Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 7 lesbók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Bandaríska sveitin Okkervil Ri-ver, sem gaf út hina stórkost- legu Black Sheep Boy fyrir tveimur árum, snýr aftur í ágúst næstkom- andi með nýja breiðskífu sem kallast mun The Stage Names. Það er gæðaútgáfan Jagjaguwar sem gefur út plötuna sem verður níu laga. Leiðtogi sveitarinnar, Will Sheff, tengist út- gáfunni nokkuð sterkum böndum en hann bjó um hríð í Bloom- ington, Indiana, þar sem útgáfan er og samdi þar Black Sheep Boy í einslags tilvisarkreppu. Nýja platan var hins vegar tekin upp í Austin, sem er heimabær Okkervil River, og það var Brian Beattie sem sneri tökkum sem fyrr en Jim Eno úr Spo- on hljóðblandaði. Ég verð bara að segja það: Þetta verður eitthvað svakalegt!    Richard Lloyd, gítarleikari Te-levision, er hættur í hljómsveit- inni og ætlar að gefa út nýja sóló- plötu í haust. Lloyd sparar ekki stóru orðin og segir plötuna jafn- sterka og Marquee Moon, meist- araverk Television frá 1977, Axis: Bold as Love eftir Jimi Hendrix og Horses eftir Patti Smith. Hann við- urkennir þó að það kunni að vera að hann sé „of sjálfsöruggur“. Lloyd mun leika sína síðustu tón- leika með Television hinn 16. júní í Central Park, New York. Hann og sveit hans, The Sufi Monkeys, ætla svo að kynna plötuna í sumar ásamt því að leika lög af plötu Lloyd frá 1985, Field of Fire, sem hefur nú verið endurútgefin sem tveggja diska sett. Á tónleikaferðalaginu munu Lloyd og félagar einnig troða upp undir heitinu Jaime Neverts og þá eingöngu leika lög eftir áð- urnefndan Jimi Hendrix!? Ástæða þess að Lloyd er að hætta í Television er einfaldlega sú að hann hyggst einbeita sér að eigin ferli. En hann hefur engu að síður nokk athyglisverða sögu að segja um brotthvarfið: „Ég sór þess dýran eið árið 1973 að ég myndi verða ósýnilegur í Te- levision svo að Tom Verlaine gæti leitt bandið í friði. Ég hef staðið við það, en nýja platan mín er bara of góð til að ég sinni henni ekki vel.“    Lisa Gerrard,sem eitt sinn var annar helm- ingurinn í go- tadúettnum Dead Can Dance, var að gefa út nýja sólóplötu, sína fyrstu í heil ellefu ár. Kallast hún The Silver Tree og kom nýverið út á föstu formi en var gefin út á stafrænu í gegnum iT- unes í fyrra (og kom reyndar út í Ástralíu á föstu formi í nóvember það ár, en Gerrard er áströlsk). Ekki það að Gerrard hafi setið aðgerða- laus í öll þessi ár, vinna við kvik- myndatónlist (þar á meðal The Gla- diator og Whalerider) og ýmis samstarfsverkefni hafa haldið henni upptekinni. Síðasta „alvöru“ sóló- plata Gerrards var The Mirror Pool frá 1995. Annars er Dead Can Dance endanlega „dauð“, hún og Brendan Perry, fyrrum eiginmaður hennar, talast ekki við lengur. TÓNLIST Will Sheff Television Lisa Gerrard Eftir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Ég man þá tíð er fregnir og myndirbárust af því að ungar stúlkur vest-ur í Bandaríkjunum rifu æstar hársitt og görguðu í sturlaðri aðdáun á hljómsveit einni sem komin var yfir Atlantsála frá Englandi til að freista gæfunnar. Þar sem ég var ekki fæddur þegar John, Paul, George og Ringo léku þennan leik get ég tæpast verið að tala um þá. Svo er heldur ekki. Ég er að tala um Dave, Martin, Alan og Andrew. Ég er að tala um Depeche Mode. Depeche Mode stóð á hátindi ferilsins árið 1990. Fjórmenningarnir frá Basildon voru heimsfrægir fyrir, og hafa haldið velli og rúm- lega það síðan, en vinsældir þeirra náðu þarna hápunkti. Mestu munaði þar um Bandaríkin. Sá vænlegi plötusölumarkaður, sem lengi hafði þráast við að hlusta á „elektróníska“ músík og hafnaði þar af leiðandi sveitinni alfarið þegar hún hafði spilað þar nokkrum árum