Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 11
Ungur nemur, gamall temursegir máltækið og víst er að
lestraráhugi á unga aldri hefur
töluverð áhrif á lestrarafköst á full-
orðinsárum. Og líklega er það fátt
sem ungir lesendur kunna betur að
meta en góðar ævintýrasögur. Hjá
Vöku-Helgafelli er nú komin út
fyrsta bókin í bókaflokknum Tay-
nikma og geymir hún tvær sögur,
Þjófinn og Rotturnar. Sögurnar
gerast í spennandi ævintýraheimi,
en Taynikma er í senn hefðbundin
saga og teiknimyndasaga og er því
einkum ætlað að höfða til stráka á
aldrinum 7–14 ára. Aftast í fyrstu
bókinni er síðan að finna 8 síðna
teikniskóla þar sem lesendum er
kennt að teikna persónur bók-
arinnar og ævintýraheiminn sem
þær hrærast í. Lesendur geta þá
einnig tekið þátt í teiknisamkeppni
og hlotið bækur að launum. Höf-
undar Taynikma-bókanna eru þau
Jan Kjær og Merlin P. Mann, en á
Íslandi koma þær út í þýðingu
Margrétar Tryggvadóttur.
Sögur umprinsessur
geta líka verið
vinsæl lesning
hjá vissum les-
endahópi, en út
er nú komin í
kiljuformi hjá
JPV bókin Dag-
bók prinsessu
eftir bandaríska
metsöluhöfundinn Meg Cabot í
þýðingu Eddu Jóhannsdóttur. Þar
segir frá Míu Thormopolis sem fær
dag einn þær óvæntu fréttir að hún
sé prinsessa.
Að lesa sögu sem nær eingönguer sögð í myndum getur virk-
að nokkuð truflandi og fært lesand-
ann aftur til unga aldurs – allt að
því aftur til þess tíma er hann var
enn ólæs. Sögur Andrzej Kli-
mowski geta haft nákvæmlega
þessi áhrif og er bók hans Horace
Dorlan vel lýst með þessum hætti.
En þar hefur Klimowski tekið 110
ætimyndir, flestar án orða, og ofið
þeim saman við texta. Áhrifin eru
heillandi en truflandi um leið og
verkið marar fyrir vikið á mörkum
myndlistar og bókmennta.
Alltaf er töluverð gróska ljóða-bókaútgáfu þó sjaldnast fari
jafn mikið fyrir þeim á bóksölu-
listum og skáldsögum. JPV útgáfa
hefur nú sent frá sér tvær ljóða-
bókina, annars
vegar Glæpaljóð
eftir Kristian
Guttesen sem
geymir 54 ljóð
Guttesen sem
m.a. er með próf
í hugbún-
aðarverkfræði
frá Glamorgan-
háskólanum í
Wales og rit-
stýrði tímaritinu Eclipse þegar
hann var við nám þar. Hin ljóða-
bókin nefnist Enn sefur vatnið og
er eftir Valdimar Tómasson, hún
hefur að geyma 32 ljóð og er fyrsta
ljóðabók Valdimars, sem þó hefur
fengist við ljóðasmíðar og ljóðaþýð-
ingar um allnokkurt skeið, en hann
þýddi m.a. bók Inger Christensen
Ljóð um dauðann.
Meðal þýð-inga á ljóð-
um erlendra
skálda sem gefin
hafa verið út hér
á landi nýlega
má nefna Nætur-
flug og önnur
ljóð eftir Ted
Kooser kemur út
hjá Brú í þýð-
ingu Hallbergs Hallmundssonar og
einkennist af látleysislegum mynd-
hvörfum úr daglegu lífi höfund-
arins í Nebraska.
BÆKUR
Meg Cabot
Ted Kooser
Kristian Guttesen
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
Jesús og Júdas Ískaríot eru æskuvinir, þeireru saman í trúarbragðafræðslu og upp-götva margt um veröldina á sömu augna-blikum. Jesús er klár, Júdas forvitinn. Svo
skilja leiðir, Jesús þjálfar sig í predikunum og spá-
mennsku, Júdas verður eftir heima og kvænist.
