Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Forsætisráðherratíð Tonys Blairvar vart lokið er fregnir bár- ust af því að fyrrum pólitískur ráð- gjafi hans og spunameistari hygð- ist senda frá sér tæplega átta hundruð síðna doðrant um for- sætisráðherratíð Blairs. Bókin nefnist The Blair Years: Extracts from the Alastair Campbell Diar- ies, en Campbell starfaði fyrir breska forsætisráð- herrann fram til 2003. Bókin, sem kom út í Bretlandi sl. mánudag, hefur þegar vakið mikla athygli, og eru menn ekki á eitt sáttir um hversu jákvæð hún eigi eftir að reynast fyrir Blair. Sjálfur full- yrðir Campbell að hún sýni forsætisráðherrann í mjög já- kvæðu ljósi, þó að þar sé einnig að finna frásagnir af stormasömu sambandi Blairs og arftaka hans og núverandi forsætisráðherra, Gord- on Brown.    Upphafslínur nýjustu bókarLloyd Jones, Mister Pip, benda til þess að hér sé á ferðinni ein af þessum skrýtnu og skemmti- legu, en jafnframt tilfinningaríku sögum sem reynast svo auðlesnar. Og þótt sagan falli vissulega í þessa flokka er undirtónninn þyngri en fyrstu kynni benda til. Sögusviðið er „gleymda“ eyjan Bougainville í suðurhluta Kyrra- hafsins á tíunda áratug síðustu ald- ar og eru viðburðirnir séðir með augum tíu ára stúlkunnar Mat- hilda, sem horfir upp á það að faðir hennar og allir aðrir ungir menn á Bougainville hafa hrakist á brott – ýmist í atvinnuleit eða til að ganga til liðs við uppreisnarhópa á nálæg- um eyjum. Er bæjarskólinn verður síðan kennaralaus, hleypur „síðasti hvíti maðurinn á eyjunni“ í skarðið og tekur að lesa fyrir verk Charles Dickens fyrir börnin sem heillast af.    Dickens kann að vera víðs fjarrií nýjustu bók Penelope Li- vely, Consequences, en England og Englendingar eru þar engu að síður mjög áber- andi. Í bókinni er fylgt eftir þrem- ur kynslóðum breska kvenna; Lornu sem vex úr grasi í vernd- uðu umhverfi á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari, Molly sem er táningur á sjö- unda áratugnum og loks Ruth sem er á miðjum aldri er saga hennar er sögð. Allar verða þær fyrir margvíslegum áföllum í lífinu en neita engu að síður að feta í fótspor fjöldans.    Rússneski lögreglumaðurinnArkady Renko, sem fyrst leit dagsins ljós í bókinni Gorky Park fyrir 26 árum, er enn jafn tor- trygginn og kaldhæðinn og hann var þá. Í nýjustu bók Martin Cruz Smith, Stalin’s Ghost, starfar Renko enn fyrir saksóknara Moskvuborgar – en einungis af því að hann er þeirr- ar skoðunar að það sé líklega betra en að vera dauður. Borgarmyndin sem höfundurinn dregur upp af Moskvu er langt frá því að vera að- laðandi, en er fjöldagröf kemur í ljós við byggingaframkvæmdir þar og yfirmenn hersins taka að blanda sér í málin fara hjólin að snúast. BÆKUR Alastair Campbell Martin Cruz Smith Penelope Lively Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Lítil athugun stendur nú yfir á bloggsíðunokkurri – sem auðvelt er að yfirsjást ákortlausum þvælingi um vefheima. Égrakst nú á þetta samt og þetta er pínu- lítið fallegur leikur. Hann gengur út á að velja fal- legasta orð íslenskrar tungu og eru ein 87 orð í pottinum, að lokinni frjálslegri undankeppni bloggarans og gesta. Það er Anna Ólafsdóttir Björnsson sem er bloggarinn, hún semur regl- urnar, hún mun tilkynna úrslitin, ég þekki hana ekki, en ég ætla að fylgjast með. Auðvitað er leikur á borð við þennan ekki nýr af nál, sífellt er verið að velja fallegasta þetta og hitt, bílinn, konuna, nefið, fjallið, blómið, vöðvabúntið og fleira sem strengt er á mælistikur fegurðar – sem alltaf er afstæð. Ég man ekki betur en keppni um fallegasta orð á íslensku hafi einmitt farið fram á Degi íslenskrar tungu í fyrra, nánar til- tekið í Ársafni Borgarbókasafns. Þar sigraði orðið ást, það er eins og mig rámi