Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 11 lesbók Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annei@mbl.is Fræðibókmenntir eru töluverðurhluti íslenskrar bókaútgáfu, þó lítið fari jafnan fyrir þeim á bóksölu- listum. Þessi hluti bókaútgáfunnar er þó engu að síður mikilvægur, ekki hvað síst er kemur að því að halda uppi lifandi mennta- og fræðimanna- samfélagi, sem bókaþjóðin hlýtur að vilja viðhalda. Þrjár bækur sem falla í flokk sagnfræðinnar hafa litið dags- ins ljós undanfarið.    Fyrsta má þar nefna bókina Sögu-stríð eftir Sigurð Gylfa Magn- ússon sagnfræðing, sem gefin er út af Miðstöð einsögurannsókna í Reykja- víkurAkademíunni. En hún geymir sjónarhorn höf- undarins á há- skólasamfélagið hér á landi og er- lendis. Bókin er að hluta til fræði- leg sjálfsævisaga Sigurðar Gylfa þar sem hann rekur meðal ann- ars margvísleg átök innan hins akademíska heims á undangengnum 15 árum. En auk þess er að finna þar greinar eftir bandarísku sagnfræðingana dr. Pet- er N. Stearns og dr. Harvey J. Graff um fræðilegar hugmyndir Sigurðar Gylfa og stöðu félagssögunnar í heiminum í dag.    Það er viðeigandi á kosningaári aðkastljósinu sé beint að þáttum verkalýðsbaráttunnar. Í nýjustu bók sinni Öryggissjóður verkalýðsins – baráttan fyrir atvinnuleysistrygg- ingum á Íslandi beinir Þorgrímur Gestsson einmitt athyglinni að þessu, en í bók- inni er að finna af- rakstur fyrstu sagnfræðilegrar athugunar á að- draganda þess að atvinnuleysis- tryggingum var komið á hér á landi, auk þess sem saga Atvinnu- leysistryggingasjóðs fyrstu 50 árin sem hann starfaði er rakinn. Bókin spannar því um 100 ára sögu sem fléttast saman við stjórnmála- og at- vinnusögu Íslands á tímum þegar nú- tímasamfélag á landinu var í mótun.    Íslenskur sjávarútvegur er ekkisíður hluti af íslenskri sögu en verkalýðsbaráttan og tekur Hjálmar R. Bárðarson fiskiskipin fyrir í bók sinni Þættir úr þróun íslenskra fiski- skipa, sem Völu- spá útgáfa gefur út. Fjallar Hjálm- ar í skrifum sín- um einkum um minni gerðir fiski- skipa og rekur söguna á tíma þar sem verulegar breytingar eiga sér stað, enda tré- fiskiskip, opin þil- för drekkhlaðin síld og landróðrabátar nú nokkuð sem má segja að í flestum tilfellum heyri sögunni til.    Því heyrist stundum fleygt að fyr-irbærið táningur hafi í raun ekki verið til fyrr en um miðja síðustu öld og þá í tengslum við breytt samfélag og aukna neyslumenningu. Jon Sav- age, höfundur bókarinnar Teenage: The Creation of Youth Culture vill þó rekja uppruna táningsins til mun fyrri tíma. Þannig bendir höfund- urinn t.d. á að uppreisnaranda æsk- unnar megi finna mörg eldri dæmi um, en í skrifum sínum beinir hann athyglinni að 19. öldinni og árunum framundir 1940. Í gagnrýni Herald Tribune er Savage þó sagður fara ekki nógu vel með fyrstu áratugi um- fjöllunar sinnar en hann nái sér þó vel á strik er 20. öldin hefst. BÆKUR Sigurður Gylfi Magnússon Hjálmar R. Bárðarson Þorgrímur Gestsson Eftir Björn Þór Vilhjálmson vilhjalmsson@wisc.edu Staða bandarísku skáldsögunnar hefurverið milli tannanna á fólki á liðnummisserum. Í fyrra gerðu bæði NewYork Times og vikuritið Time úttekt á stöðu skáldsögunnar