Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók ÞÓTT þessi bók sé harla ólíkleg til að ná inn á metsölulista bókaútgefenda, er hún samt áhuga- verð um margt og kannski einmitt þess vegna. Í fyrsta lagi er hún áhugaverð vegna þess að hún lýsir hugmyndafræðilegum ágreiningi milli ráð- andi stjórnmálaafla um uppbyggingu velferð- arríkis á Íslandi. Hún skýrir líka, hvers vegna jafnaðarmönnum á Íslandi tókst ekki að fá lög um atvinnuleysistryggingar virk í framkvæmd fyrr en árið 1956, hálfri öld síðar en í Danmörku og Noregi og löngu eftir að atvinnuleysistrygg- ingar voru lögfestar í Finnlandi (1917) og í Sví- þjóð (1938). Reyndar voru atvinnuleysistryggingar hluti af löggjöfinni um almannatryggingarnar, sem Haraldur Guðmundsson, fyrsti ráðherra Al- þýðuflokksins í ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, náði fram á þinginu 1935-36. En kaflinn um atvinnuleysistryggingar sætti svo harðri andstöðu forystumanna Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks og tók svo miklum breytingum í meðförum þingsins að lögin máttu heita óvirk í framkvæmd. Þótt árstíðarbundið atvinnuleysi mætti heita fastur liður í lífi sjávarplássanna og langvarandi atvinnuleysi hrjáði mörg alþýðu- heimili á kreppu- og samdráttartímum, treystu verkalýðsfélögin sér ekki til að leggja þær kvað- ir – iðgjöld – á fátækt verkafólk, sem þurft hefði til að virkja lögin. Þess vegna leið meira en þriðjungur aldar frá því að Jón Baldvinsson, þingmaður Alþýðu- flokksins og forseti Alþýðusambandsins, flutti fyrstu þingmálin um atvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun árið 1923, þar til virk löggjöf um at- vinnuleysistryggingar náði fram að ganga á Al- þingi árið 1956. Ári áður þurfti verkalýðshreyf- ingin að neyta aflsmunar í langvinnustu verkfallsátökum á lýðveldistímanum til þess að knýja málið fram. Hin pólitíska andstaða gegn lögfestingu atvinnuleysistrygginga var því harð- vítug og langvinn. Forystumenn atvinnurek- enda og pólitískir talsmenn þeirra innan Sjálf- stæðisflokksins létu ekki sinn hlut í andstöðu við lögfestingu atvinnuleysistrygginga fyrr en í fulla hnefana. Á Guð og gaddinn Hvers vegna var andstaðan gegn þessu réttlæt- ismáli, sem þar að auki studdist við skynsemis- og hagkvæmnisrök, eins og síðar kom á daginn, svona hörð hér á landi? Hvers vegna var hin pólitíska andstaða íhaldsaflanna miklu harðari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum? Var þörfin fyrir atvinnuleysistryggingar eitt- hvað minni hér á landi en annars staðar? Það var síður en svo. Árstíðabundið atvinnuleysi var fastur fylgifiskur sjávarútvegshagkerfisins ís- lenska, auk þess sem afkoma sjávarútvegsins var háðari svipulum sjávarafla og sveiflu- kenndum mörkuðum en iðnaðarþjóðfélögin ann- ars staðar í Evrópu. Það var því brýn þörf fyrir atvinnuleysistryggingar, brýnni hér en víðast hvar annars staðar. Eða hvernig lýsa þeir Er- lingur Friðjónsson og Jón Baldvinsson, þing- menn Alþýðuflokksins og flutningsmenn fyrsta frumvarps til laga um atvinnuleysistryggingar (1928), kjörum atvinnuleysingja og fjölskyldna þeirra á þessum tímum: „Verkamennirnir hjer í Reykjavík eru bein- línis settir á Guð og gaddinn. Það er ekki ofmælt, að börn þeirra veslist upp hrönn- um saman á atvinnuleysistímum á vet- urna úr kulda, næringarskorti og tæringu. Og án efa mundi ljetta stórum á fátækra- framfærslu margra bæjar- og sveitarfé- laga, ef frumvarp þetta yrði að lögum.