Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. 4. 2007 81. árg. lesbók CANNES NÁLGAST KVIKMYNDAHEIMURINN BÍÐUR MEÐ ÖNDINA Í HÁLSINUM EFTIR VEISLUNNI MIKLU >> 6 Ef það á að fara að spila eitthvað nauið hér þá er ég farinn » 4-5 É g hef nú starfað í hinu og þessu í gegnum dagana, borið út póst í nokkur ár og verið í ræst- ingum í Reykjavík og bjó þar í fjölda ára. Síðan hef ég þvælst hingað vestur og verið hérna ráðskona á búinu í 22 ár, sem er nú orðið ansi lítið og vesælt. En ef við erum að tala um veður, þá hefur það nú snert mig afskaplega mik- ið, líklega einna mest þeg- ar maður var að bera út póst því að þá vaknaði maður upp við það á hverj- um morgni að maður þurfti að fara út í það veður sem var. Það komu á þessum árum bara 1 eða 2 dagar – árin voru 4 – sem við fórum ekki út og eitt af því var það sem kallað var þakskaga- V E Ð R IÐ V IT N A R U M Þ IG  3 Skáldsagan Skíðaferðin eftir Emm-anuel Carrère fjallar um lítinndreng, Nicolas, sem í fyrstu virðistplagaður af ástæðulausum ótta. Hann hefur gríðarlega fjörugt ímyndunarafl og sögur um fólk sem rænir börnum og líf- færum úr mönnum gera hann varann um sig. Hann virðist hafa fyrirvara á öllum sem hann umgengst, jafnvel föður sínum sem virðist þó vilja ofvernda hann. Í skíðaferðalagi með skólanum sínum taka hugarórar Nicolasar hins vegar á sig raunverulega mynd þegar dreng er rænt í nágrenninu. Fyrstu viðbrögð Nicolasar eru að breiða yfir óttann sem sækir nú að honum meira en nokkru sinni en smám- saman áttar hann sig á því að ógnin sem hann hafði borið innan í sér allan tímann var raun- veruleg. Þessi stutta skáldsaga, sem er nú komin út í ís- lenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar, er satt að segja mögnuð lesning. Carrère hefur ógnarlegt vald á frá- sögninni sem leiðir hið sanna í ljós smátt og smátt. Kvíðinn liggur und- ir niðri í textanum, oft án þess að hann sé beinlínis orðaður. Margir muna sjálfsagt eftir skáldsögunni Óvininum eftir Carrère sem kom út fyrir tveimur árum í þýðingu Sigurðar. Þar var sagt frá manni sem hafði lifað í blekkingu nánast allt sitt líf, þóst vera læknir og tekist að blekkja fjölskyldu sína og vini í áratugi. Hér er annars konar blekking til umfjöllunar. Það kemur nefnilega í ljós að undirrót ógn- arinnar er ekki síst sjálfsblekking fjölskyldu Nicolasar. Skíðaferðin er ein af sex bókum sem JPV gefur út um þessar mundir í kilju. Þetta eru allt þýddar skáldsögur og frumútgefnar í kilju en áður hefur kiljuútgáfa nánast ein- göngu verið bundin við áður útgefnar inn- bundnar bækur. Að sögn útgefanda er þetta tilraun til þess að bregðast við umkvörtunum um að útgáfa nýrra bóka einskorðist um of við jólin. Vonandi tekst tilraunin. Mögnuð lesning MENNINGARVITINN Þröstur Helgason Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Morgunblaðið/KGA Kurt Vonnegut „Hver sá sem gluggaði í bók eftir Vonnegut hefur misst góðan vin,“ segir Jónas Knútsson í grein um Vonnegut í Lesbók í dag. Myndin var tekinn af skáldinu á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 1987. » 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.