áður, tók nú Depeche Mode opnum örmum. Sveitin fyllti leikvang eftir leikvang – þar á meðal Rose Bowl í Pasadena í Kaliforníu en hann tekur 70.000 manns og því ekki á allra færi að spila fyrir fullu húsi á þeim bæ – á tónleikum sínum í aðdragandanum að Violator. Fyrsta smáskíf- an af plötunni, Personal Jesus, varð á skömm- um tíma mest selda smáskífa í sögu útgáfunnar Warner Bros. Violator kom svo út síðla febrúarmánaðar árið 1990 og eftirvæntingin var gríðarleg, hérlendis sem erlendis. Undirrit- aður beið ásamt talsverðum hópi fólks í versl- un Japis í Brautarholti eftir því að fyrstu ein- tökin af plötunni yrðu tekin upp úr kössunum og gekk vel að klófesta eintak, þrátt fyrir þó nokkra örtröð í búðinni. Það fór hins vegar á talsvert annan veg við svipaðar aðstæður í Los Angeles, en þar hugðust þeir Dave Gahan, Martin Gore, Alan Wilder og Andrew Fletcher árita plötuna fyrir áhugasama. Áhugasamir reyndust hins vegar heldur fleiri en gert var ráð fyrir og fyrr en varði stóðu tíu þúsund manns í röð, bíðandi eftir að fá að berja goðin augum. Fljótlega fór að bera á troðningi og til- fallandi yfirliðum þeirra sem í röðinni stóðu og pirraður mannfjöldinn umbreyttist fljótlega í æstan múg. Hefðbundin löggæsla fékk ekki við neitt ráðið og óeirðalögregla varð að bjarga sveitarmeðlimum í brynvarðan bíl meðan lög- regluþyrlur sveimuðu yfir. Betri auglýsingu gat Violator ekki fengið. Skemmst er frá því að segja að skífan stóðst fyllilega undir væntingum og er af flestum tal- in helsta platan sveitarinnar, þótt hörðustu aðdáendur DM hampi gjarnan Black Celebra- tion frá 1986 sem uppáhaldinu. Lögin á Viola- tor eru níu talsins og eins og jafnan er háttur Martins Gore, lagahöfundar sveitarinnar, eru þau öll samin í moll nema eitt, Blue Dress. Sem fyrr eru yrkisefni hans eymd, þráhyggja og önnur óáran af völdum ástarinnar, auk þess sem Waiting For The Night, Enjoy The Si- lence og Policy Of Truth mynda samliggjandi þríleik um eiturtungur annarra og óskina að fá að vera í friði og ró. Hvort nýtilkomnum vin- sældum í Bandaríkjunum er um að kenna / þakka skal ósagt látið en gítarinn er hér skyndilega orðinn talsvert áberandi hljóðfæri sem var nýlunda hjá hljóðgervlasveitinni De- peche Mode. Smáskífulögin þrjú, Personal Jes- us, Enjoy The Silence og Policy Of Truth ásamt fyrrnefndu Blue Dress eru öll sterklega gítarskotin á meðan hin fimm halda sig að mestu innan landhelgi hljómborðanna. Hvað sem því líður reyndist hinn sérstaki hljómur Depeche Mode öllum að skapi á þessum tíma- punkti og Violator er mest selda plata hljóm- sveitarinnar fyrr og síðar. Hljómborðin á hátindinum POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com H in kanadíska Leslie Feist styðst við síðara nafnið þegar hún gef- ur tónlist sína út. Það var því Feist sem sendi þriðju sólóskífu sína frá sér fyrir skemmstu og ber hún nafnið The Reminder. Síðasta plata, Let it Die, vakti nokkra athygli, en það fór afskaplega lítið fyrir fyrstu plötu Feist sem út kom árið 1999. Sú plata kom út í kjölfar heilmikilla tónleikaferðalaga þvers og kruss um Kanada með pönksveitinni Placebo (sem er hins vegar alls óskyld breskri popprokksveit sama nafns). Þrátt fyrir sífelld ferðalög og að hafa gerst svo fræg að hita upp fyrir The Ramones lét heimsfrægð Placebo á sér standa og sama máli gilti um rödd Feist. Eftir hálfan áratug af rokk- öskrum sögðu einhverjir læknar henni að hún myndi líklegast aldrei geta sungið aftur. Sem bet- ur fer voru aðrir og bjartsýnni doktorar í stór- borginni Toronto sem stöppuðu í hana stálinu. Feist fluttist þangað og gerði tilraunir til að semja lög með gítar til að hlífa röddinni. Þessar tilraunir skiluðu sér á fyrrnefndri frum- raun