Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Áströlsku stríðhrossin í INXSbrokka brátt inn í hljóðver en síðasta hljóðversplatan, Switch, kom út 2005. Þar þreytti nýr söngvari, J.D. Fortune frumraun sína en hann stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu þáttaröð- inni af Rock Star, sem hét eftir sveitinni, Rock Star: INXS. For- tune, sem starfaði sem Presley eft- irherma áð- ur en hann gekk til liðs við andfætlinganna, small inn í hóp- inn og er líkt og það hafi verið fyllt á INXS tankinn í kjölfarið, og þannig hefur Switch selst í um 400.000 ein- tökum í Bandaríkjunum. INXS er nú á miðjum túr og segir gítarleikari hennar, Tim Farriss, að Fortune sé meira en verðugur arftaki Michael Hutchence, fyrrum söngv- ara, sem lést fyrir tíu árum síðan í hótelherbergi í Sydney við grun- samlegar aðstæður, og er enn deilt um hvort að Hutchence hafi fallið fyrir eigin hendi eður ei.    Ný plata White Stripes, IckyThump, kemur út 19. júní næstkomandi. Útgáfan markar ým- iskonar breytingar, sveitin er fyrir hið fyrsta hætt hjá V2 og gefur nú út á Warner Bros. Records (en samn- ingurinn hljómar bara upp á þessa einu plötu). Jack White nýtti sér þá í fyrsta skipti nútíma tækni við upptökur sem tóku heilar þrjár vikur, lengsti tími sem hefur farið til þessa í White Stripes plötu. Grasrótin hefur verið að lýsa yfir áhyggjum af þessari þróun, en í fyrra hljóðritaði White auglýsingu fyrir Coke og í komandi tónleikaferðalagi mun sveitin leika á stöðum sem þau hafa sniðgengið til þessa. White er hins vegar slétt sama. Hann segir í samtali við Billboard að lengi vel hafi þau (hann og Meg White, „systir“ hans) vantreyst út- gáfurisum en álítur engu að síður að það hefðu verið mistök að stökkva á tilboð frá þeim fyrir nokkrum árum síðan. Hann segir að margir hafi þannig viljað gera samning við sveit- ina í kringum White Blood Cells (2001) en sveitin hefði þá líkast til drukknað í hamaganginum og væri í dag þekkt sem undur með einn smell fyrir lagið „Fell in Love With a Girl." Þeir sem hafa heyrt nýju plötuna segja hana afturhvarf í hráa rokkið sem einkenndi Elephant (2003) en síðasta verk Get Behind Me Satan (2005), var hægstreymt, myrkt og ballöðukennt.    Bassaleikari Interpol, CarlosDengler, hefur haslað sér völl sem tónsmiður fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann hefur þegar tónsett nokkrar stutt- myndir og á heimasíðu sinni segist hann undir áhrifum frá mönnum á borð við Angelo Ba- dalamenti og Arvo Pärt. Í vinnslu er tónlist við verkefni á veg- um HBO en af heimasíðu Dengler að dæma (www.carlosdengler.com) er hann svona við það að henda sér af fullum krafti í þennan geira. Það má fastlega búast við því að hann verði að sinna honum sem hliðarverkefni í nokkurn tíma enn, þar sem ný plata Interpol, Our Love to Admire, kemur út 10. júlí. Sveitin verður eftir það á tónleikaferðalagi út september a.m.k.. TÓNLIST INXS Carlos Dengler White Stripes Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Undur og stórmerki hafa átt sér stað ípopplandi. E.L.O. er orðin kúl. Eftirtuttugu ára veggskrið geta sanniraðdáendur og allir þeir sem hafa ekki þorað að viðurkenna að þeir fíli hið syk- ursæta, ofurmelódíska popp Jeff Lynne og fé- laga gengið glaðbeittir, já, bara hnarreistir, út um stræti og torg og hrópað: „It’s A Living Thing!/Dididididididi (strengirnir sko)/It’s A Terrible Thing To Lose!!!