Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 11 lesbók Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Al Gore, fyrrum varaforsetiBandaríkjanna, sparar ekki stóru orðin í nýrri bók sinni The As- sault on Reason. Þar fullyrðir hann m.a. að núverandi forseti Bandaríkj- anna, George W. Bush sé „úr tengslum við raunveruleikann“ og að stjórn hans sé svo vanhæf að hún „gæti ekki einu sinni ratað út af hestasýningu“. Hún hafi hundsað skýrar viðvaranir um hryðjuverka- ógn fyrir árás- irnar 11. sept- ember og hafi gert Bandaríkin að óöruggara ríki með því að hreyfa við því vespubúi sem Írak sé. Svip- aðar ásakanir hafa áður verið bornar fram af sagnfræðingum, stjórnmálaskýrendum og jafnvel fyrrum starfsmönnum stjórn- arinnar. Sem fyrrum varaforseti þá segir gagnrýnandi New York Times að auðvelt væri að túlka skrif Gore sem stjórnmálaáróður. Svo sé þó ekki og mikill fjöldi neðanmáls- greina og tilvitnana í textanum veiti The Assault on Reason aukið vægi og dragi upp nýja mynd af Gore, sem manni sem sé tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir það sem hann trúir á.    Bók Dave Eggers, What is theWhat, er hjartnæm saga sem segir frá ferð ungs manns, Valentino Achak, frá Afríku til Bandaríkjanna. Fyrir fimm árum síðan hitti Eggers súdanskan flóttamann sem þá var búsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Hann var einn 4.000 „týndra drengja“ sem hafði endað í Bandaríkjunum eftir að hafa misst fjölskyldu sína í blóðugum átök- um í Suður- Súdan. Aðeins átta ára gamall fór Achak, mun- aðarlaus og svelt- ur, um 1.600 km leið yfir Vestur- Afríku. Allan leiðina stafaði honum hætta af vígasveitum og villidýrum. Næstu fimmtán árin bjó hann í hreysum á svæðum landtökufólks í Eþíópíu og vinnur nú í Bandaríkj- unum til að geta fjármagnað eigin skólagöngu.    Þær eru orðnar margar ævisög-urnar um Jósef Stalín. Flestar þeirra eyða miklu púðri í frásagnir af ofbeldishneigðum föður hans, hins „Brjálaða Beso“, á kostnað lýsinga á því umhverfi og menningu sem Stal- ín ólst upp í. Í bók sinni Young Stal- in, eftir Simon Sebag Monte- fiore, nær höf- undur hins vegar, ólíkt öðrum, að draga fram lif- andi mynd af æsku Stalíns, sem og af ættbálka- menningunni í „villta suðrinu“ handan Kákasusfjalla þar sem Stalín fæddist og í Kureika –„villta austr- inu“ þar sem hann dvaldi um tíma.    Ævi Stalíns var vissulega blóðidrifin og það sama má segja um söguhetju nýjustu skáldsögu Chuck Palahniuk, sem flestir kann- ast eflaust við fyrir Fight Club, sem var kvikmynduð með þeim Brad Pitt og Edward Norton í aðalhlut- verkum. Nýja bókin nefnist Rant: An Oral Biography of Buster Ca- sey. Þar segir frá sveitadrengnum og fjöldamorðingjanum Buster „Rant“ Casey sem kemur nokkrum ættingjum sínum fyrir kattarnef með hjálp skordýraeiturs og er ábyrgur fyrir hundaæðisfaraldri sem berst hratt út um Bandaríkin. BÆKUR Al Gore Dave Eggers Simon Sebag Montefiore Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is Fréttir af dýrum birtast nánast í hverjumfréttatíma á sjónvarpsstöðvunum – oft-ast sem síðasta frétt. Nýlega var fréttaf vinsælum dýragarðsfíl í Kanada sem settist í helgan stein. Ég man eftir frétt um hundaleikskólann Voffaborg og frétt um hund sem heimsækir aldraða á elliheimili. Þessar frétt- ir eiga að krydda fréttatíma þar sem