Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Framhaldsmynd Wall Street fráárinu 1987 lítur dagsins ljós á næstunni samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda myndanna, Edw- ard R. Pressman. Það var sem kunnugt er Mich- ael Douglas sem fór með hlutverk hins fégráðuga fjármálamanns Gordon Gekko og mun hann að sögn Pressman taka að sér hlut- verkið á nýjan leik. Leikstjóri Wall Street, Oliver Stone, hefur þó hafnað tilboði um að leikstýra framhaldsmyndinni. Pressman vildi ekkert gefa upp um söguþráð myndarinnar en Gekko endaði bakvið lás og slá í fyrri mynd- inni. Douglas hlaut mikið lof fyrir túlk- un sína á Gekko og þótti meðal ann- ars besti leikarinn á Óskarsverð- launahátíðinni árið 1988.    Leikarinn Gordon Scott lést í vik-unni, 80 ára að aldri. Hann lést í kjölfar hjartaaðgerðar á spítala í Baltimore. Scott er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Tarsan í kvikmyndum um hann frá sjötta áratugnum. Hann vann sem líf- vörður þegar kvikmyndafram- leiðandi í Holly- wood kom auga á hann og bauð honum hlutverk í kvikmynd. Þegar yfir lauk hafði hann leikið í 24 kvik- myndum, mest vestrum og myndum um skylmingarþræla. Sem fyrr sagði var hann þó langþekktastur fyrir framlag sitt í frumskóginum sem hinn íturvaxni Tarsan. Danton Burroughs, barnabarn höfundar Tarsans, Edgars Rice, sagði Scott hafa verið hinn full- komna Tarsan. „Hann var gáfaður og indæll og bar sig auk þess vel. Svoleiðis skrif- aði afi Tarsan,“ sagði Burroughs.    Tribeca-kvikmyndahátíðin varsett á fót af leikaranum Robert De Niro í kjölfar hryðjuverkaárás- anna á Bandaríkin árið 2001. Mark- miðið með hátíð- inni var öðrum þræði að blása lífi í menningar- og mannlíf á neðri hluta Manhattan. Hátíðin er nú nýafstaðin og fjöldi kvikmynda- gerðarfólks kom- ið til síns heima með verðlauna- grip í farteskinu. Besta heimildarmynd hátíð- arinnar var valin Taxi to the Dark Side eftir Alex Gibney. Myndin fjallar um stefnu stjórnar Bush varðandi pyntingar á föngum og litið er til meðferðar á föngum í Guant- anamo Bay, Írak og Afganistan. Gibney var tilnefndur til Óskars- verðlauna árið 2005 fyrir heimild- armynd sína um Enron-hneykslið. Meðal annarra verðlaunahafa mátti finna Fred nokkurn Durst, söngvara hljómsveitarinnar Limp Bizkit, fyrir frumraun sína á leik- stjórnarsviðinu, The Education of Charlie Banks.    Peter Jackson hefur gert samningvið DreamWorks-kvikmynda- risann um að fjármagna næstu mynd sína. Myndin nefnist Svo fögur bein (The Lovely Bones) og er gerð eftir samnefndri sögu Alice Sebold. Sögumaðurinn er stúlka sem myrt var af nágranna sínum og hún fylgist með lífi á jörðinni af himnum ofan. KVIKMYNDIR Michael Douglas. Robert De Niro. Gordon Scott sem Tarsan. Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Um síðustu helgi setti Spiderman 3 nýttmet í miðasölu vestra þegar á hanaseldust aðgöngumiðar fyrir 150 millj-ónir dala. Þegar nýjasta mynd Davids Lynch Inland Empire var frumsýnd í Bandaríkj- unum í desembermánuði í fyrra seldust á hana miðar fyrir 27 þúsund fimm hundruð og átta dali, en þegar allt er talið hafa selst þarlendis miðar fyrir rétt rúma 750 þúsund dali. Könguló- armaðurinn var frumsýndur í 4.253 kvikmynda- húsum en veldið hans Lynch tveimur. Sony- fyrirtækjasamsteypan framleiddi Spiderman 3 sem kostaði 258 milljónir dollara í framleiðslu (og væntanlega annað eins í markaðssetningu). Inland Empire sem Lynch skaut sjálfur á fimm ára gamla stafræna upptökuvél var mikið til fjár- mögnuð af honum sjálfum auk þess sem hann annaðist einnig dreifingu vestra (meira að segja evrópskir samframleiðendur hans lögðu ekki í að markaðssetja myndina í Bandaríkjunum). Engu breytir þótt Spidermen 3 hafi fengið almennt slaka dóma, á meðan Inland Empire hafi víða verið hampað sem meistarastykki. Er furða þótt maður tali um kreppu í óháðri bandarískri kvik- myndagerð þegar svona er komið fyrir ein- hverjum helsta forsprakka hennar. Þessa kreppa má auðvitað um margt rekja til markaðsyfirráða Hollywood-risanna og ofur- áherslu þeirra á afþreyingarefni á borð við Spi- derman 3 (gætuð þið ímyndað ykkur Lynch leik- stýra þeirri fjórðu?). Þó ber að hafa í huga að um nokkurt skeið þreifst frjó óháð kvikmynda- gerð í Bandaríkjunum samhliða Hollywood, sér- staklega á níunda áratugnum þegar fram komu á sjónarsviðið leikstjórar sem Jim Jarmusch, Spike Lee, Todd Haynes, Hal Hartley, Gus Van Sant auk Lynch. Á undanförunum árum hafa stóru stúdíóin aftur á móti lagt undir sig óháðu fyrirtækin og bera þar hæst kaup Disney á Miramax árið 1993, og stofnað sértækar deildir innan eigin múra sem sérhæft hafa sig í fram- leiðslu ódýrari mynda (t.d. Fox Searchlight, Fo- cus Features, Sony Pictures Classics, Paramount Vantage). Í markaðssetningu þessara mynda er svo látið í veðri vaka að um sé að ræða óháða kvikmyndagerð, og því miður eru fjölmiðlar allt- of gjarnir á að apa eftir þá vitleysu, þegar ris- arnir eru með þessu útspili sínu að gera end- anlega útaf við óháða bandaríska kvikmyndagerð. Það skyldi enginn halda að ytri aðstæður sem þessar dragi ekki úr sköpunarkrafti og fram- sækni myndanna sjálfra. Í apríl-hefti breska kvikmyndatímaritsins Sight & Sound er einmitt að finna heilmikla úttekt á hversu formúlukennd og fyrirsáanleg „óháða“ myndin sé orðin. Fjar- lægðin á milli „óháðu“ Sundance-hátíðarinnar og óskarsverðlaunanna minnkar með hverju ári. Þær myndir sem ekki eru hreinlega markaðs- settar af stúdíóunum sjálfum á Sundance eru sýndar þar í von um að stúdíóin kaupi þær til dreifingar. Í lykilgrein heftisins nefnir Mike Atk- inson þrjá leikstjóra sem hálfgerða fánabera óháðrar bandarískrar kvikmyndagerðar. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar er Andrew Bujalski (Funny Ha Ha og Mutual Appreciation) sem ráðgerir að skjóta sína síðustu óháðu mynd í sumar vitandi það að ekki verður aftur snúið eftir að hafa gert samning um sína fyrstu stúdíó-mynd. Næst ber að nefna Þjóðverjann Werner Herzog sem býr og starfar um þessar mundir í Bandaríkjunum (sbr. Grizzzly Man og The Wild Blue Yonder). Þriðji fulltrúinn er svo sjálfur David Lynch, sem líkt og bent var á í upphafi hefur verið hreinlega útskúfaðar frá bandarískum kvikmyndaheimi. Krepputalið er vart orðum aukið í ljósi þess hversu langt Atkinson þarf að seilast í leit að fánaberum óháðrar amerískrar kvikmyndagerð- ar: einn kominn á stúdíósamning, annar Þjóð- verji og sá þriðji „flóttamaður“ í Evrópu. Óháðar amerískar í kreppu SJÓNARHORN » Engu breytir þótt Spidermen 3 hafi fengið almennt slaka dóma, á meðan Inland Empire hafi víða verið hampað sem meistarastykki. Er furða þótt maður tali um kreppu í óháðri bandarískri kvikmyndagerð þegar svona er komið fyrir ein- hverjum helsta forsprakka hennar. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is T il viðbótar litlum afköstum í magni, féll leikstjórinn Stanley Kubrick frá á besta aldri, liðlega sjötugur. Afraksturinn var „aðeins“ 11 leikn- ar, langar myndir, á rúmum fjöru- tíu árum. The Killing var frumsýnd 1956, sú síðasta, Eyes Wide Shut, árið 1999. Það tók því Kubrick fjögur ár að meðaltali að ljúka við hverja mynd og tíminn lengdist um helming þegar líða tók á ferilinn, síðust þrjár myndirnar voru gerðar á tæpum aldarfjórðungi. Kvikmynda- áhugafólk gæti snarlega þegið að meira lægi eftir meistarann. Það er ekki loku fyrir það skotið. Kubrick var um flesta hluti sérstakur, hann fleygði t.d. aldrei nokkrum hlut sem viðkom listsköpun hans og vangaveltum. Spielberg gat t.d. gengið inn í hug- myndaheim starfsbróður síns til að ljúka við A.I. að honum látnum. Þrátt fyrir að Spielberg hefði úr miklu að moða var verkefnið sýnd veiði en ekki gefin. Afraksturinn var hálfgerður bastarður sem stóð engan veginn undir vonum og ólíklegt að A.I. verði nokkurn tíma nefnd í tengslum við þennan mikilvæga kvikmyndagerðarmann. Vonandi gegnir öðru máli um uppkast sem kom í leitirnar um síðustu áramót. Kubrick skildi eftir sig mikið magn af alls kyns gögnum vestur í Kaliforníu er hann flutti alfarinn til London árið 1962. Þau gögn höfðu aldrei verið rannsökuð gaumgæfilega fyrr en í fyrra og þá kom margt forvitnilegt fram í dagsljósið. Verkið sem um ræðir er ófullgert handrit, byggt á Lunatic at Large, spennusögu sem glæpasagnahöfundurinn Jim Thompson (The Ge- taway, The Grifters), vann við á sjötta áratugnum. Þeir unnu saman með glæsilegum árangri að The Killing (’56), og Paths of Glory, ári síðar. Hand- ritið var álitið glatað uns Philip Hobbs, tengda- sonur leikstjórans, komst hægt og bítandi á slóð- ina sem endaði í hálfgleymdu geymslurými í Hollywood. Hobbs ætlar ekki að láta þar við sitja og undirbýr nú kvikmyndagerðina undir stjórn Chris Palmer og hefur fengið Stephen R. Clarke til að yfirfara og endurskrifa handritið. Hobbs er búinn að gera nokkrar tilraunir til að koma myndinni í startholurnar og leitaði fyrst hófanna hjá franska kvikmyndaframleiðandanum Pathé. Einkum vegna þess að í augum Frakka er Thompson hálfguð á borð við Edgar Allan Poe. Þegar engan hljómgrunn var að fá á þeim bæ, hélt Hobbs yfir Ermarsundið, á fund framleiðandans Edward R. Pressman. Hann er kunnur fyrir að ráðast í óhefðbundin umfjöllunarefni og þora að taka áhættu með góðum árangri, eins og Thank you for Smoking, Das Boot og American Psycho, eru til vitnis um. Þær eru á meðal tæpra 90 mynda sem hann hefur komið á koppinn á löngum og lit- ríkum ferli. Hobbs minntist þess að tengdafaðir sinn hefði oft rætt þetta dularfulla handrit og hversu snjöll hugmyndin væri sem lá að baki því. Kubrick vissi ekki hvar það var niðurkomið en Hobbs var