“. Og jafnvel tekið nokkur nett dansspor í leiðinni. Þetta gerði, söngvari Killers, Brandon Flowers, a.m.k. ein- hverju sinni og lýsti hann athæfinu fjálglega í einhverju tónlistartímaritinu. Hann er einn fjölmargra „kúlista“ sem hafa gengist við að fíla sveit sem ég taldi öruggt að yrði aldrei stigið í vænginn við, jafnvel þó að nánast allt sé orðið kúl á þessum póstmódernísku tímum. Það er meira að segja kúl að fíla það sem er ekki kúl. E.L.O., ein hataðasta sveit allra tíma, virt- ist þó lengst af hafin yfir allt slíkt. Hún er bara ekki kúl, punktur. Þótti ekki einu sinni merki- legur pappír á mektarárunum. Annað hefur nú komið á daginn. Pitchfork er meira að segja búið að gefa þeirri plötu sem hér er til umfjöll- unar (Out Of The Blue, 1977) 8,2 af 10. Þannig að það er orðið opinbert. Það er algerlega í lagi þegar þú segist fíla E.L.O. Fjandakornið, þú ert eiginlega hvattur til að gera það. Hin síðustu ár hefur staðið yfir endurútgáfa á plötum E.L.O, þær hafa verið endurhljóm- jafnaðar og aukalögum skeytt aftan við upp- runalegu plöturnar. Mesti lúðrablásturinn hef- ur verið í kringum þessa plötu hér, enda á hún þrítugsafmæli í ár. Hún er auk þess almennt talin vera fjöðrin í hatti Jeff Lynne, heillegasti vitnisburðurinn um einstaka sýn hans á það hvernig á að búa til popp – og þá erum við að tala um POPP! Lynne hafði fram að þessu verið að herða róðurinn í sínu McCartney-íska poppi hægt og sígandi og nú var tími til kominn á eitt stykki meistaraverk. Tvöfalt skyldi það vera og ekki er annað hægt en að horfa til geimskipsins gríðarstóra á umslaginu sem nokkurs konar táknmyndar fyrir metnað þann sem Lynne hafði fyrir sveit sinni á þessum tíma. Við- brögðin létu heldur ekki á sér standa, platan seldist í tíu milljónum eintaka um heim allan. E.L.O. fór í umfangsmikið tónleikaferðalag í kjölfarið og hafði geimskip með sér uppi á svið að sjálfsögðu. Hér þræðir Lynne listavel ein- stigið á milli haglega samsettra útvarpssmella („Sweet Talkin’ Woman“, „Mr. Blue Sky“ t.d.) og „plötulaga“, lögum sem ætlað er að binda saman hið skothelda poppverk („The Whale“). Kannski stafar aðdráttarafl E.L.O. í dag af því hversu furðuleg tónlistin er í raun, þrátt fyrir að Lynne hafi síst verið hlátur í hug þeg- ar hann setti saman þetta verk vorið 1977, í kofa einum í Sviss. Hvellar falsettubakraddir, strengjakaflar sem ganga upp og niður og geimaldarlegir hljómborðskaflar gera tónlistina á köflum hálfbjánalega og yfirdrifna – en fyrst og síðast alveg brjálæðislega grípandi og mað- ur getur ekki annað en hrifist af eindrægninni sem keyrir Lynne áfram í þessari poppkross- ferð. Svona nú, þér er óhætt að draga Xanadu- plötuna undan rúminu. E.L.O. æðið er byrj- að … algerlega út í bláinn. POPPKLASSÍK Óskammfeilið popp Þ að getur verið snúið að flokka tónlist svo vel sé, að finna rétta merkimiða þegar lýsa á einhverju eða til að nota við leit að svip- aðri músík. Blæbrigðin eru líka ótalmörg og oft bitamunur en ekki fjár, þó að menn séu til í að deila heilu næturnar, og jafnvel lengur, um það hve mikið krátrokk þessi og hin hljómsveitin spilar og hversu motorik hún sé, hvort sé meira „krát“ að nota Arp Odyssey eða Minimoog og svo má telja. Slíkri deilu man ég eftir að hafa lent í kvöld eitt fyrir rúmum þrjátíu ár- um og að var ekki fyrr en menn voru orðnir stjarfir af reyk undir morgun að Tangerine Dream batt enda á allar kryt- ur. Áhrifanna gætir enn Krátrokkið sem var í blóma á þeim tíma var gríðarlega merkileg tónlistarstefna og áhrifa hennar gætir enn, eða það finnst gömlu kráthundum í það minnsta þegar þeir heyra í mörgum þeim Stoner- rokksveitum sem mest eru mærðar nú um stundir – frábærar sveitir en alla jafna eiginlega meira af Berlín í þeim en Kaliforníusandi og ekki rétt að taka því nema á besta veg. Vissulega var krát- rokkið margklofin stefna í sjálfu sér, en í henni sameiginlegir þættir hvort sem menn voru að hræra saman við spuna- rokkið spunadjassi, frumtechno eða hreinni sýru. Sama