Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Þýsku kvikmyndaverðlaunin voruafhent í Berlín nýverið, en þau nefnast Lola-verðlaunin. Tvær myndir báru höfuð og herðar yfir aðrar í tilnefningum, Ilmurinn: Saga af morðingja sem leikstýrt var af Tom Tykwer og Fjórar mínútur eft- ir Chris Kraus, en báðar hlutu þær átta tilnefningar. Sú fyrrnefnda, hin metnaðarfulla þver-evrópska sam- framleiðsla Ilmurinn, hlaut á end- anum sex verðlaun, þ. á m. fyrir kvikmyndatöku, klippingu, búninga og hljóð. Það var hins vegar fangels- isdramað Fjórar mínútur sem hlaut verðlaun sem besta mynd ársins en eins og sumir eflaust muna var hún sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík síðastliðið haust. Þess má geta að Ilmurinn hefur gengið af- skaplega vel í kvikmyndahúsum og hefur tekið inn ríflega 100 milljónir evra í aðgangseyri (tæpan helming þess í Þýskalandi) sem gerir hana sambærilega Hollywood-stór- smellum. Þetta þykir mörgum sýna fram á að evrópskir kvikmyndagerð- armenn eigi góðan möguleika í sam- keppni við Bandaríkin í gerð dýrra, stjörnum prýddra stórmynda.    Danski leik-stjórinn Morten Hartz Kaplers vekur mikla athygli um þessar mundir með „heimild- armynd“ sinni, AFR, þar sem Kaplers bregður sér einnig fram fyrir myndavélina og leikur vændis- og hústökukarl sem á í stormasömu ástarsambandi við sjálfan forsætis- ráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen (en titill myndarinnar samanstendur af upphafsstöfum nafns hans, líkt og Oliver Stone gerði í JFK). Forsætisráðherrann er klipptur inn í myndina úr gömlum fréttamyndum en þar fyrir utan samanstendur verkið af viðtölum við stjórnmálamenn sem þekkja Rasm- ussen ásamt sviðsettum atriðum þar sem vinir „hjónaleysanna“ tjá sig um sambandið. Mynd þessi þykir í ein- kennilegasta lagi en samt vel heppn- uð tilraunamynd og hlaut hún til dæmis verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Rotterdam fyrir skemmstu.    Þeir félagar Danny Boyle og AlexGarland vöktu talsverða athygli með ágætri uppvakningamynd sinni 28 dögum síðar árið 2002, en það sem kemur kannski meira á óvart er að framhald myndarinnar (sem þeir Boyle og Garland koma lítið nálægt) fær afskaplega góðar viðtökur þessa dagana, bæði í Bretlandi og Banda- ríkjunum, og er því þar haldið blá- kalt fram að myndin gefi forvera sín- um ekkert eftir, taki henni fram ef eitthvað er. Framhaldsmyndin heitir 28 vikum síðar og gerir á nýjan leik svanga uppvakninga að umfjöllunar- efni. KVIKMYNDIR Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Ég kunni að meta Tarantino. Svo varð égsautján. Svona breytast hlutirnir.“Þessi ágætu ummæli má finna inni ákvikmyndabloggi breska dagblaðsins Guardian, þeim hluta þess sem er helgaður nýju Tarantino-myndinni Grindhouse. Ekki er reynd- ar við hæfi að kenna myndina við Tarantino einan þar sem um er að ræða samstarfsverkefni hans og gamals vinar, Roberts Rodriquez, en Grind- house er í raun tvær myndir (Planet Terror og Death Proof) og safn sýnishorna fyrir myndir sem ekki eru til. Herlegheitunum er svo ætlað að endurskapa tilfinninguna fyrir því að vera í bandarísku sóðabíói á sjöunda og áttunda ára- tugnum, vera með öðrum orðum staddur inni í illa lyktandi kvikmyndahúsi þar sem B-myndir í misheilu ástandi streyma fram á tjaldið og ung- lingar, furðufuglar, rónar og dónar finna sér at- hvarf og sinn sérstaka ánægjuvaka (í stað vel þrifna samstæðubíósins þar sem maður er í raun og veru, algjörlega óhultur fyrir poppætunni á bekknum fyrir aftan). Þannig má sjá Grindhouse sem ákveðna tegund konseptlistaverks, óðs til horfins menningarkima, eða sem æpandi sýni- dæmi um unglingaveikina sem sumum finnst hrjá verk Tarantinos (en tilvitnunin hér að ofan er dæmi um slíkt viðhorf). En hvernig sem á mynd- ina er litið er ljóst að tilraunin gengur ekki upp, a.m.k. ekki eins og vonast var til. Grindhouse „floppaði“ í Bandaríkjunum og ýmislegt benti til að sjálf hugmyndin sem liggur að baki verkinu færi hvorki vel ofan í kvikmyndaáhugamenn né gamla aðdáendur Tarantinos. Þannig var löng, ítarleg og vel skrifuð grein birt í Guardian nýverið sem fjallaði um þá tegund hryllingsmynda