Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 5
Reyndar man ég ekki einu sinni eftir þessum síðustu mínútum né heldur hvernig ég fór að því að keyra heim eftir sýninguna. Næsta dag gat ég ekki hreyft mig. Aðstoðarmaður Balanchine átti skutbíl og mér var rennt inn um aft- urhlerann og keyrður á Roosevelt- spítalann. Þar var ég settur í teygju- vél og læknirinn, sem skoðaði mig, fullyrti að ég myndi aldrei dansa framar. Þá kom upp í mér íslenska þrjóskan og ég sagði við hann að ég skyldi sanna að hann hefði rangt fyr- ir sér. Þetta var í janúar 1976. Tíu dögum seinna gekk ég út af spítalanum og heilsaði upp á vinnufélagana þá um kvöldið. Næstu þrjár vikur var ég í teygjuvél heima en í júlímánuði var ég aftur kominn á sviðið og dansaði í 9 ár eftir það. En mér var alltaf illt í bakinu þegar ég dansaði og stundum finn ég til þegar ég gleymi mér við að kenna. Það er sem sagt sannað mál að ís- lenska þrjóskan hafði betur og lækn- irinn hafði rangt fyrir sér.“ Að vera Íslendingur „Ég fæ ekki oft tækifæri til að tala ís- lensku. Enskan er allsráðandi en ég reyni að hringja sem oftast heim og spjalla. Ég er stoltur af því að vera Íslendingur og ég er alltaf að segja kollegum mínum hér hvað Ísland sé sérstakt. Ég spyr þá hvort þeir viti um 300.000 manna samfélag eða borg í Bandaríkjunum sem sé með eigin sinfóníu, óperu, dansflokk, mörg leik- hús, fyrsta flokks rithöfunda og list- málara, skákmeistara. Þessi stutta upptalning sýnir hvað við Íslend- ingar erum merkileg þjóð og hvað við höfum náð langt. Helgi sýnir mér litprentað antik Íslandskort í ramma uppi á vegg. Landvættir og sæskrímsli verja land og strönd fyrir ósýnilegum óvinum. Við leitum saman að útgáfuárinu og finnum það; 1585 Anno Domini. Sem er um svipað leyti og Don Quixote var fyrst gefinn út á Spáni, þ.e. bókin sem samnefndur ballett er byggður á. Ég missi út úr mér við Helga að ég hafi aldrei á ævinni séð ballett. Kann samt ekki við að viðurkenna að ég hafi reyndar ekki mikinn áhuga. Vil ekki virka ódannaður ofan á þekking- arleysið. „Hvað segirðu, hefurðu aldrei séð ballet? Þetta er ekki hægt, maður. Þú verður að sjá Don Quixote.“ Helgi grípur símann og hringir í Reginu. „Geturðu bjargað miða fyrir Jón? Hann hefur aldrei séð ballett.“ Meðan Helgi er í símanum verður mér litið á völustein á skrifborðinu hans með áletruninni: „Nothing is written in stone“ og þrátt fyrir að löngu sé uppselt á sýninguna þá tekst Reginu að töfra fram miða. Talið berst að Íslandsferð og Listahátíð í Reykjavík. „Ég var beð- inn um að koma með flokkinn til Ís- lands í sumar og að verkefnaskráin yrði eingöngu verk eftir mig. Það gladdi mig mikið að vera beðinn um það og mér finnst það mikil viður- kenning. Yfirleitt blanda ég verkum saman og hef kannski eitt og eitt eftir sjálfan mig með. Þetta er í fyrsta skipti sem ég set saman dagskrá með eingöngu mínum verkum.“ Þó ég sé enginn sérfræðingur um ballett þá vissi ég að það er mjög sjaldgæft að dansarar nái árangri sem danshöfundar og jafnframt sem listrænir stjórnendur. Það er svipað og með leikara sem bæði skrifa og leikstýra. En Helgi er einn af fáum dönsurum sem hafa bæði gerst dans- höfundar og stjórnað listdansflokk og farist allt þrennt einstaklega vel úr hendi. Tomasson 2005 Hvað um álagið sem fylgir því að reka ballettflokk, kenna ballett, semja ballett og velja ballettverk fyr- ir áhorfendur sem gera miklar kröfur og eiga stundum til að vera miskunn- arlausir gagnrýnendur? „Já, þetta er mikið streitustarf en ég nýt mín vel undir álagi. Kannski fylgir það þess- um eiginleika mínum að vilja taka áhættu. Þetta gengur vel og ég ætla að halda áfram að reka ballettinn með sama hætti. Ég plana aldrei langt fram í tímann. Maður tekur ákvarðanir út frá ástríðu og ball- ettflokkur þarf ástríðu til að njóta sín. Dansarar þurfa ástríðu. Dansfer- illinn er svo stuttur að það er um að gera að fá sem mest út úr hverju augnabliki.