Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 5
En það er ekki bara saga Münster sem listamennirnir vinna með í ár; margir hafa horft til sögu sjálfrar sýningarinnar, sjálfs Skúlptúrverk- efnisins, sem á okkar tímum er ef til vill það sem einna helst heldur sögu- legu orðspori Münster við. Dom- inique Gonzalez-Foerster segir til að mynda um sitt verk á sýningunni í ár að sig hafi langað „til að skrifa skáld- sögu, mikla skáldsögu, skáldsöguna um Münster.“ Í verki sem heitir því tilhlýðilega nafni „Skáldsagan um Münster“ hefur hún útbúið einskonar leiksvæði með smækkuðum eft- irmyndum af völdum skúlptúrum verkefnisins allt frá upphafi. Hinn frægi skúlptúr Donalds Judds verður þar dálítið varnarlaus og leikfanga- legur; smættaður stórjöfur rétt eins og Carl Andre í skondnum meðförum Gonzalez-Foerster – ekki einungis í bókstaflegum skilningi, heldur einnig þeim listasögulega. Bruce Neuman segir sögu verkefn- isins með öðrum hætti. Hann byggir loks í ár það verk er hann lagði upp- haflega til fyrstu sýningarinnar árið 1977. Verk sem á þeim tíma hlaut ekki náð fyrir augum bygging- arnefndar borgarinnar og varð því ekki að veruleika. Nú þrjátíu árum síðar er búið að setja verkið upp þar sem hann sá það upphaflega fyrir sér. Það er óneitanlega eftirminnileg reynsla að koma að verki Neumans í Münster í ljósi þessarar forsögu, fyrst og fremst vegna þess að verkið er lýsandi dæmi um það hversu langt á undan samtíma sínum Bruce Neuman var árið 1977, því enn stend- ur verkið svo sannarlega fyrir sínu sem tákngervingur hugmyndafræði samtímans. En styrkur verksins varpar einnig ljósi á þá framsýni sem einkennt hefur sýningarstjórn Ka- spers König, unga mannsins sem kom hugmynd sinni í framkvæmd af slíkum stórhug forðum að enn virðist ekkert geta stöðvað framgang henn- ar – í það minnsta ekki á meðan hann er enn í fullu fjöri. Úr fjarlægð virðist verkið vera eins og opinn pýramídi á hvolfi. Fjór- ar hliðar hans mætast í einum punkti sem er röskum tveimur metrum neð- ar en yfirborð grassvarðarins í kring. Þegar maður gengur niður slakkann að miðjunni er eins og maður hverfi af yfirborði jarðarinnar, missi alla yf- irsýn um leið og maður horfir á full- kominn óbrotinn sjóndeildarhringinn sem skapast umhverfis. Neuman vís- aði til þessarar reynslu áhorfandans sem andstæðu þess að standa á sviði, en hvort sem sú lýsing er rétt eða ekki er ljóst að einfaldleiki verksins er í engu samræmi við flókin skyn- ræn áhrifin og aðdráttarafl þess. Siðferðisspursmálin í sirkus samtímans Flest verkin í Münster eru auðvitað þannig að þau hefðu getað orðið til í hvaða borg sem er; þau eru einfald- lega áleitnar hugleiðingar um sam- tímann og hlutskipti okkar sem lifum í honum. Eitt áhrifamesta verkið af þeim toga er eftir Mike Kelley, bandarískan listamann sem iðulega vísar í leikföng, sirkuslega þætti og fleira í þeim dúr með frekar óhugn- anlegum hætti. Í Münster hefur hann byggt einskonar fjölleikahús sem er málað eins og bandarískur bóndabær í litabók, rautt, hvítt og bleikt. Verkið kallar hann „Petting Zoo“ (Dýragarð strokanna) enda geta börn farið þar inn fyrir girðingu og strokið geitum, kálfi, kú og kind- um. Inni í hringlaga húsinu er stytta af eiginkonu Lots – að sjálfsögðu úr salti – sem dýrin sleikja. Dýrin eru þannig hinir eiginlegu myndhöggv- arar, er reyndar vísa sterkt til kyn- lífsvæðingar samtímans og siðferð- islegra spursmála sem enn eru uppi engu síður en á tímum biblíunnar. Áhorfandinn þarf að vaða „flórinn“ og óhreinka sig bæði til að fá að „sleikja“ og „strjúka“. Verkið er svo sannarlega margslungið og áhrifa- mikið – leikur þess með tilfinningar áhorfandans og hugmyndir um bernskuna, kynhneigð og dýrslegt eðli vekur upp óþægilegar spurn- ingar. Viðfangsefni Jeremys Dellers er fólk, rétt eins og viðfangsefni Kel- leys, en hann er einmitt þekktur fyrir að rannsaka uppruna og einkenni þjóða, eins og þær birtast honum í hversdagsleikanum. Í Münster veltir hann fyrir sér grænmetisgörðum borgarbúa, því regluverki sem þar gildir og samfélaginu sem myndast í kringum fyrirbrigðið. Hann leiðir áhorfendur einfaldlega til fundar við þá sem þarna rækta garða sína, en titill verksins, „Speak to the earth and it will tell you“ („Talaðu til jarð- arinnar og hún mun svara þér“, sem reyndar er lagt öðruvísi út af í ís- lenskri þýðingu biblíunnar) vísar til grundvallarrits kristinnar siðfræði, rétt eins og verk Kelleys gerir, á mjög viðeigandi hátt í þessu gamla vígi kristinnar kirkjusögu. Borgin sem leiksvið listasögunnar Ef litið er til sýningarstjórnarinnar á þessari sýningu er ljóst að þarna gilda allt önnur lögmál en á