Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 8
Eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur
astasollilja@gmail.com
F
yrir mér var Helgi strax
ímynd hins klassíska,
hreina og fágaða dansara
sem þekkti vel formið á
meðan margir aðrir voru
kærulausir varðandi form
listdansins,“ segir Anna
Kisselgoff. „Ég sá hann
fyrst dansa með Harkness-dansflokknum í
París á sjöunda áratugnum. Þótt Helgi hafi
ekki verið aðaldansari flokksins þá var hann
þegar mjög sýnilegur og vakti eftirtekt.“
Þegar Helgi gekk til liðs við New York
City Ballet árið 1970 varð Anna fyrst gagn-
rýnenda til að spá Helga stórframa. Að henn-
ar áliti var þetta dansflokkur sem hæfði hans
stíl. Hún segir Helga hafa skorið sig úr
vegna þess að hann hafði annan bakgrunn en
hinir dansararnir í dansflokknum.
„Hann hafði að miklu leyti hlotið sína þjálf-
un í Danmörku þar sem stíll 19. aldar dans-
höfundarins August Bournonville var í háveg-
um hafður en þessi stíll var á þeim tíma
nýjung í bandarískum ballett. Helgi hafði
dansað í mörgum dramatískum ballettum
bæði í Pantomime Theatre í Tívolí í Kaup-
mannahöfn og síðar með Harkness-ballett-
inum en í New York City Ballet var meiri
áhersla lögð á söguballetta en dramatíska
balletta,“ segir Anna Kisselgoff.
Einn af fjórum bestu klassísku
karldönsurum 20. aldar
Árið 1973 skrifaði Anna grein þar sem hún
valdi fjóra bestu þálifandi klassíska karldans-
ara á Vesturlöndum og var Helgi í þeim hópi.
Hinir dansararnir voru Peter Martins, núver-
andi listdansstjóri New York City Ballet,
rússneski dansarinn Rudolf Nureyev og Ant-
hony Dowell sem seinna varð listdansstjóri
Konunglega ballettsins í London. Þrátt fyrir
að einungis hafi þá verið liðin þrjú ár frá því
að Helgi gekk til liðs við New York City Bal-
let sem aðaldansari segir Anna að það hafi
verið augljóst að hann væri orðinn einn af
þeim allra bestu.
„Útlínur Helga Tómassonar voru skólabók-
ardæmi um hvernig glæsilegur dansari á að
vera. Hann rétti til dæmis alltaf fallega úr
ristunum þegar hann dansaði en það gerðu
ekki allir karldansarar, allra síst Rússarnir.
Hann var auk þess einstakur mótdansari en
margir dansarar eru snjallir í eindansi en
geta verið hörmulegir dansfélagar. Því má
ekki gleyma að paradans er mjög mikilvægur
í ballett. Helgi hafði fullkominn stíl og var
tæknilega mjög góður, gat snúið sér ótrúlega
hratt og stokkið hátt.“
En hverjir voru veikleikar hans sem list-
dansara?
„Það er nánast útilokað að benda á nokkra
veikleika. Helgi var í raun hinn fullkomni
dansari. Það eina sem hindraði hann á tíma-
bili hjá New York City Ballet var að George
Balanchine listdansstjóri var mjög hrifinn af
hávöxnum kvendönsurum eins og til dæmis
Suzanne Farrel. Helgi var meðalmaður á
hæð og hávöxnu ballerínurnar álíka háar og
hann stæðu þau hlið við hlið en það hentaði
ekki að láta hann dansa við þær, því að þegar
þær voru komnar á táskóna voru þær orðnar
hærri en hann. Í New York City Ballet voru
þó aðrar framúrskarandi ballerínur, lágvaxn-
ari, sem Helgi dansaði við eins og Violette
Verdy, Patricia McBride og Gelsey Kirk-
land.“
Virtustu danshöfundar
sömdu verk handa Helga
Anna Kisselgoff segir að Helga hafi hlotnast
einn helsti virðingarvottur sem klassískum
listdansara getur fallið í skaut þegar tveir
merkustu og virtustu danshöfundar þess
tíma, George Balanchine og Jerome Robbins,
sömdu verk sérstaklega fyrir hann hjá New
York City Ballet. Hún minnist sérstaklega
verks sem Balanchine samdi árið 1972 fyrir
Stravinsky-hátíð og nefndist Fairies Kiss.
„Balanchine, sem samdi fá verk fyrir karl-
dansara, samdi dulúðarfullan eindans fyrir
Helga þar sem hann hringsólaði um sviðið og
féll á kné eftir hvert stökk. Helgi túlkaði
þennan eindans á mjög ljóðrænan hátt.“
Anna minnist líka frammistöðu Helga og
Gelsey Kirkland í Theme and Variations eftir
Balanchine.
