Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Eirík Örn Norðdahl, Hauk Má Helgason
& Ingólf Gíslason
J
á hefur sett sér þau markmið að
veita viðskiptavinum framúrskar-
andi þjónustu, sjá fyrir og mæta
nýjum þörfum viðskiptavina, að
skapa öflugt og spennandi starfs-
umhverfi, þróa verðmæt viðskipta-
sambönd og bera sig saman við þá bestu.
„Nýja símaskráin, 118 Já símaskráin 2007, er
mikil og vegleg bók þar sem saman eru tekin
nöfn velflestra Íslendinga og þau pöruð saman
við heimasímanúmer viðkomandi, farsíma-
númer og heimilisföng. Þá er einnig nokkuð
um netföng og vefföng í bókinni. Nokkrar von-
ir hafa verið bundnar við útgáfu bókarinnar
frá því einkarekna fyrirtækið Já tók við útgáf-
unni af Símanum í fyrra. Er þetta önnur síma-
skráin sem kemur út frá Já – hún er prentuð í
230 þúsund eintökum, sem þætti heldur fífl-
djarft upplag hjá öðrum forlögum, en þar sem
bókinni er dreift ókeypis er slíkur saman-
burður augljóslega ómarktækur og ósann-
gjarn (harðspjaldaútgáfan, sem ætluð er fjár-
magnstekjuþegum, kostar 650 krónur).
Forlagið sem svo digurbarkalega nefnir sjálft
sig einfaldlega Já! segir í auglýsingum og um-
fjöllun, sem ekki fór lítið fyrir kringum útgáfu
ritsins, nokkrar stórar „breytingar“ hafa verið
gerðar á bókinni á milli ára. Annars vegar er
bókin hálfu kílói léttari en fyrr, þrátt fyrir að
vera 96 síðum lengri (sem er raunar óverulegt
þegar litið er til þess að heildarlengd verksins
er 1.584 síður!) og hins vegar fylgir henni
stækkunargler fyrir þá sem finnst letrið of lít-
ið. Önnur breytingin svo að segja afnemur
hina og eftir stendur ekkert nema sjónhverf-
ingin: Bókin er minnkuð til þess eins að vera
stækkuð aftur. Jess! Þetta er þó langt í frá
stærsti löstur þessarar svokölluðu „nýju“ bók-
ar. Gaumgæfi lesandi, kunnugur fyrri verkum
ritraðarinnar, þessa útgáfu, kemst téður les-
andi að því að hér er að langstærstum hluta
um einfalda og fjarska ófrumlega endur-
vinnslu á gömlu efni að ræða. Ekki er nóg með
að lungi nafnanna í Símaskránni 2007 hafi
birst áður í Símaskránni 2006, og raunar síma-
skránni 1996 ef út í það er farið, heldur er höf-
uðið bitið af skömminni með því að tengja
nöfnin meira og minna sömu símanúmerum og
heimilisföngum og áður. Eins og íslenskir bók-
menntafræðingar hafa nýverið bent á í öðru
samhengi er það sem krýnir sig nýtt ekki endi-
lega neitt nýtt. Um annað ritmál bókarinnar,
það sem er ekki einfaldlega nafnarunu- og
númera kjaftavaðall, má segja það sama. Al-
mannavarnanúmerin eru söm sem fyrr, götur
á kortum að mestu leyti óbreyttar – nýjungar í
litamerkingum korta eru litlar ef nokkrar. Svo
mætti lengi telja. Það virðist vera ríkjandi
sjónarmið útgefenda verka af þessum toga að
þau sjálf þurfi ekki að vera innblásin, heldur
séu þau til þess gerð að blása öðrum, viðtak-
andanum, lesandanum anda í brjóst. Ábyrgð-
inni er velt af höfundi yfir á lesanda, og ósjald-
an vísað til tilraunastarfs af skyldum toga sem
einkenndi vissulega slíka útgáfu um miðbik
tuttugustu aldar. Hæglega má þó vísa enn
lengra aftur og kenna þessa hugmyndafræði
við encyclopædista upplýsingarinnar sem ætl-
uðu verkum sínum fyrst og síðast að kort-
leggja heiminn, eða í öllu falli þekkingu sam-
tíðarmanna sinna á honum. Vilji maður vera
virkilega rætinn er freistandi að vísa allt aftur
til forsjálla höfunda Íslendingasagnanna og
langdreginna en hámódernískra ættartalna
þeirra, sem virðast einkum til þess fallnar að
torvelda lestur – hver veit nema þar á meðal
hafi leynst menn sem hugsuðu með sér: við