þuldar eru upp tölur um það helsta sem fer úrskeiðis í ver- öldinni. Nú brá svo við á miðvikudagskvöldið 23. maí að fréttatíma Sjónvarpsins lauk með tveimur dýra- fréttum. Annarri frá Austurlandi og hinni frá Suð- ur-Taívan. Íslenska fréttin var um vöktun Nátt- úrustofu Austurlands á áhrifum Hálslóns á varp heiðagæsa. Talið er að 500 til 600 hreiður heiða- gæsa fari undir lón á Kárahnjúkasvæðinu. Flest hreiðurstæði gæsanna hafa þegar horfið undir lón og brugðust fuglarnir við með því að gera sér ný hreiður á blábökkum lónsins. Viðtal var við sér- fræðing um bráðabirgðaniðurstöður þessarar vöktunar og lifandi myndir sýndar af gæs sem gerði tilraun til að sitja á eggjum sínum í hreiðr- inu á bakkanum. Enn hækkar í lóninu og jök- ulkaldar vatnshendur teygðu sig í eggin. Gæsin þráaðist við á hreiðrinu. Hún hörfaði tvisvar und- an vatninu en sneri jafnskjótt aftur. Loks hafði lónið betur og hrakti gæsina af hreiðrinu og eggin skoluðust úr hreiðrinu. Gæsin sneri enn aftur og gerði lokatilraun til að bjarga eggi en beið lægri hlut. Lónið gleypti eggin. Ungalausar gæsirnar koma aftur að ári til að kanna kringumstæður. Ef til vill finna þær sér önnur svæði til að verpa á eða hætta varpi alveg vegna skakkafalla. Í glænýrri bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Þjórsárver (bls. 116-119) er fjallað um heiðagæs- ina og sagt að hún sé einn af fáum frumbyggjum Íslands sem sest hefur að svo til eingöngu á há- lendinu. Hún er félagslynd og hópast í varplandið um það leyti sem snjóa leysir. Gæsahjónin mæta í kjörlandið, treysta bönd sín og hagræða í hreið- urstæði. Karlfuglinn stendur jafnan vörð um gæs- ina og hreiðrið og ungar skríða úr eggjum um miðjan júní. Líf heiðagæsa í Þjórsárverum verður vonandi áfram gott því í sáttmála nýrrar rík- isstjórnar stendur: „Stækkun friðlandsins í Þjórs- árverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna.“ Líf fimmhundruð gæsapara við Hálslón er aftur á móti í uppnámi. Fréttin um hreiðurstæði þeirra vísar á aðra ósagða frétt sem flutt verður síðar í sumar því í mati á umhverfisáhrifum vegna Hálslóns Kára- hnjúkavirkjunar stendur skrifað: „Litið hefur ver- ið á Hálsinn í fyrirhuguðu lónstæði sem þýðing- armesta burðarsvæði Snæfellshjarðarinnar.“ (93-94. Landsvirkjun, maí 2001). Í hjörðinni eru u.þ.b. þúsund dýr og er virkjunarsvæðið heim- kynni helmings þeirra. Og þar stendur einnig: „Verðmætar vistgerðir og búsvæði plantna og dýra fara á kaf í Hálslóni.“ (161). Margt hverfur því í Hálslón. Sumarið 1999 fékk ég ásamt fleirum leyfi hjá Vegagerðinni til að keyra fjallavegi sem formlega átti eftir að opna norðan Vatnajökuls. Skilyrðið var að sýna dýralífinu sérstaka virðingu; að styggja hvorki hreindýr né gæsir eða aðra fugla og alls ekki valda spjöllum á gróðri. Við gengum með hægð um svæðið sem nú nefnist Hálslón. Næsta frétt á eftir fréttinni um varp heiðagæsa á svæði Kárahnjúkavirkjunar var um apa af ætt órangútana sem braust út úr búri sínu í dýragarði í Suður-Taívan. Hann hóf verkið með því að eyði- leggja bifhjól. Þá braut hann girðingu og var sagður ógna fólki með handriði. Loks vildi hann komast inn á veitingastað. Hópur vopnaðra lög- reglumanna var kallaður út – reiðubúnir til að skjóta. Þá kom starfsmaður úr dýragarðinum og skaut hann með deyfilyfi. Síðasta myndskotið sýndi