í að flest vinsælustu orðin í þeirri keppni hafi merkt eitthvað jákvætt, jafnvel væmið. Svo er einnig í bloggleiknum, þó ekki alveg. Á blaði eru til dæmis orð eins og brigsl, gjálífi og kakkalakki – mér finnst skemmtilegustu tillög- urnar einmitt vera þær sem merkja eitthvað vafa- samt, hversdagslegt, jafnvel vont. Því það er snilldin við tungumál. Orð (táknmynd) getur verið fallegt og hljómmikið en inntakið (táknmiðið) allt annarrar náttúru, lágt ris, slepja eða dauði. „Mér þykir orðið „fjörbrot“ alltaf vera helvíti magnað. Þegar skepna er í fjörbrotum,“ skrifar til dæmis einn þátttakenda. Það eru skemmtileg vísindi. Falleg orð sem tákna dauða. Þar mætti bæta við orðum á borð við feigð, örendur, nár, ólífi og svo framvegis, kannski væri hægt að kjósa sér- staklega um fallegasta dauðatengda hugtakið. Jæja, óðfluga og doðrantur eru líka með í keppninni, sumsé líka orðið jæja. Á meðal orðanna 87 eru annars grunsamlega mörg sem tengjast móðurhlutverkinu; líf, ljósmóðir, barn, mamma, kona… Af hverju nefndi enginn orðið pabbi? Kannski þykir það hljóðfræðilega minna smart, fólk hefur ekkert á móti pöbbum, náttúrlega, enda ekki verið að velja vinsælustu einkunnirnar held- ur fallegustu orðin. Þetta er snúið. Á meðan einum þykir nauðlending fallegt orð, tengja aðrir það hrolli. Og þá kemur einhver og segir að hrollur sé frábært orð. Öðrum finnst það asnalegt. Á lista bloggaranna eru líka útsýnisorð, him- inblámi, firð, Hvanndalafossar, fjalldrapi, dögg, andvari, straumur, þoka. Allt svo fallegt. Og næst- um mætti keppa í undirflokknum eins-atkvæðis- orð því vor, von, yndi, þel, sól, nótt, röst, eirð og ber eru þarna galvösk á lista. Er einfalt fallegt? Þessi litla keppni felur í sér meiri stærðir en hægt er að benda á í stuttum pistli. En hvers vegna er ég að skrifa bókapistil um samkvæmisleik? Nú, vegna þess að ásýnd og inn- tak orða skipta máli. Úr þeim eru bókmenntir gerðar. Ljótum orðum sem tákna eitthvað fallegt, hljómmiklum orðum sem tákna flugur og ryk, fal- legum orðum sem tákna hörmungar og stuttum orðum sem ná yfir allan heiminn, svo að segja. Orð skilja okkur frá skepnunum, smekkur skilur okk- ur hvert frá öðru, væri hægt að segja ef maður hefði smekk fyrir spakmælum. Við erum – og eig- um að vera – ósammála um smekk, fegurð og hall- ærisheit. Um merkingu orða erum við hins vegar mestmegnis sammála, þess vegna getum við talað saman, þess vegna getum við líka rifist, móðgað. Það er um að gera að fólk steli á víxl hugmynd- inni um að kjósa fallegasta orð tungumáls síns. Það hvetur til umræðu um orð. Og að orða tilfinn- ingar sínar um orð er óheyrilega fyndið og fallegt. Það er eins og babúska, það er eins og að mála málningarfötu, það er eins og að raka saman heil- um haug af hrífum. Gaman að því. Er doðrantur fegurst orða? ERINDI » Á lista bloggaranna eru líka útsýnisorð, himinblámi, firð, Hvanndalafossar, fjalldrapi, dögg, andvari, straumur, þoka. F ebrúar, 1997 Það var rammíslenskur vetur fyrir utan gluggann og ég lá í öll- um fötunum uppi í rúmi í kjall- araherbergi í Vesturbænum og hugsaði um Appelsínumótelið í Los Angeles. Hvers vegna hugurinn reikaði þangað veit ég ekki. Kannski vegna þess að þegar ég bjó á Appels- ínumótelinu við Hollywood Boulevard var oft það eina sem ég gerði að liggja í öllum fötunum uppi í rúmi með ljósin slökkt, láta hugann reika og hlusta á heiminn handan við skítuga veggina. Eins og dýr í bæli sínu. Bjórkippa í bréfpoka á gólfinu, tómar bjórdósir á teppinu og ein hálftóm dós í hægri hendinni. Eins og á Brávallagötunni sjö árum síð- ar. Ekki veit ég heldur hvort það er þarna enn, Appelsínumótelið við Hollywood breiðgötuna. Daginn eftir að ég fór þaðan braust út skotbardagi milli mexíkóanna sem héldu til þar og