sem stundum eru kallaðar „gorno“ (bland af „gore“ og „porno“, eða pynt- ingaklám) og þótti greinarhöfundi Grindhouse einkar gott dæmi um vitleysingsganginn og smekkleysið sem þar ræður ríkjum (nokkur ný- leg dæmi sem greinin nefndi um slíkar myndir eru Hostel, Wolf Creek og Devil’s Rejects). Þá hafa verið markaðssett leikföng úr myndinni, hasarkarlar eða fígúrur byggðar á ákveðnum persónum, en ein þeirra hefur vakið afar nei- kvæða athygli, fígúra sem nefnd er Rapist Num- ber One (Nauðgari eitt), og hefur löggjafar- samkunda í Alaska-ríki Bandaríkjanna farið þess á leit að leikfang þetta verði tekið úr umferð (en þess má geta að Tarantino sjálfur leikur Rapist Number One í Planet Terror). Þá er neikvæð umfjöllun afar áberandi á áðurnefndri bloggsíðu Guardian þar sem enginn virðist að vísu nenna að tala um Robert Rodriquez (ekki að furða svo sem) en öll spjót beinast að Tarantino, sem iðu- lega er talað um sem „fyrrum svalan“ leikstjóra (á ensku myndi það kallast að vera „has-been“). Svo slæmt hefur gengi myndarinnar verið í Bandaríkjunum að dreifing hennar á heimsvísu er komin í uppnám. Ekki er víst hvernig eða hve- nær myndin fær víða dreifingu í Evrópu, komu hennar á Englandsmarkað var nýlega seinkað ótímabundið og nokkuð ljóst er að hún verður ekki sýnd í upphaflegri þriggja klukkustunda gerð. Þetta er að mörgu leyti sérkennileg staða fyrir Tarantino sem hér virðist í fyrsta skipti vera að horfa upp á verk eftir sig sligast undan eigin sjálfsmeðvituðum þunga og hverfa spor- laust. Lokaorðin ætla ég að láta ónefndum bloggara á Guardian-vefnum eftir: „Getum við þar fyrir ut- an verið vissir um að Tarantino og Rodriquez hafi alltaf hangið í sóðabíóum? Voru þeir ekki að- eins of ungir og of miklir aumingjar fyrir það? Ég hélt alltaf að þeir hefðu horft á allt þetta dót á vídeó.“ Tarantino hver? SJÓNARHORN » Þannig var löng, ítarleg og vel skrifuð grein birt í Guardian nýver- ið sem fjallaði um þá tegund hryllingsmynda sem stundum eru kallaðar „gorno“ (bland af „gore“ og „porno“, eða pyntingaklám) og þótti greinarhöfundi Grindhouse einkar gott dæmi um vitleysings- ganginn og smekkleysið sem þar ræður ríkjum … Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Á rið 1995 var frumsýnd lítil mynd eftir lítt þekktan leikstjóra og átti hún eftir að verða ein af lykil- myndum áratugarins. Se7en segir frá leit lögreglumannanna David Mills (Brad Pitt) og William Somerset (Morgan Freeman) að raðmorðingj- anum John Doe (Kevin Spacey) sem myrðir fórn- arlömb sín á afar óhugnanlegan hátt, en hvert þeirra um sig er í augum hans persónugervingur einnar dauðasyndanna sjö. Sakir úthugsaðrar fléttu og sjokkerandi dauðdaga fórnarlambanna varð Se7en fljótt að svokallaðri „költ-mynd,“ en myndin gerir nú annað og meira en að stuða áhorf- endur. Se7en hlýtur að teljast eitt helsta verk þeirra mynda sem sótt hafa í brunn hinna bölsýnu rökkurmynda eftirstríðsáranna og eru oft einfald- lega nefndar nýrökkurmyndir. Í þeirri myrku borg sem Mills og Somerset leita í Doe er enga sól- arglætu að finna og það rignir, rignir og rignir. Þetta er heimur sem á sér ekki viðreisnar von og endirinn er eftir því. Ef handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker fékk verðskuldaða athygli fyrir úrvalshandrit (þótt lítið hafi reyndar orðið úr ferli hans síðar meir), beindist sviðsljósið sérstaklega að leikstjóranum David Fincher sem var nú hampað sem ein- hverjum mikilvægasta leikstjóra Hollywood. Að baki þessari skyndilegu frægð býr þó nokkuð löng forsaga sem rétt er að gefa eilítinn gaum. Auglýsingar og tónlistarmyndbönd David Fincher sem fæddist árið 1962 fékk snemma áhuga á kvikmyndalistinni og vann minniháttar störf víða í bransanum þegar hann komst á fullorðinsár. Um miðjan níunda áratuginn byrjaði hann að leikstýra auglýsingum og í fram- haldi tónlistarmyndböndum. Um nokkra hríð var hann á meðal helstu leikstjóra Propaganda Films þeirra Steve Golin og Sigurjóns Sighvatssonar, sem um margt bar af í gerð slíks efnis. Hefur Finc- her m.a. leikstýrt tónlistarmyndböndum stór- stjarna sem Madonnu, George Michael, Aeros- mith, Rolling Stones og Michael Jackson