“ Helgi tekur sér sjaldan frí þannig að það er lítill tími til tómstunda. Reyndar á hann sér tvær ástríður fyrir utan dansinn: „Við hjónin keyptum okkur hús í Napa-dalnum fyrir nokkrum árum og þar var smá vínviðarskiki sem fylgdi. Ég byrjaði að framleiða vín sem hobbí og bauð gestum og er núna að undirbúa Tom- asson 2005 framleiðsluna. Þetta er Cabernet Sauvignon á tunnum og ég set það á flöskur í sumar. Svo finnst mér gaman að veiða en ég hef ekki haft tækifæri til þess lengi. Stundum komst ég í laxveiði á Íslandi hér áður fyrr en það er orðið langt síðan síðast af því ég kemst svo sjaldan heim á sumrin.“ Að velja listina sem lifibrauð Helgi ver miklu af tíma sínum í að kenna dans og þjálfa. „Besta ráð sem ég get gefið þeim sem vilja dansa er að missa ekki sjónar á draumnum. Það er gífurleg samkeppni úti í hin- um stóra heimi og kannski nærðu ekki eins langt og þú vildir. En ef þú hefur ástríðuna þá hefurðu mögu- leika. Það er betra að reyna en að reyna ekki. Ef þú leggur þig fram og gerir þitt besta þá ertu kannski á réttum stað á réttum tíma. Það er ekki alltaf undir þér komið hvort þú kemst áfram eða ekki. En þú kemst ekkert áfram nema þú reynir. Foreldrar barna sem vilja spreyta sig á þessari listgrein verða að gefa barninu réttan grundvöll til að byggja á. Finna rétta skólann og velja réttan kennara. Ég naut þess að hafa Bidsted-hjónin sem voru þekkt fyrir að byggja upp góða karldans- ara. Þegar ég kom til Bandaríkjanna þá uppgötvaði ég hvað ég hafði hlotið gott veganesti frá þeim. Ég var hálft í hvoru feginn að synir mínir höfðu ekki áhuga á að gerast dansarar. Kristinn er bifreiðahönn- uður og Erik er lærður kvikmynda- tökumaður. Erik byrjaði fyrir til- viljun að taka ljósmyndir af dönsur- unum þegar hann kom að heilsa upp á mig í vinnunni. Þetta voru það góð- ar myndir að dansflokkurinn réð hann til að mynda allt okkar kynn- ingarefni sem hefur breyst mikið frá því sem áður var.“ Don Quixote Það eru liðnir tveir tímar og Helgi er að verða of seinn á fund. Við göngum yfir Franklin Street og meðfram garðinum við óperuhúsið þar sem leikmunavörður ballettflokksins leið- ir Rosinante og mórauða asnann að sviðsinnganginum. „Já, þeir eru fal- legir reiðskjótarnir okkar,“ segir Helgi og hlær. Við kveðjumst og Helgi keyrir út í umferð San Francisco-borgar. Ég geng í humátt á eftir Rosinante í átt að miðasölu óperuhússins. Svei mér, þá ef ég er ekki farinn að hlakka til að sjá ballettinn. Í lok sýningarinnar kemur kona með pakka og í pakkanum er rauð- vínsflaska; Tomasson Cabernet Sau- vignon, 2004. Á miðanum er prentuð tilvitnun frá víngerðarmanninum sjálfum: „Life is a dance.“ Lífið er dans. Ljósmynd/Erik Tomasson » Besta ráð sem ég get gefið þeim sem vilja dansa er að missa ekki sjónar á draumnum. Það er gíf- urleg samkeppni úti í hinum stóra heimi og kannski nærðu ekki eins langt og þú vildir. En ef þú hefur ástríðuna þá hefurðu möguleika. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles. Tschaikovsky-stef eftir Bidsted var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1958. Á annarri myndinni eru með Helga Anna Guðný og Sveinbjörg Kristþórsdóttir sem síðar tók um listamnnsnafnið Alexanders. Á sviðinu í Tívolí á sjötta áratugnum. Við nám í New York 1958.  8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.