Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 7 lesbók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Dave Grohl, Íslandsvinur meðmeiru, leiðir Foo Fighters óhik- að áfram í nýjan bardaga komandi haust en þá kemur sjötta breiðskífa sveitarinnar út. Echoes, Silence, Pati- ence and Grace kallast hún hvorki meira né en minna og fylgir hún eftir hinni tvöföldu In Your Honour (2005) sem fékk blendnar viðtökur gagnrýn- enda. Foo-liðar vinna í þetta sinnið með upptökustjóranum Gil Norton (Pixies m.a.) en hann tók upp aðra plötu sveitarinnar, The Colour and the Shape (1997). Grohl segir um plötuna að hann hafi ávallt dreymt um að samþætta hljóm Steely Dan og No Means No sem er nokkuð merki- leg staðhæfing, þar eð fyrri sveitin er þekkt fyrir fágaðan, ofurunninn hljóm en sú síðari er kanadísk skrýti- pönksveit. „Á plötunni verða þessi hefðbundnu rokklög,“ segir Grohl. „En svo eru sum þeirra brotin upp með milljón strengjum og bjánaleg- um kafla- og taktbreytingum.“    Tríóið R.E.M. hefur nú nýlokiðnokkrum tónleikum í Dublin, en allir fóru þeir fram í tónlistarhúsinu Olympia Theatre, sem byggt var ár- ið 1879. Tónleik- arnir, sem sveitin álítur öllu heldur vera „opnar æf- ingar“, eru þeir einu sem sveitin mun halda á þessu ári en vinna við nýja breiðskífu er hafin og er líklegt að hún komi út síðar á þessu ári. Þeir félagar; Stipe, Mills og Buck, léku m.a. ellefu ný lög og nokkur eldgömul lög sem sum hver hafa aldrei verið viðruð á tónleikum áður. Bráðkom- andi plata er unnin með Íranum Gar- rett „Jacknife“ Lee (U2, Snow Pat- rol) og er tekin upp í Dyflinni og Vancouver.    Um og yfir 1.200 manns mættu áhverja þessara „æfingatón- leika“ en á bakvið sveitina stóð skýr- um stöfum: „Þetta eru ekki tón- leikar“ eða „This Is Not a Show“. T.a.m. var Stipe ekki búinn að leggja nýju textana almennilega á minnið og nýtti sér því stundum kjöltutölvuna sína til að komast í gegnum lögin. Nýju lögin ku flestöll í rokkaðri kant- inum a la Monster og bera titla eins og „Houston“, „Horse to Water“ og „Until the Day Is Done“. Af slög- urum sem fengu að óma má nefna gimsteina á borð við „Gardening At Night“, „Romance“, „West of the Fields“, „Pretty Persuasion“, „Se- cond Guessing“ og „Auctioneer (Another Engine)“.    Söngkonan PJ Harvey hélt tón-leika í Manchester fyrir stuttu en langt er um liðið síðan þessi snjalla listakona lét að sér kveða á þeim vett- vangi. Ný lög voru viðruð, og voru þau leikin á píanó, en annars renndi Harvey sér í gegn- um allan ferilinn og spilaði sígild lög á borð við „Rid of Me“, „Man-Size“, „Oh My Lover“ og „The Desperate Kingdom Of Love“. Nýju lögin sem voru leikin kallast „The Devil“, „The Mountain“, „Silence“ og „White Chalk“ sem er og titillag næstu plötu söngkonunnar, en hún kemur út í september á vegum Island- útgáfunnar. TÓNLIST Foo Fighters REM PJ Harvey Eftir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Ég er hérna með nýja plötu sem var aðkoma út. Hlustiði bara á þetta! Vinahittingur í heimahúsi síðla maí-mánaðar 1989 og framúrstefnutýpan í hópnum dregur fram úr pússi sínu vínylplötu með hljómsveitinni Pixies. Platan hét Doolittle. Nálinni var handlyft yfir á lag að nafni Monkey Gone To Heaven, sem er að sögn eigandans magnað, og viðstaddir sátu að sönnu sem stein- runnir við hlustunina því lagið var svo flott. Und- irrituðum varð reyndar ekki um sel þegar Black Francis tekur að orga „Then God is seven“ og finnst þetta heldur hættuleg músík fyrst um sinn … en á þeim tímapunkti náði mátulega hrátt og óháð rokk að heilla í