Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 3 Hannes Hólmsteinn Gissurarson hannesgi@hi.is M aður var nefndur John Rawls. Hann lést fyrir nokkrum árum en var heimspekiprófessor í Har- vard og hafði mikil áhrif með ritinu A Theory of Jus- tice (Kenning um réttlæti), sem kom fyrst út 1971. Þar velti hann því fyrir sér, hvernig skipu- lag skynsamir menn myndu velja sér, ef þeir vissu ekkert um það, hvernig þeim myndi þar sjálfum vegna. Niðurstaðan var, að höfuðlög- málið yrði jafnt og fullt frelsi allra en síðan ætti skipting veraldlegra gæða að vera á þann veg, að hagur hinna bágstöddustu yrði jafnan sem bestur. Réttlætiskenningu Rawls má gagnrýna með ýmsum rökum. Hverjir eru til dæmis hinir bágstöddustu? Eru það hinir 5% tekjulægstu? 10%? 20%? Skipta horfur þessa fólks ekki máli? Nemar í tannlækningum eru með lágar tekjur en geta gert sér vonir um háar tekjur að námi loknu. Innflytjendur, nýkomnir til Bandaríkj- anna, sætta sig við lág laun en verða flestir að tíu árum liðnum komnir í álnir. Kjör þessara tveggja hópa mælast jafnlök og íbúa í afrísku fá- tæktarbæli en horfur þeirra eru miklu betri. Breytir síðan engu, hvernig menn urðu bág- staddir? Flestir hafa meiri samúð með manni, sem fæddist inn í fyrirlitinn minnihlutahóp og á ekki kost á skólagöngu, svo að hann situr fastur í fátækt, en með ofdrykkjumönnum, auðnuleys- ingjum og letingjum, sem geta engum öðrum kennt um hlutskipti sitt. Allt eru þetta gildar spurningar en Rawls vekur máls á mikilvægu úrlausnarefni. Sam- kvæmt skilgreiningu er hagur hinna bágstödd- ustu hvergi góður. En hvar er hann skástur? Ég hef vísað til alþjóðlegra mælinga á atvinnufrelsi annars vegar og vergri landsframleiðslu á mann hins vegar um það, að hagur þeirra sé bestur í löndum, þar sem atvinnufrelsi er víðtækt. Nið- urstaða þeirra mælinga er skýr. Í þeim fjórð- ungi landa, þar sem atvinnufrelsi er víðtækast, eru kjör almennings langbest, einnig kjör hinna bágstöddustu. Þetta sést á 1. mynd. Stefán vísar til Þorvaldar Gylfasonar prófessors um það, að verg landsframleiðsla á mann sé ófullkomin mæling á lífskjörum. Það er rétt en hún er þrátt fyrir allt hin skásta, sem við höfum í höndum. Hvernig eigum við ella að meta hag hinna bág- stöddustu? Það er raunar athyglisvert, að nið- urstaðan er hin sama, þótt aðrir mælikvarðar séu notaðir, til dæmis þroskaskilyrðavísitala Sameinuðu þjóðanna (e. index of human deve- lopment): Í þeim fjórðungi landa, þar sem at- vinnufrelsi er víðtækast, eru þroskaskilyrði best, læsi algengast, barnadauði minnstur, að- gangur að hreinu vatni greiðastur og svo fram- vegis. Einhverjar undantekningar kunna að vera til í einstökum löndum en almenna reglan er skýr, niðurstaðan tvímælalaus. Raunar gæt- um við sleppt öllum mælingum og skoðað, hvert venjulegt alþýðufólk vill fara. Það vill komast til Norður-Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu, þar sem atvinnufrelsi er miklu víðtækara en annars stað- ar í heiminum. Það kýs kapítalismann með fót- unum. Svíþjóð, Bandaríkin og íslenska leiðin Sterkt samband er