“ (Bls. 39). Það þóttu forréttindi, þegar heimilisfeður, sem höfðu mátt þola atvinnuleysi langtímum saman, komust í „stjórnargrjótið“; Það fólst í því að kljúfa grjót í atvinnubótavinnu á vegum landstjórnarinnar, en grjótið var síðan flutt með járnbrautarlest úr Öskjuhlíðinni í hafnargarð- ana í Reykjavíkurhöfn. Það má merkilegt heita, að á sama tíma og staðir eins og Ísafjörður, Ak- ureyri og Seyðisfjörður buðu upp á örugg hafn- arskilyrði, var höfuðborgin, undir stjórn íhalds- ins, hafnleysa fram yfir fyrra stríð. Þetta þýddi þrælavinnu karla og kvenna við að bera þunga- vöru á bakinu og ferma og afferma úr umskip- unarbátum, einatt við hin verstu lendingar- og veðurskilyrði. En þeir, sem komust í þessa þrælavinnu, þóttust hólpnir. Lífið var botnlaust strit myrkranna á milli, eins og í kolsvartri graf- ik Kötu Kolwitz. Fyrir fáum árum kom út öndvegisritið Fá- tækt fólk eftir Gylfa Gröndal, sem lýsti hispurs- laust kjörum þess fátæka fólks, sem byggði upp höfuðborg Íslands á þessum árum. Það er mikil eftirsjá að því, að Gylfa entist ekki líf til að ljúka því stórvirki, sem áformað var í þremur bindum. Sömuleiðis verður það að flokkast undir meiri- háttar skaða, að Matthíasi Viðari Sæmundssyni entist ekki aldur til að ljúka áformaðri ævisögu Héðins Valdimarssonar, einhvers stórbrotnasta persónuleika, sem saga íslenskrar verkalýðs- hreyfingar kann frá að greina. Vonandi mun ný kynslóð sagnfræðinga taka upp hið fallna merki og forða þessari átakasögu frá gleymsku. Hvers vegna voru forsprakkar atvinnurek- enda í forystu Sjálfstæðisflokksins og bænda- íhaldið í Framsókn svona harðvítugt í andstöðu sinni við atvinnuleysistryggingar? Þetta voru vissulega erfiðir tímar og atvinnuþref og lífsbar- áttan var hörð og miskunnarlaus. Bændaíhaldið bar því við, að bætt lífsskilyrði og atvinnuöryggi öreiganna á mölinni mundi ýta undir frekari fólksflótta úr sveitum, með þeim afleiðingum, að stórbændum og landeigendum héldist illa á vinnuhjúum. Málsvarar Sjálfstæðisflokksins, eins og t.d. Thor Thors, sonur Thors Jensen, út- gerðar- og athafnamanns, sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði að sjálfstæðismenn væru á móti atvinnuleysistryggingum, m.a. vegna þess að þeir teldu „að þetta frv. (Haraldar Guðmundssonar o.fl.), sem felur það í sér að styrkja atvinnu- leysingja í kaupstöðum, sé enn eitt nýtt og öflugt spor í áttina til þess að raska alveg atvinnulífi þjóðarinnar, með því móti að ginna til kaupstaðanna ennþá fleira fólk úr sveitum landsins, en það sem forsjárlaust og fyrirhyggjulaust hefur flust hingað á möl- ina.“ (bls. 59) Öryggissjóður verkalýðsins Þeir óttuðust það með öðrum orðum, þessir fínu herrar, að lýðurinn legðist í leti og ómennsku, ef svipa atvinnuleysisins ræki hann ekki áfram. „Með því að innleiða hér á landi þá reglu að greiða atvinnuleysisstyrk, óttast ég, að dregið verði stórkostlega úr hvöt manna til þess að leit- ast við að bjarga sér sjálfir.