Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók ! „Útvarp Reykjavík, klukkan er tuttugu mínútur gengin í eitt, nú verða sagðar fréttir. Í frétt- um er ekkert helst, þær eru ekkert merkilegar, eiginlega frekar litlausar, ekkert mark- vert, fátt frásagnarvert, sami grautur í sömu skál, þær eru kannski svolítið sætar og krúttlegar, en ekkert sérlega dramatískar.“ Mikið hrikalega passar nýja fréttastef ríkisútvarpsins illa við fréttatímana sem þjóðin hefur löngum talið þá traustustu og bestu í íslensku útvarpi. Það er engin leið að venjast því. Það er svo laust við fréttakarakter, að manni finnst varla taka því að hlusta á fréttirnar. Það kall- ar ekki á mann að koma og leggja við hlustir og biður mann eiginlega að vera ekkert að ómaka sig. Hvernig datt ykkur í hug, kæra út- varpsfólk, að skipta út góðu fréttastefi, fyrir stef sem sem hæfir flestu betur en fréttalestri í ríkisútvarpinu? Stefið er gott, því er ekki að neita, en það er ekki fréttastef. Það hvíslar, það er látlaust og rislítið, það fer lítið fyrir því, og það vantar þann sterka karakter trausts og trúverðuglega – að maður tali nú ekki um myndugleika – sem fyrra stefið hafði, og endurspeglaði svo sann- arlega álit almennings á fréttastofu hljóðvarps. Þess vegna er það svo skelfi- lega á skjön við það sem það boðar: að nú muni fréttastofa hljóðvarps, sem hef- ur notið mikillar virðingar og trausts, færa þjóðinni ferskar og vel unnar frétt- ir. Það er vissulega þörf á að fastir þættir í útvarpi skipti um stef endrum og sinn- um, og því er ekki andmælt hér. En breytingin verður þó að vera til batn- aðar, skyldi maður ætla. Stef lúta allt öðrum lögmálum en tón- list. Þau eru tónlist við fyrstu kynni, en gegna mjög sértæku hlutverki þar sem fyrsta krafa er ekki um listrænt gildi. Hlutverk stefja er að vera eins konar kennileiti þess sem þau standa fyrir eða boða. Þau eru áminning og tákn þess sem þeim er ætlað að minna á. Frétta- stef verður að geta staðið sem trúverðug ímynd fréttatímans, eða hljóðrænt ígildi hans. Þess vegna er nýja fréttastefið, elskulegt og sætt, í hrópandi mótsögn við það sem það táknar: fréttirnar. Annars er það merkilegt hve notkun á stefjum og uppfyllingartónlist er enn rysjótt á Íslandi. Enn er verið að búa til sjónvarps- og útvarpsþætti og heim- ildamyndir, þar sem tónlistarvalið er í grundvallaratriðum á skjön við innihald þeirra. Hér var lengi í tísku að skreyta heimildaþætti með tónlist Bachs, helst Brandenborgarkonsertunum. Skipti þá engu hvort viðfangsefni þáttanna var sjósókn á Skipaskaga um þarsíðustu aldamót, eða annað. Tónlist Bachs er auðvitað falleg, og hefur líka yfir sér – vegna þess hve lógísk hún er – traust yf- irbragð sanninda og reglufestu, en hún gengur ekki hvar sem er, frekar en ann- að. Þá datt einhverjum í hug að nota hljómsveitartónlist Jóns Leifs við ís- lenska náttúruþætti, og vegna karakters síns og eðlis féll hún auðvitað eins og flís við rass en var ekki í huglægu stríði við myndefnið eins og Bach. En Jón Leifs hefði að sama skapi verið í stórstyrjöld við myndefni sitt, hefði hann verið not- aður í mynd um japönsk skrautfiðrildi. Oftast tekst best til þegar stef og stemmningsmúsík eru samin sér- staklega fyrir hvert tilefni, og útvarpinu á að sjálfsögðu að hrósa fyrir hafa lagt fé í smíði fréttastefs. Það væri reyndar gaman að heyra fleiri „nýsmíðar“ í stefjasafni RÚV. Hlaupanótan á Rás eitt fékk nýtt stef í fyrra. Vel smíðaðir þætt- ir með góð nöfn kalla á góð stef, sem ríma við efni þeirra og innihald. Hrópað í hljóði! UPPHRÓPUN Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com F lesta daga má finna í miðju ís- lenskra dagblaða sérrit sem liggja þar í vari fyrir stormum heimsins, örugg inni í hýsl- inum. Fasteignasölur skýla sér á bak við sunnudagsblað Fréttablaðsins, fjármálamarkaðurinn hlífir sér með miðvikudags- og fimmtudagsútgáfum Fréttablaðs og Mogga og Blaðið skýtur skildi yfir jafnt fróðleik um snyrtingar sem gröfur. Oft vill fara líkt og þegar maður fær sér epli. Maður borðar gómsætan ávöxtinn en hendir svo kjarnanum. En kjarni málsins hlýtur að vera í miðjunni. Maður brýst jú að honum í von um skilning á heiminum. Mörg þessara miðju- blaða eru að því leyti ólík venjulegum fjöl- miðlum að þar þarf ekki að velkjast í vafa um „tengslanet“ fréttanna. Þar þarf ekki að hugsa um hvort tilburðir séu uppi við að fela hags- munapot, fingraför