apann í dái. Á blábökkum Hálslóns ERINDI »Næsta frétt á eftir fréttinni um varp heiðagæsa á svæði Kárahnjúkavirkjunar var um apa af ætt órangútana sem braust út úr búri sínu í dýragarði í Suður- Taívan. Hann hóf verkið með því að fást við farartæki sem nefnt er vespa en eyðilagði það. TENGLAR ............................................................... http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/ ?file=4338312/9 Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com Í sögunni Handy segir ónafngreindur sögumaður frá bústaðarferð sinni skammt fyrir utan Berlín. Á meðan á dvölinni stend- ur gengur hópur fólks, í skjóli nætur, um nágrennið og brýt- ur og bramlar í kringum bústaðinn hjá honum og öðrum í kring. Sögu- manni auðnast ekki að sjá hverjir eiga í hlut, en kynnist í kjölfarið ná- granna sínum. Svo fer að hann lætur nágranna sinn fá farsímanúmer sitt (Handy þýðir farsími á þýsku). En áður var það bara sambýliskona hans sem vissi það. Í framhaldi þess- ara atburða gerist ekki mikið meira en að einhverjum mánuðum seinna hringir nágranni hans í hann um nótt, líkast til aðeins í því, og segir að skemmdarvargarnir séu aftur á ferð. Höfundur þessarar sögu er þýski rithöfundurinn Ingo Schulze. Er hún ein af þrettán í nýlegu smásagna- safni hans Handy – dreizehn Gesc- hichten in alter Manier sem hlaut bókmenntaverðlaun bókamessunnar í Leipzig þann 22. mars síðastliðinn í flokki fagurbókmennta. Hér verður fjallað um höfundinn og umrædda bók. Schulze er fæddur árið 1962 í Dresden og tilheyrir því kynslóð austur-þýskra rithöfunda. En nokk- ur munur er á þeim rithöfundum sem fæddust fyrir austan og þeim sem fyrir vestan fæddust. Þó nokk- uð af verðlaunum og tilnefningum hefir honum hlotnast gegnum tíðina. Í fyrra var hann til dæmis tilnefndur til Þýsku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Neue Leben, sem er tæplega 800 blaðsíðna bréfa- skáldsaga er tekur á umskiptunum við fall múrsins og gefur góða mynd af tímabilinu 1989-1990. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungu- mála og þar á meðal íslensku. Árið 2000 kom Simple Storys: Ein Roman aus der ostdeutschen Provinz út í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteins- dóttur undir titlinum Bara sögur: Skáldsaga úr austurþýskum smábæ. Hann býr í gósenborg listamanns- ins, Berlín. Áður en lengra er haldið er vert að minnast ögn á fyrri verk Ingos. Eftir hann liggja fimm bækur. Sú fyrsta heitir 33 Augenblicke des Glücks: Aus den abenteuerlichen Aufzeichnungen der Deutschen in Piter (1995) og er smásögusafn þar sem allar sögurnar gerast í Sankti Pétursborg og svipar stílnum nokk- uð til bandaríska smásagnahöfund- arins Raymond Carvers, þótt lík- indin séu meiri í Bara sögum, þótt sú bók sé skáldasaga. Bara sögur ger- ast að mestu í bænum Altenburg í austurhluta Þýskalands skömmu eftir fall múrsins og form- lega eru þetta sögur frá ólíkum sjónarhornum sem saman fléttast. Eftir Bara sögur kom hin sérstæða Von Nasen, Faxen und Ari- adnefäden (2000), sem byggist á faxsendingum Schulze frá Sankti Péturs- borg til vinar síns Helmar Penndorfs, sem svaraði með teikningum. Eru bæði Schulze og Penndorf skráð- ir fyrir bókinni. Sex ára bið var svo á næstu bók Schulze, Neue Leben. Handy sker sig um margt frá fyrri verkum Schulze. Fyrir