Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 9
einhvers konar hamborgara- og
kókmenning, sem er alþýðlegri og
lánuð frá útlöndum, eins og til
dæmis Idolið, en það vill gleymast
að leikhúsið getur líka verið rann-
sóknastofa og á rannsóknastofu
getur maður annað hvort búið til
tyggigúmmí eða læknað krabba-
mein og við getum ekki alltaf bara
búið til tyggjó,“ segir hann.
Þjóðleg eining
Jón Atli segir að á evrópskan
mælikvarða sé leikhúsmódel þeirra
félaganna ekkert sérlega nýstár-
legt. „Strúktúrinn er líka mjög
skýr og endurtekur sig, við vinnum
mjög markvisst með hann. Við
uppsetningu í leikhúsinu er alltaf
verið að fjalla um leikhúsið sjálft í
leiðinni og í Mindc@mp létum við
líka á það reyna hvort fólk gæti yf-
irhöfuð farið í leikhús og hvort það
væri ennþá hægt að segja eitthvað
í leikhúsi. Í Partílandi er umgjörð-
in alveg á hreinu, verkið byrjar á
17. júní og á tilteknum inngangs-
kringumstæðum og við tökum mið
af loforðinu sem þjóðin gaf sér árið
1944. Við drepum niður hér og þar
í samfélaginu og notum tæki og tól
orðræðunnar eins og hún birtist
okkur í sýndarveruleika fjöl-
miðlanna, í kaffistofuspjalli og þeg-
ar þjóðin, stjórnmálamenn og
landshöfðingjar stíga á stokk og
tala fyrir hönd okkar og um það
sem þjóðin stendur fyrir við hátíð-
leg tækifæri,“ segir hann.
Hinn 17. júní árið 1944 var
Sveinn Björnsson kjörinn forseti,
lög um þjóðfánann staðfest og lýð-
veldinu lýst að Lögbergi að við-
stöddum þúsundum manna. Há-
tíðahöldin þóttu bera vott um
þjóðlega einingu (þótt rigningin
yrði til trafala) og í frásögn Morg-
unblaðsins af þessum sögulegu
tímamótum segir meðal annars, að
við atburði liðinna daga „séu mikl-
ar vonir tengdar, vonir um frelsi
og öryggi hins fagra lands og
fólksins sem byggir það í dag og á
ókomnum öldum. Megi þær vonir
rætast,“ segir í leiðara blaðsins 19.
júní 1944.
Glatað andrúmsloft?
Upprifjun á atburðum og stemn-
ingu lýðveldishátíðarinnar vekur
bæði eftirvæntingu og áhuga og
segir Jón Atli að sér hafi fundist
það dálítið magnað. „Ég varð
spenntur af því að lesa um lýðveld-
ishátíðina og tala við fólk sem var
viðstatt. Kannski erum við búin að
glata þessu andrúmslofti. Ég man
eftir því að allar 17. júní blöðrur
voru merktar símafyrirtæki fyrir
nokkrum árum, OgVodafone var
búið að kaupa 17. júní. Ég er ekki
endilega að segja að það sé slæmt
eða gott, en það var hvergi talað
um það, svo mig minni. Enginn
spurði hvort þetta væri hægt. Þeg-
ar maður upplifir að Gay Pride er
einhvern veginn skemmtilegri og
hátíðlegri en 17. júní, fer maður að
hugsa og spyrja hvaða máli skiptir
þetta og hvað vantar? Ég tárast
þegar ég heyri þjóðsönginn, það er
bara staðreynd. Við erum alls ekki
að reyna að tæta í sundur 17. júní
nútímans, en þetta er eitt af því
sem leikhúsið getur gert. Við erum
búin að setja upp rannsóknastof-
una og viðfangsefnið er íslenskt
lýðræði. Við spyrjum, af hverju
hætti 17. júní að skipta máli og
hvað af þessari hefð skiptir í raun
og veru máli? Við verðum dálítið
að horfast í augu við það,“ segir
hann.
Skilyrt hegðun
Og maður spyr sig hvort ártalið
1944 laði í dag fyrst og fremst
fram hugrenningatengslin um mat
handa sjálfstæðum Íslendingum,
þar sem sjálfstæði merkir að mat-
búa handa einum. Handa ein-
staklingnum.
„Sú staðreynd blasir við okkur,
að það skiptir engu máli hvort við
klárum matinn okkar eða keyrum
grænan bíl eða ekki, það sem ein
manneskja sparar í orku eða með
öðru skilar sér ekkert til Afríku
fyrir einhvern galdur. Þetta skiptir
bara engu máli. Ef við búum í
markaðssamfélagi, við neikvætt
frelsi, hvert er þá hlutverk okkar?
