Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. 5. 2007 81. árg. „Boltamenn“ Síðustu sýningardagar á málverkasýningu Sigurþórs Jakobssonar Sýningin er í Kirkjuhvoli, Akranesi Opið Hvítasunnudag og annan í Hvítasunnu kl. 15 – 18 The End 2007 Olía á striga (140 x 180 sm) (lokað í dag) JÓN BALDVIN Í BÓKARDÓMI EINI MAÐURINN SEM HAFÐI EKKERT TIL MÁLANNA AÐ LEGGJA UM SVOKÖLLUÐ ÓLAFSLÖG, VAR ÓLAFUR JÓHANNESSON SJÁLFUR >> 8 Sögustríðsskærum svarað með gagnsókn, Sigurður Gylfi svarar Jóni Yngva » 12 Morgunblaðið/Eyþór Leikskáldið Jón Atli Jónasson býður í partí með alvarlegum undirtón í verki sínu Partíland. »4 Hinn 17. júní árið 1944 var Sveinn Björnsson kjörinn forseti, lög um þjóðfánann staðfest og lýðveldinu lýst að Lögbergi að viðstöddum þús- undum manna. Hátíðahöldin þóttu bera vott um þjóðlega einingu (þótt rigningin yrði til trafala) og í frásögn Morgunblaðsins af þessum sögulegu tímamótum segir meðal annars, að við atburði liðinna daga „séu miklar vonir tengdar, vonir um frelsi og ör- yggi hins fagra lands og fólksins sem byggir það í dag og á ókomnum öld- um. Megi þær vonir rætast,“ segir í leiðara blaðsins 19. júní 1944. Það er þetta andrúmsloft vona og fyrirheita, sem Jón Atli Jónasson veltir fyrir sér í nýja verkinu sínu, Partílandi, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Jón Atli er viðmælandi Helgu Kristínar Ein- arsdóttur í Lesbók í dag, ásamt leik- stjóra verksins Jóni Páli Eyjólfs- syni. Jón Atli spyr hvað dagurinn merki, þegar Glitnir á sölutjöldin, og Vodafone á blöðrurnar. Hefur Gay Pride kannski auðskiljanlegri merk- ingu? „Ég tárast þegar ég heyri þjóð- sönginn, það er bara staðreynd. Við erum alls ekki að reyna að tæta í sundur 17. júní nútímans, en þetta er eitt af því sem leikhúsið getur gert. Við erum búin að setja upp rannsóknastofuna og viðfangsefnið er íslenskt lýðræði,“ segir Jón Atli. Af hverju hætti 17. júní að skipta máli? Hátíð 17. júní 1975 á Lækjartorgi Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GÖMLUM og góðum vini skaut upp í fangið á mér í vikunni. Það var rauða bókin, með ljóði Páls J. Ár- dals, En hvað það var skrýtið. Myndirnar í bókinni eru eftir Hall- dór Pétursson, sem teiknaði allar flottustu myndirnar á þeim tíma, þar á meðal í Vísnabókina, Skólaljóðin og fjölda annarra bóka. Þetta er fjórða endurútgáfa þessarar sígildu barnabókar, sem fyrst kom út árið 1955. Ég komst að því að enn kann ég ljóðið nánast allt utan að og enn fæ ég hroll þegar ég sé myndina af ömmu sem segir: „sussu-bía“, hótar fleng með hræðilegum vendi, og læt- ur bola bíta óþægar telpur. Í dag er hrollurinn engin skelfing, heldur nostalgískur sæluhrollur. Ég fletti síðunum og spyr mig hvert þessi heimur hafi farið; heim- urinn þar sem mæður eru á upphlut, nýskorið smjörið úr strokknum heit- ir skaka, og vinnuhjúin kela bakvið bæjarhól. Þarna er íslenska sveit- arómantíkin holdi klædd, böðuð sól- skini og spóavellingi og sennilega víðsfjarri raunveruleika nokkurs tíma. Ég sé það núna við endurnýjuð kynni að það sem hefur heillað við þessa bók er söguhetjan á nýja rauða kjólnum sínum. Í miðjum ló- ukliðnum og lækjarniðnum er hún fjarri því að vera erkitýpa eða dæmi- gerð fyrir hina stilltu og prúðu heimasætu. Hún er óþæg, óþol- inmóð, hlustar ekki á umvandanir, kann ekki að þegja yfir leynd- armálum, og hagar sér fyrst og síð- ast eins og henni sjálfri hentar og kann ekki að skammast sín. Og það sem best er, hún er ennþá alveg fer- lega skemmtileg. Skrýtið lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.