fyrsta sinni marga við- stadda, undirritaðan þar með talinn. Þetta kvöld er því svolítil vígsla, og eftir því heilagt, í minn- ingunni. Frumherjar á ferð Engum vafa er undirorpið að kvartettinn The Pixies frá Boston er ein áhrifamesta óháða rokk- sveit sem Bandaríkin hafa af sér alið. Tónlist- armenn á borð við PJ Harvey, Kurt Cobain, Billy Corgan ásamt ótal öðrum hampa sveitinni sem einum helsta áhrifavaldi sínum og bergmál The Pixies má glögggt heyra í tónsmíðum fram- angreindra sé að gáð. The Pixies var stofnuð árið 1985 af fyrrnefndum Francis (skírður var Char- les Michael Kittridge Thompson IV) og vini hans, Joey Santiago. Í kjölfar auglýsingar þeirra félaga í dagblaði í Boston hvar óskað var eftir bassaleikara sem þyrfti að hafa jafn gaman af Hüsker Dü og Peter, Paul and Mary, var Kim Deal ráðin. Sagan segir reyndar að hún hafi ver- ið sú eina sem svaraði auglýsingunni! Eig- inmaður Deal benti þeim svo á trommuleikarann David Lovering og bandið var þar með full- mannað. Tveimur árum eftir stofnun hljómsveit- arinnar kom svo stuttskífan Come On Pilgrim og ári síðar eða 1988 sendi sveitin frá sér fyrstu breiðskífuna, Surfer Rosa. Báðar hlutu mikið lof gagnrýnenda en seldust dræmt, þó salan hafi heldur tekið við sér er fram í sótti. Þriðja útgáf- an, breiðskífan Doolittle, vakti hins vegar athygli á Pixies og það svo um munaði. Aðgengilegri álfar Doolittle er talsvert aðgengilegri áheyrnar en skífurnar tvær er þegar höfðu komið út. Munar þar mest um lögin Here Comes Your Man, La La Love You og Hey en þar er á ferð poppmúsík sem vakti athygli á sveitinni langt út fyrir þann hóp sem á hana hafði hlýtt fram að því. Reyndar með þeim fórnarkostnaði að þeir sem telja sig sanna aðdáendur hafa yfirleitt hina mestu skömm á Here Comes Your Man, og finnst það hálfgerður svartipétur á ferlinum. En lagið varð geysivinsælt og varð ekki síst til þess að platan komst í 8. sæti breska sölulistans – nokkuð sem kom meðlimum Pixies gersamlega í opna skjöldu. En þrátt fyrir hin hljómþýðu popplög er af nógu að taka á plötunni fyrir þá sem kjósa frekar hrátt hávaðarokk. Platan hefst á hinu goðsagnakennda lagi Debaser og slakar lítt á stuðklónni ef frá eru talin ljúfu lögin tvö sem getið var að framan. Meðal annarra hápunkta eru Wave Of Mutil- ation, I Bleed, Dead, Mr Grieves, No 13 Baby og vitaskuld Monkey Gone To Heaven. Að díla við Deal Við gerð Doolittle fór þó að bera á talsverðum núningi milli forsprakkans Black Francis og Kim Deal. Francis vildi halda henni frá lagasmíðum og söng en hún vildi síður að hlutverk sitt innan sveitarinnar einskorðaðist við að leika á bassann. Minnstu munaði að Deal segði skilið við Francis og félaga í kjölfar útgáfu Doolittle en hún lét til- leiðast að halda áfram, einkum fyrir tilstuðlan aðila innan Elektra, útgáfu sveitarinnar í Banda- ríkjunum. Þau munu þó lítið hafa talast við þaðan í frá, og gerð næstu plötu, Bossanova frá 1990, var lýst af gítarleikaranum Joey Santiago sem frekar kaldri vist þar eð mjög andaði enn köldu milli ákveðinna meðlima. Hvað sem því líður er sess Pixies tryggður í rokksögunni. Liprar laga- smíðar, skerandi söngur, og almennt jafnvígi á hart rokk og melódískt popp sjá til þess. Fyrir þá fáu sem enn eru Pixies ókunnugir er Doolittle prýðis upphafspunktur og það verður enginn svikinn af þeim kynnum. POPPKLASSÍK Gargandi snilld Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is S íðasta hljóðversplata Hommes og co., Lullabies to Paralyze, fór tiltölulega lágt miðað við hvaða sveit átti í hlut, en hún kom út