Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 15 Gláparinn Ég hef verið að bjóða ótrúlegasta fólki heimí stofu til mín. Jafnvel fólki sem hefur ekkert gott upp á að bjóða. Það er auðvelt að detta í svona samkomur. En nú reyni ég að velja félagsskap minn betur og beiti því oftar fjarstýringunni til að slökkva á sjónvarpinu. Stærsta ástæðan fyrir sjónvarpsglápi mínu var atvinnuskaði. Ég taldi mér trú um mik- ilvægi þess að fylgjast vel með til að vaxa í starfi. Ég komst þó fljótlega að því að ég græddi ekkert á 85% áhorfsins. Þá mundi ég hversu margt er hægt að læra af því sem illa er gert. Ég hélt áfram að bjóða inn í stofu á minn kostnað. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri hugsun sem hefur sprottið upp hjá mér við áhorfið, sér- staklega aukinni femínískri vitund. Það er þó allt of auðvelt að nýta sjónvarpið sem afslöpp- unartæki og hleypa þannig viðmótslaust inn á sig hugmyndum um upphafningu ofbeldis og forheimsku. Ég óttast að allir raunveruleikaþættirnir, Am- erican hitt og þetta, leitin endalausa að göml- um klisjum í nýjum búningi, að ógleymdum sápuóperum, sama í hvaða gæðum, drepi að lokum í okkur alla trú á vitsmunalíf. Sjálf þakka ég fyrir að á milli mín og þeirra í sjón- varpinu skuli stundum vera heilt haf og alltaf eitt stykki fjarstýring. Ég hvet þig til að velja vel hverjum þú hleypir inn í stofu og inn í sálina. Skoðaðu dagskrána, athugaðu dóma. Ef löngun til áhorfs er mikil þrátt fyrir lélegt framboð sjónvarpsefnis skaltu skella þér út á næstu vídeóleigu. Þitt er frelsið til að velja og, það sem ekki síður er mikilvægt, frelsið til að hafna.“ Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarkona Morgunblaðið/Eyþór Elísabet Ronaldsdóttir „Ég óttast að allir raunveruleikaþættirnir, American hitt og þetta, leitin endalausa að gömlum klisjum í nýjum búningi, að ógleymdum sápuóperum, sama í hvaða gæðum, drepi að lokum í okkur alla trú á vitsmunalíf. “ Hlustarinn Maður getur bara vonað að lesendur farinú ekki setja saman einhvern tónlistar- prófíl byggðan á misvísandi upplýsingum úr geisladiskastaflanum. Það væri nú meiri lesn- ingin. Ég náði mér í Voltu og held áfram að vera aðdáandi, ekki síst Marks Bell, sem galdrar af list fyrir sykurmolatappann. My Name is Buddy – nýja platan hans Ry Cooder ber hinn lífsleiða undirtitil... another record by... Enginn lífsleiði samt í frábæru ur- ban-kántríi með hjáleiðum í allar áttir. Kameljónski píanistinn Uri Caine er svo margslunginn tónlistarmaður að tilraun til að greina hann er eins og að defragmentera int- ernetið. Bedrock tríóið hans og platan Shelf Life – sérkennilegt, en spilaglatt fusion dæmi. Uppistaðan í staflanum er allt sem ég á eftir Gyorgi Ligeti. Það eru ekki nema sex eða sjö diskar, en þeir gefa þó ágæta mynd af fjöl- breyttu ævistarfi þessa ungverska tónsmiðs, gyðings sem hrökklaðist undan tveimur ógn- arstjórnum á ævi sinni og þurfti að fara í felur með nýsmíðar sínar. Mæli með Ligeti Project seríunni frá Teldec.“ Pétur Grétarsson slagverksleikari Morgunblaðið/G.Rúnar Pétur Grétarsson „.Mæli með Ligeti Project seríunni frá Teldec.“ Vísir, 8. maí 2007 10:39 Óli Tynes skrifar: Sautján ára stúlka grýtt í hel Sautján ára kúrdísk stúlka var grýtt í hel í Írak í síðasta mánuði fyrir að verða ástfangin af jafnaldra sínum af öðrum trúflokki. Mikill fjöldi karlmanna tók þátt í ódæðinu, sem ættingjar hennar áttu frumkvæði að. Lögreglumenn fylgdust með, en aðhöfðust ekkert. Myndir af morðinu hafa nú verið settar út á netið. Dúa Khalil Aswad bjó í þorpi skammt frá Mosul í norðurhluta Íraks. Hún tilheyrir trú- flokki sem kallast Yezidi, en varð ástfangin af pilti sem er súnní múslimi. Á myndbandinu má sjá að átta eða níu menn ráðast inn í hús þar sem Dúa hafði leitast hælis. Þeir draga hana út á götu og byrja að grýta hana. Fleiri karlmenn taka þátt, og láta grjóthnullunga dynja á stúlk- unni. Blóðug og grátandi reynir Dúa að forða sér, en kemst hvergi. Eftir um það bil hálftíma hníg- ur hún niður. Það er haldið áfram að grýta hana þartil hún deyr. Morgunblaðið/Kristinn Ljóðskáldið | Sjón fæddur í Reykjavík 1962 Ljóðabækur Sjóns, Sigurjóns Birgis Sigurðssonar: Sýnir 1978, Madonna 1979, Birgitta (hleruð samtöl) 1979, Hvernig elskar maður hendur 1981, Reiðhjól blinda mannsins 1982, Sjónhverfingabókin 1983, Oh!: (isn’t it wild) 1985, Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til sem heitir leikfangakastalar 1986, Drengurinn með röntgenaugun, ljóðasafn 1986, Ég man ekki eitthvað um skýin 1991, Myrkar fígúrur 1998. tilraun til endurlífgunar Dúu Khalil Aswad mannshöndin líkist þöndum væng hvort sem hún sleppir lófafylli af smásteinum eða hnefastóru grjóti steinvölurnar þjóta yfir vatnið – gera andartaks hlé á flugi sínu áður en þær falla hnullungurinn ann sér ekki hvíldar fyrr en hann hafnar í líkama ástfanginnar sautján ára stúlku (annað er nýleg smáfrétt hitt minning um sumarnótt) * hugurinn sleppir ekki takinu hvorki af minningabrotum né fréttum hann líkist aldrei þöndum væng * guði trúbræðra hinnar grýttu býð ég þetta ljóð í skiptum fyrir líf hennar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.