Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Maríu Kristjánsdóttur
majak@simnet.is
L
engi hef ég haft heimþrá eftir
landinu Venesúela og vaknaði
fyrst í öðrum fjarska fyrir
löngu. Þar var rödd sem and-
spænis blómum kirsuberjatrjáa
varð full saknaðar eftir dimm-
um rökum skógi og ávöxtum, blómum, fiðrildum
og fuglum hans skærum að lit.
Nú sit ég á stórri verönd snemma morguns
og hlusta enn, en í þetta sinni á skóginn sjálfan.
Froskar kvaka, skorkvikindi tísta og sarga eins-
og ragmagnssagir, spörfuglar syngja og gaukar
gala. Af og til heyrist dynkur þegar ávöxtur
mangótrésins fellur til jarðar. Það er heitt, það
er rakt og ég er ekki að bíða eftir neinu.
Saga frá Afríku: Tveir Evrópumenn aka eftir vegi. Ann-
ar búsettur í landinu, hinn nýkominn. Þeir fara þar hjá
sem maður situr undir tré og tyggur strá. Skömmu
síðar aka þeir fram á annan mann sem einnig situr
undir tré og horfir út í bláinn. Hvað er þetta, segir þá
hinn nýkomni, vinnur þetta fólk ekki neitt? Jú, svarar
íbúinn. Þeir eru að vinna. Vinna? Já, þeir eru að búa
til tíma.
Hvar er veröndin? Í útjaðri hitabeltisskógar,
í hverfi í útjaðri borgarinnar Barcelona, sem
jafnan er nefnd í sömu andrá og hafnarborgin
Porto La Cruz sem er samtengd þeirri fyrr-
nefndu og stendur við Karíbahafið.
Mikið hefur sennilega verið búið til af tíma
þegar Arawak-indíánar og Karíbaindíanar undu
hér öldum saman ásamt ákveðnum flökkuætt-
bálkum veiðimanna og sjómanna.
„Aldrei hef ég séð slíkan yndisþokka.“ Hver
sagði það? Kólumbus sem sigldi hér um árið
1498. En það var Amerigo Vespucci, ítalskur
kortagerðarmaður, sem Ameríkurnar báðar
heita reyndar í höfuðið á, sem sigldi ásamt fleir-
um þessa sömu leið ári síðar, tók land á eyju við
Paraguaná-skagann og kallaði hana Venesúela
eða litlu Feneyjar vegna húsa innfæddra sem
byggð voru á stólpum út í vatnið. Nafnið festist
við og náði brátt til alls landsins. Litlu-
Feneyjar:
912.000 ferkílómetrar að stærð eða níu sinnum
stærra en Ísland. Strandlengjan við Karabíska hafið í
norðri er 2.816 kílómetrar. Í suðri liggur það að Bras-
ilíu, og í vestur og suðvestur að Kólumbíu og í austri
að Gvæjana. Landinu tilheyra einnig eyjurnar Isla
Margarita, Tortuga og fleiri smáeyjar í Karabíska haf-
inu. Fjögur meginlandsvæði eru: Karabíska ströndin,
slétturnar, fjalllendi, regnskógurinn.
Íbúar: 26 milljónir.
Lítið er það ekki og víða illt yfirferðar en
Spánverjar lögðu það samt undir sig á sextándu
öld með hjálp þýskra ævintýramanna í þjónustu
þýskra banka. Innfæddir reyndust ekki góðir til
brúks á kakóökrunum og hrundu niður eða
flýðu til fjalla. Þá voru fluttir inn þrælar í
hlekkjum, yfir hálfan hnöttinn, „þaðan sem
vindurinn blæs“, frá Afríku.
Hér ættu að koma inn trommur. Þessar stóru
sem menn sitja klofvega á. Söngur.
Þrælarnir sem reyndust þolgóðir, stritgóðir
fengu frí þrjá daga á ári í júní til að fagna,
dansa, dufla og syngja. Þrjá daga.