Erum við neytendur, eða þjóð-
félagsþegnar, borgarar eða ein-
staklingar? Það er búið að hólfa
allt niður. Ég er neytandi í Kringl-
unni og borgari niðri í bæ á 17.
júní eða á kosningadaginn. Hér
hafa verið stofnuð sterk borg-
araleg samtök um hugsjónir sem
skipta fólk máli og það finnur ekki
farveg innan stjórnmálaflokkanna
nema að litlu leyti. Þegar þetta
Kárahnjúkabasl varð að veruleika
varð náttúruverndarsinni allt í einu
skilgreiningarhugtak. Fyrir nokkr-
um árum hefði þetta verið alveg
skýrt, ég er borgari með tiltekið
gildismat. Vitund okkar um það í
hvaða hlutverkum við erum mark-
ast af samræðum sem eru bara í
aðra áttina, þær snúa að okkur, en
við fáum ekki að segja neitt. Mað-
ur getur tjáð sig með inn-
kaupamætti sem neytandi og engu
öðru. Þótt maður sé á opinberum
stað, er hann skilyrt svæði með
skilyrtri hegðun. Prófaðu bara að
fara inn í verslanamiðstöð með víd-
eómyndavél. Eftir fáeinar mínútur
verða tveir öryggisverðir komnir á
staðinn. Þetta fer dálítið fyrir
brjóstið á okkur.
Samfélag okkar mun auðvitað
ekki koma til með að taka u-
beygju, en ef við færum í gagn-
fræðaskóla og spyrðum hverjir
valdamestu menn þjóðarinnar eru,
held ég að margir myndu svara
Jón Ásgeir, Hannes Smárason eða
Björgólfur Thor. Ég held að Geir
H. Haarde kæmist örugglega á
lista, en væri ekki sérlega ofarlega.
Þjónustustétt
Fáni Partílands er svarthvítur og í
götumynd verksins bakar þeldökk
stúlka íslenskar pönnukökur. Fyrir
63 árum var þjóðin ávörpuð: „Góð-
ir Íslendingar, konur og menn.“ Í
Partílandi heyrist jafnan: „Góðir
Íslendingar, Pólverjar, Kínverjar,
sígaunar.“ (Að ekki sé minnst á
forsetann og frú Dorrit).
„Svarthvíti fáninn er okkar fáni,
fáni Partílands. Einar Benedikts-
son skrifaði grein í Dagskrá fyrir
110 árum þar sem hann lagði til að
hvítbláinn, hvítur kross á bláum
feldi, yrði tekinn upp. Þetta vakti
svo góð viðbrögð að fálkafáninn
var afnuminn. Okkur fannst þetta
skemmtileg gjörð því við vildum
búa til þjóðfána sem endurspeglar
tímana sem við lifum. Eins súrreal-
ískt og það hljómar þætti mér ekk-
ert undarlegt að kveikja á sjón-
varpinu og sjá Innlit – útlit þar
sem fram færi hönnunarsamkeppni
um nýjan þjóðfána, Innlits – útlits-
fána. Fáninn spyr mjög sterkt í
sýningunni okkar, er þetta fáninn
okkar, eða er þetta ekki fáninn
okkar? Er þessi fáni frekar þjóð-
fáninn okkar en hvítbláinn.“
Svo er tilvitnun á honum á
ensku, í bandarískan rappara?
„Já, hún er eftir Íslandsvininn
50 Cent sem spilaði í fertugs-
afmælinu hans Björgólfs Thors á
Jamaíka. Textinn er svona: „We’re
gonna party like it’s your birthday
og okkur fannst það ágætt á 17.
júní. Kannski erum við komin að
þessum tímamótum, kannski eigum
við að flagga Vodafone-fánunum og
-blöðrunum á 17. júní og Partí-
lands-fánunum á fæðingardegi
Björgólfs Thors? Eða íslenska
þjóðfánanum á 17. júní? Kannski
erum við kominn að þeim tíma-
punkti að við þurfum fjóra fána
eða fleiri fyrir öll þessi hlutverk
okkar? Ef maður rýnir lengra er
þetta alls engin móðgun og ekki
hugsað sem móðgun. Að mínu mati
er mörgum spurningum ósvarað
varðandi samfélag okkar. Við get-
um til að mynda ekki hleypt út-
lendingum inn í landið til þess að
vinna, en líka haldið að þeir séu
gestir. Í öllum barnaskólum eru
tvítyngdir bekkir og við þurfum að
horfast í augu við það fyrr en síð-
ar, áður en aðskilnaður milli ólíkra
þjóðarbrota verður alger, eins og
hefur gerst í nágrannalöndunum.“
Í kynningu fyrir Partíland hefur
ljósmynd af tveimur Hallgríms-
kirkjuturnum borið fyrir augu,
annar þeirra er í ljósum logum og
flugvél stefnir á hinn. Hvað táknar
það?
„Þetta erum bara við að leika
okkur.“
Ein persónan í Partílandi segir á
tilteknum tímapunkti, kannski er
fólk hætt að trúa á stórar hug-
myndir. Hvenær kallar Ísland? Á
hvað kallar Ísland? Hvernig kallar
Ísland? eru spurningar sem fikra
sig í gegnum verkið. Án arfleifð-
arinnar eigum við líklega ekkert
erindi. Um það eru skáldin líkleg-
ast sammála.
» „Ég tárast þegar ég heyri þjóðsönginn, það er
bara staðreynd. Við erum alls ekki að reyna að
tæta í sundur 17. júní nútímans, en þetta er eitt af
því sem leikhúsið getur gert. Við erum búin að
setja upp rannsóknastofuna og viðfangsefnið er ís-
lenskt lýðræði. Við spyrjum, af hverju hætti 17.
júní að skipta máli og hvað af þessari hefð skiptir í
raun og veru máli?
Jibbíjei Partíland er leikið á Íslandskorti á gervigrasi og í mýrarfláka fortíðar, með fögur fyrirheit í farteskinu.