fljót- ur að kveikja á hvað hann var með á milli hand- anna þegar það kom upp úr rykföllnum kössunum í kvikmyndaborginni. Christine, ekkja Kubricks, hefur látið hafa eftir sér að eiginmaður sinn hafi jafnan verið að fást við urmul hugmynda og Lunatic at Large hafi átt hug hans allan á tímabili. Það var um það leyti sem Marlon Brando fékk Kubrick til að setja One Eyed Jacks fremst í forgangsröðina en rak hann síðan og settist sjálfur í leikstjórastólinn. Um leið og það fréttist var Kirk Douglas ekki seinn á sér að láta Anthony Mann hirða pokann sinn og rétta Kubrick stjórnartauma Spartacusar, en þeir Kun- rick og Douglas höfðu áður unnið saman við stríðsádeiluna Paths of Glory. „Spartacus gjörbreytti lífi hans og í kjölfarið varð hann heltekinn af Lolitu,“ sagði Christine í blaðaviðtali við The Times, „sem gaf honum lang- þráð tækifæri til að vinna á Englandi þar sem all- ur framleiðslukostnaður var mikið lægri.“ Þar með varð uppkastið að Lunatic at Large eftir á vesturströndinni og framtíð hugmynd- arinnar óráðin í hálfa öld. Afdrif þess voru Thompson, sem átti löng og ströng samskipti við Hollywood, mikil vonbrigði. Það fór fyrir honum líkt og mörgum góðum pennum sem bundu trúss sitt við kvikmyndaiðnaðinn, hann hallaði sér um of að flöskunni og dó árið 1977. Skömmu eftir andlát- ið fékk Thompson uppreisn æru, nokkur verka hans voru kvikmynduð af hæfileikafólki og rithöf- undurinn hefur eignast stóran hóp aðdáenda á síð- ustu áratugum. Nafnið Lunatic at Large – Brjálæðingur leikur lausum hala, bendir til þess að hrollvekja sé á ferðinni en svo er ekki. Þetta er krimmi með nokkrum ráðgátum, m.a. kemur geðsjúklingur á flótta, talsvert við sögu. Clarke, sem annast gerð lokahandritsins, segir að endurheimtu blöðin hans Kubricks séu „hreinasta gersemi“, en hann þurfi að semja nýja hliðarsögu til að fléttan verði ekki of fyrirsjáanleg. Reynsla Clarke kemur að mestu af skriftum fyrir breska sjónvarpið og tók hann tók sig því til og las bækur Thompsons og lá yfir gömlum Bogart-myndum áður en hann hófst handa. Í endanlegu útgáfunni heldur Clarke sig við upprunalegt sögu- og tímasvið, New York árið 1956. Aðalpersónurnar eru Johnnie Sheppard, fyrrum starfsmaður í fjölleikahúsi sem á í alvar- legum erfiðleikum með að stjórna skapi sínu, og barflugan Joyce. Eitt aðalatriði Lunatic at Large, gerist að kvöldlagi í tjaldborg fjölleikahúss þar sem Joyce, hrædd og heillum horfin, flækist á meðal sirkusviðundranna; konunnar með hross- hausinn, krókódílamannsins, dvergvöxnu apast- úlkunnar og ámóta félagsskapar. Lofar góðu að óséðu – líkt og Davíð litli í A.I. Von er á enn einni „Kubrick-mynd“ Verið er að endurskrifa nýendurheimt handrit eftir Kubrick og rithöfundinn Jim Thompson. Stanley Kubrick (1928- 1999), var óvenjulegur snillingur og sérvitur furðufugl. Vinnulagið ein- kenndist af ógnarlöngum meðgöngutíma hverr- ar myndar, heimurinn á því allt of fáar en merk- ar og mætar Kubrickmyndir. Stanley Kubrick Verið er að endurskrifa handrit Kubricks byggt á spennusögunni Lunatic at Large eftir glæpasagnahöfundurinn Jim Thompson en handritið fannst í fórum Kubricks eftir lát hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.