Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 9
stór svæðisbundinn dansflokkur í það að vera einn af fjórum bestu dansflokkum Bandaríkj- anna, ásamt American Ballet Theater, New York City Ballet og Joffrey Ballet, að sögn Önnu Kisselgoff. Ástæðuna fyrir langlífi Helga í starfi segir Anna vera þann eindregna stuðning sem hann hefur. Að auki tíðkist ekki í Bandaríkj- unum að skipta um listdansstjóra á nokkurra ára fresti eins og venja sé sums staðar í Evr- ópu. “„Hérna eru ballettflokkar ekki rík- isstyrktir. Ameríska ballettflokka hafa menn byggt fyrir eigin atorku og oft reynist erfitt að fjármagna reksturinn. Þeir sem taka þátt í að setja á stofn ballettflokka eða blása nýju lífi í þá sem fyrir eru, eins og í tilviki Helga, vilja fylgja verkinu eftir.“ Anna segir þó að í fyrstu hafi Helgi ekki notið jafn eindregins stuðnings og nú. „Þegar Helgi tók við stjórnartaumunum voru uppi gagnrýnisraddir sem sögðust ekki vilja klassískan ballett eða ný-klassískan. Margir héldu að Helgi ætlaði sér að skapa eftirmynd af New York City Ballet en öllum að óvörum gerði hann það ekki.“ Hann hafi lagt mikla áherslu á að bæta klassíska tækni dansflokksins og þannig hafi hann laðað að sér frábæra dansara alls stað- ar að úr heiminum. „Dansarar verða að vera mjög góðir á öll- um sviðum til að komast að hjá San Franc- isco Ballet,“ segir Anna og bætir við: „Fólk heldur stundum að ballett sé íhaldsöm list- grein en það er ekki rétt. Hefðin felst í þjálf- uninni. Dansarar verða að fá góða hefð- bundna þjálfun en síðan er hægt að leggja hana til hliðar að vissu leyti og gera tilraunir og ég held að Helgi hafi skilið það.“ Anna Kisselgoff segir að árangur Helga Tómassonar með listdansflokkinn í San Francisco sé einstakur. Hann hafi á skömm- um tíma breikkað og bætt efnisskrána, fengið til sín dansara í hæsta gæðaflokki, bætt dansinn, aukið gæði ballettskólans og gert San Francisco Ballet að viðurkenndum dans- flokki um heim allan. „Helgi er virtur dansfrömuður á heims- mælikvarða sem ritað hefur nafn sitt á spjöld danssögunnar, bæði sem dansari, listdans- stjóri og danshöfundur.“ Ætlar til Íslands að sjá sýningu Helga á Listahátíð Síðan Helgi tók við listdansstjórn San Franc- isco Ballet hefur hann samið yfir 30 verk fyr- ir flokkinn. Anna segir að Helgi sé einstakur danshöfundur en eins og gefi að skilja séu sumir ballettar hans betri en aðrir. Sama gildi um aðra danshöfunda. Hún segist skipa honum sem danshöfundi í flokk með hinum danska Peter Martins og kanadíska danshöf- undinum James Kudelka. Anna Kisselgoff starfaði sem aðaldans- gagnrýnandi stórblaðsins New York Times í tæp 30 ár en hún lét af störfum árið 2006. Hún var fyrsti gagnrýnandinn sem spáði Helga Tómassyni frægð og frama í heimi list- dansins þegar hann var ungur dansari í New York. Er talið víst að mat hennar hafi átt sinn þátt í því hve vel var fylgst með honum næstu árin. Árið 2002 sæmdi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Önnu Kisselgoff Fálkaorðunni fyrir framlag hennar til dans- listar og fyrir að hafa öðrum fremur beint sjónum manna erlendis að Helga Tómassyni. Nú hefur Helgi sett saman sýningu með nokkrum af glæsilegustu verkum sínum sér- staklega fyrir Listahátíð 2007 í Reykjavík. Sýningin ber einfaldlega nafnið Helgi. „Ég hef séð tvö þessara verka, Concerto Grosso og 7 for Eight. Þau eru í ný- klassískum stíl þar sem áherslan er lögð á dansinn fremur en að segja sögu.“ Anna Kisselgoff ætlar að bregða sér til Ís- lands og verður viðstödd frumsýninguna í Borgarleikhúsinu hinn 16. maí. Hún ætlar svo að skrifa um sýninguna fyrir vefsetrið Voice of Dance, www.voiceofdance.com. „Helgi vill sýna gæði dansins. Ég gæti trú- að því að með þessari sýningu ætli Helgi að sýna ballettflokkinn sinn, en ekki sjálfan sig,“ segir Anna Kisselgoff að lokum. r á heimsmælikvarða“ n hans. Þrátt fyrir það að hann væri fullkominn dansari var hann aldrei vélrænn.“ Höfundur er búsettur í New York. Hjá New York City Ballet árin 1970 til 1984, ásamt Gelsey Kirkland í Four Bagatelles og í Coppelíu. »Hann fer sér að engu óðslega en er mjög sterkur stjórnandi. Það að hann sé hljóðlátur í fram- göngu þýðir ekki að hann sé feiminn eða óákveðinn. Ballettflokkur hans í San Francisco hefur komist til æðstu metorða í heimi list- dansins, þökk sé hans sterka persónuleika. Á sviðinu í Moskvukeppninni 1969.Með eiginkonu og syni á Markúsartorginu í Feneyjum 1968. Ljósmynd/Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir  12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.