milli atvinnufrelsis og lífs- kjara, jafnvel lífskjara hinna bágstöddustu. En vandinn við að ræða um einstök lönd er, að að- stæður eru ólíkar og skýringar ýmsar til á frá- vikum frá hinni almennu reglu. Þó er rétt að skoða stuttlega þróun lífskjara í Svíþjóð og Bandaríkjunum síðustu áratugi. Fyrir fjörutíu árum þótti Svíþjóð fyrirmyndarríki. Talið var, að þar hefði tekist að sameina frjálst hagkerfi, háa skatta og víðtækt velferðarkerfi. En upp úr því hefur sigið á ógæfuhliðina, eins og sést á 2. mynd. Lífskjör í Svíþjóð, eins og þau mælast í vergri landsframleiðslu á mann, voru árið 1964 um 90% af lífskjörum í Bandaríkjunum en eru nú um 75%. Gengi Svíþjóð í Bandaríkin til að verða 51. ríkið, þá yrði það eitt hið fátækasta þar í landi, með svipuð lífskjör (svipaða verga landsframleiðslu á mann) og Arkansas og Miss- issippi. Í alþjóðlegri könnun á lífskjörum árið 2000 kom enn fremur í ljós, að tekjur fátækasta hópsins í Svíþjóð (mældar í samanburðarhæfum Bandaríkjadölum) voru örlitlu lægri en sama hóps í Bandaríkjunum en tekjur ríkasta hópsins í Svíþjóð miklu lægri en sama hóps í Bandaríkj- unum. Samkvæmt réttlætiskenningu Rawls ætti jafnaðarmaður að taka Bandaríkin fram yf- ir Svíþjóð: Hagur hinna bágstöddustu er betri, þótt tekjumunur sé meiri. Þess má síðan geta, að atvinnuleysi er talsvert meira í Svíþjóð en Bandaríkjunum. Tækifæri manna til að vinna sig út úr fátækt eru því færri í Svíþjóð. Frænd- um okkar þar eystra hefur lengi verið ljós meg- inskýringin á því, að sænsku atvinnulífi hefur hnignað í samanburði við hið bandaríska. Skatt- ar eru of háir og vinnumarkaður reyrður í viðjar flókinna laga og reglna. En vandinn er sá, að starfsmenn og styrkþegar ríkisins, beinir sem óbeinir, mynda meirihluta sænskra kjósenda. Erfitt er að snúa af þessari óheillabraut. Bandaríkin eru síður en svo fullkomin, þótt margt megi gott um þau segja. Sköpunarmátt- ur bandarísks kapítalisma er stórkostlegur og Bandaríkjamenn hafa tvisvar bjargað Evr- ópubúum úr greipum alræðisherra, fyrst þjóð- ernisjafnaðarmannsins Hitlers, síðan Stalíns Kremlarbónda. En Íslendingar þurfa ekki að velja um sænsku leiðina eða hina bandarísku. Þeir hafa sjálfir síðustu sextán ár farið íslensku leiðina, sem er fólgin í víðtæku atvinnufrelsi og lágum sköttum líkt og í Bandaríkjunum og rausnarlegri velferðaraðstoð eins og í Svíþjóð en sá munur á, að Íslendingar reyna að tak- marka aðstoðina við þá, sem þurfa hennar með, en Svíar leggja þunga skatta á alla til þess að út- hluta síðan til allra. Hér eru lífeyristekjur að meðaltali hinar hæstu á Norðurlöndum en efna- menn fá sáralítinn lífeyri úr almannasjóðum. Hér eru barnabætur til láglaunafólks hinar hæstu á Norðurlöndum en þær skerðast hressi- lega, eftir því sem tekjur foreldra hækka, svo að þær eru ekki hæstar að meðaltali. Hér er fátækt eins lítil og í Svíþjóð (en hún er í allri Evrópu langminnst í þessum tveimur löndum) en sá munur er á, að atvinnuleysi er hér ekkert. Davíð Oddsson, sem var forsætisráðherra á hinu mikla umbótaskeiði 1991-2004, sagði á fundi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri 18. ágúst 1995: „Við verðum að breyta viðhorfi fólks til hins opinbera. Það á ekki að vera eins og síld- arnót til að festa fólk í, heldur eins og örygg- isnet, sem enginn fellur niður fyrir.