Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Bergsvein Birgisson bergsveinn.birgisson@nor.uib.no H ugmyndir fræði- manna um átrúnað á gyðjur í norðrinu eru síður en svo einsleitar og það er því með vissri eftir- væntingu sem maður byrjar að blaða í nýrri bók Ingunnar Ásdísardóttur um kvenleg goðmögn í heiðni. Lotte Motz (ANF 1980) fullyrti á sínum tíma að ásynjur væru ekki meira en skáldlegt skraut lærðra miðalda- manna eða viljalausir skuggar skáld- anna, aðrir þykjast finna hliðstæður við svokallaða Æðstu gyðju (The Great Goddess) í norðrinu í gyðjum eins og Freyju (Näsström). Bók á ís- lensku um goðfræðileg efni, sem jafn- framt er í samræðu við alþjóðlegt fræðasamfélag, er sjaldgæfur gripur, og eykur það ekki síður eftirvænt- inguna. Höfundur deilir ritinu í sex kafla, en gróflega má skipta bókinni í tvennt: Fyrst drepur höfundur á við- eigandi rannsóknarsögu og gerir skipulega grein fyrir heimildum rannsóknarefnisins, en í öðrum hluta tekur höfundur afstöðu til ríkjandi kenninga innan fræðasviðsins og leggur sitt til málanna. Aðalspurn- ingin sem lagt er upp með snýst um það hvort þekktustu gyðjur norðurs- ins, Frigg og Freyja, séu í raun af- brigði sömu gyðjumyndarinnar, en ef svo er ekki þá er að svara því hvaða rætur liggja að hvorri um sig. Það skortir hvergi á samvisku- samleg vinnubrögð höfundar sem gerir skipulega grein fyrir tveimur heimildaflokkum sem kastað geta ljósi á forna gyðjutrú: örnefnum og fornleifum annars vegar og texta- heimildum hins vegar. Höfundur leit- ar víða fanga og kynnir lesanda allt frá Venusi af Willendorf (20 þúsund ára gömul stytta af bústnum kven- manni fundin við Dóná í Austurríki – tengd frjósemisdýrkun) til yngstu eddukvæða og norrænna texta sem vísa í fornan frjósemisátrúnað. Þetta víðfeðmi er ekki sökum þess að stúdí- an sé ekki nógu afmörkuð, heimildir um fornan átrúnað á gyðjur eru ein- faldlega rýrar og þess vegna nauðsyn að beita samanburði og láta eina heimild kasta ljósi á aðra. Heimildakaflarnir einir sér gera bókina markverða, þar hefur höf- undur þýtt sjálfur á íslensku ýmis viðeigandi textabrot frá grískum og latneskum sagnariturum (Strabo, Tacitus, Paulus Diaconus), og bæði hér og í kafla um örnefni og fornleifar er grunnur lagður að frekari um- ræðu. Það er einkenni höfundar, að feta varfærnislega um þessa gömlu hörga, að taka ekki margt sem gefið af kenningum annarra fræðimanna, en leitast heldur við að vekja spurn- ingar um eða jafnvel undrast þá framandi mynd af fornri gyðjutrú sem heimildirnar eru færar um að veita. Höfundur leggur áherslu á mikilvægi þess að reyna að lesa heim- ildir í þeirra menningarlega sam- hengi, og að stundum vanti á að fræðimenn lifi sig nægilega inn í þá framandi heima sem um er rætt – og það fæði gjarnan af sér oftúlkanir og ofskýringar (bls. 54). Höfundur gefur sig ekki á vald einnar ákveðinnar hugmyndafræði, Ingunn þekkir vel til femínisma án þess að fara að tíunda neitt um „þöggun hins karllæga á því kven- læga“ eins og væri gryfja að falla í, slík þöggun er reyndar aðeins einu sinni nefnd í bókinni. Ég nefndi nauðsyn þess að tengja saman heimildabrotin, og það er nokkuð sem höfundi farnast á köflum vel, ég nefni sem dæmi þegar bústað- ur Freyju, Fensalir (dýja-salir) er tengdur við fornleifar á meginlandinu sem benda til fórna sem varpað var í dý eða mýrar (bls. 131), tenging milli einkenna Freyju og katta- og svíns- dýrkunar bæði á meginlandinu og Bretlandseyjum en Freyja er sögð eiga ketti og ber einnig heitið Sýr (þ.e. gylta) (bls. 248 o.