skulum láta þá hugsa sjálfa! og átt þar við les-
endur. Maður hlýtur ósjálfrátt að velta fyrir
sér hver tilgangur þessarar árlegu og undar-
legu textaendurvinnslu sé – sér í lagi á staf-
rænum dögum þar sem upplýsingar af þessu
tagi má auðveldlega nálgast á Netinu. Sé það
einkum ásetningur höfunda að endurskapa
anda löngu liðinna tíma, bera fram gamalt vín
á nýjum belg, er þó ekki að sjá að það sé ýkja
vel heppnað. Leiðinlegt er ekki samheiti við
list, en lestur bókarinnar er svo yfirgengilega
leiðinleg iðja að jafnvel sjálfkrýndur konungur
ljóðleiðindanna, Kenneth Goldsmith, á ekkert í
þennan botnlausa hyl sem okkur er hrint ofan í
ár eftir ár. Goldsmith, sem segir sjálfur að
bækur sínar séu svo leiðinlegar að hann logn-
ist iðulega út af við lestur prófarkanna, hefur
það að markmiði að geta skrifað á meðan hann
horfir á sjónvarpið. Nýjasta bók hans, Traffic,
sem kom út fyrir skemmstu er einfaldlega
uppskrifaðar útvarpslýsingar á umferðinni í
New York. Fyrir honum er tungumálið lifandi
hlutur sem hægt að grípa og festa niður á blað,
gera úr því ljóðlist sem er allt að því steypu-
ljóðlist í ljósi síðufjölda („það má drepa mann
með þessu“, sagði bókmenntafræðingur og
meinti það á marga vegu). Og ótrúlegt en satt
þá er líf í texta Goldsmiths, hann segir okkur
eitthvað um tungumálið, á meðan þessi mark-
lausa niðurritun nafna, heimilisfanga og síma-
númera – þessi andlausa skráning tungumáls-
ins eftir festum og settum reglum sem aldrei
er brugðið út af – er eitthvað allt annað og
ófrumlegra. Það liggur við að sjálft tungumálið
vanti í textann, ef slíkt er þá á annað borð
mögulegt. Sé verkinu mætt af góðum vilja, má
ætla því skírskotun til The Telephone Book
sem Ed Friedman gaf út í Bandaríkjunum árið
1979. Sú bók samanstóð af uppskrifuðum sam-
tölum með hikum, tafsi, endurtekningum og
biðtónum og telst með leiðinlegri, ólesanlegri
bókum 20. aldar framúrstefnu en á þó ekkert,
nákvæmlega ekki neitt, í þetta afskræmilega
ofvaxna kjaftæði sem Símaskráin 2007 er.
„Nýja“ símaskráin hefur engu við þetta verk
að bæta, nema magninu, auglýsingunum – og
kannski kápunni. Hin marklausa niðurröðun
kunnuglegra nafna, heimilisfanga og síma-
númera samkvæmt kerfi sem í höfuðatriðum
er 3.000 ára gamalt, og aldrei, í öllu ritinu, er
brugðið út af, virðist ekki bara ófrumleg held-
ur unnin án nokkurs sem kalla má listrænan
ásetning. Allir Jónarnir virðast búa við Aðal-
stræti og Hafnarstræti. Allar Guðrúnarnar við
Túngötu. Hin marklausa niðurröðun kunn-
uglegra nafna, heimilisfanga og símanúmera
samkvæmt kerfi sem í höfuðatriðum er 3.000
ára gamalt, og aldrei, í öllu ritinu, er brugðið
út af, virðist ekki bara ófrumleg heldur unnin
án nokkurs sem kalla má listrænan ásetning.
Það er enginn fallegur texti í þessari bók. Höf-
undur setur allt undir í metafiksjónal leikjum,
raunverulegar manneskjur eru persónur í
bókinni, og lesendur geta svo sem dundað sér
við að bera saman við það sem þeir vita um
fyrirmyndirnar. Ólafur Jóhann Ólafsson rit-
höfundur á línu í bókinni og Hermann Stefáns-
son líka. Leikir af þessu tagi (allir vita að Ólaf-
ur Jóhann er persóna í bók eftir Hermann)
endurspegla einfaldlega 10-15 ára gamla um-
ræðu hérlendis, sem hvílir á 30-40 ára gömlum
ritum frá meginlandinu, svo ekki sé seilst
lengra aftur. En seilumst, einu sinni enn, að-
eins lengra aftur. Sá ótti læðist vissulega að
höfundi svona heimsósómagreinar að ef til vill
sé honum sjálfum um að kenna. Að hann sé
staðnaður og sjái ekki vídd hins nýja í verkinu.