og komust að miður já- kvæðri niðurstöðu. Fjölmiðlar þessir komust reyndar að sömu niðurstöðu sem er athygl- isvert í ljósi þess að umfjöllun þeirra var með mjög ólíkum hætti. NY Times valdi 25 bestu skáldsögur liðins aldarfjórðungs með aðstoð ólíks lista- og menntafólks en Time fékk menn- ingarrýni til að gera hefðbundnari „úttekt“ á stöðunni, eins konar yfirlitsgrein um sama tímabil. Bestu bækurnar samkvæmt dag- blaðinu voru eftir höfunda á borð við Toni Morrison, Don DeLillo, Philip Roth og John Updike. Enginn þeirra höfunda sem komust á blað var fæddur eftir seinna stríð og engin bókanna sem valdist á listann var skrifuð af höfundi sem ekki var löngu kominn af léttasta skeiði þegar listinn var birtur. Time á hinn bóginn komst að þeirri niðurstöðu að enginn höfundur undir fertugu gæti um þessar mundir talist mikilvægur fyrir þjóðarsálina á sama hátt og ýmsir höfundar fyrri tíðar gerðu á sín- um sokkabandsárum. Engan Hemingway, eng- an Salinger, Kerouac, engan Roth, og jafnvel engan Bret Easton Ellis var að finna meðal unghöfunda nútímans. Enginn var að taka púlsinn á eftirminnilegan hátt og skapa verk sem kjarnaði anda sinnar kynslóðar. Þessi umræða um skort á unghöfundum sem takast á við eigin tíð á heimssögulegan hátt ber nokkurn keim af þeim síðheimsvaldalega tón hnignunar sem undanfarið hefur verið áberandi í Bandaríkjunum en athygli vekur að samskonar umræða hefur átt sér stað meðal unghöfundanna sjálfra á blaðsíðum annars fjöl- miðils. Hér er um að ræða mánaðarritið Har- per’s en þar hafa undanfarin ár og með reglu- legu millibili gosið upp miklar ritgerðir um stöðu bandarísku skáldsögunnar en þeir sem þannig hafa tekið til máls hafa sjálfir verið rit- höfundar. Það sem hér er einkum athyglisvert er að höfundarnir sjálfir komast að svipaðri niðurstöðu og áðurnefndir menningarummæl- endur, en þó eftir öðrum leiðum. Upphafið má rekja til greinar sem Jonathan Franzen skrifaði í tímaritið fyrir nokkrum ár- um þar sem hann kom út úr skápnum sem von- svikinn tilraunahöfundur. Í langri ritgerð lýsti hann vandamálum þeim sem blasa við höf- undum sem ekki vilja laga sig að lögmálum markaðarins. Síðar meir, eftir að Franzen varð frægur, hefur stundum verið litið á ritgerð þessa sem eins konar seinni tíma manifestó listamannsins sem ákveður að umfaðma fjöl- miðlaðan nútímaheim og gefa tilraunastarfsemi upp á bátinn til þess að eignast lesendahóp. Meintur frægðarþorsti Lethems kallaði á þó nokkur viðbrögð en nokkru síðar skrifaði Ben Marcus álíka langa grein í sama rit um mik- ilvægi tilraunastarfsemi, en bækur sem eru í eðli sínu fjandsamlegar meginstraumnum hóf hann til skýjanna. Nú í síðasta hefti tímaritsins svarar Cynthia Ozick og gefur lítið fyrir þá báða. Ef Ben Marcus hefur rétt fyrir sér og formið sem Letham kaus sér, hefðbundið raunsæi, er þreytt og gamalt þá er tilrauna- starfsemin sem Marcus upphefur álíka gömul og útjöskuð, segir Ozick. Svarið sem Ozick gef- ur rithöfundum sem standa frammi fyrir þess- um tveimur leiðum, sem báðar eru jafn von- lausar að hennar mati, eða jafn líklegar til að gefa af sér bókmenntir, er þó kannski ekki lík- legt til að umbylta heiminum. En hún kastar