Þegar Júdas missir eiginkonu sína kemur Jesús til
útfararinnar og í kjölfarið ákveður Júdas – ráð-
villtur af harmi – að fylgja honum. Þar með er þó
ekki sagt að hann trúi því að æskuvinur hans sé
Messías.
Hvernig væri saga Jesú Krists ef hún væri sögð
frá sjónarhóli Júdasar Ískaríots? Kannski eins og
nýjasta skáldsaga C.K. Stead, sem þegar hefur
vakið athygli og byrjað er að þýða á aðrar tungur.
Bókin heitir My Name Was Judas, og sögumaður
er svikarinn frægi Júdas Ískaríot, 40 árum eftir
krossfestingu Krists. Júdas er þá um sjötugt og
rifjar upp ævi sína, sem á köflum slær saman við
frásagnir þær sem við þekkjum úr guðspjöllum
Biblíunnar.
„Hugmyndin lét mig ekki í friði eftir að hún
byrjaði að mótast í höfðinu á mér, út frá setningu
sem konan mín lét falla. Ég vissi að þetta yrði full-
kominn efniviður fyrir skáldsagnahöfund eins og
mig, guðspjöllin þegja um svo margt og það er æsi-
spennandi að fylla í eyðurnar,“ sagði Stead þegar
skáldsagan kom út á króatísku í vikunni, en af því
tilefni las hann upp í Zagreb.
Guðspjöllin gefa tvær útgáfur af afdrifum Júd-
asar. Stead mat það svo að fyrst önnur væri áreið-
anlega röng gætu þær allt eins báðar verið rangar.
„Þannig ég ákvað að hann hefði hvorki hengt sig né
horfið, heldur lifað til hárrar elli og liti nú til baka.
Þannig má lýsa aðferðinni sem Stead beitir í bók-
inni, hann velur atvik úr guðspjöllunum, sleppir
öðrum, og prjónar svo inn áður ókunna – og býsna
sannfærandi – frásögn af persónunni Júdasi, per-
sónunni Jesúsi, hvernig þeir komast til þroska og
lenda loks í hinum sögufrægu atburðum – allt frá
brúðkaupinu í Kana til krossfestingar Jesúsar.
Svik Júdasar í bókinni felast ekki í því að hann
selji Krist í hendur óvina sinna – sú sena er alls
ekki í skáldsögunni – heldur einfaldlega í því að
hann efast um að Jesús sé Kristur. Hann er allan
tímann yfirvegað vitni, sem gerir raunsæja grein
fyrir atburðum. Hann trúir því ekki að Jesús breyti
vatni í vín og því síður að Jesús rísi upp frá dauð-
um. Samt segir hann frá því og öðru sem gerist fyr-
ir framan nefið á honum. Að mati Stead eru þetta
spurningar sem blasa við nútímafólki – hvað gerð-
ist og hvernig? „Þetta er athyglisvert rannsókn-
arefni, að hve miklu leyti trúum við frásögnum
Biblíunnar og að hve miklu leyti kjósum við að lesa
þær sem táknfræði?“
Sjálfur er hinn 74 ára Stead að eigin sögn „vel
menntaður efasemdamaður“ að því leyti að hann
hefur lengstan hluta starfsævinnar kennt enskar
bókmenntir. „Kristin trú hefur mótað bókmennt-
irnar og bókmenntirnar mig,“ segir hann. Faðir
hans var kaþólikki sem sótti aldrei kirkju, móðir
hans talaði aldrei um trú og amman, sem einnig bjó
á heimilinu, var trúlaus kommúnisti af gamla skól-
anum, sammála Marx um að trúarbrögð væru óp-
íum fólksins. „Ég trúi ekki sjálfur,“ sagði Stead.