almannatengslafulltrúa, eineltinga og spunadoktora. Sérblöðin eru svo augljóslega bundin ákveðnum hagsmunum og stefnumiðum að þar þarf ekki að lesa á milli lína. Blað nemenda við HR er bara málgagn þeirra. Remax-kálfurinn er bara blað með fast- eignaauglýsingum. Og blað Samorku er bara það sem það er. Sannleikurinn í miðju Mogg- ans um orkumál landsins. Samorka er samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, stofnuð árið 1995. Samorka er alhliða hagsmunasamtök fyrir orku- og vatnsveitur landsins. Félagið stuðlar að frangangi sameig- inlegra hagsmunamála, það er vettvangur upp- lýsingagjafar gagnvart stjórnvöldum og al- menningi, það fræðir og kannar. Ekki er víst að allir lesendur Morgunblaðsins sem 19. maí fengu sent blað Samorku, „Íslensk orka“, hafi litið svo á að þarna væri kjarninn í fréttaflutn- ingi dagsins kominn. Að mörgu öðru var að hyggja svo sem. Glannaleg stjórnmálaskýring Agnesar Bragadóttur á innanhússerjum í Framsóknarflokknum var hýðið. Ávöxturinn viðtal við útgerðarmanninn á Flateyri, Hinrik Kristjánsson, sem kvótakerfið knésetti og seldi Gvendi vinalausa allt klabbið svo nú er Flateyri búið spil. Þegar nær dró kjarnanum varð á vegi manns Lesbókin þar sem konungshjón krútt- kynslóðarinnar, Kjartan í SigurRós og María Huld Markan í Anima, veittu áheyrn. En ekk- ert af þessu var kjarninn, ekkert af þessu var að segja annað en það sem gerist í skammtím- anum eða miðtímanum, og er okkur þegar kunnugt. Sjálfur langtíminn, eins og Einar Már Jónsson sagnfræðingur og stórsnillingur í París kallar það, var hins vegar fólginn í blaði Samorku. Þar voru undir svona ein kannski 300–400 ár. Þar var svo sannarlega komið að kjarnanum. Þannig er okkur boðið í tímaferð. Fyrst aftur á bak, svona 250 ár aftur í tímann, aftur fyrir iðnbyltingu þegar jarðefnaeldsneytið sem nú er búið að brenna og sleppa út í andrúmsloftið var enn bundið í bergi og jörð. Þá var einhvers- konar jafnvægi við lýði (sem þeirra tíðar fólk upplifði reyndar ekki þannig, opnið nánast hvaða bók sem er frá 17. og 18. öld og sá áleitna hugsun að heimurinn sé í rammri kreppu rís af síðunum) en iðnbyltingin spillti því. Höfundar Samorkublaðsins eru hins vegar á því að iðn- byltingunni sé hvergi nærri lokið. Við megum ekki nema staðar. Ógnarkraftar Sögunnar hafa mannkyn á valdi sínu og beita því fyrir sinn mikla sigurvagn. Það hefur enginn neitt um það að segja að álþörf heimsins eykst um 4% á ársgrundvelli. Það er ekki okkar að skilja af hverju útrás og þekkingaröflun grundvallast á stöðugt nýjum virkjunum sem útheimta að æ stærri hluti landsins verði nýttur til orkufram- leiðslu. En það sem þó skiptir mestu er að þetta hegelíska sögudrama sem „Íslensk orka“ lýsir er nú þessi misserin að ná áður óþekktu risi. Fyrir framan augun á okkur á sér stað eitt stærsta undur í sögu nútímans. Hin mikla „Aufhebung“ þegar hinar ýtrustu andstæður jafnvægisleysis iðnbyltingarinnar og jafnvæg- isins fyrir iðnbyltingu hverfa fyrir framan aug- un á okkur vegna möguleika íslenskrar tækni. Flytjum okkur nú svona 50 til 100 ár fram í tímann. Jafnvægi er komið á orkubúskap hluta mannkyns. Sérstaklega þar sem endurnýj- anlegir orkugjafar hafa verið nýttir og end- urbættir af hinum miklu sögukröftum sem þrýsta rás viðburðanna stöðugt framávið. Fyr- ir vikið er komið á sama jafnvægi og fyrir iðn- byltingu. Fyrir vikið hefur tekist að beisla loftslagsbreytingarnar ógurlegu. Og þetta er ekkert grín. Þannig lýsa höfundar greinanna í Samorkublaðinu sögunni og rás hennar. Á aðra hönd gríðarlegir frelsandi kraftar sögunnar sem með vélum og tækni færa birtu og yl í hvert hús og stefna ávallt fram. Á hina hönd hræðilegt ójafnvægi (mynd af ísbirni – við sem horfðum á jarðarþætti BBC fáum sting í hjart- að) sem iðnbyltingin hefur valdið. Sögulegt hlutverk orkufyrirtækjanna er að koma skikki á þessi mál. Beisla krafta sögunnar og ná jafn- vægi í orkubúskap mannkyns. Og það sem meira er: Það er mögulegt! Það borgar sig að skoða kjarnann betur.Þá sést að við lifum á ótrúlegum tímum. Við erum vitni mikillar sögu. Borðum kjarnann! Morgunblaðið/Brynjar Gauti FJÖLMIÐLAR » Sjálfur langtíminn, eins og Einar Már Jónsson sagn- fræðingur og stórsnillingur í París kallar það, var hins veg- ar fólginn í blaði Samorku. Þar voru undir svona ein kannski 300–400 ár. Þar var svo sann- arlega komið að kjarnanum. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.