boltanum yfir til bókmenntagagnrýnenda og segir þeim að leysa úr flækjunni. Þeir eiga að skapa samhengi sem höfundar geta síðan skrif- að sig inn í. Hugmynd Ozicks um samheng- isskapandi bókmenntafræðinga er sennilega engin lausn á þeirri vegleysu sem hún orðar þó svo vel (það gamla er gamalt, en það er hið nýja líka), en hugleiðing hennar er þó mik- ilvæg þar sem hún gagnrýnir þann tossaskap sem stundum fylgir hugmyndum um „frum- leika“ eða „nýjungar“. Það sem hins vegar er ólíkt með þessum skrifum og ýmsum öðrum er að þau gefa inn- sýn í hvernig rithöfundar hugsa um eigið starf og þau vandamál sem því fylgja. Ég get ekki ímyndað mér annað en að ef um raunveruleg vandamál sé að ræða þá eigi þau við víðar en í Bandaríkjunum. Og ef þau eiga jafn vel við hér á landi þá væri sannarlega hressandi að heyra rithöfunda tala um þau á máta sem e.t.v. er að- eins á skjön við auglýsingamennskuna sem ræður ríkjum í opnuviðtölum í dagblöðum þeg- ar jólin eru á næsta leiti. Deilur um skáldsöguna »Engan Hemingway, engan Salinger, Kerouac, engan Roth, og jafnvel engan Bret Easton Ellis var að finna meðal unghöfunda nútímans. Enginn var að taka púlsinn á eftirminni- legan hátt og skapa verk sem kjarnaði anda sinnar kynslóðar. ERINDI Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Þ að er ekki óhugsandi að titill bók- arinnar „Saffraneldhúsið“ fái ein- hverja til að tengja hana við þá tegund skáldsagna þar sem mat- ur og matseld eru lykilþættir í framvindu, flækju og lausn sög- unnar – bækur sem hafa hlotið heitið „foodie- novels“ á ensku og hafa notið mikilla vinsælda. Saffraneldhúsið tilheyrir þó ekki þeim flokki og í rauninni þjónar eldamennskan litlu hlut- verki í sögunni. Í þessari fyrstu skáldsögu Yasmin Crowther, sem er af írönskum og breskum ættum, er öllu fremur fjallað um menningarlegar flækjur, fortíðardrauga, fjöl- skyldugildi og klofnar sjálfsmyndir íranskra innflytjanda í Bretlandi. Sagan gerist að mestu leyti í kringum valda- ránið í Íran árið 1953 þegar forsætisráð- herranum Mossadeq var steypt af stóli með hjálp bandarískra yfirvalda. Aðalpersónan er Maryam Mazar, dóttir íransks hershöfðingja, sem þráir annars konar framtíð en þá sem fað- ir hennar hefur ætlað henni í þorpinu þeirra Mazareh. Hún er einungis sextán ára þegar faðir hennar þykist hafa fundið handa henni eiginmann sem hún hefur aldrei hitt. Með þeim ráðahag sér Maryam fram á að allir hennar framtíðardraumar um að starfa sem hjúkrunarkona muni verða að engu. Skapgerð hennar leyfir engan veginn að hún taki þeirri frelsissviptingu þegjandi og hljóðalaust. Þar að auki verður hún ástfangin af öðrum manni – þjóni föður síns – og þegar upp kemst um þá forboðnu ást getur faðir hennar ekki afborið skömmina – háttsettur herforingi eins og hann má ekki við slíkri vansæmd. Hann afneitar dóttur sinni og henni er gert að yfirgefa þorp- ið. Refsing föðurins er harkaleg og óréttmæt og á eftir að valda ennþá meiri og ófyrirséðum skaða. Bókin hefst á frásögn Söru, dóttur Maryam, í London í nútímanum. Maryam fluttist þang- að fyrir um fjörutíu árum og giftist þar bresk- um manni. Fortíð hennar og fjölskyldu í Íran hefur hún markvisst reynt að