“ Íslend- ingar hafa farið eftir þessu heilræði. Öryggisnetið íslenska er eins þéttriðið og í Sví- þjóð en erfiðara að festast í því. Því veldur með- al annars, að hér er ekki stighækkandi tekju- skattur, svo að það borgar sig að vinna meira og hækka á þann veg tekjurnar, þegar þess þarf með. Jöfnuður: Allir fái aðgang og lúti sömu reglum Þótt hagur hinna bágstöddustu sé einna bestur í heimi á Íslandi og horfur góðar, er Stefán Snævarr ekki ánægður. Hann telur augljóslega, að regla Rawls um að reyna að bæta eftir föng- um kjör hinna bágstöddustu nægi ekki. Það sé sjálfstæður vandi, að með auknu atvinnufrelsi hafi hagur hinna ríkustu snarbatnað. Stefán neitar því hins vegar harðlega, að hann láti stjórnast af öfund í garð auðmanna. Hann hafi aðeins áhyggjur af því, að í krafti auðs síns og áhrifa geti ríkt fólk setið yfir hlut annarra. Þess- ar áhyggjur eru ekki með öllu ástæðulausar. Davíð Oddsson hefur einmitt varað við því, ef ríkt fólk fær að kaupa sig undan skyldunni til að hlýða sömu lögum og aðrir landsmenn. Furðu sætir, hversu fáir þeir, sem kenna sig við jafn- aðarstefnu, hafa tekið undir með Davíð. Í mín- um huga krefst jöfnuður þess, að allir fái að taka þátt í leiknum og verði jafnframt að lúta sömu reglum í honum. Í þessum skilningi hefur jöfn- uður stóraukist á Íslandi við það, að hagkerfið opnaðist frá 1991. Nú þurfa menn ekki lengur að veifa flokksskírteinum eða fæðingarvott- orðum til að fá lán í banka. Þeir, sem hafa efnast hin síðari ár, Björgólfsfeðgar, Baugsfeðgar, Bakkavararbræður og margir fleiri, hafa brotist áfram af eigin rammleik og notið aukins at- vinnufrelsis. Á meðan fjármagn var hér skammtað í nafni jafnaðarstefnu, rann það ekki til ötulla framkvæmdamanna, heldur í fiskeldi og loðdýrarækt og önnur gæluverkefni stjórn- málamanna. Eitthvert smáræði rataði líka í hendur prófessoranna í háskólahverfinu, sem fengu lóðir og lán til húsa sinna nánast án end- urgjalds, á meðan venjulegu alþýðufólki stóð ekkert slíkt til boða. Ég vona, að þeir Stefán Snævarr og Þorvaldur Gylfason sakni ekki þeirrar tíðar. Í mínum huga krefst jöfnuður þess ekki, að menn fái allir skráð jafnmörg mörk í hverjum leik lífsins óháð því, hvort þeir hafa skorað eða að einhver mörk bestu leikmannanna séu strik- uð út. Okkur er nauðsynlegt að fá upplýsingar um, hverjir eru snjallastir í hverjum leik og hvernig leikmenn geta enn bætt sig. Ella færa menn sig ekki úr leik, sem þeir kunna miður, í leik, sem þeir kunna betur, og því síður leggja þeir sig fram hver í sínum leik. Framþróun verður lítil sem engin, fái menn ekki einhverja umbun fyrir að standa sig vel og skora fleiri mörk en aðrir. Ég sé engum ofsjónum yfir því, að áræðnir menn og glöggskyggnir auðgist. Það er óljóst, hvað Stefán Snævarr á við, þegar hann segir, að hinir ríku megi ekki verða of