Spánverjarnir áttu tímann og með tímanum
blönduðust saman maracas, fiðla eða gítar og
mina, cumaco, burro cinca og tambora; Anda-
lúsía, márar, indíánar, Kongó og úr varð tónlist-
in: Jorobo, golpe, merengue, calypso … og með
tímanum blönduðust líka ólíkir kynþættir og úr
urðu mestísar (hvítir/indíánar) sem eru stærsti
hluti þjóðarinnar og múlattar (hvítir/ svert-
ingjar), en hvítu nýlenduherrarnir, kreólarnir,
héldu áfram að ríkja og kúga og senda kakó,
kaffi, gull og demanta frá þessu gósenlandi
heim til Evrópu.
En svo 1821 kom Simon Bólivar, El Liberta-
dor, ríðandi á hvítum hesti. Fæddur í Vene-
súela, en kynntist í Frakklandi frelsishug-
myndum byltingarinnar, og í norðurhluta
álfunnar þar sem nú heitir Bólivía, Kólumbía,
Ekvador, Perú, Panama og Venesúela hristu
menn af sér aldagamla nauð nýlenduherranna
og reistu sjálfstæða ríkið Stóru-Kólumbíu.
Símon Bólivar
Hann er alls staðar. Í hverju þorpi sem þú kem-
ur til og hversu aumt sem það er þá er þar að
finna lítið torg, kannski með fáeinum bekkjum
raðað í hálfhring í millum blómabeða, og þú sest
á einn þeirra og horfist í augu við brjóstmynd af
þessum nefstóra manni og oftast líka félaga
hans Sucre og Miranda, fyrsta sjálfstæð-
isleiðtoganum; þú sérð myndir af Bólivar ríð-
andi á hestbaki á óteljandi veggjum borga og
bæja málaðar af mismunandi leikni af veggja-
kroturum; þú ferðast langt inn í landið, savönn-
una miklu, til Canaima og á bát gegnum skóg-
inn eftir breiðu, lygnu fljóti sem er gljáandi
kolbikasvart einsog blek … og elstu bergmynd-
anir í heimi, Taipuifjöllin, rísa þverhnípt í 3.000
metra hæð og allri sinni tign fyrir augum þér og
þá hrópar ræðarinn allt í einu: Þarna, þarna er
Bólivar og svo sannarlega er hann þarna efst á
fjallinu eða prófíllinn á honum höggvinn í stein-
inn; hvern dag handfjallar þú líka Bólivar því
eftir honum heitir myntin í landinu og ekki bara
myntin heldur líka landið frá því Hugo Chavez
og fylgismenn hans komu til valda: Bólivar-
lýðveldið Venesúela.
Af hverju elska Venesúelabúar styttur? Hér
eru ekki aðeins útum allt styttur af foringjum
sjálfstæðisbaráttunnar, kaþólskum dýrlingum
og skáldum, hér er líka hægt að finna styttu af
þýska fræðimanninnum Alexander von Hum-
boldt, Charlie Chaplin og Ibn Chaldun, arab-
íska sagnfræðingnum sem samdi fyrstu mann-
kynssöguna. En hef ég séð styttu af Hugo
Chavez? Nei, hins vegar myndir af honum mál-
aðar á veggi, auglýsingaspjöld á börum eða við
vegi þarsem hann er að leika hafnabolta, halda
ræður eða bara brosir, brosir og óteljandi slag-
orð með nafni hans á borðum, veggjum og flík-
um manna. Og einu sinni í viku má sjá hann tala
Í afmæli fjarstaddrar
Reuters
Bólivar lýðveldið Venezúela Landið hefur heitið þessu nafni frá því Chavez komst til valda 1998. Hér flytur Chavez kosningaræðu í nóvember
síðastliðnum með mynd af Bólivar á bak við sig en hann er helsta fyrirmynd Chavezar.
Venesúela hefur verið mikið í fréttum und-
anfarna mánuði. Hugo Chavez var endur-
kjörinn forseti landsins í desember og sór
embættiseið fyrr í mánuðinum með hægri
hönd á lofti og hrópaði „sósíalisma eða
dauða!“ og minnti þannig á slagorð sem Fidel
Castro á Kúbu hefur notað. Í þremur grein-
um verður fjallað um þetta land, menningu
þess, pólitík, fjölmiðla og fleira en grein-
arhöfundur heimsótti það fyrir skömmu á af-
mælisári Ritu Valdivía, skálds og bylting-
arhetju.