinginu. Að enginn skyldi missa lífið í þessum árásum er hvorki mælikvarði á umfang ofbeldisverka né ofsa þeirra, sem þau unnu. Hending ein réð því að barsmíðar ofbeld- ismanna og grjótkast skyldu valda mönnum ör- kuml fremur en dauða. Sjálfur forseti Alþingis slapp naumlega við banvæna grjótsendingu frá þeim 1949. Hernaðarnám án markmiðs? Í Lesbókargrein minni benti ég á að Jón Ólafs- son væri orðinn margsaga um hernaðarnám í leyniskólum Kominterns og gæti ekki snúið sig út úr því með því að afgreiða skotæfingarnar sem sovéskan barnalærdóm óháðan bylting- arnáminu. Í svari sínu minnist Jón ekki lengur á barnalærdóminn, en afneitar þó enn þessum hluta byltingarnámsins: Þýðir þetta að Andrés [íslenskur byltingarnemi, sem nefndi hernaðarnámið í dagbók sinni] hafi fengið þjálfun sem miðaði að því að hann gæti tekið þátt í vopnuðum sveitum kommúnista eins og Þór virðist halda? Heldur Þór að almenn skotþjálfun, sem gera má ráð fyrir að allir nemendur flokksskólanna hafi fengið, segi eitthvað um eðli námsins . . . . Ég sé ekki að hún geri það . . . nám hans í Moskvu [var] fyrst og fremst hugmyndafræðilegt. . . . Hún [dagbókin, eins og raunar tvær aðrar heimildir] segir okkur ekkert um það hlutverk sem nemendunum var ætlað eftir að námi þeirra lauk. Þetta er einkennileg röksemdafærsla. Ef það var svo, að allir nemendur leyniskólanna voru látnir stunda skotæfingar (og raunar einnig hernaðarlist), hljóta æfingarnar að hafa talist nauðsynlegur hluti af skólanáminu. Jón Ólafsson fær þessu ekki breytt með því að benda á að til hafi verið sérstakir herskólar kommúnista og hugmyndafræði hafi verið aðal- námsgrein leyniskólanna. Skotæfingar og hernaðarlist voru hinar hagnýtu hliðar hug- myndafræðinámsins og segja ljóslega sína sögu um eðli námsins í heild og væntanlegt hlutverk brautskráðra nemenda. Námið þjónaði að sjálf- sögðu allt einum og sama tilganginum: Að búa menn undir það lokatakmark Kominterns og kommúnistaflokkanna að taka völdin af ,,auð- valdinu“ með byltingu og vera trúir sovétvald- inu, sem þá var tilbeðið í mynd leiðtogans mikla, Jósefs Stalíns. Á þeim árum, þegar Jón þagði yfir skotæfingunum í ritverkum sínum, kallaði hann það ,,hugsunarvillu“ að íslenskir kommúnistar hefðu hlotið slíka hagnýta bylt- ingarþjálfun.2 Hugsunarvillan felst hins vegar bersýnilega í því að fullyrða að Komintern, ,,herráð heimsbyltingarinnar“, hafi kvatt menn til strangleynilegs náms í Moskvu til að þjálfa þá í félagsstörfum innan reglna lýðræð- isskipulagsins, sem kommúnistar sögðust op- inberlega ætla að steypa með valdi. Þar að auki þarf að hafa í huga að þrír íslenskir komm- únistar hlutu fulla herþjálfun í Alþjóða- herdeildinni, sem þátt tók í borgarastríðinu á Spáni, en Komintern ætlaði henni að vera kjarni byltingarliðs í vestrænum komm- únistaflokkum. Var byltingarsveitin draumur? Jón Ólafsson reynir enn að neita því að Komm- únistaflokkurinn hafi komið sér upp vopnaðri byltingarsveit, þó að hún hafi þrammað um göt- ur Reykjavíkur einkennisbúin með barefli og sagst vera eftirmynd af Rauða her þýska ,,bræðraflokksins“ og heita Varnarlið verka- lýðsins. Forveri þessarar sveitar var leynilegt ,,byltinga bardagalið“ undir forystu Jafets Ott- óssonar, sem hafði hrakist úr skóla Kominterns vegna pólitísks þroskaleysis, en hafði þó greini- lega lært þar eitthvað, sem gerði hann öðrum færari að stjórna bardagaliði að mati flokksfor- ystunnar. Í Lesbókinni rangtúlkar Jón aftur heimildina um stofnun liðsins og þróun þess: Eitt af því sem virðist hafa verið tekið til marks um það sem nefnt var ,,pólitískt þroskaleysi“ Jafets, var sú hugmynd hans að kommúnistar ættu að stofna vopnaðar sveitir. Að þessu vann hann eftir að hann kom heim, Íslendingum í Moskvu til mikillar skap- raunar þar sem þeir töldu aðgerðir af því tagi ekki þjóna málstaðnum hér heima. Þessi afstaða þeirra stafaði ekki af því að þeir höfnuðu ofbeldi, heldur af hinu að þeir eins og langflestir íslenskir komm- únistar, töldu að á Íslandi væru friðsamlegar aðgerð- ir og þátttaka í pólitík vænlegri til árangurs heldur en ofbeldisaðgerðir og því kölluðu þeir hugmyndir Jafets ,,sport radikalismus“. . . . Hér verður aftur að vitna til frumheimildar, svo að lesendur geti séð, hvernig Jón Ólafsson afbakar hana. Heimildin er bréf frá bylting- arnemum í Moskvu, sem skrifuðu Komm- únistaflokknum íslenska líklega í umboði Kom- interns: Í fyrsta lagi er maðurinn sem stendur fyrir þessum félagsskap óhæfur til þess. . . . Í öðru lagi er þetta fé- lag eins og það er í pottinn búið fyrirfram dæmt til dauða og tilvera þess getur aðeins orðið til skaða fyrir flokkinn. Markmið félagsins er að gera félagana hæfari í hinni teknisku baráttu [svo sem skotfimi og bardögum], íþróttum &c. Hvers vegna er þá ekki slíkt Af ávöxtunum skulið Svar til Jóns Ólafssonar » Orð hans sjálfs (Jóns Ólafssonar) sanna að það var ekki að ósekju að íslensk stjórnvöld létu tvo til þrjá lögreglumenn reyna að fylgjast með því, jafnframt ýmsum öðrum störfum, hvað óvinir lýðræðisins hefðu hér fyrir stafni á válegum tímum. 6 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.