„Hins vegar get ég ekki sagst vera aþeisti, því það
hugtak gengur ekki upp. Þegar einhver spyr mig
“Trúirðu á Guð?“ get ég ekki sagt nei, því þá er ég
persónulega að afneita einhverju en samþykkja um
leið að það sé til. Þegar ég er spurður hvort ég trúi
á Guð get ég ekki svarað, því ég veit ekki hvað
spurningin merkir.“
Stead, sem er einn af þekktustu ljóðskáldum og
skáldsagnahöfundum Nýja-Sjálands, og lesinn víða
um heim, segist undir það búinn að bókin komi ein-
hverjum í uppnám en það sé ekki tilgangur hennar
að stuða. „Helst gæti ég trúað að persónusköpun
Maríu fari í taugar fólks, en hún er ekki úr lausu
lofti gripin. Jesús segir fremur fátt um móður sína í
guðspjöllunum og þá er það helst eitthvað nei-
kvætt, eins og nærvera hennar trufli hann. Úr því
hráefni kveðst Stead hafa smíðað „samband nett
taugaveiklaðrar móður og flugmælsks sonar henn-
ar“.
Nútímavísanir eru fáar í bókinni (ein þeirra er að
Rómverjar kalla róstursmenn í Jerúsalem hryðju-
verkamenn; „Ég ímynda mér að þeir segi „terror-
istar“ með sterkum Texas-hreim,“ segir Stead) en
My Name Was Judas er tvímælalaust bók fyrir nú-
tímafólk, jafnt trúað sem efagjarnt, því vonin um
eitthvað æðra og þörfin fyrir sannanir fylgir okkur
enn – auk þess sem afbygging klassískra texta
bræðir saman heimspeki og húmor samtímans.
Jesús, hvað er að sjá þig?
» Svik Júdasar í bókinni felast
ekki í því að hann selji Krist í
hendur óvina sinna – sú sena er
alls ekki í skáldsögunni – heldur
einfaldlega í því að hann efast um
að Jesús sé Kristur.
ERINDI
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
F
árið í kringum Da Vinci lykil Dan
Browns hefur hrundið af stað
bylgju í útgáfu spennusagna með
sögulegu ívafi og eins og gefur að
skilja eru gæði þessara bók-
mennta misjöfn. Síðasti musteris-
riddarinn eftir Raymond Khoury er bók sem er
dæmd til að vera tengd við fyrrnefnda bylgju
enda er hún sjaldan nefnd á nafn án þess að
minnst sé á lykilinn fræga. Hér er á ferðinni harð-
soðin spennusaga sem fylgir öllum kúnstarinnar
reglum.
Sagan hefst með
miklum látum; eld-
glæringum og blóðs-
úthellingum í hinni
heilögu Jerúsalem
ár-ið 1291, þegar
borgin er um það bil
að ganga vest-
urveldum úr greip-
um. Þar fylgjumst við
með ungum must-
erisriddara kljúfa
höfuðkúpur og aðra
líkamshluta á óvinum
sínum þar til öll von
er úti um að koma í
veg fyrir fall borgarinnar. Meistari hans felur
honum að bjarga kistu einni og koma henni úr
borginni í öruggt skjól. Riddarinn hlýðir því og
siglir á brott með kistuna.
Víkur þá sögunni yfir í nútímann, í Metropolit-
ansafnið í New York, þar sem verið er að opna
viðamikla sýninga á fjársjóðum Vatíkansins sem
aldrei hafa verið sýndir. Sökum viðfangsefnis
sýningarinnar er hún talin í sérstakri hættu gagn-
vart hryðjuverkaárás og hafa því verið gerðar
varúðarráðstafanir. Sá ótti reynist réttmætur en
enginn gat þó átt von á því sem koma skyldi; uppi
verður fótur og fit þegar fjórir riddarar í fullum
herklæðum koma aðvífandi, ríðandi á hestum inn
á safnið. Vopnaðir sverðum berjast þeir við hvern
þann sem reynir að stöðva þá þar til þeir hafa náð
gripnum sem þeir sóttust eftir. Tess Chaykin,
ungur og fallegur fornleifafræðingur, er stödd í
safninu þegar lætin ganga yfir og fylgist skelf-
ingu lostin með hinu einkennilega sjónarspili.
FBI-útsendarinn Sean Reilly er fenginn til að
rannsaka málið og nýtur þar aðstoðar fornleifa-
fræðingsins.