“ Þetta sagði máttar- stólpi atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins úr Vestmannaeyjum, Jóhann Þ. Jósefsson, síðar ráðherra. Morgunblaðið var flokkshollt að vanda og bætti um betur í leiðara, að „þegar atvinnu- reksturinn gæti ekki borgað mönnum lengur fyrir að vinna, væri bætt við hann auknum skött- um til þess að borga mönnum fyrir að vinna ekki“. Þetta eru sígild rök íhaldsmanna allra landa, sem frá upphafi börðust hart gegn atbeina ríkis- valdsins til að jafna kjör og auka öryggi fátæks fólks í lífsbaráttunni. Falsrökin eru sett fram í nafni siðferðilegrar vandlætingar. Atvinnuleys- istryggingar munu stuðla að ómennsku og leti. Lágmarkslaun munu verðleggja sísta vinnuaflið út af markaðnum og auka atvinnuleysi. Al- mannatryggingar og skylduaðild að lífeyrissjóð- um er til þess fallið að draga úr ráðdeild, sparn- aðarvilja og sjálfsbjargarviðleitni. Þessi siðferðilega vandlæting hinna betur Erlingur Friðjónsson Þing- maður Alþýðuflokksins frá Akureyri Gunnar Jóhannsson Þing- maður Sósíalistaflokksins frá Siglufirði Guðmundur J Guðmundsson Formaður Dagsbrúnar og þingmaður Alþýðubandalags- ins. Varð þjóðkunnur á einni nóttu sem herforingi verk- fallsvarða Dagsbrúnar í alls- herjarverkfallinu 1955. Gylfi Þ Gíslason Formaður Alþýðuflokksins og frum- kvöðull efnahagsumbóta Viðreisnarstjórnarinnar sem iðnaðar- og viðskiptaráð- herra 1959-71 Haraldur Guðmundsson Fyrsti ráðherra Alþýðuflokksins í ríkisstjórn hinna vinnandi stétta 1934-37 og helsti frumkvöðull að löggjöfinni um almanna- tryggingar 1936. Þar með verðskuldar hann sæmdarheitið, guðfaðir velferð- arríkisins á Íslandi. Héðinn Valdimarsson Vara- formaður Alþýðuflokksins, formaður Dagsbrúnarog stofnandi Sósíalistaflokksins, frumkvöðull að byggingu verkamannabústaðanna í Reykjavík. Jón Baldvinsson Forseti Al- þýðusambandsins og formað- ur flokksins 1916-38 Eðvarð Sigurðsson For- maður Dagsbrúnar og þing- maður Alþýðubandalagsins, helsti samningamaður verkalýðshreyfingarinnar um lögin um atvinnuleys- istryggingar 1955-56. Á ég að gæta bróður míns? Brynjólfur Bjarnason Annar helsti leiðtogi Kommúnista- flokks Íslands og mennta- málaráðherra í Nýsköp- unarstjórninni 1944-47 Sigurjón Á. Ólafsson For- maður Sjómannafélgs Reykjavíkur og þingmaður Alþýðuflokksins BÆKUR Þorgrímur Gestsson: Öryggissjóður verkalýðsins – Baráttan fyrir atvinnu- leysistryggingum á Íslandi. Útgefandi: Atvinnuleysistryggingasjóður. 316 bls. Guðfaðir velferðarríkisins á Íslandi Haraldur Guðmundsson Hann var fyrsti ráðherra Alþýðu- flokksins sem atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, sem kennd var við hinar vinnandi stéttir á kreppuárunum 1934-37. Haraldur var helsti frumkvöðull að löggjöfinni um almannatryggingarnar árið 1936. Hann flutti fyrst tillögur um málið á Alþingi 1929 og fylgdi því eftir með tillöguflutningi á hverju þingi, þar til málið náði fram að ganga. Almannatryggingalögjöfin 1936 og meðfylgjandi framfærslulög leysti af hólmi smánarlega fátækralöggjöf og má skoðast sem hornsteinn velferðarríkisins íslenska. Brautryðjendurnir Hannibal Valdimarsson Forseti Alþýðusambandsins 1954-73 og formaður bæði Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags; félagsmálaráð- herra 1956-58 Emil Jónsson Formaður Al- þýðuflokksins og sá sem tók frumkvæðið að lausn alls- herjarverkfallsins 1955 með samkomulagi um lögfestingu atvinnuleysistrygginga 1956.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.