Að hann fari sjálfur á mis við samtíð sína, sé
villtur í heimi orða, týndur þar sem umrætt rit
er þá hugsanlega fundið. Vissulega eru for-
dæmi slíks í bókmenntasögunni – og verði fáir
spámenn í sínu landi er allt eins fáheyrt að
menn verði það á sínum tíma. Erkidæmið væri
hugsanlega móderníska stórvirkið Ulysses eft-
ir Joyce, sem er að mörgu leyti freistandi til
samanburðar. Joyce var sannarlega ekki spá-
maður í sínu föðurlandi – verkið fékk hann,
írskur, aðeins útgefið hjá bjartsýnum bóka-
búðareiganda í París. Vilji ókunnugir lesa sér
til um verkið eða viðtökusögu þess skal vísað á
Wikipediu og Google, þar finnst allt. Hér, að-
eins þetta: James Joyce var meðvitaður um
gæði verks síns, annars vegar, og nýstárleika
þess hins vegar og varði það því af mikill elju. Í
hundruðum bréfa til útgefenda, gagnrýnenda,
vina, fjandvina, fjölmiðla og háskólafólks veitti
hann útskýringar og leiðbeiningar um hvernig
bæri að nálgast verkið. Þessi viðtökuhönnun
hans, sem svo má kalla, má segja að hafi verið
nauðsynlegur og jafnvel integral hluti verksins
sjálfs. Ekki hefur Já lagt sig minna fram um
að koma sínu verki á framfæri, dreifa því og
tryggja viðtöku. Og greinarhöfundur ætlar sér
síst að gera lítið úr bókmenntalegu vægi
óhefðbundinna forma á borð við fréttatilkynn-
ingar, viðtöl eða auglýsingar. En sé þessu víð-
förla kynningarefni fyrirtækisins ætlað rit-
skýringargildi ber það vægast sagt vott um, ef
ekki blátt áfram vankunnáttu og vangetu, þá
sannkallaða dómadagshugsanaleti og skort á
heilindum. Heilindaskorturinn birtist ef til vill
skýrast í undarlegum játningum útgefenda á
hversu óáhugavert verk hér um ræðir: í frétta-
tilkynningum er bent á að umhverfisvæn fram-
leiðsluaðferð við prentun geri fólki kleift að
borða bókina án þess að verða meint af. Þessi
sjálfsmeðvitund eða sjálfsháð nær þó ekki að
sigrast á verkinu – þvert á móti sekkur ístöðu-
leysið því aðeins dýpra í hyl vandræðaleikans.
Símaskráin 2007 er alls ekki ritverk heldur
einhvers konar uppákoma. einhver einka-
fyndni sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá öll-
um nema kannski húmorslausustu sumar-
starfsmönnum Já. Það er ekki laust við að
lesandi spyrji sig hvort þetta sé ekki bara búið.
Við munum þá tíð er landsmenn biðu á hverju
ári eftir nýrri símaskrá, hún þótti sjálfsögð á
hverju heimili. Nú er svo komið að fátt fólk af
yngri kynslóðum leggur sig eftir þessari út-
gáfu. Og skyldi engan undra. Ekkert gefur til
kynna að símaskráin sé hætt að koma út, svo
þetta er víst ekki alveg búið. En þetta er
kannski um það bil að verða búið. Símaskrána
er hægt að fá afhenta ókeypis á sölustöðum
Símans, Vodafone og á afgreiðslustöðum
Flytjanda. Þá er hægt að nálgast hana á bens-
ínstöðvum um land allt til 30. júní.
Morgunblaðið/Ásdís
Nýhil„Símaskráin 2007 er alls ekki ritverk heldur einhvers konar uppákoma, einhver einkafyndni sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá öllum
nema kannski húmorslausustu sumarstarfsmönnum Já. Það er ekki laust við að lesandi spyrji sig hvort þetta sé ekki bara búið,“ segja Nýhil-
ingar sem eru Haukur Már Helgason, Steinar Bragi, Ingólfur Gíslason, Viðar Þorsteinsson, Ófeigur Sigurðsson og Óttar M. Norðfjörð sitjandi..
Stundum er ekkert jákvætt
við Já og ekkert merkilegt
við upphrópunarmerki (!)
HERMANN Stefánsson skrifaði grein í sein-
ustu Lesbók þar sem hann gagnrýndi skálda-
hópinn Nýhil harðlega. Hér birtist svar Ný-
hilinga en Hermann gagnrýndi þá einmitt
fyrir að svara alltaf öllum orðum sem að þeim
og skrifum þeirra væri beint. „Það er komin
út ný símaskrá. Vill ekki einhver svara
henni,“ sagði Hermann í lok greinar sinnar.
Nýhilingar taka hann á orðinu.
Höfundar þessarar greinar hafa ekki séð síma-
skrána en hafna fylgispekt við þá 18. aldar heim-
speki meintrar upplýsingar að þekking sé æðri
fordómum.
TENGLAR
...........................................................
Um fyrirtækið Já af heimasíðu þess, www.ja.is.