Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hrafnhildi Hagalín hhagalin@hotmail.com Þ ið ættuð að spyrja áður en þið takið myndir,“ segir ungur hippi sem situr flötum beinum í möl- inni á bílastæðinu fyrir framan Beneficio ásamt félögum sínum. „Annars gæti einhver ráðist á ykkur og brotið myndavélina.“ Vinir hans hlæja. „Bara grín,“ segir annar. „Peace and love.“ Á slitinni rúmdýnu rétt hjá þeim hossast nokkur börn upp við gamalt bílhræ og heilsa glaðlega. Þau segjast vera búin að búa í nýlend- unni í nokkur ár og gangi í skóla uppi í Canar. „Það er bærinn hérna fyrir ofan,“ segja þau og benda. „Það tekur hálftíma að labba þangað.“ Hippanýlendan Beneficio var upphaflega stofnuð fyrir sextán árum af bresku hjónunum Chris og Yvonne sem komu til Alpujarras- héraðs í leit að stað sem hefði lækningamátt því Chris var heilari. Alpujarras-hérað hafði fengið orð á sig meðal útlendinga fyrir að vera ein- stakur staður hvað náttúrufegurð og gróður- sæld varðaði, þar verða Spánverjar t.d. elstir, þökk sé ómenguðu vatninu úr Sierra Nevada- fjallgarðinum fyrir ofan og tæru fjallaloftinu, segja menn. Héraðið er eitt það heitasta á Spáni, þar er „sub-trópíkal“ loftslag og ríkuleg uppskera alls kyns ávaxta og grænmetis allt ár- ið um kring. Bretinn Chris Stewart, fyrsti trommuleikari hljómsveitarinnar Genesis, sett- ist að í héraðinu fyrir um tuttugu árum síðan. Árið 1999 sendi hann frá sér bókina Driving Over Lemons sem fjallar um fyrstu kynni hans af innfæddum eftir að hann hóf þar búsetu. Bókin varð metsölubók og Alpujarras-hérað varð enn þekktara meðal Breta og annarra út- lendinga sem streymdu þangað í leit að meiri lífsgæðum í þessari „hálfgerðu paradís“ þar sem ávextirnir svo að segja hrynja af trjánum. Fleiri þekktir einstaklingar vöktu einnig at- hygli á svæðinu, t.d. söngkonan Joan Baez sem keypti sveitasetur fyrir tuttugu árum beint fyr- ir ofan hippanýlenduna. Öll veröldin er heimili mitt Á bílastæðinu í Beneficio á þessum sunnudegi birtist maður sem býr í sendiferðabíl ásamt konu sinni. Aðspurður segist hann vera búinn að búa í nýlendunni í sex mánuði en ekki vita hvað hann verði lengi. „Öll veröldin er heimili mitt,“ segir hann. „Ég er alls staðar sæll af því að þetta er allt saman hér,“ segir hann og bend- ir á höfuð sér. „Það er alltaf sami hausinn á manni hvert sem maður fer og ekki hægt að skipta um hann. Mér líður alls staðar vel. Og nú er ég hér. Þetta er stórkostlegur staður.“ Þegar komið er inn í Beneficio blasir við frumskógur eins og hægt er að ímynda sér að sé á hitabeltissvæðum Afríku eða Asíu. Him- inhá tré gefa gott skjól í gilinu þar sem hipp- arnir hafa sest að. Litlir stígar liggja inn eftir því miðju og meðfram þeim, á stangli, eru tjöld og moldarkofar, leirkofar og strákofar, lítil hús búin til úr plönkum og þakplötum með allavega gluggum og hurðum. Mörg húsanna eru eins og klippt út úr ævintýrinu um Hans og Grétu eða dvergana sjö, misstórir strompar eða ryðgaðir rörbútar standa upp úr þökunum og á veturna liðast reykjarstrókar upp úr þeim sumum því hér getur verið kalt yfir vetrarmánuðina. Á einu skilti nálægt innganginum stendur „Tékkneskt bakarí“. Fyrir framan það sitja maður og kona um þrítugt. Konan er að móta í höndunum pípu úr leir. „Ég er ítölsk,“ segir