fyrir tveimur árum síðan. Queens of the Stone Age, eða QOTSA, eins hún er gjarnan skammstöfuð, hafði markað sér stöðu sem ein fremsta rokksveit heims þremur árum áður með verkinu Songs for the Deaf og væntingar því miklar. Á Songs … fór Dave Grohl mikinn á trommunum og lagið „No One Knows“ varð að helsta slagara ársins; borið uppi af merkilega ein- földu, en um leið merkilega grípandi gítarriffi. Vinsældir QOTSA jukust jafnt og þétt næstu misserin og sú þróun átti eftir að taka sinn toll, því að hægri hönd Hommes, bassaleikarinn og ólíkindatólið Nick Oliveri, var rekinn í janúar 2004. Nýjabrum Þrátt fyrir að nýjabrumið hafi verið farið af QOTSA var hún búin að koma sér vel fyrir í meistaradeildinni er Lullabies … kom út. Þó að ekki sé hægt að tala um mikið fárviðri í kringum útgáfuna þá fór platan engu að síður beint í fimmta sæti Billboard-listans, besti árangur hljómsveitarinnar til þessa á sviði markaðar, en QOTSA hafði allt fram að Songs for the Deaf lúrt neðanjarðar, þekkt sem „nýja“ hljómsveitin hans Josh Hommes sem var þá þekktastur fyrir að hafa verið í Kyuss, hinni goðsagnakenndu eyði- merkurrokksveit. Lullabies … hefur í dag selst í um 300.000 eintökum á meðan Songs ... er skriðin yfir milljón eintök. Homme hefur sagt að QOTSA hafi náð ákveðinni lægð á Lullabies … án þess að útskýra nákvæmlega hvað hann á við með því en staðhæfir að auki að brottrekstur Oliveris hafi verið mikið gæfuspor fyrir sig og sveitina í heild sinni. Þá lýsti hann því fyrir stuttu að hann hefði haft áhyggjur af því að enginn myndi hlusta á Lullabies …. Auðveldast hefði verið fyrir hann að búa til Songs for the Deaf 2, enda voru lög áþekk þeim sem þar er að finna rúllandi stanslaust um í hausnum á honum. En slík vinnubrögð séu hrein- lega ekki boðleg. Og þrátt fyrir að Lullabies … hafi ekki ná að fylgja velgengni Songs … eftir hvað sölu varðar fékk hún engu að síður afar sterka dóma, alls ekki síðri en Songs … fékk á sínum tíma. Það var svo í júlí á síðasta ári sem Homme við- urkenndi loks að hann væri kominn með QOTSA inn í hljóðver á nýjan leik. Sumir voru orðnir tví- stígandi með framhaldið, en Homme hafði mikið verið að sprikla með góðvini sínum Jesse Hughes í grallarasveitinni Eagles of Death Metal, þar sem hann stígur til baka og sér um trommu- og bassaleik. Era Vulgaris kom svo loksins út í júní síðastliðnum, í sérdeilis flottu umslagi – fyrsta merki um framför frá Lullabies … (sem er í skelfilegum pakkningum). En meira jákvætt er í gangi. Við fyrstu hlustun á Era Vulgaris virðist sem Homme sé að fara jafnvel enn lengra í til- raunastarfsemi en áður – án þess þó að tapa nið- ur rokki eða melódíum. Það er ekki eins og það sé verið að dýfa tónlistinni í sýru bara til að stokka upp í sveitinni, heldur er Homme að vinna rök- rétt áfram með einkennishljóm sveitarinnar. Hann fer með riffin í óvæntar áttir og dreifir skringilegu kryddi yfir lögin í hæfilegu magni. Homme er auðheyranlega annt um að vera ekki að endurtaka sig, eins og hann lýsir hér að ofan, og samkvæmt þeim dómum sem eru þegar komn- ir virðist sá einarðleiki hafa borgað sig en lang- flestir þeirra eru afar lofsamlegir. Ný vargöld Helsti riffvísindamaður samtímans, Josh Homme, heldur áfram rannsóknum sínum á Era Vulgaris, sem er nýjasta breiðskífa sveitar hans, Queens of the Stone Age. QOTSA Á Era Vulgaris virðist sem Homme sé að fara jafnvel en lengra í tilraunastarfsemi en áður. Riffvísindamaður Homme er að vinna rökrétt áfram með einkennishljóm sveitarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.