bola úr minning- unni en það reynist aftur á móti ógerlegt þeg- ar tólf ára gamall systursonur hennar, Saeed, flyst inn á heimilið þeirra í London. Saeed minnir hana á systur sína sem hún skildi við í Íran og vekur upp tilfinningaþrungnar minn- ingar frá fortíðinni sem hún hafði flúið. Dreng- urinn á erfitt með aðlagast nýja umhverfinu og líður illa í skólanum en í stað þess að sjá aumur á honum eða sýna honum væntumþykju þá fyrirlítur Maryam veiklyndi hans. Án þess að gera sér grein fyrir því þá hefur hún til- einkað sér viðmót og kaldlyndi föður síns og Saeed fær að kynnast því. Maryam slær hann utanundir og hann hleypur á brott. Gjör- samlega niðurbrotinn hyggst Saeed stökkva fram af brú en Sara, sem gengur með barn undir belti, nær að stöðva hann í tæka tíð. Við björgunaraðgerðina slengist annar fótur unga frændans harkalega í maga hennar og hún missir fóstrið. Ma- ryam, sem var vitni að þessu öllu saman, er hel- tekin sekt- arkennd yfir óförunum. Hún sér ekki annan kost en að yfirgefa fjölskyldu sína í London og snúa aftur til Írans til takast á við fortíð- ardraugana. Skyndilegt brotthvarf móður sinnar er Söru mikil ráðgáta og í leit að svörum byrjar hún að grennslast fyrir um fortíð hennar með hjálp föður síns og Saeed. Saman púsla þau saman sögu Maryam úr eigin minningarbrotum, ljósmyndum og jafnvel nokkrum ljóðlínum. Á endanum ákveður Sara að elta uppi móður sína og halda til Íran. Smám saman kemst hún að því að gjald Ma- ryam fyrir frelsi sitt var mun meira en þau höfðu áður talið. Refsing föður hennar – hið myrka leyndarmál sem Maryam hefur þagað yfir í fjörutíu ár – var mun verri en nokkur hefði getað ímyndað sér. Frásögnin skiptist á milli Maryam og Söru og fer fram og aftur í tíma; púslar þannig brotakenndri sögu Maryam saman. Að lokum kemst hinn myrki sannleikur um djöfullega refsingu föðurins í ljós og er sannleikurinn vægast sagt sjokkerandi. Frásögnin er nokkuð ljóðræn á köflum enda er ljóðlistin persónunni Maryam ansi nálæg og spilar stórt hlutverk í bókinni. Sagan um Maryam er saga um kúgun og sjálfsleit. Hún neitar að sætta sig við þau ör- lög sem faðir hennar ætlar henni – að vera „skiptimynt í hjónabandsmarkaði“ eins og hún orðar það sjálf – og berst fyrir sjálfstæði sínu. Fyrir þær sakir er henni refsað af hörku og hún er gerð brottræk úr þorpinu sínu og af- neitað af föður sínum. Þrátt fyrir nýtt líf í Englandi hefur myrk fortíð hennar gert hana kaldlynda, fjarlæga og óhamingjusama. Upp- gjör við fortíðina er eina meðalið. Draugar fortíðarinnar Saffraneldhúsið er fyrsta skáldsaga Yasmin Crowther og segir frá Marayam Mazar, ír- anskri konu í London, sem ákveður að snúa aftur til fæðingarþorpsins síns í Íran eftir fjörutíu ára fjarveru. Höfundurinn er bresk í aðra ættina og írönsk í hina og fjallar bókin að miklu leyti um menningarlega togstreitu og klofnar sjálfsmyndir íranskra innflytjenda á Vesturlöndum. Bókin kom nýlega út hjá JPV forlagi í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þor- steinsdóttur. Púsl Sögunni um Maryam er púslað saman þar til skelfilegur sannleikurinn kemur í ljós. Yasmin Crowther

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.