Bókin er sem fyrr segir harðsoðin spennusaga
sem fylgir formúlunni fast eftir. Kaflarnir eru all-
ir knappir og enda gjarnan á mjög spennu-
þrungnu augnabliki – því sem breskir kalla „cliff-
hanger“ – og neyðir lesandann til að byrja á
næsta kafla. Það er ekki að ástæðulausu sem að
Da Vinci lykillinn loðir við þessa bók. Fyrir utan
knappa frásagnartækni og hraða atburðarás þá
er margt sem er ansi keimlíkt með bókunum
tveimur. Báðar fjalla um samsæri kirkjunnar og
stórkostlegt leyndarmál sem
varðar Jesú Krist. Must-
erisriddarar leika stórt hlut-
verk og eins er mikið leikið sér
með táknfræði í bókunum
tveimur. Og að sjálfsögðu fær-
ist sífellt meiri spenna og ást í
samband aðalpersónanna
tveggja meðfram því sem
spennan eykst í meginfrásögn-
inni. Bókin er þó frábrugðin Da
Vinci lyklinum að því leyti að
konan, Tess Chaykin, skipar
veigameira hlutverk í að leysa
gáturnar og í rauninni er karl-
inn, Sean Reilly, í auka-
hlutverki. Svo er þessi bók
nokkuð blóðug og ofbeldið held-
ur myndrænt – minnir jafnvel á
lýsingar úr Íslendingasög-
unum.
Síðasti musterisriddarinn er
fyrsta bók höfundarins Ray-
mond Khoury. Hann er fæddur
og uppalinn í Líbanon en þegar
borgarastríðið braust þar út ár-
ið 1975 fluttist hann til New
York. Nokkrum árum síðar
sneri hann aftur til Líbanons en
fluttist svo til London þegar
annað borgarastríð braust út í
Líbanon árið 1984. Hann starf-
aði um tíma sem myndskreytir
barnabóka og lauk síðar námi í
viðskiptum. Eftir nokkur ár í
viðskiptaheiminum byrjaði
hann að starfa við kvikmynda-
iðnaðinn, sem handritshöf-
undur og framleiðandi, ýmist í
Hollywood eða London. Um
þessar mundir er hann að vinna
að annarri skáldsögu sem er
væntanleg í haust.
Í Síðasta musterisridd-
aranum beitir höfundur sömu brögðum og eru
notuð í títtnefndri bók Dan Browns við að stuða
og hrífa lesandann og keyra hann áfram í gegnum
hraða atburðarásina. Og þeir sem hrifust af Da
Vinci lyklinum ættu samkvæmt öllu að hrífast af
þessari líka. (Einnig mætti nefna bækur Umberto
Eco, Í nafni rósarinnar og Pendúll Foucaults í
þessu samhengi, en það má segja þessar bækur
Ecos hafi lagt grunninn fyrir Da Vinci lykilinn og
öll þau afsprengi sem fylgt hafa í kjölfarið.) Á
móti kemur að bókin verður fyrir vikið dálítið fyr-
irsjáanleg og afhjúpunin sjálf missir því máttinn.
Það er vissulega einfalt að afgreiða bókina sem
eitthvert afsprengi Da Vinci fársins en þrátt fyrir
allt er Síðasti musterisriddarinn prýðileg lesning
sem gerir sitt gagn.
Í frelsarans slóð
Síðasti musterisriddarinn er söguleg spennu-
saga í anda Da Vinci lykilsins og segir frá forn-
leifafræðingnum Tess Chaykin og FBI-útsendar-
anum Sean Reilly sem sogast inn í leynda sögu
krossfaranna. Um er að ræða fyrstu bók höfund-
arins Raymond Khoury en hann hefur starfað
um nokkurn tíma sem handritshöfundur fyrir
kvikmyndir og sjónvarp. Síðasti musterisridd-
arinn kom út í Bretlandi fyrir tveimur árum og á
þessu ári var hún gefin út hjá JPV í íslenskri
þýðingu Sölku Guðmundsdóttur.
Kirkjusamsæri Höfundur beitir sömu brögðum og eru notuð í títt-
nefndri bók Dan Browns við að stuða og hrífa lesandann og keyra
hann áfram í gegnum hraða atburðarásina.