Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 13
kvíarnar Hindirímur Íma Þöll Jónsdóttir syngur íslenska rímu, sem hún tónaði í indverskum stíl og Evan Harlan leikur á harmónikku á tónleikum kvartettsins Andrómedu4 í Síldarminjasafninu. Hátíðarsetning Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðar á Siglufirði og upp- hafsmaður félags um Þjóðlagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar sem staðið hefur að undirbún- ingi hátíðarinnar frá upphafi. Fjallalangspil Guðrún Lára Pálmadóttir ásamt hljóðfærasmiðnum og dulcimer-meistaranum Jerry Rockwell frá Ohio í Bandaríkjunum með fjallalangspil sem hún fjárfesti í. Ljósmynd: Ragnar Ísleifur Bragason Mjaðmahnykkur Sýning magadansnemanna vakti verðskuldaða athygli hátíðargesta. Í bakgrunni skörtuðu fjöllin sínu fegursta í kvöldsólinni. Morgunblaðið/Kristinn Benediktss og flaug okkur í hug að kjörið væri að gera langspilssmíði að möguleika í smíðakennslu grunnskólanna, hugsanlega í tengslum við tón- listarkennsluna. Áhuginn að aukast Það sem Gunnsteini þótti markverðast á Þjóð- lagahátíðinni í ár, auk stofnunar Þjóðlagaaka- demíunnar, var langspilsnámskeiðið sem hann segir vera hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. ,,Einnig hafa margir lýst yfir ánægju með armensku tónleikana. Að fá fólk frá Armeníu til að halda tónleika hér heyrir líka til tíðinda. Rit- aðar heimildir benda til þess að á Íslandi hafi verið biskupar frá Armeníu í kringum árið 1000. Þar segir að ermskir biskupar hafi verið hér á landi og verið áhrifamiklir. Það var gaman að fá armenska flytjendur á þjóðlagahátíðina því eflaust hafa þessir biskupar kringum 1000 líka verið logandi af músík, segir Gunnsteinn. Aðspurður hvort áhugi á þjóðlagatónlist sé að aukast telur Gunnsteinn að svo sé frekar en að hann fari dvínandi. ,,Ég held því ekki fram að þetta sé eitthvert æði og æska landsins heimti að fá að hlusta á rímnakveðskap heima hjá sér á kvöldin. Ég held að vakningin sé bæði hjá áhuga- og fagfólki og að menntaðir tónlist- armenn séu að vakna til vitundar um gildi þess- arar tónlistar. Hún er hluti af sögu okkar og af hverju ættum við ekki að spila hana eins og aðra tónlist sem við höfum verið að flytja í gegnum tíðina? að til að skapa sinn eigin stíl,“ segir Íma Þöll en í námi hennar við New England Conservatory í Boston var einmitt markmiðið að finna sína eig- in rödd í gegnum nám í mismunandi tónlistar- hefðum og -stílum. En auk klezmer og ind- verskrar tónlistar hafa djasssöngkonur verið henni mikill innblástur. Þrátt fyrir sérhæfingu í heimstónlist hefur Íma ekki snúið baki við klassískum bakgrunni sínum og leggur áherslu á að kenna nemendum sínum klassíska tækni, sem hún lítur á sem góða undirstöðu. Fyrsta íslenska langspilsnámskeiðið Jerry Rockwell býr eins og áður sagði í Ohio í Bandaríkjunum og lagði leið sína á Siglufjörð til að halda langspilsnámskeið. Jerry var ánægður með útkomuna og sagði af mikilli auðmýkt að í raun hefðu nemendurnir kennt honum meira en hann þeim, enda voru það íslensk þjóðlög sem hópurinn spilaði á uppskeruhátíðinni, en Jerry hefur fyrst og fremst einbeitt sér að amerískri þjóðlagatónlist. Eftir námskeiðið og ein- staklega vel heppnaða tónleika hans í Gránu, þar sem Örn Magnússon var sérstakur gestur og lék með honum á íslenskt langspil, kom Jerry sér fyrir í smíðastofu gagnfræðaskólans á staðnum og hóf smíði á amerísku fjallalangspili (mountain dulcimer). Það var einkar notalegt að fylgjast með Jerry að smíðum og ræða við hann um tónlist og heimsins gagn og nauðsynj- ar. Jerry hreifst mjög af landi og þjóð og er því von til að hann sæki okkur Íslendinga aftur heim síðar. Hann tjáði okkur að fjallalangspil væri frekar einföld smíð en hann notar engin rafmagnstæki til verksins og vill með því við- halda gömlum aðferðum og handverki. Eins skildist okkur á Erni Magnússyni að einfalt og skemmtilegt væri að smíða íslenska langspilið MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.