áfr). Einnig má nefna samanburðinn á fugls- eða fjað- urham þeim sem ýmist Freyja eða Frigg eru sagðar eiga og myndefnis bæði á Ásubergsreflinum norska og á gotlenskum myndasteini sem sýna vængjaðar verur er virðast taka á móti mönnum til dánarheima (bls. 196, 253, 264). Í eddukvæðinu Grímn- ismálum birtist Freyja sem gyðja dá- inna sem tekur á móti valnum til jafns við Óðin, og hafa fræðimenn átt í vandræðum með að fá þetta til að falla að þeirri frjósemisdívu sem Freyja er í öðrum heimildum. Ingunn leitast við að tengja Freyju við aðrar tegundir kvenlegra vætta svo sem dísir, valkyrjur eða jafnvel pre- stynjur líkt og þær sem fornir sagna- ritarar nefna, og leiðir getum að því að í Freyju sameinist dísin og val- kyrjan. Til að gera langa sögu stutta þá er svar Ingunnar um rætur Friggjar og Freyju á þá lund að þetta séu tvö að- skilin goðmögn upprunnar sitt úr hvorum samfélagshópnum. Freyju tengir hún við þá bændamenningu og akuryrkjusamfélag sem átti sér langa sögu hér í norðrinu áður en indóevrópskir þjóðflokkar fóru að teygja sína anga hingað með sína ásatrú, höfðingjaveldi og hern- aðarmenningu. Fræðimenn hafa hneigst að því að tengja fornu menn- ingargerðina við vanatrúna, þ.e. frjó- semis- og náttúrutrúna sem birtist í vönunum Nirði, Frey og Freyju, og líkt og Ingunn sýnir er greinilegt bæði af fjölmörgum Freyju- örnefnum í Skandínavíu og texta- heimildum, að Freyja á sér djúpar rætur í norðrinu. Hún kemur fyrir sjónir eins og sjálfstæð og lífsdýrk- andi gyðja sem bæði guðir og jötnar vilja hafa innan sinna vébanda. Frigg sér Ingunn hins vegar sem fulltrúa indóevrópsku ásatrúarinnar sem kom seinna til norðursins. Þar sem gyðja ásta og hjónafarsældar var þegar til með vanadísinni Freyju, náði Frigg aldrei fótfestu, engin ör- nefni eru með hennar nafni og í texta- heimildum er hún nánast eins og skuggi af manni sínum Óðni, hún hef- ur fyrst og fremst það hlutverk að vera móðir (sem grætur Baldur) og eiginkona. Frigg er m.ö.o. eins og kristnir sagnaritarar vildu hafa kell- ur sínar, þess vegna kallar Snorri hana æðstu gyðju (sjá bls. 255), með- an Freyja á meira skylt við frjálsa og lífsglaða nútímakonu, ef segja mætti sem svo. Vandinn við tilgátu Ing- unnar væri kannski helst guðinn Þór, sem allar heimildir tengja við æsina úr austri en bæði örnefni og textar sýna að hefur náð mikilli hylli meðal alþýðu þrátt fyrir að svið hans skarist að nokkru við Njörð. Annars eru fjöl- mörg örnefni sem vísa til dæmis til goðsins Ullar (sbr. Ullevål-stadion í Osló), goð sem er nánast ekki til í skriflegum heimildum, og það segir manni að skriflegar (ungar) heimildir um Freyju (og önnur goð) þurfa ekki að vera í fullu samræmi við forsögu- legan átrúnað á þau. Í stuttu máli hafnar Ingunn einnig þeirri hugmynd fræðimanna að til hafi verið ein algyðja eða Æðsta gyðja í norðrinu (sbr. Ellis Davidson, Näsström), á þeim forsendum að það sé andstætt mannlegu eðli að sama gyðjan skuli vera búin til af öllum mönnum, því gyðjur, líkt og önnur goð, taka mynd af þörfum sérhvers samfélags (s. 272 o.áfr). Þessu er auð- velt að vera sammála, (áðurnefnd Venus frá Willendorf á e.t.v. mikla sök á því að tilgátan um Æðstu gyðju í fyrndinni hefur kviknað meðal fræðimanna), en það skýtur óneit- anlega skökku við þegar Ingunn rek- ur á öðrum stað skriflegar heimildir frá 7. og 8. öld um Godan (Wod- an=Óðinn) og Frea, og spyr hvort Frea vísi til Friggjar eða Freyju (bls. 123). Langbarðagyðjan Frea hlýtur líka að hafa mótast af sínu menning- arsvæði, og hæpið að tengja hana frekar við Frigg en Freyju, einkum með þá tilgátu Ingunnar í huga að Frigg og Freyja hafi blandast og ruglast saman í norrænum heim- ildum er fram liðu stundir (sbr. bls. 171, 199 og víðar). Mér finnst reyndar að Ingunn hefði mátt ganga lengra í að rífa sig lausa frá viðteknum spurningum fræðasamfélagsins sem oftlega byggjast á úreltri hugmynd um menningarheima sem lokuð og kyrr- stæð fyrirbæri. Annað einkenni rann- sókna sem Ingunn er í samræðu við er að goðsögur eru á stundum rædd- ar eins og sápuópera úr tengslum við mannfólkið sem bjó þær til. Þetta mun Ingunn vafalítið taka upp síðar meir, en ég myndi þá kalla eftir meiri umræðu, ekki um það hvort Frigg hafi verið