Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigurð Gylfa Magnússon sigm@akademia.is Á undanförnum árum hef ég rætt fyrirbærið „sögustofnun“ í nokkrum ritsmíðum og gert til- raun til að beita hugtakinu við greiningu á umræðunni innan og utan háskólasamfélagsins. Ég hef haldið því fram, til dæmis í nýrri bók sem nefnist Sögustríð. Greinar og frásagnir um hugmyndafræði, að „íslenska sögustofnunin“ lúti forræði hinnar svonefndu yfirlitshugsunar; að meðlimir þessarar stofnunar séu ofurseldir hugmyndinni um yfirlit og samfellu í sagn- fræði. Í mínum huga er hugtakið frekar skýrt, nefnilega „[s]ögustofnun, sem er skilgreind á líkan hátt og gert hefur verið um „bókmennta- stofnun“, samanstendur ekki af öllum sem vinna í háskóla eða innan tiltekinna skora eða sviða, heldur aðeins af ákveðnum hluta þess hóps sem hefur ráðandi stöðu“. Tilvitnunin er tekin úr áðurnefndri bók Sögustríð þar sem brugðist er við skilningi Gunnars Karlssonar prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands á hugtakinu. Hann lagði nefnilega þá merkingu í fyrirbærið að það næði til allra sagnfræðinga sem ynnu innan sagnfræðiskorar Háskóla Ís- lands. Ég bendi á að svo sé alls ekki, tek í því sambandi dæmi af háskólakennurum sem ég tel að tilheyri ekki sögustofnuninni. Í þeim hópi eru til dæmis prófessorarnir Már Jónsson, Guðmundur Hálfdanarson og Valur Ingimund- arson, auk Eggerts Þórs Bernharðssonar dós- ents við sagnfræðiskor Háskóla Íslands – allt fræðimenn sem hafa fundið sér vettvang fyrir utan sögustofnunina og verið þar afkastamikl- ir. Ég legg áherslu á að sögustofnunin sam- anstandi hverju sinni af fólki sem hefur áhuga á að hafa áhrif á hvernig samtíminn hugsar um fortíðina og leggur sig fram um að móta þann skilning úr þeirri valdastöðu sem þeir sitja í. Tvennt skiptir hér máli, í fyrsta lagi afgerandi valdastaða innan fræðigreinarinnar og í öðru lagi einbeittur áhugi á að hafa áhrif á og fara með þau völd sem tilheyra því að setja heilli fræðigrein ákveðna dagskrá. Margir há- skólamenn vinna markvisst gegn virkni stofn- ana af þessu tagi en aðrir leggja áherslu á að styrkja valdastöðu sína jafnt og þétt – að hækka múrinn. Rök mín í Sögustríðsbókinni eru í stuttu máli þau að á níunda áratug tuttugustu aldar hafi Gunnar Karlsson verið sögustofnunin. Hann lýsir þessu sjálfur ágætlega þegar „karlarn- ir“,sem þá voru samstarfsmenn hans, afhentu honum öll völd og áhrif í skorinni og hann sem áhugasamur ungliði hafi gripið tækifærið og byggt upp sagnfræðiskor af krafti og ákafa, nokkuð sem allir sem tilheyra sagnfræðinni kannast við. Gunnar bendir jafnframt á í sinni fræðilegu sjálfsævisögu sem birtist í bókinni Íslenskir sagnfræðingar (2002) að hann hafi síðar misst öll völd innan stofnunarinnar, hon- um hafi verið þokað til hliðar af nýjum starfs- mönnum sagnfræðiskorar: „Þetta voru há- menntaðir og metnaðarfullir menn sem vildu ekki láta segja sér fyrir verkum, og allir held ég að þeir hafi viljað halda rannsóknum sem ótvíræðu meginviðfangsefni sagnfræðináms- ins. Stefna mín, að stofna iðnskóla í sagnfræði, varð einfaldlega undir.“ (Bls. 235). Ég bendi hins vegar á í Sögustríðsbókinni að Gunnar hafi haft sigur um síðir, að hans stefna hafi orð- ið ríkið, mátturinn og dýrðin innan sögustofn- unarinnar í lok tuttugustu aldar þar sem flestir þeirra sem þokuðu honum til hliðar á sínum tíma hafi að lokum gengist hugmyndafræði hans á hönd, nefnilega yfirlitshugsuninni í sagnfræði. Að vera í liði Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur, framkvæmdastjóri Hagþenkis og fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni, kvaddi sér hljóðs í Lesbókinni hinn 19. maí og ræddi hugmyndir mínar um sögustofnunina (og reyndar einnig bókmenntafræðistofnun). „Nú get ég alveg gengist við því,“ segir Jón Yngvi í umræddri grein og bætir við, „að vera hluti af íslenskri bókmenntastofnun.