það fyrsta er sögu- sviðið ekki endilega austur- hluti Evrópu – þá einkum í Þýskalandi – heldur eiga sögurnar sér stað víðsvegar um heiminn; í New York, þar sem sögumaður greinir frá kynnum sínum af göml- um manni með ástríðu fyrir gulrótarkökum, Kaíró, þar sem sögumaður greinir frá upplestrarferð sinni þangað ásamt kærustu sinni, sem hann eftirlætur svo ungum leiðsögumanni, Eist- landi, þar sem sögumaður kemst í návígi við gamlan sirkusbjörn og svo auðvitað Berlín. Í mörgum þessum sögum er sögu- maðurinn Ingo Schulze eða hann ber sterkan keim af honum. Umhverfið er oftlega rithöfundaumhverfi – upp- lestraferðir – og er veitt innsýn í líf rithöfundarins. Það er að segja þeim þætti sem lýtur ekki beint að sköp- uninni, nema hvað hér er það gert beint með því að gera umhverfið að efnivið. Schulze notast því hér, eins og í fyrri verkum sínum, við eigið líf sem efnivið, en passar sig á því að flækja þannig að skilin milli skáldskapar og raunveruleika verði óljós. Minnir þetta á bandaríska rithöfundinn Philip Roth, sem er gjarn á að nota sjálfan sig í verkum sínum. Roth hefir svo einnig verið gjarn á hlið- arsjálfssköpun sem er nokkuð sem Schulze á einnig til. En líklegt er að flestar sögurnar byggist á einhvern hátt á því sem höfundurinn hefir reynt á eigin skinni og að karakter- einkenni sögumanna séu um margt einkenni skapara síns. Samanburð- urinn á Schulze og Roth endar svo alfarið við þennan punkt. Við þetta má svo bæta að lesendur kunnugir Schulze munu sjá gamalkunnum persónum úr fyrri sögum hans bregða fyrir hér. Sagt hefir verið að Handy taki á tilfinningum og líðan einstakra per- sóna í stað þess að vera víðóma sam- félagslýsing og að sögurnar séu frekar lágstemmdar og virki stund- um frekar gamaldags. Undir slíkt má taka. Samanber dæmið í byrjun þessarar greinar þá er ekki beint átökunum fyrir að fara og minna sögurnar um margt á sögur hinar dönsku skáldsystur Schulze Helle Helle; þær eru það sem kalla mætti hvunndagslegar og fókusa á atvik, aðstæður og augnablik sem allajafna eru ekki talin skáldleg, þótt Schulze skrifi að vísu meira útfrá sinni per- sónu en Helle. Þetta eru lítil augna- blik sem fela í sér dvínandi ástríður, mislukkuð tækifæri, vonbrigði og vanhæfni við að takast á við lífið. Til dæmis rekur sögumaður það fyrir lesandanum í sögunni Die Verw- irrungen der Silvesternacht hvernig hann hætti með æskuástinni, byrjar með nýrri konu og eignast með henni barn, allt án þess að vilja það í raun. Enda er hann æ með hugann við æskuástina uns hann hittir hana á ný eftir langan tíma við árþús- undaskiptin í Berlín. Ef gefa ætti þessu nafn mætti hugsanlega nefna það sögusöfnun hvunndagsins eða skáldlegt sjónarhorn hans. Það má þó ekki skilja þetta sem svo að sögurnar séu á einhvern hátt ómerkilegar. Þvert á móti eru þetta í flestum tilfellum skemmtilegar sög- ur og hafa oft á tíðum óvæntan vink- il, enda á hvunndagurinn það nú til að koma á óvart. Handy – dreizehn Geschichten in alter Manier er nýjasta skáldverk þýska rithöfundarins Ingo Schulze. Fyrir hana fékk hann bókmennta- verðlaun bókamessunnar í Leipzig á dögunum. Hvunndagur rithöfundar skáldaður TENGLAR .............................................. http://www.leipziger-buchmesse.de http://www.ingoschulze.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.