og auglýsingum fyrir fjölmarga fyrirtækjarisa, t.d. Nike, Budweiser, Heineken, Motorola og Levis. Fremur en að draga fram áralanga reynslu Finc- her er tilgangurinn með þessari upprifjun að benda á hversu margt í kvikmyndagerð hans megi einmitt rekja til þessa bakgrunns. Titilsenur mynda Fincher eru t.a.m. með þeim magnaðri sem fyrirfinnast og eru hreinlega sem sjálfstæð verk (líkt og auglýsing eða tónlistarmyndband) og má hér nefna sérstaklega titilsenu Se7en sem oft er talin undir miklum áhrifum tilraunakvikmynda- gerðarmannsins Stan Brakhage – og ekki að ástæðulausu. Titilsenurnar eru þó aðeins ýktari útgáfa af almennri stílfæringu þar sem mikil áhersla er lögð á myndræna uppsetningu, óhefð- bundin sjónarhorn, hugvitssamlega klippingu og oft byltingarkennda kvikmyndatöku (með aðstoð tæknibrellna). Þótt hún kunni ekki að virðast svo við fyrstu sýn, er mynd á borð við Se7en um margt rökrétt framhald leikstjóra sem alinn er upp við gerð myndbanda og auglýsinga. Það sem stingur aftur á móti í stúf er fyrsta leik- stjórnarverkefni Fincher Alien³ (1992), nema kannski í ljósi þess að Alien var leikstýrt af Ridley Scott sem er um margt forveri Fincher og með svipaðan bakgrunn í auglýsingagerð. Engu að síð- ur er það með ólíkindum að Fox-kvikmyndaverið skylda ráða Fincher í gerð slíkrar stórmyndar, enda kom það á daginn að Fox treysti alls ekki leikstjóranum og einkenndist framleiðslusaga myndarinnar af mikilli valdabaráttu á milli leik- stjóra og stúdíós. Myndin hlaut og blendnar við- tökur þegar hún var frumsýnd – en sjálfum hefur mér alltaf þótt þetta afbragðsfín mynd – og virtist ekki gefa fögur fyrirheit um framtíð Fincher í Hollywood – allt þar til Se7en var frumsýnd þrem- ur árum síðar. Tilraunakennd slagsmál Fight Club (1999) var ekki einungis staðfesting á ótvíræðum hæfileikum Fincher heldur texti sem tekinn var til samfélagslegrar umræðu vestra þótt aðsókn á myndina hafi ekki staðið undir vænting- um. Þjakaðir og dofnir af firringu nútímasam- félags stofna sögumaður (Edward Norton) og fé- lagi hans Tyler Durden (Brad Pitt) slagsmálaklúbb, sem þróast svo í hrein og klár hryðjuverkasamtök. Myndin varð strax nokkuð umdeild sakir grófra ofbeldisatriða og þótti sum- um menningarrýnum hún jafnframt einkennast af kvenfyrirlitningu. Á meðan því verður ekki neitað að kynjapólitík myndarinnar sé á afar gráu svæði er Fight Club flókinn og margbrotinn texti þar sem ekki er allt sem sýnist (í margvíslegum skiln- ingi). Hún tekur til umræðu stöðu karlmennsk- unnar í samfélagi nútímans og verður seint sagt að hún upphefji gróft ofbeldið. Hvað varðar stíl og fléttu gengur hún skrefi lengra en Se7en og er með tilraunakenndari kvikmyndum sem fram- leiddar hafa verið í Hollywood. Minna fór fyrir The Game (1997) sem þó var af- bragðsmynd og þematískt séð ákveðið millistig á milli Se7en og Fight Club í áherslu sinni á óljós mörk raunveruleika og skáldskapar/leiks. Öllu síðri var fimmta mynd Fincher Panic Room (2002), ef frá er talin mögnuð titilsena, þar sem Jodie Foster leikur móður sem heldur verndarhendi yfir dóttur sinni eftir að ræningjar leggja undir sig heimili þeirra. Myndin sú var ákveðið mótsvar við þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfar Fight Club, auk þess sem að í raun höfðu allar myndir Fincher snúist um karlmenn (ef frá er talin Alien³ en eina kvenpersóna hennar er hálfgerður staðgengill karlhetju hasarmyndanna). Undanfarin ár hefur Fincher einbeitt sér að gerð auglýsinga og tónlist- armyndbanda, en nú er loksins komin í kvik- myndahús ný mynd frá honum þar sem hann hverfur aftur til umfjöllunarefnis Se7en en Zodiac fjallar einmitt um samnefndan raðmorðingja. Tilraunir með fléttu og form Í gær hófust sýningar á kvikmyndinni Zodiac sem fjallar um samnefndan raðmorðingja. Mynd- inni leikstýrir Bandaríkjamaðurinn David Finc- her sem er hér á kunnuglegum slóðum líkt og greina má í þessari samantekt um leikstjórann. Zodiac David Fincher sem fæddist árið 1962 fékk snemma áhuga á kvikmyndalistinni og vann minni- háttar störf víða í bransanum þegar hann komst á fullorðinsár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.