“ Fyrir því telur hann vera þau rök að hann sé virkur þátttakandi í um- ræðu um bókmenntafræði með margvíslegum hætti. Um þetta er eftirfarandi að segja: Jón Yngvi Jóhannsson er ekki beinn hluti að bók- menntastofnuninni, hann kann að hafa áhuga á að gerast liðsmaður hennar en til þess að geta talist fullgildur þátttakandi á þeim vettvangi verður hann að hafa afgerandi valdastöðu inn- an fræðasamfélagsins. Enn sem komið er telst hann vera fótgönguliði, áhangandi þeirra sem fara með valdið innan bókmenntafræðinnar. En hverjir tilheyra þessari stofnun? Í eina tíð var talað um Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóra Máls og menningar sem „bókmennta- stofnunina“, en það var nú einmitt hann sem kom hinni miklu bókmenntasögu á koppinn, ritstýrði hluta hennar og gaf hana svo út. Hall- dór var hvorki með kennslu- né rannsókn- arstöðu í Háskóla Íslands, en áhrif hans voru mikil úr stóli útgáfustjórans. Hann uppfyllti, með öðrum orðum, skilyrðin tvö sem ég taldi hér að framan að þyrftu að vera fyrir hendi til að hafa áhrif og völd innan hinnar huglægu stofnunar sem hér er til umræðu. Þeir sem „stýra“ líkum stofnunum eiga auðvelt með að lokka til sín unga og efnilega fræðimenn eins og Jón Yngva og fjölmarga aðra sem koma að vinnslu verka á þeirra vegum. Þannig komast menn oftast til áhrifa – þeir fylgja slóð valdsins. Nú kunna aðrir að fara með þessi völd innan bókmenntastofnunarinnar, ef til vill er þeim dreift á fleiri en einn stað eins og Jón Yngvi tel- ur að oftast sé raunin. En sú valddreifing á ekki við þegar sögustofnunin er til umræðu. Hana er að finna nú um stundir í hluta sagn- fræðiskorar Háskóla Íslands og hugsanlega meðal nokkurra sagnfræðinga innan Kenn- araháskóla Íslands – meðal þeirra sem hafa gert yfirlits- og samfelluhugsunina að leið- arstefi fræða sinna. Það sem meira er, ég sé ekki fyrir mér að sögustofnunin muni hafa vistaskipti hvorki í bráð né lengd. Í Sögustríðsbókinni læt ég þau orð falla um þátttöku Jóns Yngva við ritun bókmenntasög- unnar að hún sé „tragíkómísk“ af nákvæmlega þeirri ástæðu að hann gerir sér fullkomlega grein fyrir takmörkunum yfirlitsformsins – ræðir þau mjög opinskátt og af skynsemi – en tekur síðan þátt í því að skapa verkið. Í því felst ótvírætt virkni „stofnananna“ sem hér eru til umræðu; þær ráða ferðinni þegar kemur að hinni fræðilegu dagskrá og menn þurfa einfald- lega að þoka sinni hugmyndafræðilegu sann- færingu til hliðar og láta sem ekkert sé; taka þátt í sjónarspilinu. „Stofnunin – það eru hinir“ „Sögustofnunin sem Sigurði er svo hugleikin er með öðrum orðum annað nafn yfir sagn- fræðistofnun Háskóla Íslands,“ segir Jón Yngvi í Lesbókargrein sinni, „þá sem sitja í föstum stöðum við eina háskólann á Íslandi sem starfrækir hugvísindadeild. En með því að slá saman Sagnfræðistofnun og útþynntri út- gáfu af hugtakinu bókmenntastofnun verður til í skrifum Sigurðar Gylfa „Íslenska sögustofn- unin“, furðueinsleitur hópur sagnfræðinga sem allir eru ósammála Sigurði Gylfa og þar með gamaldags og íhaldssamir. Þessi stofnun stendur að mati Sigurðar Gylfa vörð um þjóð- ernismiðjaða sögu, karlaveldi, stórsögu og fleira vont.