öðrum slíkum stórsýningum. Vegna stað- setningar sinnar innan marka venju- legrar borgar er sýningin bless- unarlega laus við þá annamarka sem jafnan einkenna hefðbundna högg- myndagarða. Í Münster er skúlptúr- um ekki stillt upp í samhengi við hver annan nema verkin krefjist þess sjálf; skúlptúrarnir eru þvert á móti stað- settir í samhengi við borgina, íbúa hennar og gesti. Þar reka hugmyndir hornin í hver aðra, fagurfræðin er jafn sundurleit og húsagerðin og íbú- arnir, skilaboðin lúta að öllu hugs- anlegu í mannlegu atferli. Samfélag „stytta bæjarins“ er því jafn fjöl- skrúðugt og sundurleitt og íbúar bæjarins. Jafn frjótt, jafn ögrandi, jafn stílhreint og ljótt – jafnvel ein- staka sinnum jafn andlaust, því auð- vitað hafa orðið mistök á þessari sýn- ingu eins og öðrum. Samkvæmt skilgreiningum Elm- greens og Dragsets í gjörningnum „Dramadrottningar“ eru öll verkin í Münster undir sömu sökina seld – þau eru dramadrottningar sem fram- tíðin á eftir að vega, meta og dæma út frá forsendum tiltekinnar hug- myndafræði sem auðvitað er erfitt að sjá fyrir á sköpunartíma hvers og eins þeirra. Saga verkefnisins síðustu 30 ár er einstakur vitnisburður um sögulega þróun – ekki bara í fag- urfræðilegum og hugmynd- fræðilegum skilningi, heldur einnig hvað varðar þróun heimspekilegra viðhorfa um borgarmyndun, almenn- ingsrými og tengsl fólks við sitt nán- ast umhverfi. Fjölleikahúsið Mike Kelley horfir til hins dýrslega í eðli mannanna með því að tvinna hegðun dýra saman við hugmyndir um kynhneigð og siðferði að fornu og nýju. þróun – ekki bara í fagurfræðilegum og hugmyndafræðilegum skiln- armyndun, almenningsrými og tengsl fólks við sitt nánasta umhverfi. Bryggja Skúlptúr Jorge Pardo liggur út í vatnið Aa, sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, svo tengingin við almenningsrýmið er sterk. sögulegu samhengi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 5  Skulptur Projekte Münster ’07, eða Skúlptúrverk- efnið í Münster, er fjórða sýningin í röð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1977. Þá var í fyrsta sinn efnt til sýningar á skúlptúrum í almenningsrýmum í borginni Münster, en síðan hefur viðburðurinn ver- ið endurtekinn á tíu ára fresti.  Til fyrstu sýningarinnar var efnt eftir að borg- arbúar fóru í hár saman yfir því hvort þeir ættu að þiggja verk eftir hinn fræga breska myndhöggvara Henry Moore. Forsprakki allra fjögurra sýninganna og sá sem enn fer fyrir hópi sýningarstjóranna er þýski sýningarstjórinn, kennarinn og fræðimað- urinn Kasper König. Sýningin í ár var unnin í samvinnu við þær Brigitte Franzen og Carinu Plath.  Kasper König fæddist árið 1943 og var einungis 23 ára er hann stýrði sýningu á verkum Claes Oldenburg í Stokkhólmi. Síðan þá hefur hann átt farsælan feril á alþjóðavettvangi. Fast starfssetur hans hefur þó verið í Þýskalandi; hann var kennari við Listaakademíuna í Düsseldorf, prófessor við Stä- del-listaháskólann í Frankfurt og loks forstöðumaður Lud- wig-safnsins í Köln.  Strax í upphafi var ljóst að sýningin í Münster hafði sér- stöðu. Ekki einungis vegna þess að hún er ekki nema á tíu ára fresti og mikill tími gefst til undirbúnings og hugmynda- fræðilegrar yfirlegu, heldur einnig vegna þess að að þar eru eru einungis sýnd útilistaverk, eða verk í almenningsrýmum.  Sú staðreynd að allt frá upphafi hafa frægustu listamenn hvers tíma sýnt í Münster hefur átt sinn þátt í því hversu far- sælt sýningarhaldið hefur verið. Frá því sýningin var haldin í fyrsta sinn hafa valin verk verið keypt af borgaryfirvöldum til varanlegrar varðveislu í borginni og þau eru farin að setja sterkan svip á borgarmyndina. Ný verk til sýnis í ár eru 33 en eldri verk 37. Ef áfram heldur sem horfir mun þessi annars dæmigerða þýska borg skapa sér mikla sérstöðu vegna þess- ara listaverka helstu myndlistarmanna heimslistanna síðustu fimmtíu árin. Meðal þeirra listamanna sem eiga verk þar má nefna: Donald Judd, Claes Oldenburg, Dan Graham, Jenny Holzer, Rebeccu Horn, Thomas Schütte, Janet Cardiff, Ilya Kabakov, Richard Serra, Karin Sander og Rachel Whiteread.  Sýningarskrá verkefnisins í ár er einstök.Þar er ekki ein- ungis að finna upplýsingar um verkin á sýningunni í ár, held- ur einnig afar athyglisvert yfirlit yfir helstu hugtök og frasa í myndlistar- og menningarfræðum samtímans. Þar er hægt að lesa sér til um samhengi út frá hugtökum og um áhrif þeirra á samtímalist, jafnframt því að fræðast um uppruna hugtak- anna og hvað það var sem skóp þau. Skúlptúrverkefnið í Münster ’07 http://www.skulptur-projekte.de/ Kasper König

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.