hún, „á tvö börn og kom hingað af því ég nennti ekki að vinna í einhverri verksmiðju allan dag- inn. Ég er ein með börnin og það er því miklu auðveldara fyrir mig að vera hér. Ég vil miklu frekar hanna svona hluti og vera meira með börnunum mínum. Ég baka líka brauð og pítsur til að vinna fyrir mér, stundum fer ég á akrana hér í kring og tíni ólífur og fæ þá borgað í ólífu- olíu. Ég hef engan áhuga á peningum,“ segir hún. Greitt með maríjúana Margir íbúanna í Beneficio stunda einmitt vöruskipti, rækta grænmeti og ávexti og skipta á þeim og ýmsum öðrum nauðsynjavörum. Menn búa til hina og þessa muni, hálsfestar, armbönd og ýmsa smáhluti, og selja á mörk- uðum í bæjunum í kring. Sumir íbúanna eru tónlistarmenn sem flakka um og spila, aðrir geyma kannski leynda fjársjóði sem þeir draga fram lífið á. Hér vex líka maríjúanaplantan næstum villt og íbúar Beneficio nota hana sem lækningajurt – sumir skipta á henni og fá mat í staðinn. „Ég nota maríjúana sem eins konar gjald- miðil,“ segir Bret- inn Tony sem býr í indíánatjaldi efst í hipp- anýlendunni á einangruðum stað. „Mér finnst í raun betra að nota maríjúana en peninga. Að gefa til baka eitthvað sem náttúran gefur okk- ur. Þú veist að einhver fær sér góðan smók og hefur það gott og þú færð brauð eða eitthvað í staðinn. Það skaðar engan.“ Tony lifir á einni evru (89 kr.) á dag en starfaði áður sem verk- fræðingur í Bretlandi. „Þá þénaði ég um 7.000 evrur á mánuði. Ég hef þegar lifað lífi þar sem ég átti mikla peninga og það gaf mér frekar lít- ið. Nú bjóða foreldrar mínir mér gull og græna skóga ef ég vil koma til baka. Þau vilja gera allt, kaupa handa mér íbúð, en ég hef afþakkað. Af hverju ætti ég að vilja fara inn í einhverja íbúð þegar ég bý í fallegum dal?“ Paradís fyrir börn Í Beneficio eru um sjötíu börn og þau ganga að mestu sjálfala. Á morgnana labba þau upp þrönga kindatroðninga í spænskan skóla í bæn- um Canar fyrir ofan nýlenduna, sum eru keyrð og einstaka barn gengur í Waldorf-skóla í Ór- giva, sem er stærsti bær Alpujarras-héraðs. Þangað sækja hipparnir þá þjónustu sem þeir þurfa. Börnin tala öll spænsku, oft með mis- munandi hreim því foreldrarnir koma alls stað- ar að. Þau eru allavega útlits og ganga mörg hver berfætt eða ber- Hafa hipparnir lausnina? HIPPAMENNINGIN dó ekki út þegar ’68 kynslóðin eltist eins og margir kunna að hafa haldið. Á mörgum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum má enn finna nýlendur þar sem menn hafa horfið á vit náttúrunnar og lifa við mjög frumstæð skilyrði, oft án allra nútímaþæginda. Þetta eru börn eða jafnvel barnabörn ’68 kynslóðarinnar (þó svo að eina og eina eftirlegukind sé þar líka að finna) sem hafa þá sameiginlegu trú að afturhvarf til einfaldari og frumstæðari lifnaðarhátta í nánum tengslum við móður jörð sé það eina sem geti bjargað plánetunni úr því sem kom- ið er. Eina slíka nýlendu er að finna í Alpuj- arras-héraði á Suður-Spáni. Þar búa um tvö hundruð og fimmtíu manns sem koma alls staðar að úr heiminum. Greinarhöfundur heimsótti hippanýlenduna Beneficio fyrir skemmstu ásamt hollenska ljósmyndaranum Yvonne og tók þar nokkra íbúa tali. Öll veröldin er heimili mitt „Ég er alls staðar sæll, öll veröldin er heimili mitt.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.