valda- miklir. Vill hann hækka skatta á þá, svo að þeir hætti að skapa nýjan auð eða hverfi úr landi? Vill hann banna þeim að eiga blöð eða sjón- varpsstöðvar? Í rauninni er vald auðmanna stórum ýkt. Það endist ekki lengur en við- skiptavinir þeirra vilja. Þar sem fjármagns- viðskipti eru fjörug, skipta fyrirtæki ört um hendur, og gamall fjölskylduauður er fljótur að hverfa, ef ekki er hyggilega haldið á málum. Auðmenn hafa fremur áhrif en völd. Þeir greiða fólki fyrir að gera það, sem þeir vilja. Valds- menn neyða hins vegar fólk til að gera það, sem þeir vilja. Ef fólk lætur ekki að vilja auðmanna, þá missir það af viðskiptatækifærum. Ef fólk lætur ekki að vilja valdsmanna, þá lendir það í fangelsi. Á þessu er eðlismunur. Vissulega skiptir máli, þegar ríkisvaldið er í höndum kjör- inna fulltrúa fólksins. En þótt lýðræði haldi mis- notkun valdsins í skefjum, kemur það ekki með öllu í veg fyrir hana. Auðmenn blessun frekar en böl Auðvitað er einhver hætta á yfirgangi auð- manna. En hættan á ofríki valdsmanna er miklu meiri. Við eigum til að gleyma þessu, af því að á Íslandi hafa síðustu sextán ár setið stjórn- málamenn, sem farið hafa hóflega með vald sitt og um leið unnið skipulega að því að minnka það. Vald skapar ætíð ójöfnuð, því að það skiptir mönnum í tvo hópa, valdhafana og þá, sem settir eru undir þá. Vald er „annaðhvort-eða“-hugtak: Því meira vald sem einn maður hefur, því minna vald hefur annar. Auður er hins vegar „bæði- og“-hugtak: Eins gróði er ekki annars tap, held- ur geta allir efnast. Leiða má síðan margvísleg rök að því, að auðmenn séu blessun frekar en böl. Ríkt fólk sé öðru gagnlegt, hvort sem það ætli sér það sjálft eða ekki. Ein slík rök eru, að ríkt fólk lækkar tilraunakostnað. Það kaupir vöru, á meðan hún er á þróunarstigi og er of dýr til þess, að almenningur fái notið hennar. Svo var um bíla, flugferðir og myndbandstæki. Nú hafa allir ráð á því, sem áður var aðeins á færi auðmanna. Önnur rök eru, að ríkt fólk hefur efni á því að verja réttindi sín, en með því festir það þau í sessi og tryggir, að aðrir fái notið þeirra. Þetta kallaði einn kennari minn í Oxford, heim- spekingurinn John R. Lucas, „sprengiefn- isáhrifin.“ Ef starfsfólk farangursdeildarinnar á Heathrow-flugvelli veit, að sprengiefni er í einni tösku af hverri hundrað, svo að hún springur, ef farið er óvarlega með hana, þá fer það varlega með allar hundrað töskurnar. Í þriðja lagi er ríkt fólk gagnlegt, af því að það leggur til fjár- magn í þróun á markaði. Þetta sést best með því að gera ráð fyrir, að í landi einu sé eitt hundrað milljörðum ráðstafað árlega í ný fyrirtæki. Ef ríkið ráðstafar þessu úr einum sjóði, þá er gerð ein tilraun, málamiðlun úthlutunarnefnd- arinnar. Ef fjármagnið er í höndum hundrað auðmanna, sem hver ráðstafar einum milljarði, þá eru gerðar eitt hundrað tilraunir, auk þess sem vandað verður til undirbúningsins, þar eð menn hætta eigin fjármagni. Munurinn á frjálshyggjumönnum og jafn- aðarmönnum eins og Stefáni Snævarr er, að frjálshyggjumenn vilja jöfnuð, en Stefán og fé- lagar hans