Feist, Monarch (Lay Down Your Jeweled Head), sem hún gaf út sjálf. Á sama tíma var hún farin að leika á gítar um allt land með hljómsveit- inni By Divine Righs, og stuttu síðar var hún komin á tónleikaferðalag með herbergisfélaga sínum Merrill Nisker – betur þekktri sem Peac- hes. Umheimurinn tók fyrst eftir Feist svo ein- hverju nam þegar hún gekk í hljómsveitina Bro- ken Social Scene. Hún söng í nokkrum lögum plötunnar You Forgot it in People (2002), og eftir að platan sú heillaði hlustendur og gagnrýnendur tóku við heilmikil tónleikaferðalög. Milljón manns á dag Málsgreininni hér á undan er ætlað að sýna fram á hversu stífri dagskrá Feist hélt úti kringum aldamótin síðustu og hvernig Feist komst að mörgu leyti í sama far og hún hafði verið í áður með Placebo – þó reynslunni ríkari hvað eigin rödd varðaði. Feist hefur verið nær stanslaust á tónleikaferðalagi í rúman áratug og að eigin sögn tók það hana langan tíma að sættast við rótleysið. En þegar hún gerði það opnaðist henni nýr heim- ur: „Þegar maður skuldbindur sig til að skuld- binda sig ekki þá er eins og heimurinn springi út og þjappist saman í sömu mund. Ég er kannski stödd í París og Toronto er bara tíu sekúndum þaðan. Allt virðist nær þegar maður gerir sér grein fyrir því að heimurinn allur er í rauninni ekki fjær en næsta máltíð eða næsti lúr. Maður getur komist hvert sem er ef maður sofnar bara í augnablik.“ En þetta er annars konar líf en við þekkjum flest: „Maður festir aldrei rætur og finnur ánægj- una í smærri hlutum eins og einföldum samtölum, því ég veit að sambandið mun aldrei rista dýpra. Þetta er mjög einangrandi en það þarf ekki að vera slæmt. Þú hittir milljón manns á dag, en það er aldrei sama milljónin frá degi til dags. Þetta er sífelld endurnýjun og hún hefur mikil áhrif á tón- listina sem ég sem. Ég get kannski ekki lifað svona að eilífu, en eins og er nýt ég þess í botn.“ Fagrir draumar Á annarri plötu Feist, Let it Die, endurspeglaðist þetta sterklega, platan var blanda af frum- sömdum lögum og tökulögum úr ýmsum áttum. Kassagítarpopp var vissulega áberandi en einna mesta athygli vakti ábreiðan „Inside and Out" sem Bee Gees fluttu upphaflega þegar diskó- bylgjan reis sem hæst (undir heitinu „Love You Inside Out“). Platan, sem var að mestu tekin upp í París, heillaði Frakka og Kanadamenn og smám saman tóku fleiri við sér. Á The Reminder er Feist ekkert fjarri hljómn- um á Let it Die þó að hann sé vissulega heil- steyptari. Sálarskotin rödd Feist er hér í aðal- hlutverki og hún setur hana í allskyns samhengi þótt poppaður/rokkaður hljómur haldi henni sam- an. „The Park“ og „The Water“ (takið eftir stað- leysunni) eru hvorttveggja gullfallegar kassagít- arballöður, meðan „Past in Present“ minnir á Broken Social Scene. Þá sækir „Sea Lion Wo- men“ í einhvers konar frumgospel, „1 2 3 4“ í köntrí og „The Limit to Your Love“ er blúsuð djassballaða. Sem fyrr segir er platan hins vegar að mestu lágstemmd og hún getur hæglega svæft þá sem fylgjast ekki vel með. Það er ekki verra, Feist lofar fögrum draumum og nýjum ævintýr- um í nýjum löndum. Ný ævintýri, ný lönd Staðreynd: Þú virðist ekkert rosalega harður nagli ef dyrnar að svefnherberginu opnast og söngrödd Leslie Feist smýgur út í umheiminn. Það er með öðrum orðum fátt sem hrópar „svalt!“ á þann sem heyrir Feist syngja – raunar er fátt sem hrópar á mann yfirhöfuð, tónlist hennar er yfirleitt lágstemmd og getur auðveldlega liðið hjá án þess að eftir henni verði tekið. Það er hins vegar full ástæða til að leggja við hlustir. Feist Ný plata hennar er að mestu lágstemmd og getur hæglega svæft þá sem fylgjast ekki vel með.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.