lauslát eða ekki (bls. 143), heldur það hvað sagnir af lauslátum gyðjum geta sagt um hugarfar þeirra sem sögðu og trúðu á slíkar sögur. Er Freyja t.d. „fyrirmynd“ fyrir vík- ingaaldarkonuna, eða eru hennar dæmi víti til að varast, er um að ræða siðferðilegan boðskap í gyðjusögn- unum, þar sem óskráðar reglur sam- félagsins koma í ljós í dæmi gyðj- unnar? Ingunn sýnir góða samfélagstengingu þegar hún tekur upp spurninguna um karlleg eða kvenleg gildi að baki textum um gyðj- ur, en margt er þar ósagt enn. Ingunn nefnir Margaret Clunies Ross (1994) sem einn þeirra fræði- manna sem lesa goðsögur sem „sam- félagsspegla“ og fylgir hennar línu að vissu marki (sbr. bls. 186 og víðar). Verra þótti mér að sjá Clunies Ross eignaðar hugsanir Prebens Meuleng- racht Sørensen († 2001) um goðsög- urnar sem spegla þjóðfélagsskipanar, einkum er kemur að hjónaböndum (bls. 148). Þessar hugsanir setti Meu- lengracht Sørensen fram í grein sinni um Loka, Starkað og Egil Skalla- grímsson (1977), en hér er ekki að- eins við Ingunni að sakast. Ekki hef ég lesið „nýstárlegar hugmyndir“ McKinnells (2005) varðandi goð- sagnaminnið um sumarkonunginn. Slíkar sagnir finnur fræðimaðurinn í dæmi Ynglingakonunganna sem falla síðan fyrir konum úr „vetrarríkinu“ (bls. 260). Þessar hugmyndir um sumarkonung og konur úr vetrarrík- inu setti reyndar Adolf Noreen fram við lok nítjándu aldar og Henrik Schück hélt því áfram í byrjun þeirr- ar tuttugustu, þannig að mjög ný- stárlegar geta þær varla talist. Ingunn sýnir í þessari bók ekki bara góða yfirsýn yfir heimildir, held- ur líka mjög yfirgripsmikla þekkingu á faglegum skrifum um goðfræðileg efni. Ég vil geta þess að ég les og gagnrýni þessa bók á sömu for- sendum og aðrar frá fræðimönnum með doktorsnafnbætur og launaðar stöður víða um heim. Bók Ingunnar er að stofni til mastersritgerð, svo ljóst er að mikið þrekvirki er hér unn- ið. Ég hefði viljað sjá meira um vandamálin sem því fylgja að nota eddukvæði sem heimildir um heiðinn átrúnað, því ekki eru allir á eitt sáttir um að eddukvæði miðli heiðninni óbrenglaðri. Svo segir mér líka hugur um að með vandaðri greiningu á sam- hengi sumra hinna dróttkvæðu kenn- inga sem nefna Freyju eða Frigg mætti koma nær hugmyndum skáld- anna um þessar gyðjur, því ef drótt- kvæðin sýna ekki inn í huga heiðingj- ans er vissulega í fá önnur hús að venda. Ingunn lætur nægja að lista slíkar kenningar upp, ásamt því að sá efa um heimildagildi dróttkvæðra kenninga, með óbeinni vísun í brag- fjötrakenningu Finns Jónssonar (bls. 159–164). Hitt efast ég hins vegar um, að dætur Freyju þær Hnoss og Gersemi hafi verið til fyrr en með Øx- arflokki Einars Skúlasonar á 12. öld, því sterka angan af kristinni allegó- ríuhugsun leggur af þessum „dætr- um“ í kvæði Einars. Í heildina er bókin góð og fræðandi lesning. Höfundi tekst að blása lífi í viðfangsefnið og skapa mynd af fornri gyðjutrú úr vægast sagt brota- kenndum heimildum. Gyðjur úr ólíkum áttum Morgunblaðið/G.Rúnar Ingunn Ásdísardóttir „Til að gera langa sögu stutta þá er svar Ingunnar um rætur Friggjar og Freyju á þá lund að þetta séu tvö aðskilin goðmögn upprunnar sitt úr hvorum samfélagshópnum.“ Frigg og Freyja – Kvenleg goð- mögn í heiðnum sið nefnist bók eft- ir Ingunni Ásdísardóttur sem kom nýlega út hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi og Reykjavík- urAkademíunni. Þar er meðal ann- ars grafist fyrir um uppruna Friggjar og Freyju og átrúnaðinn á þær. Höfundur er doktorsnemi í norrænum fræðum við háskólann í Björgvin. » Þar sem gyðja ásta og hjónafarsældar var þegar til með vana- dísinni Freyju, náði Frigg aldrei fótfestu, engin örnefni eru með hennar nafni og í texta- heimildum er hún nán- ast eins og skuggi af manni sínum Óðni, hún hefur fyrst og fremst það hlutverk að vera móðir (sem grætur Baldur) og eiginkona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.