lögregl- unnar, sem umkringdi L-laga bygginguna, og lykt- aði bardaganum með því að glæpagengið féll í val- inn, ásamt tveimur lögregluþjónum og einum vegfaranda. Ég sá þetta í fréttunum á La Guardia flugvellinum þegar ég lenti í New York. Ég gæti þó best trúað að það væri þarna enn, gamla góða Appelsínumótelið með sínum dópsöl- um, hórum, fíklum, krakkaskörum og músagangi. Ég hélt reyndar í fyrstu að mýsnar væru ímyndun ein en svo reyndist ekki vera. Á Appelsínumótel- inu var hið ótrúlega satt og það sem ekki var satt var of ýkt til að geta verið lygi. Það voru læti á meðan sólin skreið yfir himininn og allt meira eða minna vitlaust eftir að hún settist á kvöldin. Bank, hróp og köll, hávær rifrildi, sírenuvæl og blóðug hnífaslagsmál. Byssuhvellur eina nóttina, og morguninn eftir sá ég nýja holu í stálplötunni á íbúð glæpaforingjans. Alla daga stríddu hórurnar mér (þær voru svartar og kölluðu mig white ass og honey boy), krakkarnir reyndu að komast inn á herbergið til að stela, fíklarnir voru með bögg og stæla, mýsnar átu rottueitrið sem ég dreifði um gólfið og fitnuðu eins og sveitta fíflið í móttökunni, unglingarnir góndu á mig og mexíkóarnir heilsuðu mér kurteislega en án virðingar. Þeir voru aug- ljóslega engin lömb að leika sér við, þessir ungu og blóðheitu mexíkóar (jafnaldrar mínir sem litu út eins og stökkbreyttir termítar frá annarri plán- etu), en einhverra hluta vegna létu þeir mig í friði, svona að mestu. Kannski áttuðu þeir sig ekki alveg á mér. Kannski fannst þeim ég bara skrýtinn. Varla voru þeir hræddir við mig, meira kannski með hæfilegan vara á sér. Ég var óskrifað blað, óþekkt stærð. Einu sinni spurði mig stráklingur hvort ég væri vopnasali. Ég svaraði því hvorki játandi né neit- andi. Hafði hann heyrt einhvern kalla mig vopna- sala? Ég vissi það ekki. Ég setti bara upp hlut- lausan svip og lék hlutverk vopnasalans upp frá þessu því ég ímyndaði mér að slíkur maður fengi að vera í friði því hann var hvorki vondi né góði heldur einhvers staðar mitt á milli. Nokkurs konar hvergimaður. En eitt síðdegið munaði minnstu að gríman félli og blásaklaus Íslendingurinn kæmi í ljós. Það mátti ekki gerast því án ímyndar hins dularfulla vopnasala yrði ég ekkert annað en það sem ég var: tvítugur túristabjáni sem tilvalið væri að ræna og berja. Í dag eru sautján ár síðan þessi atburður átti sér stund og stað en ég fæ enn hroll við til- hugsunina eina saman. Mér finnst þetta hafa gerst í gær en á sama tíma finnst mér þetta vera end- urtekinn draumur, svitablaut matröð án tengsla við nokkurn veruleika. Ég var að koma heim úr búðinni með troðfullan pappírspoka af bjór, maísflögum, sælgæti, gosi, rottueitri og verkjalyfjum. Herbergið mitt var á efri hæð mótelsins, fyrir miðju á löngum gangi sem lá utan á byggingunni, gulbrúnn veggur á aðra hönd og veiklulegt tréhandrið á hina. Ég var ekki fyrr búinn að þramma upp stigann og beygja fyrir hornið og inn á fyrrnefndan gang en háværar raddir bárust mér til eyrna. Dyrnar á herberginu handan við mitt voru opnar og þar rifust tveir karl- menn hástöfum, íbúinn sem stóð í gættinni og ann- ar gestkomandi sem stóð úti á ganginum. Sá síð- arnefndi var mjög æstur og ógnaði þeim fyrrnefnda með óprenthæfum orðaflaumi, djöf- ullegum augnsvip og handarhreyfingu sem erfitt var að misskilja: Undir snjáðum mittisjakka hélt hann um skammbyssu sem hann beindi að ná- granna mínum. Sólbakað loftið var hlaðið rafmagni og lyktaði af örvæntingu og yfirvofandi dauða. Ég fraus í sporunum eitt andartak; her- mannaklossar, bláar gallabuxur, hvítur bolur, svartur leðurjakki, sítt hár, svört sólgleraugu og svitaperlur á enninu. Og þeir þögnuðu og litu sam- tímis á mig, tíu metrar á milli okkar, kannski fimmtán. Í einni svipan urðu þeir