“ Hér fellur Jón Yngvi í sömu gryfju og Gunnar Karlsson gerði þegar hann ræddi hugmynd mína um sögustofnunina í grein í Sögu árið 2004, báðir telja að allir innan sagn- fræðiskorar séu hluti af stofnuninni marg- umræddu. Gunnar lætur þess meðal annars getið að ég verði einnig að teljast til umræddr- ar stofnunar vegna kennslu minnar við sagn- fræðiskor á síðustu tólf árum. Þessari skoðun Gunnars svara ég í ítarlegu máli í bókinni Sögustríð (sjá til dæmis blaðsíður 287 og áfram og svo 325-355) og legg mjög þunga áherslu á þann skilning sem reifaður hefur verið hér að framan á hugtakinu sögustofnun. Það sem meira er, ég legg mikla áherslu á að draga fram hópa til samanburðar sem standa fyrir utan sögustofnunina og ræða virkni þeirra innan fræðasamfélagsins. Segja má að bókin Sögustríð fjalli um tilvist þessara fræðihópa og tengsl þeirra við valdið, hvernig þeir hafa náð að fóta sig innan hugvís- inda þrátt fyrir hina þungu hönd sögustofn- unarinnar sem lemur okkur fótgönguliðana til hlýðni og undirgefni við málstaðinn. Það er gert með mismunandi hætti en ein aðferðin er að stilla allri samræðu innan háskólasamfé- lagsins í hóf, helst að koma í veg fyrir að hún eigi sér stað. Til að brjótast út úr þessari herkví stofnunarinnar varð að efna til „óvina- fagnaðar“, sem mér virðist vera sá skilningur sem Jón Yngvi leggur í samræðugjörning þann sem ég hef kennt við sögustríðið. Ég legg áherslu á að sögustríðið var ekki kostur sem ég tók fram yfir samræðuna eins og Jón Yngvi virðist halda, heldur braust það út vegna þess að samræðan var ómöguleg við þær aðstæður sem skapast höfðu í háskólasamfélaginu, rétt eins og rakið er í ítarlegu máli í fyrri hluta bók- arinnar. Alltof oft var lögð áhersla á að halda samræðunni í skefjum þar sem nýjar hug- myndir voru taldar ógna þeirri hugmyndafræði sem helst var hampað. Þar var fremst í flokki yfirlitið og þær hugmyndir sem móta það. Tvíhyggja Jón Yngvi hefur ekki komið auga á ofangreind rök mín í Sögustríðsbókinni, telur þvert á móti að ég dragi fræðafólk í tvo dilka, það sem er innan sögustofnunarinnar og það sem er sam- mála mér; eru í mínu liði. Að áliti Jóns Yngva Við erum öll fótgöngu aðeins mismunandi leiðitamir Mynd fyrir dauðann Ingimundur fiðla lagði alla sína orku í listina og fór af stað með hljóðfæri sitt og lék fyrir fólkið. Árum saman sló hann aldrei slöku við, hélt ótrauður áfram og lék við hvern sinn fingur opinberlega. Við hvert tækifæri fundust einstaklingar sem sáu ástæðu til að snúa niður leiftrandi anda hans og troða honum um tær. Mótlætið sveið en alltaf hélt Ingimundur sínu striki þar til hann hitti mann í Viðey. Sá gat ekki horft upp á leikgleði Ingimundar; hann bara varð að slökkva þennan neista. Ingi- mundur skildi strax að hann ætti ekki afturkvæmt á sjónarsviðið. Hann ákvað að grípa andartakið rétt áður en það fjaraði út og festa á plötu. Þá taldi hann sig geta mætt örlög- um sínum. Maðurinn sem sparkaði í höfuð hans liggjandi vissi aldrei hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu en hann átti síðar eftir að hreykja sér af því að hafa hitt Ingimund fiðlu úti í Viðey þótt hann myndi ekki nákvæmlega hvað þeim fór á milli. Hann átti af honum mynd rétt fyrir dauðann. (Texti og mynd tekin úr bókinni Sögustríði ). Í síðustu Lesbók skrifaði Jón Yngvi Jóhanns- son grein þar sem hann gagnrýndi Sigurð Gylfa Magnússon, höfund bókarinnar Sögu- stríð. Greinar og frásagnir um hug- myndafræði, fyrir umfjöllun um ýmis efni tengd fræðum og vísindum. Sigurður Gylfi svarar Jóni hér í dag með ádrepu þar sem hann hafnar meðal annars því að dregin sé upp svart/hvít mynd af samræðunni í há- skólasamfélaginu í bókinni. Þvert á móti tel- ur Sigurður Gylfi rökræðuna margbrotna og flókna, að tvíhyggjuhugmynd Jóns fái ekki staðist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.