Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2007, Blaðsíða 13
» Ég man samt eftir litlum strák. Hann hefur verið átta eða níu ára. Fimur. Hafði fallegar hreyfingar. Vestmannaeyingur. Mamma hans kom stundum með honum. Lágvaxin, svört á brún og brá. Fædd í Vík í Mýrdal, heyrði ég. Strák- urinn líktist henni. Sami augnsvipurinn. Þykkar augabrúnir. Einbeitni í svipnum. ffffffffffffffff mmmmmmmmm MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2007 13 Námskeið fyrir yngri nemendur (yngst 3 ára) og framhaldsnemendur: Ballet-leikskóli (ein kennslustund í viku, 3-4 ára) Ballet-forskóli (ein kennslustund í viku, 4-6 ára) Balletstig (2-3 kennslustundir í viku, 7 ára og eldri) Vetrarstarf skólans skiptist í tvær annir. Fyrir jól er tólf vikna námskeið og eftir jól er 12-14 vikna námskeið. Kennt er í Skipholti 35 í Reykjavík, og Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Innritun í síma 588 4960 og 567 8965. Í tilefni af heimsókn San Francisco-ballettsins verður sett upp í anddyri Borgarleikhússins sýning um feril Helga Tóm- assonar, allt frá því að hann steig sín fyrstu spor á sviði sem kornungur listdansnemi. Sýningin er samstarfsverkefni Leikminjasafns Íslands, Listahátíðar í Reykjavík og Borg- arleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem ferli þessa mikilhæfa listamanns eru gerð slík skil hér á landi. Nokkrar þeirra mynda sem verða á sýningunni eru birtar í Lesbók í dag í fyrsta sinn. Hönnuður sýningarinnar er Guðjón Ingi Hauksson, bróðir Helga, en sýningartexta skrifa þau Jón Viðar Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Sýning um feril Helga Tómassonar Helgi að kenna ungum dönsurum í San Francisco.Helgi hefur starfað við San Francisco ballettinn í rúm 20 ár sem listrænn stjórnandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.