„Helgi og Gelsey dönsuðu frábærlega og
ég hef ekki séð neinn karldansara dansa
þetta hlutverk betur en Helga Tómasson.
Stíll hans var hreinn. Hann hafði sérstaka
eiginleika, hreinleika og ljóðrænu.“
Í janúar 1985 skrifaði Anna dóm í New
York Times um lokasýningu Helga með New
York City flokknum, rétt áður en hann tók
við listdansstjórn San Francisco Ballet, og
þar sagði hún:
„Helgi Tómasson var holdgervingur hins
klassíska karldansara með framúrskarandi
tækni sinni og glæsileika. Hann var fullkom-
inn Robbins-dansari og vissi hvernig átti að
sía hið tilfinningalega litróf úr verki Robbins
eins og ljósgeisla gegnum linsu. Helgi var
líka eins og skapaður fyrir dansverk Bal-
anchine og gerði honum þar með kleift að
sýna danssmíði sína fyrir karldansara með
fullkomnu klassísku yfirbragði. Balanchine
hafði aldrei fyrr fengið dansara með stöðu og
eiginleika Helga Tómassonar til að túlka
verk sín.“
Uppvöxturinn á Íslandi
hafði mótandi áhrif
Ég spyr Önnu Kisselgoff hvort hún hafi velt
því fyrir sér að íslenskur uppruni Helga hafi
á einhvern hátt gagnast honum á dansferl-
inum.
Hún segist ekki í vafa um að það hafi mót-
að Helga sem dansara að hafa alist upp á Ís-
landi.
„Flestir þeir sem læra listdans hér í
Bandaríkjunum og víðar sjá varla annað en
innviði dansstúdíóanna. Helgi fékk aftur á
móti að kynnast hinum raunverulega heimi á
meðan hann lærði ballett á Íslandi og gat séð
hvernig fólkið í kringum hann lifði. Í viðtali
sem ég tók við Helga fyrir Dance Horizons
árið 1975 sagðist hann ávallt hafa tekið sér
frí frá ballettnáminu á sumrin sem ungur
drengur og farið í sveit til þess að vinna.“
Anna segist oft hafa hugsað um þessi orð
Helga þegar hún hafi séð hann á sviðinu:
„Það var alltaf svo mikil mennska í dansi
Helga, einhver mannlegur þáttur í túlkun
hans. Þrátt fyrir það að hann væri fullkom-
inn dansari var hann aldrei vélrænn.“
Hún segist hafa á tilfinningunni að Helgi
sé enn mikill Íslendingur í sér þótt hann hafi
búið í Bandaríkjunum áratugum saman.
„Hann fer sér að engu óðslega en er mjög
sterkur stjórnandi. Það að hann sé hljóðlátur
í framgöngu þýðir ekki að hann sé feiminn
eða óákveðinn. Ballettflokkur hans í San
Francisco hefur komist til æðstu metorða í
heimi listdansins, þökk sé hans sterka per-
sónuleika.“
Helgi hefur náð einstökum
árangri í San Francisco
Helgi hefur verið farsæll stjórnandi San
Francisco Ballet í yfir 20 ár og undir hans
stjórn hefur flokkurinn breyst úr því að vera
„Helgi er dansfrömuður
Anna Kisselgoff „Það var alltaf svo mikil mennska í dansi Helga, einhver mannlegur þáttur í túlkun
Anna Kisselgoff, fyrrum aðaldansgagnrýnandi stórblaðsins New York Times, var fyrsti gagn-
rýnandinn, sem spáði Helga Tómassyni frama í dansheiminum þegar hann var ungur dansari í
New York. Hún fylgist enn vel með Helga og er á leiðinni til Íslands til þess að vera viðstödd
danssýningu hans á Listahátíð í Reykjavík 16. maí. Anna segir í samtali við blaðamann í New
York að Helgi sé virtur dansfrömuður á heimsmælikvarða sem ritað hafi nafn sitt á spjöld dans-
sögunnar, bæði sem dansari, listdansstjóri og danshöfundur.
Hjá Joffrey ballettinum 1962 til 1964. Hér má sjá Helga ásamt Elisabeth Carroll en þau voru aðaldansarar flokksins og í sum-
arvinnubúðum við heimili Rebekuh Harkness en stofnun hennar styrkti Joffrey ballettinn.
Í nokkrum hlutverkum með Harkness ballettinum árin 1964 tl 1969.
8 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók| Helgi Tómasson