að einum manni sem horfði fullur fyrirlitningar og haturs á óboðinn gest sem hafði stigið inn fyrir einhverskonar vé- bönd. Tikk, takk … ég varð að hugsa hratt og breyta rétt ef ég ætlaði mér að lifa fram á næsta dag. Ég mátti ekki flýja – þá yrði ég eltur og bar- inn, ég mátti ekki sýna merki um hik eða hræðslu – þá yrði ég barinn á staðnum, og sama hvað ég gerði þá varð ég að gera það rólega rólega rólega eins og ekkert í víðri veröld gæti komið mér úr jafnvægi. Ég steig eitt skref fram og svo annað. Ég gekk hinn rólegasti eftir ganginum og horfði á þögula mennina horfa á mig horfa á sig. Á veggnum á milli dyranna á herberginu mínu og dyra nágranna míns var hvítur kassi sem skagaði út á ganginn. Það var loftkælingin á herberginu mínu. Þegar ég kom að dyrunum nam ég staðar, tók niður sólgler- augun og leit hinn rólegasti í augun á manninum með skammbyssuna. Síðan lagði ég innkaupapok- ann frá mér ofan á lofkælinguna, rétti rólega úr bakinu og dró lykilinn upp úr vasa á leðurjakkan- um og opnaði dyrnar, fumlaust og yfirvegað. Skila- boð mín voru þessi: Ég sé ykkur, ég veit hvað er í gangi og ég veit að þið vitið að ég veit, en ég ætla ekki að skipta mér af annarra manna málum því mér gæti ekki verið meira sama, comprende? Ég stakk lyklinum aftur í vasann, tók upp inn- kaupapokann og leit aftur á manninn með byss- una, sisona, áður en ég gekk hinn rólegasti inn á herbergið og lokaði á eftir mér. Um leið og small í lásnum hrundi ég fram fyrir mig niður á gólfteppið með pokann í fanginu, síðan velti ég mér á bakið og andaði í takt við trylltan hjartsláttinn … Appelsínumótelið. Það eina góða sem hægt var að segja um þennan hrörlega gististað, svona fyrir utan staðsetninguna og lágt verðið, var sú staðreynd að loftið fyrir utan kámugan baðherbergisgluggann var mun verra en rotið loftið fyrir innan hann. Hollywood breiðgat- an: syfjuð pálmatré undir appelsínugulum himni, yfirfullar ruslafötur, steikarbræla, rónar, hunda- skítur og bíll við bíl á akrein við akrein á vegi sem teygði sig eins og malbikað stórfljót langt inn í land og alveg út að Kyrrahafinu. Mengunin var rosaleg, hitinn kæfandi og sólin, og sólin, sólin … Það var ís og snjór fyrir utan gluggann og ég lá í öllum fötunum uppi í rúmi í kjallaraherbergi í Vesturbænum og var að hugsa um Appels- ínumótelið í Los Angeles þegar síminn hringdi. Þetta var fyrir tíma gemsanna. Það var grár L.M.Ericson símahlunkur á gólfinu við hliðina á rúminu, og hann hringdi eins og brunabjalla. Ég teygði mig eftir símanum, sveiflaði snúrunni upp í rúmið, tók tólið af og svaraði. Á hinum enda lín- unnar var ung stúlka, starfsmaður nýrrar ferða- skrifstofu sem vildi fá að vita allt um ferðamáta mína, væru þeir einhverjir. „Tekur aðeins örfáar mínútur!“ sagði hún og lífsglöð röddin kitlaði mig í eyrað. „Allt í lagi,“ tautaði ég. „Ferðastu til útlanda á hverju ári, oft á ári eða sjaldnar en einu sinni á ári?“ „U, þetta seinasta,“ sagði ég. „Einmitt. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ert erlendis? Til dæmis fara á skíði, í skoðunarferðir, skemmta þér, versla, borða góð- an mat?“ „Bara. Gera ekki neitt, eiginlega.“ „Ekki neitt, já,“ sagði stúlkan og pikkaði eitt- hvað inn í tölvu. „Já.“ „Áttu þér einhverja draumaferð?“ spurði hún að lokum. „Draumaferð?“ át ég upp eftir henni. Ég hugs- aði mig lengi um, varð ráðvilltur og hafði ekki hug- mynd um hvað ég ætti að segja. „Já, bara eitthvað sem blundar í þér svona,“ sagði stúlkan, orðin pínu óþolinmóð og hætt að láta röddina kitla mig í eyrað. „Já,“ sagði ég síðan og opnaði hálfs lítra bjórdós með fingrum annarrar handar. „Já?“ „Mig langar aftur til L.A.“ Endir. Appelsínumótelið Smásaga eftir Stefán Mána

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.