jöfnun. Þetta er sitt hvað, þótt í ensku sé notað um það sama orð (equality). Frjálshyggjumenn telja engan ójöfnuð fólginn í því, að hæfileikamenn í viðskiptum fái að njóta sín, jafnvel þótt þeir verði forríkir. Stefán óttast hins vegar, að slíkir menn fari með allt sitt úr landi, séu álögur á þá þungar (eins og hann virð- ist vilja). En aðalatriðið var, að þeir komu. Ekki vill Stefán átthagafjötra? Þarf skipulagið ekki einmitt að vera nógu hagfellt til þess, að hæfi- leikamenn vilji búa hér? Samkvæmt kenningu Stefáns (sem hann kallar neikvæða jafn- aðarstefnu) á ríkið að sjá um, að menn verði ekki of ríkir. Þetta er valdboðin jöfnun niður á við. Hugmyndir frjálshyggjumanna eru hins vegar um skipulag, þar sem fólk hefur tækifæri til að komast út úr fátækt af eigin rammleik en ríkið sjái þeim myndarlega farborða, sem geta það ekki sjálfir. Þetta er frelsi í jöfnuði. Stefán segir, að ekki verði næg sátt í slíku ríki. En þessu er þveröfugt farið. Þá fyrst rofnar sáttin, ef valdsmenn leyfa fólki ekki að njóta sín, hirða af því sjálfsaflafé þess og taka að úthluta því til þeirra, sem gera mesta háreysti. Sátt í ríki næst best með því að takmarka valdbeitingu við það, sem allir eru sammála um, en leyfa mönnum að vera ósammála um annað. Stefán óttast, að sam- loðunarkraftur verði ekki nægur í við- skiptaskipulaginu. Hvernig skýrir hann það þá, að ættjarðarást er hvergi meiri en í Bandaríkj- unum? Menn halda friðinn, ef hann er um nógu fátt. Eins og ég hef áður sagt, minnkar tilhneig- ing manna til að skjóta á aðra, ef þeir sjá í þeim væntanlega viðskiptavini. Náungakærleikur dugir skammt í viðskiptum ókunnugs fólks. Þar er matarástin vænlegri til árangurs, eins og Örn Arnarson orti: Vinsemd brást og bróðurást, breyttist ást hjá konum. Matarást var skömminni skást, skjaldan brást hún vonum. Jöfnuður eða jöfnun? Morgunblaðið/Einar Falur Jöfnuður Verkamenn framan við Rauða virkið í Dehlí á Indlandi taka í spil í matarhléi, þeir eru af stétt dalíta , lægst setta hópi samfélagsins. Munurinn á viðhorfi frjálshyggjumanna og jafnaðarmanna Frjálshyggjumenn kenna sig við frelsi, jafn- aðarmenn við jöfnuð. Merkir það, að jafnað- armenn séu andvígir frelsi og frjálshyggju- menn jöfnuði? Að sjálfsögðu ekki. Hvorugur hópurinn blótar völdum né auði. Hugsanlega er ágreiningur þeirra um staðreyndir: Hvar er frelsi einstaklinga til orðs og æðis mest? Hvar eru kjör hinna bágstöddustu skást? Ágreining- urinn getur líka verið um skilning á hug- tökum: Felst frelsi í því að vera laus og liðugur utan fangaklefans eða frekar í hinu að hafa efni á að kaupa nauðsynlegustu þjónustu? Snýr jöfnuður að upphafi leiks eða lokum hans, hvort allir fái aðgang og lúti sömu reglum eða hvort skrá eigi jafnmörg mörk hjá öllum leik- endum? Stefán Snævarr heimspekiprófessor efaðist nýlega um það hér í Lesbókinni, að frjálshyggjumenn gætu um leið verið jafn- aðarmenn, eins og ég hélt fram á útmánuðum. Grein hans er prýðilega skrifuð og málefnaleg. Ég skal reyna að skýra mál mitt frekar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.