Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 15
Þetta ljóð er tileinkað Svövu Björnsdóttur. Skúlptúr- verk hennar eru ekki lík neinu. Þau eru sérkennilega kunnugleg og framandleg í senn, að breyttu breytanda í ætt við það sem sagt var um verk annars myndlist- armanns: „ljósmynd af draumi“. Verk Svövu minna á að kjarni allrar leitar er einmitt leit að hinum óþekkta kunnugleika, leit að andliti sem maður hefur aldrei séð en nauðaþekkir samt. Til Svövu Björnsdóttur Andlit sem þú leitar Andlit sem þú þekkir Hefur samt aldrei séð Leitar að spegli Leitar að svörtu gleri Leitar að mýkt Andlit sem leitar að andliti Ljóðskáldið | Sigurður Pálsson fæddur á Skinnastað 1948 Ljóðabækur eftir Sigurð Pálsson: Ljóð vega salt (1975), Ljóð vega menn (1980), Ljóð vega gerð (1982), Ljóð námu land (1985), Ljóð námu menn (1988), Ljóð námu völd (1990), Ljóðlínudans (1993), Ljóðlínuskip (1995), Ljóðvegasafn (fyrstu 3 ljóðabækurnar saman, 1996), Ljóðlínuspil (1997), Ljóðtímaskyn (1999), Ljóðtímaleit (2001), Ljóðtímavagn (2003) og Ljóðorkusvið (2006). speglun Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 15 lesbók Hlustarinn Það er ýmislegt á mín-um fóni þessa dag- ana. Mest er það þó tengt Listahátíð í ár. Reyndar datt ég í Shostakovich eft- ir að ég hlustaði á Sigurð G. Tómasson og Guð- mund Ólafsson spjalla um rússneska tónlist í bland við pólitíska íslenska út- tekt. Satt að segja kom mér á óvart hversu vel Guðmundur er að sér um ýmsar lítt þekktar dæg- urlagasöngkonur þar að austan. Að austan koma margir góðir tónlistarmenn og þeir hafa iðulega verið á mínum fóni. Hvoro- stovsky er þar framarlega með sína undurfögru rússnesku tónlist. Hann er fæddur í Síberíu eins og Vengerov, mikið sem hefur komið af góðum tónlistarmönnum þar úr freranum. Ekki vil ég gleyma Balkankónginum Bregovic, aldeilis ótrúlega flott tónlist sem maður verður aldrei leiður á. Hann á það sameiginlegt með Shostakovic að hafa samið mikið fyrir kvik- myndir, slík tónlist smýg- ur vel inn í hlustirnar og situr þar. Stemningsfull og angurvær – eða hress- andi og full af lífsgleði. Brassið hjá Bregovic er líka kapítuli út af fyrir sig, smápönkað með tilheyr- andi gjallhljóðmum og úmbaba. Ég hlakka mikið til að sjá Bregovic og hans lið aftur og vona að Ís- lendingar skemmti sér jafn vel og aðrir sem sótt hafa hans tónleika víðs vegar um heiminn. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Þórunn Aldeilis ótrúlega flott tónlist sem maður verður aldrei leiður á, segir Þórunn um Balkankónginn Bregovic sem halda mun tónleika á Listahátíð í Laugardalshöllinni 19. maí. Gláparinn Kvikmyndin sem breytti lífi mínu var Ver-tigo eftir Alfred Hitchcock. Því oftar sem maður horfir á hana, því meiri upplýs- ingar gefur hún frá sér. James Stewart er leynilögga sem þjáist af lofthræðslu. Hann fær það verkefni að fylgjast með eiginkonu vinar síns, Kim Novak, sem reynir að stytta sér aldur hvenær sem færi gefst. James Stew- art verður sjúklega skotinn í henni, og þar veðjar hann á rangan hest. Þessi kona er nefnilega hlekkur í hinu fullkomna morði. Ef maður lítur undir yfirborðið, þá kemst maður að því að þetta er kvikmynd um mann, sem verður ástfanginn af konu sem er ekki til. Hitchcock gefur áhorfendum frelsi til að spegla sig í James Stewart. Hve oft höfum við sjálf orðið ástfangin af fólki, sem er bara til í hausnum á okkur sjálfum? Svo erum við tilbú- in til að leggja líf okkar í rúst, fyrir manneskju sem er ekki til. Hitchcock tókst að búa til lista- verk, magnaðar pælingar um mannlegt eðli, dulbúið sem spennu- og afþreyingarmynd. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður. Páll Óskar „Hve oft höfum við sjálf orðið ástfangin af fólki, sem er bara til í hausnum á okkur sjálfum? Svo erum við tilbúin til að leggja líf okkar í rúst, fyrir manneskju sem er ekki til.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.