má eiginlega segja um stoner-rokkið – í því blómstrar frum- speki krátrokksins, sú krafa að eitthvað nýtt væri skapað á rústum rokksins, í stað þess að seilast sífellt í átt að blúsn- um vildu menn halda rokkinu og skeyta saman við það nýrri hugsun sem flutt væri með nýjum hljóðfærum í bland við gömul og þrautreynd. Vestur í Ameríku hafa ýmsar óhljóðasveitir löngum tekið mið af krátrokkinu og eins stoner- rokksveitir. (Kannski rétt að skjóta inn skilgrein- ingu: krátrokk eða krautrock hefur nafn sitt af viðurnefni breskra á Þjóðverjum sem þeir hafa frá súrkáli (kraut er kál á þýsku). Hvað stoner- rokkið varðar er forskeytið komið frá því að vera skakkur eða útúrreyktur, í hassvímu, enda þótti mörgum músíkin fara vel saman við slíka iðju.) Sem dæmi um amerískar sveitir sem beislað hafa krátrokkið á skemmtilegan hátt má nefna af- bragðssveitina Comets on Fire, en eins og Stars of the Lid, Cul De Sac, Kyuss og Dream Syndi- cate sálugu, Grails, Delia Gonzalez & Gavin Russom, DFA og meira að segja mætti halda því fram að sveitir eins og American Analog Set séu undir tals- verðum krátrokkáhrifum, því krátrokk- ið var oft ekki bara rokk og iðulega alls ekkert rokk. Krátrokkið lifir! Vísast hljómar allur þessi langi inn- gangur eins og hvert annað nostalgíuf- lipp (jafnvel nostalklígja), en hann kviknaði við hlustun á nýjustu skífu þýsku rokksveitarinnar Colour Haze sem heldur uppi merki krátrokksins í heimalandi sínu og má líka flokka sem eina helstu stoner-rokksveit Evrópu nú um stundir. Ofsatrúarmönnum finnst sveitin kannski ekki nógu krátleg, ekki nógu mikil klifun, ekki nógu vélræn, of mikil snarstefjun og svo má telja – myndu væntanlega frekar skipa sveit- inni sess með þungu súru rokki. Við hin kærum okkur þó kollótt um biflíu- fræðin og skemmtum okkur við að hlusta á músíkina. Colur Haze hefur verið að í um ára- tug. Eftir smávægilegar mannabreyt- ingar hefur verið sama liðsskipan í sveitinni frá 1999; Stefan Koglek spilar á gítar og syngur, Manfred Merwald á trommur og Philipp Rasthofer á bassa. Ef marka má Wikipediu var sveitin undir sterkum Sabbath-áhrifum fram- an af, en ekki er mikið eftir af þeim á þeim plötum sem ég hef í fórum mínum – Ewige Blumenkraft frá 2001, Los Sounds de Krauts frá 2003, Colour Haze frá 2004 og loks nýju plötuna, Tempel, sem kom út seint á síðasta ári. Gítarsóló á hljóðfleka Á þeim skífum má vel heyra ákveðna þróun sem nær eiginlega hámarki á Colour Haze – lögin og gítarsólóin lengjast og kaflaskiptum fjölgar, auk- inheldur sem meira er lagt í hljóminn og þétta hljómfleka. Á Tempel má heyra að sveitin er farin að leita í nýjar áttir, tilraunamennska meiri sem lofar góðu fyrir framtíðina. Nú geta menn deilt um það hve mik- ið krátrokk Colur Haze spilar, og víst að þeir nefna ekki slíkar sveitir þegar þeir telja upp áhrifavalda á vefsíðu sinni, tína til Motorpsycho, Led Zep- pelin, Jimi Hendrix, Black Sabbath (nema hvað), Kyuss, Cream, Trans-Am, Shuggie Otis, Frank Zappa, King Crimson, Godspeed You Black Emperor, Santana og Ween svo dæmi séu tekin, en eins og kom fram að ofan heitir önnur breið- skífa sveitarinnar Los Sounds de Krauts, sem segir sitt. Ekki bara rokk Þýska tilraunarokkið, sem fékk við- urnefnið krátrokk, var upp á sitt besta fyrir þrjátíu árum eða svo, margklofin stefna og merkileg. Enn eru menn að vinna úr áhrifum frá þeirri tónlist og heyrist vel á skífum þýsku sveitarinnar Colour Haze, þó að hún kryddi tónlist sína með ýmsum rokktilbrigðum öðrum, tilraunakenndum og sýrðum. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Þáþrá Colur Haze heldur fast í gamlar hefðir og notar í nýrri tónlist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.